Morgunblaðið - 23.10.2015, Side 25

Morgunblaðið - 23.10.2015, Side 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2015 ✝ Guðrún Os-valdsdóttir fæddist á heimili foreldra sinna á Laufásvegi 60 í Reykjavík 11. febr- úar 1949. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 18. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru Jóhanna Guðrún Guðmunds- dóttir húsfreyja, f. 1. mars 1913 í Dalbæ í Hrunamannahreppi, d. 1. desember 2006, og Osvald Heilmann Eyvindsson forstjóri, f. 6. janúar 1904 í Reykjavík, d. 12. september 1963. skólanemi, f. 4. mars 2004. Guðrún ólst upp í foreldra- húsum á Laufásveginum en var sem barn í sveit hjá móð- ursystur sinni í Hellisholtum í Hrunamannahreppi. Hún lauk prófi frá versl- unardeild Gagnfræðaskóla Austurbæjar og fór að því loknu til náms og starfa í Bretlandi. Hún tók stúdentspróf frá öld- ungadeild Flensborgarskólans og próf í rekstrar- og við- skiptafræði frá Endurmennt- unardeild Háskóla Íslands. Hún vann ýmis störf um ævina, en lengst af vann hún sem eftirlits- fulltrúi hjá Skattstjóranum í Hafnarfirði og síðar Ríkisskatt- stjóra. Guðrún verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 23. október 2015, og hefst athöfnin kl. 11. Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkjugarði. Guðrún var næstyngst sex systkina og eru fjögur þeirra á lífi. Börn Guðrúnar eru Sigurður Ingi Sigurðsson, starfs- maður hjá Tican í Danmörku, f. 28. nóvember 1968, og Jóhanna Guðrún, skólaliði í Hafnar- firði, f. 28. nóv- ember 1971. Börn Jóhönnu Guðrúnar eru Guðrún Helga háskólanemi, f. 5. mars 1995, Þórdís Gyða framhaldsskólanemi, f. 15. júlí 1998, og Herdís Rut grunn- Loksins hefur kær móðir mín fengið friðinn. Í fyrrasumar greindist hún með krabbamein. Hún tók því með æðruleysi enda dugnaðarforkur að eðlisfari og stóð sig eins og hetja í öllu þessu sjúkdómsstríði. Mínar fyrstu minningar um móður mína eru þegar ég sat uppi á borði í vaskahúsinu á Engjaveg- inum og hún var að hreinsa sand úr augunum á mér eftir að okkur Óla vini mínum hafði lent saman. Þetta atvik er lýsandi fyrir alúð hennar og umhyggju alla tíð og ég minnist þess að hafa sagt: „mamma góð“. Þegar ég hugsa til baka um æsku mína og uppvöxt minnist ég móður minnar sem þess aðila sem var alltaf til staðar, sama á hverju gekk. Ég veit að hún er nú komin á stað þar sem henni líður vel og þjáningum hennar er lokið. Ég mun ávallt varðveita minningu hennar í hjarta mínu. Kærleikurinn er langlyndur, hann er góð- viljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en sam- gleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. (1. Kor 13.4-8) Við hittumst þegar minn tími kemur og ég hlakka til að sjá þig. Þinn sonur alltaf, Ingi. Við Guðrún höfum átt samleið í lífinu í 37 ár en höfum nú komið að krossgötum sem verða til þess að leiðir okkar skilur um sinn. Við, báðar í stjórnsamara lagi, hittum þarna ofjarl okkar í ákvörðunum og þetta er staðan, í dag kveð ég mína kæru mágkonu hinstu kveðju. Guðrún hefur undanfarna mánuði sýnt yfirvegun og mikinn andlegan styrk í veikindum sínum og því hélt hún til hinstu stundar. Sem eiginkona Guðmundar, litla bróður Guðrúnar, eignaðist ég Guðrúnu ekki bara sem mág- konu, heldur sem trúnaðarvin og við höfum í rúm þrjátíu ár búið nánast á hlaðinu hvor hjá annarri hér í Hafnarfirði. Þegar Guðmundur var að kynna mér systkini sín í upphafi lét hann þess getið að yngsta syst- ir sín væri hálfgerð forstöðukona Hafnarfjarðar. Ekki veit ég gjörla hvað við var átt, líklega þá stað- reynd að henni komu allir íbúar bæjarins við á einn eða annan hátt því hún vildi hvers manns vanda leysa og það sem fyrst. Slík mann- eskja eignast marga vini og ég veit að margir sakna vinar í stað í dag. Eftir að ég flutti í Norðurbæinn varð nánast daglegur samgangur milli okkar. Hún hóf skömmu síð- ar nám í öldungadeild og lagði mikinn metnað í að fá einungis toppeinkunnir. Hún treysti mér til að stuðla að því markmiði og kom gjarnan með ritgerðir og ýmis verkefni og bað mig að lesa yfir. Á meðan vaggaði hún drengjunum í svefn og lagði gjörva hönd á heim- ilisverkin. Þessi samvinna varð í raun upphaf að áratuga samvinnu þar sem við höfum nýtt okkur sér- fræðiþekkingu hvor annarrar, báðum til hagsbóta. Þegar hún svo hóf nám í rekstrar- og viðskipta- fræði bárust engar hjálparbeiðnir því þar þurfti hún engrar aðstoðar við, enda búin að öðlast það sjálf- traust sem þurfti. Hún var sérlega talnaglögg og minnug og var í því námi komin í hóp með jafningjum. Guðrún var örlát á tíma sinn til annarra. Hún stýrði heimili og börnum af öryggi alla tíð og lagði allt í sölurnar til að koma börnum sínum og barnabörnum til manns. Ég reyndi oft að fá hana til að láta sjálfa sig og eigið líf ganga fyrir – en í hennar lífi voru margir sem þurftu aðstoðar við og það hafði forgang. Samverustundir okkar áttu það til að dragast á langinn því Guðrún hafði, eins og margir af Laufás- vegi 60, afar gaman af að segja frá. Frásagnir voru nákvæmar, ekkert dregið undan og sagan gat tekið hliðarspor til allra átta. Ég stríddi henni á því að sögur hennar úr samtímanum hæfust gjarnan á miðöldum – henni þótti það góð lýsing. Hún var góður ferðafélagi og minningar um ferðir vestan- hafs og austan ylja í dag. Sú síð- asta var til Danmerkur nú í sumar og þar áttum við góðar stundir með Sophiu systur hennar, Guð- mundi og mömmu minni. Það hefur auðgað líf mitt að verða vitni að fallegu og nánu sambandi Guðrúnar og Guðmund- ar litla bróður – þau áttu ávallt hvort annars trúnað. Kærleikann til Guðmundar yfirfærði Guðrún á mig, börnin mín og alla mína nán- ustu og var hún lykilpersóna í okk- ar lífi. Ég er auðug að hafa átt vináttu Guðrúnar Osvaldsdóttur og kveð hana með virðingu og þökk. Rut Jónsdóttir. Í dag kveð ég Guðrúnu frænku mína sem lést eftir snarpa loka- baráttu við illvígan sjúkdóm alltof snemma. Minningar mínar um hana eru framan af aðallega úr fjölskylduboðum og afmælum í fjölskyldunni og standa þar mörg atriði upp úr. Flest þau minnis- stæðustu snúast um kökubakstur og matseld að ógleymdum heim- ilisþrifum en þar var Guðrún í sér- flokki. Í starfi sínu þurfti hún að vinna mikið með tölur og stað- reyndir þar sem smáatriðin voru aðalatriði og stóra myndin auka- atriði og í slíkum störfum naut hún sín öðru fremur. Verst var að stundum snerist þetta við þegar verið var að segja frá einhverju skemmtilegu. Segja má að ég hafi kynnst henni Guðrúnu frænku upp á nýtt þegar ég hóf eigin atvinnurekstur og naut ég þá góðra leiðbeininga hennar við bókhald og önnur skattaleg úrlausnarefni. Ég er ekki frá því að þar hafi frekar hall- að á mig umfram skattmann, slík var nákvæmnin, en auðvitað kenndi hún manni í leiðinni eitt- hvað sem hefur æ síðan fylgt manni á þeim vígvelli sem öðrum og ætli það hafi nú ekki frekar ver- ið jákvætt en neikvætt þegar öllu var á botninn hvolft. Elsku Guðrún, ekki eru þessi minningarorð löng en hvað sem því líður kem ég til með að sakna þín. Ég veit bara að nú þjáist þú ekki lengur af verkjum í skrokkn- um eins og undanfarin ár og lík- lega ertu komin í góðan selskap með ömmu Jóhönnu sem hefur tekið vel á móti þér – hver veit hvaða skemmtisögur hafa nú þeg- ar verið sagðar og gullkorn flogið? Magnús Orri. Í dag kveðjum við Guðrúnu föð- ursystur eftir erfið veikindi. Heimsóknir hennar til okkar á Breiðvanginn eru fyrstu minning- arnar um Guðrúnu sem koma upp í hugann. Þá tók hún í spil eða tefldi við okkur. Hún hafði mikinn áhuga á spilum, tölum og ýmiss konar happdrætti og lottó. Það er minnisstætt þegar Guðrún var fengin í heimsókn til að skafa af happaþrennum sem keyptar höfðu verið í búntum hjá Happ- drætti Háskólans. Spenningurinn var mikill hjá okkur bræðrunum en ekki minni hjá Guðrúnu. Yfir- leitt fékk hún fleiri vinninga en við hin, enda með eindæmum heppin í spilum. Guðrún var alúðleg og góð við litlu frændur sína og hugsaði sér- lega vel um okkur. Ekki leiddist okkur bræðrum þegar hún bar í okkur skinkuhorn og aðrar kræs- ingar þegar við vorum yngri. Þeg- ar eitthvað var um að vera í fjöl- skyldunni var Guðrún alltaf reiðubúin að hjálpa eða vera með, enda sérlega ósérhlífin. Hjálp hennar var vel þegin enda hafði Guðrún sérstaka hæfileika og stóð öðrum framar í að baka, elda og þrífa. Þegar mikið lá við á heim- ilinu eins og veislur eða sláturgerð var kallað á töntu Guðrúnu. Guð- rún var algjörlega ómissandi hluti af sláturgerðarteyminu í Burkna- bergi þar sem hún fyllti skarð ömmu Jóhönnu með sóma. Við bræðurnir gættum okkar á því að hafa öðrum hnöppum að hneppa meðan á sláturgerðinni stóð en gerðum slátrinu góð skil svo teym- ið þyrfti að koma saman á hverju ári. Guðrún vildi alltaf hafa hreint og snyrtilegt í kringum sig og sína. Við bræðurnir höfðum ekki alltaf sama skilning á þessum þrif- um, einhver okkar hélt á yngri ár- um að Guðrún væri fátæk því það var ekkert dót í geymslunni hjá henni. Á unglingsárum náðum við að kynnast Guðrúnu ennþá betur því á tímabili flutti hún til okkar. Þá tókum við stundum í spil og það hreinlega ískraði í Guðrúnu og pabba þegar þau möluðu okkur hin í vist. Við kveðjum töntu Guðrúnu með söknuði en minnumst hennar með hlýhug og þakklæti, sem hjálpsamrar og kærleiksríkrar frænku sem hugsaði vel um okk- ur, litlu frændur sína. Eyvindur, Kolbeinn og Tómas. Látin er fyrir aldur fram æsku- vinkona mín Guðrún Osvaldsdótt- ir. Við ólumst upp á Laufásveg- inum í Reykjavík, hún á 60 og ég á 57. Á þeim árum áttu mörg börn heima í næsta nágrenni við okkur á Laufásveginum og Bergstaða- stræti og við erum nokkrar vin- konur sem höfum haldið hópinn síðan. Svo löng vinátta er dýrmæt og ómetanleg. Þegar við vorum að alast upp var Tívolí í Vatnsmýrinni og þar voru líka kartöflugarðar og kýr á beit. Hafnarfjarðarstrætó gekk eftir Laufásveginum og við enda hans var Kennaraskólinn. Í hverf- inu okkar lékum við í parís, snú snú og æfðum leikni í að kasta á vegg mörgum boltum í einu. Við renndum okkur á sleðum á Lauf- ástúni og í Verónikugarði. Á vorin fóru krakkarnir í nágrenninu í leiki saman. Við földum okkur í görðum og klifruðum yfir veggi. Við vinkonurnar gengum í Mið- bæjarskólann og lærðum að synda í sundlauginni í kjallara Austur- bæjarskóla. Við renndum okkur á skautum á Tjörninni og drógum hver aðra á mikilli ferð með löngum treflum. Síðan urðum við unglingar með túberað hár og sif- fonslæður bundnar um hökuna. Þá var tvistað og farið í Breiðfirð- ingabúð og seinna Glaumbæ. Svo kom að því að við eignuðumst fjöl- skyldur og þá fóru áhugamálin að breytast en alltaf fylgdumst við hver með annarri og tókum þátt í gleði hinna og sorgum. Guðrún var mikil húsmóðir og var annt um börn sín og barna- börn. Hún var vakin og sofin að hugsa um hag þeirra. Guðrún var einnig einstaklega samviskusöm, nákvæm og dugleg kona. Veikind- um sínum tók hún með miklu jafn- aðargeði og skynsemi. Hún sá um að skipuleggja með mér síðustu kaffihúsaferð okkar vinkvenn- anna í ágúst. Þá kom hún gang- andi frá vinnustað sínum hjá rík- isskattstjóra á Laugaveginum. Við rifjuðum upp gamlar endur- minningar og skiptumst á fréttum um hagi okkar allra. Stuttu síðar lagðist Guðrún inn á líknardeild Landspítalans. Ég er þakklát fyr- ir að hafa fengið tækifæri til að eiga þar með henni góða stund. Þrátt fyrir að vera orðin nær þrot- in að kröftum vildi hún halda sem lengst í mig og faðmaði mig að lok- um með þéttu faðmlagi. Ég vil votta börnum Guðrúnar, þeim Sigurði Inga, Jóhönnu og dætrum hennar mína innilegustu samúð við fráfall góðrar móður og ömmu. Guðrún Þorsteinsdóttir. Nú er hún Guðrún mín farin. Lögð af stað til nýrra heima sem hún hefur án efa verið kölluð til í þeim tilgangi að verða þeim sem þar búa til hjálpar og stuðnings. Rétt eins og hún var til staðar fyr- ir þá sem henni þótti vænt um hér í þessum heimi; mig og aðra þá sem voru svo lánsamir að verða samferðamenn hennar. Guðrúnu kynntist ég fyrir mörgum árum þegar ég hóf störf í eftirlitsdeild skattstjórans í Reykjanesumdæmi, með öllu ókunnug þeirri starfsemi sem þar fór fram og þeim ströngu laga- reglum sem gilda um meðferð mála þar innanbúðar. Ég hef áreiðanlega verið afar umkomu- laus að sjá þar sem ég nýbyrjuð ranglaði rammvillt um flókið völ- undarhús skattaréttarins og botn- aði hvorki upp né niður í öllum þeim tölum sem dönsuðu fyrir augum mér. Þá settist Guðrún niður hjá mér, brosti við og sagði: „Get ég nokkuð hjálpað þér, vina mín?“ Með þessum orðum, sem í eyrum mínum hljómuðu eins og englasöngur, tók Guðrún mig að sér og hjálpaði mér æ síðan við að ráða í töluskammirnar sem alltaf flæktust kirfilega fyrir fótum mér, en komust ekki upp með neinn moðreyk í eiturskörpum og ein- staklega töluglöggum huga henn- ar. Hún var svo fljót að hugsa, reikna og tala, að stundum var erf- itt fyrir þá sem ekki þekktu til hennar að fylgja henni eftir og í fyrstu þurfti ég stundum að biðja hana um að segja mér hlutina oft- ar en tvisvar, svo einhver von væri til þess að þeir síuðust inn í minn ofur venjulega koll sem ekki var hálfdrættingur á við skarpgreind- an huga hennar. Auk hugarskerpu Guðrúnar var hún óvenjulega minnug og átti það til að hálfsvæfa mig með því að þylja upp atburði, nöfn, ártöl og dagsetningar sem hin gleymna ég bar ekkert skynbragð á. Sam- viskusöm og nákvæm var hún einnig svo af bar, hvort heldur var í starfi sínu eða einkalífi; iðin, vinnusöm og hlífði sér í engu – oft- lega á kostnað eigin heilsu. Henni féll sjaldan verk úr hendi við að prjóna, sauma, gera við alls- kyns plögg, baka, þrífa, pússa og snurfusa fyrir börnin sín, barna- börn, vini og vandamenn – og stundum vini þeirra. Þeyttist um allan bæ í alls kyns erindrekstri og aðstoð við þá sem minna máttu sín og þurftu á hjálp að halda – eða bara vegna þess að Guðrúnu lang- aði að hjálpa til og gat með engu móti setið auðum höndum. En aldrei hreykti hún sér af hæfileik- um sínum og mannkostum, heldur gerði hún þvert á móti lítið úr þeim. Þótt mig gruni að tilgangurinn með því að kalla Guðrúnu í burtu svona snemma hafi verið sá að ný- ir samferðamenn í öðrum heimi gætu orðið aðhlynningar hennar aðnjótandi, þá vona ég að þeir muni dekra jafn mikið við hana og hún við þá. Þessu lífi lifði Guðrún fyrir aðra og er það von mín að nú muni hún leyfa að henni sé auð- sýnd sú umhyggja og væntum- þykja sem hún einatt hefur um- vafið aðra. Að leiðarlokum vil ég þakka Guðrúnu fyrir hennar hlýju og elskuríku samfylgd. Fyrir ára- langa vináttu og tryggð. Fyrir að vera til staðar og styðja mig þegar ég hef mest þurft á að halda, bæði fyrr og nú. Megi góður Guð leiða hana í landi ljóss og friðar. Björg Rúnarsdóttir. Nú er Guðrún, nafna mín og vinkona, fallin frá eftir illvígan sjúkdóm. Kynni okkar Guðrúna hófust þegar Flensborgarskólinn bauð upp á kennslu í öldungadeild haustið 1982. Mikil aðsókn var að þessu námi, margir höfðu ekki haft áhuga á námi eða helst úr lestinni af ýmsum ástæðum. Nú vildi fólk leggja mikið á sig, komið með fjölskyldu, í fullri vinnu, til að bæta við sig menntun til stúdents- prófs. Námið var krefjandi, náms- hraðinn mikill, margir óöruggir um getu sína eftir margra ára námshlé. Metnaðurinn var mikill að standa sig vel hjá þessu full- orðna fólki. Nýta þurfti hverja stund og oft var lesið og lært langt fram eftir kvöldi og að næturlagi. Þarna lágu leiðir okkar Guðrúnar saman. Fljótlega tókst vinátta með okkur, oft hjálpuðumst við að við heimanám og verkefni. Marg- ar góðar stundir áttum við saman. Guðrún hafði mikinn metnað, var mjög áhugasöm um námið og var mjög óhrædd að spyrja þegar enginn þorði. Það var hátíðleg stund þegar við, fimm konur, út- skrifuðumst frá Flensborgarskóla sem stúdentar fyrir jólin 1986. Dag einn var ég stödd í bank- anum þegar Guðrún átti leið þang- að. Ég spyr hana alveg óvænt hvort hún væri til í að koma til London. Hún var strax til í það, hafði verið au-pair þar á yngri ár- um, og var mjög kunnug í borg- inni. Hún þekkti nánast öll hús á Oxfordstræti. Það var gaman að vera með henni í London. Við gengum um borgina þvera og endilanga, komum að kvöldi alveg uppgefnar upp á hótel. Áhugi okk- ar fór saman, að skoða áhuga- verða staði í borginni, fara í leik- hús og á söfn. Við vorum báðar mjög neyslugrannar í matarmál- um og höfðum lítinn áhuga á að sækja glæsilega veitingastaði. Eftir þessa ferð ákváðum við að ferðast aftur saman. Fórum til Or- lando, gist var í Flórída-mollinu, fórum í Disney-garð, þaðan í heim- sókn til Virginíu. Ferðuðumst til Baltimore, New York, þaðan í heimsókn til Connecticut. Þar sem Guðrún var mjög lofthrædd kona fór hún ekki upp í háar byggingar, sem urðu á vegi okkar, eins og Empire State bygginguna og Frelsisstyttuna. Síðasta ferð okkar var til Toronto í Kanada að heim- sækja Stellu frænku Guðrúnar sem lést á þessu ári. Betri ferðafélaga en Guðrúnu var ekki hægt að hugsa sér, hún var alltaf búin að safna upplýsing- um um áhugaverða staði áður en haldið var af stað. Hún var nægju- söm með sjálfa sig en þeim mun meiri höfðingi við börnin sín og barnabörn. Guðrún nafna mín var ekki allra, en þeim mun betri var hún við sína nánustu vini. Hún var mjög greið- vikin kona, kom óbeðin til hjálpar á merkum tímamótum hjá fjölskyldu og vinum. Lífið var henni ekki allt- af auðvelt, hún var sterk kona, gekk ekki heil til skógar en kvart- aði ekki, hún studdi við bakið á börnum sínum og barnabörnum. Sérstakt kærleikssamband var á milli Guðrúnar og Guðmundar bróður hennar, hún bar mikið traust til hans. Missir ykkar er mikill. Ég þakka nöfnu minni fyrir samveruna og alla hjálpsemina, ég mun sakna þín. Elsku Sigurður Ingi, Jóhanna Guðrún, Guðrún Helga, Þórdís Gyða og Herdís Rut samúðar- kveðjur til ykkar, Guðrún S. Guðmundsdóttir. Kær samstarfskona okkar er látin langt fyrir aldur fram eftir erfið veikindi. Guðrún starfaði með okkur á eftirlitssviði ríkisskattstjóra. Hún var góður og áhugasamur starfs- maður og félagi sem ávallt var hægt að leita til hvort sem það varðaði starfið eða eitthvað annað í daglegu lífi samstarfsfólks. Guðrún vann við skatteftirlit í áratugi. Fyrst hjá skattstjóranum í Reykjanesumdæmi en frá árinu 2010 hjá sameinuðu embætti rík- isskattstjóra og skattstjóranna. Eftirlitsverkefnin áttu mjög vel við þá eiginleika sem hún hafði til að bera. Hún var talnaglögg, nákvæm og hafði ánægju af mannlegum samskiptum en síðustu árin starf- aði hún við vettvangseftirlit þar sem hún naut sín einstaklega vel. Guðrún var árrisul, vinnusöm og vildi ávallt hafa hreint og fínt í kringum sig og nutum við sam- starfsfólk hennar góðs af því. Skinkuhornin sem hún bakaði voru vinsæl og slógu alltaf í gegn í föstu- dagskaffi deildarinnar. Guðrún hafði yndi af prjónaskap enda voru prjónarnir iðulega á lofti í hádeg- inu og var hún óspör á leiðbein- ingar ef eftir þeim var leitað. Fyrir rúmlega ári greindist Guðrún með krabbamein. Urðum við samstarfsfólkið þá vitni að ein- stöku æðruleysi hennar gagnvart þessum vágesti. Hún barðist hetju- lega og ákvað að njóta lífsins til hins ýtrasta þann tíma sem hún átti eftir. Í sumar sem leið fór hún til dæmis til Danmerkur með fjöl- skyldunni og naut hún sín vel í þeirri ferð. Þrátt fyrir að vera orð- in mjög veik mætti Guðrún til vinnu og sinnti starfi sínu eins og best varð á kosið. Var aðdáunar- vert að fylgjast með þrautseigju hennar í þessum efnum. Við þökkum Guðrúnu fyrir sam- starfið á liðnum árum og minnumst hennar með hlýhug. Vottum við ættingjum hennar innilega samúð okkar. Vinakveðja okkar allra er hér borin fram í dag, kærleikshlý við hvílu þína, er klukkur leika sorgarlag. Fögur samstarfsmanna minning mestur dýrðarsjóður er. Blítt á leiði blómum vaggar blærinn, sem um dalinn fer. (Höf. ók.) Samstarfsfólk á eftirlits- sviði ríkisskattstjóra. Guðrún Osvaldsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.