Morgunblaðið - 23.10.2015, Page 41

Morgunblaðið - 23.10.2015, Page 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2015 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Kafari nefnist önnur plata hljóm- sveitarinnar Lockerbie sem kom út 14. október sl. en sú fyrsta, Ólgu- sjór, kom út árið 2011 og var dreift víða um Evrópu og Japan. Kafari var yfir tvö og hálft ár í vinnslu og er aðeins aðgengileg á netinu og frí til niðurhals. Í stað þess að selja plötuna hefur hljómsveitin efnt til hópfjáröflunar fyrir vínylútgáfu á henni á vefsíðunni Karolinafund. Þeir sem styrkja hana um 30 evrur eða hærri upphæð fá plötuna og að auki er annar varningur tengdur sveitinni í boði, allt eftir upphæð styrksins. Sala á lagi dugði fyrir kostnaði Lockerbie skipa þeir Davíð Arnar Sigurðsson sem leikur á píanó, Rún- ar Steinn Rúnarsson trommuleik- ari, Þórður Páll Pálsson söngvari og gítarleikari, Hafsteinn Þráinsson gítarleikari og Guðmundur Hólm sem leikur á bassa. Blaðamaður ræddi við Davíð um plötuna og spurði hann fyrst hvort eitthvert þema væri í gangi hvað plötutitla varðar þar sem báðir tengjast sjón- um. „Þetta nafn kom út af einu lagi á plötunni sem heitir „Kafari“ og okk- ur fannst það skemmtilegt og flott nafn. Það er engin tenging við fyrri plötuna,“ segir Davíð. – Hvers vegna eruð þið að gefa plötuna á netinu? Þið græðið varla á því? „Nei. Málið er bara að það eru svo fáir að kaupa geisladiska eins og er að við ákváðum bara að gera þetta svona. Við náðum að fjár- magna allan kostnaðinn við plötuna með því að selja lag í auglýsingu og ákváðum því að reyna að dreifa henni eins mikið og við gætum svo fólk vissi hverjir við værum. Það er alveg eins gott að gera það eins og fara í einhverja auglýsingaherferð og við töldum ekki svo miklu að tapa miðað við að reyna að selja geisladiska,“ segir Davíð. Vildu prófa eitthvað nýtt – Það er ansi langt síðan þið gáf- uð út fyrstu plötuna … „Já, þetta ferli er búið að taka lang- an tíma, það er langt síðan platan var tilbúin, þ.e. tónlistin á hana, en hún tafðist alltaf eitthvað. Við erum allir í háskólanámi og þetta hefur kannski ekki verið alveg fremst hjá okkur öllum, að vinna í þessu,“ segir Davíð. Hljómsveitin hafi gert plötuna alla sjálf, sem hafi verið tímafrekt. – Einhver breyting hefur orðið á tónlistinni hjá ykkur milli platna, þið ákváðuð t.d. að nota hljóðgervla í stað strengjasveitar á plötunni. Hvers vegna gerðuð þið það? „Það var m.a. af praktískum ástæðum. Þegar þú ert að spila á einhverjum skemmtistað getur ver- ið dálítið vesen að vera með strengjasveit, sviðið er lítið og það getur verið erfitt þegar mikil læti eru á sviðinu þá lekur allt í hljóð- nemana hjá strengjasveitinni. Það er dálítið baks nema þú sért á stóru sviði í Hörpu með toppgræjur. Svo langaði okkur ekki að gera sömu plötuna aftur, vildum prófa eitthvað nýtt.“ – Hvernig er best að lýsa tónlist- inni ykkar? Melódískt, rafskotið popp? „Já, ég held þú sért ekki fjarri lagi. Þetta er náttúrlega svolítið rokkað líka, svolítið harðir kaflar stundum,“ svarar Davíð. „Þetta er dálítið rafskotið núna, við vorum að prófa að vera með raftakta líka sem við gerðum ekki á síðustu plötu.“ Ísköld myndataka Eitt myndband við lag af plötunni hefur litið dagsins ljós, við titillag plötunnar, og var því leikstýrt af frönskum vídeólistamanni, Timot- hée Lambrecq, sem hljómsveitin kynntist á tónleikum sem hún hélt um það leyti er hún gaf út Ólgusjó. Lambrecq kom hingað til lands í sumar til að taka upp myndbönd fyrir vef Grapevine og bað hljóm- sveitin hann þá að gera mynd- bandið. Í því sést Þórður ferðast frá sveit til borgar og hittir hann á leið- inni meðlimi hljómsveitarinnar við furðulegar aðstæður. Myndbandið endar í uppáhaldssundlaug hljóm- sveitarinnar, Sundhöll Hafn- arfjarðar og ljósmyndin sem prýðir umslag Kafara var einnig tekin þar. „Við leigðum laugina í einn dag og tókum fullt af myndum, m.a. mynd- ir sem við notuðum aldrei,“ segir Davíð. Kynningarljósmynd sem blaða- maður fékk í tölvupósti er einnig tengd vatni því hún sýnir hljóm- sveitina úti í sjó. „Hljómsveita- myndir eru oft svo klisjukenndar og við vildum gera eitthvað mjög steikt og fórum því út í sjó. Það var ógeðs- lega kalt,“ segir Davíð og hlær. – Voruð þið lengi í sjónum? „Já en ljósmyndarinn er mesta hetjan því hann var í sjónum í kort- er. Ég skil ekki hvernig hann fór að því,“ segir Davíð kíminn en mynd- ina tók Hörður Ellert Ólafsson. Kaldir Lockerbie-menn létu sig hafa það að svamla í ísköldum sjónum fyrir þessa ágætu hljómsveitarmynd sem Hörður Ellert Ólafsson tók. „Vildum prófa eitthvað nýtt“  Lockerbie gefur út aðra plötu sína, Kafara, á netinu og er hún frí til niðurhals  Hópfjár- mögnun stendur yfir fyrir vínylútgáfu  Rafskotnari tónlist en á fyrstu plötu sveitarinnar Vefsíða Lockerbie: lockerbie.is. Ljóðapartí verð- ur haldið í kvöld á Gauknum með ljóðaupplestrum og rappi. Partíið hefst kl. 20 og kynnir verður Hallgrímur Helgason. Fram koma Arngrímur Vídalín, Ásgeir H. Ingólfsson, Elias Knörr vs. Elías Portela, Eydís P. Blöndal, Ewa Marcinek, Ingólfur Gíslason, Jón Magnús Arnarsson, Kári Tulinius, Kristín Svava Tómasdóttir, Lommi og Þórdís Gísladóttir. Dagskránni lýkur með rappi rappsveitarinnar Krakk & Spaghettí. Ljóð og rapp Þórdís Gísladóttir www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Norræna siglir í allan vetur Bókaðu núna! Norræna siglir vikulega yfir vetrartímann frá Seyðisfirði til Færeyja og Danmerkur. Hægt er að bóka ferðir í allan vetur á frábæru verði. Þeim sem bóka sig er sérstalega bent á að kynna sér vel aukaskilmála vegna vetrarsiglinga. Færeyjar 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 74.500 CRIMSON PEAK 8,10:30 PAN 3D ÍSL 5 ÞRESTIR 3:50,5:50 KLOVN FOREVER 8,10:10 EVEREST 3D 5,8 SICARIO 10:30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.