Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.01.1988, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 14.01.1988, Blaðsíða 1
Hvaðan kom olían? Nú er verið að kanna hvort olía sú sem mengaði vatnsbólin í Njarðvík hafi komið frá því slysi sem varð, er 75 þúsund lítrar fóru niður fyrr í haust eða frá einhverju öðru tilfelli innan vallarsvæðisins. Að sögn Magnúsar H. Guðjónssonar er að vænta niðurstöðu í því máli frá Bandaríkjunum alveg á næstunni. Þá átti í gær að hefja boranir í nálægð mengun- arsvæðisins til að kanna hvað mengunin er orðin útbreidd. Verður fyrst borað í 150 metra fjar- lægð frá mengunarstaðn- um í átt að vatnsbóli því er lokað hefur verið í Njarðvík, en síðan leitað áfram ef þörf reynist, þar til ytri mörk mengunar- svæðisins finnast. Þá sagði Magnús að nú væri unnið að því að varn- arliðið tæki þátt í kostn- aði við gerð nýrra vatns- bóla utan við byggðina. Gæti það því orðið fyrsta skrefið að sameiningu vatnsveitanna hér á utan- verðu nesinu. 8 stúlkur valdar í „Ungfrú Suðurnes 1988“ 8 stúlkur hafa verið valdar í Fegurðarsamkeppnina „Ungfrú Suðurnes 1988". sem fram fer i Glaumbergi 12. mars n.k. Þær heita: Margrét Örlygsdóttir, Njarðvík; Ingibjörg Sigríður Ármannsdóttir. Sandgerði; Þórdis Björk Sigurbjörnsdóttir, Lilja Guðrún Kjartansdóttir. Oddný Nanna Stefánsdóttir. Guðbjörg Friða Guðmundsdóttirog Rakel Haraldsdóttir, - þessar fimm síð- ast nefndu eru allar úr Keflavík. Áttunda stúlkan, Magnea Davíðsdóttir. er einnig úr Keflavík, en er stödd erlendis sem stendur og því ekki á myndinni. Undirbúningur fyrir keppnina er hafin af fullum krafti, en að ýmsu þarf að hyggja svo vel takist til þegar stóra stundin rennur upp. Ljósm.: pket. Eldeyjar-Boði og Eldeyjar-Hjalti: Eldey hf. búin að kaupa tvö fiskiskip Subaru-bílarnir: Málin skýrast um helgina Lokið er úttekt Bif- reiðaeftirlits ríkisins á þeim bílum sem valdir voru úr til skoðunar vegna innflutnings á Su- barubílunum marg- nefndu frá Noregi. Að sögn Margeirs Margeirs- sonar, eins fjórmenning- anna, sem nú hafa stofnað fyrirtæki um reksturinn sem heitir Hagport s.f., skýrast málin um helgina. Virðist forráðamönn- um Bifreiðaeftirlitsins eitthvað vefjast tunga um tönn þegar gengið er á þá. En í skýrslu Iðntækni- stofnunar um málið er hvergi að finna neitt at- hugavert við þá bíla sem skoðaðir voru með einni undantekningu. Er það varðandi tæringaleifar sem fundust í rafmagns- spellum í gólfi tveggja bif- reiða varðandi tengingar við inniljós. Er tæring þessi þó ekki meiri en á bifreiðum eraka eftirsalt- bornum vegi. Sagði Margeir að helst mætti ætla að unnið væri hjá eftirlitinu eftir starfs- reglum Júlíusar Vífils Ingvarssonar hjá Subaru- umboðinu. En liann hefur haft allt á hornum sér varðandi innflutning þennan. Gengið hefur verið frá kaupum Eldeyjar hf. á tveimur fiskiskipum, sem fá munu nöfnin Eldeyjar-Boði og Eldeyjar-Hjalti. Auk þess hefur fyrirtækið gert tilboð í þriðja skipið. Um er að ræða Boða GK- 24, 208 tonna skip smíðað í A-Þýskalandi 1865, áður í eigu Garðars Magnússonar, Njarðvík. I skipi þessu eru nýjar ljósavélar sem settar voru um borð nú um áramót- in. Þetta skip er að hefja veiðar á línu um mun hljóta nafnið Eldeyjar-Boði. Þá verður fyrirtækinu afhent um 20. þ.m. 170 tonna skip, Vött SU frá Eskifirði, sem er smíðað I Noregi 1968. Það skip er yfirbyggt með beitingavél og mun hljóta nafnið Eldeyjar-Hjalti. Auk þessa hefur verið gert tilboð í fiskiskipið Einir HF frá Hafnarfirði, sem áður var gert út frá Keflavík undir nafninu Helgi S. Það skip er yfirbyggt, 236 tonn að stærð srníðað í A-þýskalandi 1959 og var mikið endurnýjað meðan það var í eigu Keflvík- inga. Kaupverð Boða er um 48 milljónir, en Vattar um 70 milljónir, en bæði skipin munu selja allan sinn afla á Fiskmarkaði Suðurnesja. Boði GK-24, sem hljóta mun nafnið Eldeyjar-Boði. Ljósm.:epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.