Víkurfréttir - 14.01.1988, Blaðsíða 4
\)iKur<
4 Fimmtudagur 14. janúar 1988
Gott úrval af
góðum bílum...
Söluskrá okkar er nú sneisafull af bílum við
allra hæfi. Höfum að undanförnu fengið
úrval af nýjum og nýlegum fólksbílum og
jeppum. - Komdu og kíktu á úrvalið og
kjörin. - Heitt á könnunni að venju ...
Vatnsnesvegi 29a - Keflavik - Símar: 11081, 14888
Toyota-umboð á Suðumesjum
Sjúkrasamlag Keflavíkur auglýsir:
Tannlæknareikn-
ingar barna
Viljum vekja athygli Keflvíkinga
á að tannlækningareikningar
vegna barna 0-16 ára eru
greiddir á bæjarskrifstofunni.
Sjúkrasamlag Keflavíkur
Ljósm.: rós.
VILTU FÁ AÐSTOÐ?
Nýtt fyrirtæki, AÐSTOÐ
SF., opnar næsta mánudag
að Hafnargötu 56 í Keflavík.
Stofnendur þess eru Baldur
Baldursson og Iða Brá Vil-
hjálmsdóttir og hyggjast þau
bjóða almenna ljósritunar-
þjónustu auk ritvinnslu og
tölvuþjónustu.
Baldur sagði í sanitali við
blaðið, að hann geti til dæm-
is séð um uppsetningu og
prentun á fréttabréfum fyrir
fyrirtæki og félagastarfsemi.
Auk þess geti nemar notið
góðs af og fengið ritgerðir
sínar settar upp og prentað-
ar af laserprentara, sem gefi
hæstu gæði.
„Spilum saman 16 Ægishjálmar“
„Við erum hérna 16 kennarar í Fjölbrautaskólanum sem
erum saman í hópleik. Það hefur nú ekki dugað til stórvinn-
inga ennþá, en á örugglega eftir að skila okkur 12 réttum
einhvern tíma“, sagði Gisli Torfason, næsti spekingur okk-
ar. Hann er einn af „Ægishjálmunum“, en svo eru þeir kall-
aðir og keppa undir því nafni í hópleik getrauna.
„Við fyllum út einn 16 raða seðil en leggjum tvöfalt and-
virði hans í pott. Svo keppum við innbyrðis í 10 vikur og sá
sem hefur fíesta rétta í lokin hreppir pottinn. Eg var sá
heppni í fyrra en það verður eitthvað erfiðara núna er ég
hræddur um. Uppáhaldslið? Ég er púlari. Hef haldið með
Liverpool síðan 1965. Mínir menn eru óstöðvandi um þess-
ar mundir. Það verður fátt sem stöðvar þá í baráttunni um
titilinn", sagði Gísli.
Heildarspá Gísla:
Liverpool - Arsenal (sjónv.i.) . 1
Luton - Derby .......... 1
Norwich - Everton ...... X
E’ortsmouth - Oxford ... 1
Q.P.R. - West Ham...... X
Sheff. Wed. - Chelsea .... 1
Tottenham - Coventry .... 1
Wimbledon - Watford .... 2
Aston Villa - Ipswich .. 1
Blackburn - Hull ....... 1
Plymouth - Man. City ... X
Swindon - Bradford ..... X
Annel með fimm
Annel Þorkelsson, Ulfaaðdáandi, lenti á ægilegum seðli
og voru úrslitin eftir því. Hann náði fimm réttum. Baráttan
um Wembleyferðina er hörð, en staðan hefur nú verið
óbreytt í nokkrar vikur, Jón Halldórsson og Sævar Júlíus-
son efstir með 8 rétta.
OG GLEÐIIGLA UMBERGI
Lalli og Jón halda uppi stans-
lausu fjöri föstudags- oglaug-
ardagskvöld frá kl. 22-03 og
leika öll bestu lögin.
Opið fimmtudag til
sunnudags frá
kl. 18.30.
(UtiH
Keflavíkurkirkja
Sunnudagaskóli kl. 11. Munið
skólabílinn.
Guðsþjónusta kl. 14.
Sóknarprestur
t
Grindavíkurkirkja
Sunnudagur:
Fyrsta barnasamkoma ársins
kl. 11. Mikill söngur, söguro.fl.
Börnin fá mynd til að lita og
verkefni.
Þriðjudagur:
Bænasamkoma kl. 20.30. Beðið
fyrir sjúkum. Kaffi og umræður.
Sóknarprestur
Ytri-Njarðvíkurkirkja
vegna framkvæmda í kirkjunni
verður ekki unnt að messa n.k.
sunnudag, en barnastarf verð-
ur í safnaðarsalnum kl. 11.
Sóknarprestur
r
Innri-Njarðvíkurkirkja
Barnastarf kl. 11 í safnaðar-
heimilinu.
Sóknarprestur
Leikfélag
Keflavíkur
að vakna
af dvala
Leikfélag Keflavíkur
hefur legið í dvala í smátíma.
Nú standa vonir til að það
hefji starfsemi á ný og verði
með verkefni á svokallaðri
menningarvöku á páskun-
um. Aðalfundur er boðaður
á sunnudag í húsi Verslunar-
mannafélags Suðurnesja kl.
14 og eru allir áhugamenn
hvattir til að koma.