Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.01.1988, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 14.01.1988, Blaðsíða 20
Fimmtudagur 14. janúar 1988 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 14, II. hæð. - Sími 14717. SPURÐU SPARISJÓÐINN Sjóslysið: Arangurslaus leit á sjó og landi | fórust með m.b. Bergþóri KE Mikill fjöldi sjálfboðaliða 5 út af Garðskaga á föstu- hefur tekið þátt í leit að skip- dagskvöldið. Hafa menn úr brotsmönnunum tveimur er ' slysavarnasveitunum Ægi, Bergþór KE 5. Sigurvon og Skyggni svo og úr björgunarsveitinni Stakki gengið fjörur frá Stafnesvita og inn á Vatnsleysuströnd, auk þess sem flugvélar og bátar hafa leitað, en án árangurs. Nú um helgina verða fjör- ur gengnar á þessum kafla, auk þess sem siglt verður með strandlengjunni ef veður leyfir. Þá fóru fram á þriðju- dag sjópróf vegna slyss þessa hjá bæjarfógetanum í Kefla- vík. Með Bergþóri fórust Magnús Geir Þórarinsson, Elfar Þór Jónsson. skipstjóri og eigandi bátsins, til heimilis að Oðinsvöllum 1 í Keflavík, fimmtugur að aldri, lætur eftir sig eigin- konu og þrjú uppkomin börn og Elfar Þór Jónsson, matsveinn, Tunguvegi 10, Njarðvík, þrítugur að aldri, lætur eftir sig sambýliskonu, 2 börn og eina fósturdóttur. Þeir sem björguðust voru Einar Magnússon, stýrimað- ur, Keflavík, Sverrir Víg- lundsson, vélstjóri, Njarðvík Magnús Geir Þórarinsson. og Gunnar Magnússon, vélavörður, Keflavík. Þeir Magnús og Einar eru feðgar og Sverrir og Gunnar mágar. Eins og fram kemur ann- ars staðar í blaðinu bjargaði Akurey KE 121 þremenning- unum úr gúmmíbáti eftir að þeir höfðu dvalið þar á aðra klukkustund, en Bergþór sökk á 2-3 mínútum eftir að hafa fengið á sig hnút er hann var að draga línuna um 8 sjó- mílur NV af Garðskaga. Stokkavör: Starfsfólki sagt upp Öllu núverandi fisk- vinnslufólki hjá Stokkavör hf. í Keflavík hefur veriðsagt upp störfum. Að sögn Eiríks Hjartarsonar er ástæðan sú að framundan er mikil end- urskipulagning hjá fyrirtæk- inu. Hefur nýr framkvæmda- stjóri verið ráðinn, Júlíus Rafnsson. Eftir skipulags- breytingar þessar er reiknað með því að flest allt starfs- fólkið verði endurráðið, auk þess sem Júlíus mun koma með það starfsfólk sem vann áður hjá R. A. Péturssyni, en þar var hann áður fram- kvæmdastjóri. Er því reikn- að með að þegar fyrirtækið hefur starfsemi á ný muni starfa þar milli 20 og 30 manns. Þá hefur systurfyrirtæki Stokkavarar, Sigurborg hf., keypt vélbátinn Hvalsnes frá Sandgerði, en auk hans á það fiskiskipin Baldur KE og Sigurborgu KE. Munu þessi þrjú skip því afla hráefnis fyrir frystihúsin. R. A. PETURSSON GJALDÞROTA Þann 22. desember úr- skurðaði skiptaráðandinn í Njarðvík, Þorsteinn Pét- ursson, R.A. Pétursson hf. gjaldþrota. Að sögn Þorsteins er hér um tölu- vert gjaldþrot að ræða, en endanlegar tölur ligja ekki fyrir í því máli. Verður frystihúsið í Njarðvík auglýst til leigu eða sölu á næstunni, svo halda megi því gangandi eða koma í verð sem fyrst. Fyrirtæki þetta hefur fengið verðlaun oftar en einu sinni fyrir sérstak- lega vandaða og góða framleiðslu. Þá hefur tækjakostur þess verið aukinn mikið og var það orðið eitt tæknivæddasta frystihús landsins. Er talið að það sem réði úrslitum um gjaldþrotið hafi verið þegar stórri sendingu frá fyrirtækinu var stolið erlendis á síð- asta sumri. I því sam- bandi hefur m.a. alþjóða- lögreglan Interpool leit- að að þeint seka, en án ár- angurs. Leigubíllinn er stórskemmdur eftir ákeyrsluna. Ljósm.: epj. ðlvaður Úk á girðingu og braut niður Um helgina síðustu var ekið á flugvallargirðing- una við Flugvallarveg í Keflavík. Féll girðingin niður á 10 metra kafla við áreksturinn. Farþegi í bílnum var fluttur á sjúkrahús með meiðsli í baki en við rann- sókn reyndist aðeins verd' um mar að ræða. Bifreið- in skemmdist það mikið að flytja varð hana á brott með kranabifreið. leigubílstjöri ök á staur All harður árekstur varð á föstudagsmorgun á gatna- mótum Víknavegar og Græn- ásvegar í Njarðvík. Ók leigu- bíll þar á ljósastaur sem er miðju vegarins þar sem göt- unni er skipt í akreinar. Farþegi í framsæti leigu- bilsins var lluttur á sjúkra- hús, en mun ekki hafa slasast alvarlega. Ökumaður leigu- bílsins er aftur á móti grun- aður um meinta ölvun við akstur. Er leigubíllinn stór- skemmdur og varð að fjar- lægja hann með dráttarbíl frá Bílabragganum. Ég var að frétta að Bifreiðaeftir- litið ætli að samþykkja Subaru- bílana ef þeir fá nýtt nafn: Sjóbaru . . .

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.