Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.01.1988, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 14.01.1988, Blaðsíða 6
\)iKur< 6 Fimmtudagur 14. janúar 1988 orðvar Verðmunur á gervitönn- um borgar vikuferð út Miklar umræður urðu í haust, vegna tíðra verslunar- ferða íslendinga til Glas- govv og Amsterdam. Fólk kom fram í fjölmiðlum og sagði með stolti frá hagstæð- um innkaupum erlendis. Margir keyptu þar fatnað og annað góss fyrir 110-150 þúsund ísl. krónur, og full- yrti frammi fyrir alþjóð að samkvæmt íslensku verðlagi mætti meta ferðatöskurnar þeirra á hálfa milljón krón- ur. Góður hisness það, ef satt er. Ilver láir svo þotu- fólki á frímiðum að fara 3-4 verslunarferðir til Skot- lands á verðbólguþjökuðuni haustdögum? Hér er ein sönn úr byggðarlaginu. Snemma í haust fór Sand- gerðingur einn í kvikmynda- hús í Reykjavík, sem er kannski ekki í frásögu fær- andi, ef einhver ófyrirleitinn náungi hefði ekki hirt alla hjólkoppana undan bílnum hans á meðan á sýningunni stóð. Sandgerðingurinn er mikið snyrtimenni og undi því illa að aka á nýjum gljá- fægðum bílnum hjólkoppa- lausum. Nokkrum dögum síðar hrá hann sér því í um- boðið og hugðist bjarga út- liti bílsins. En viti menn. Hjólkoppurinn kostaði kr. 8.800 stykkið, eða samtals kr. 35.200 undir allan gull- vagninn. I okt. sl. notaði hann þá orlofsdaga sem hann átti eftir og tók sér far með Arnarflugi til Ham- borgar, og keypti þar m.a. hjólkoppana ijóra. Hann hefur sýnt hverjum sem sjá vill, reikninginn yfir kopp- ana. Flugfar ........... 11.500 Gisting í 2 nætur ... 3.200 Leigúbílar erlendis . 1.800 4 stk. hjólkoppar . . . 8.600 Samtals 25.100 Verðmunurinn á gervi- tönnum, gleraugum eða hár- kollu er sagður borga viku- ferð til Englands. Það þarf cnginn að trúa ofanrituðu frekar en hann vill, því ef satt er, ja, þá er eitthvað meira en lítið að einhvers staðar. Fólk virðist samt oft fara í þessa leiðangra með þá trú, að því meira sem það eyði því meira spari það. Kaupin geta þess vegna orðið ærið skondin, eins og eftirfarandi dæmi sýnir. Kona nokkur, sem lokið hafði öllum innkaupunum, rakst af bríeríi á sérlega fal- legan kjól. Vegna þess hvað verðið var hlægilega lágt, keypti hún kjólinn, þrátt fyrir að hann væri tveimur númerum of lítill á hana. Þegar heim kom, lagði hún hart að sér í megruninni. Þegar því takmarki var náð, að hún passaði í kjólinn, átt- aði hún sig á því að öll hin fötin sem hún keypti í Glas- gow voru orðin tveimur núm- erum of stór. Sorglegustu dæmin um góð kaup eru af fólki sem man ekkert frá því það drakk fyrstu glösin í Frí- höfninni hér heima, og þangað til það vaknaði viku seinna uppi í rúmi heima hjá sér. Vonandi enda þessi ævintýri vel eins og öll önnur góð ævintýri. TILKYNNING til greiðenda bæjargjalda Þrátt fyrir gildistöku laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda og stofnun Gjaldheimtu Suðurnesja, verða eft- irtalin gjöld fyrst um sinn innheimt af bæjarskrifstofunni í Keflavík: 1. Öll ógreidd gjöld, álögð á árinu 1987 og fyrr. 2. Fyrirframálagning aðstöðugjalda ársins 1988. 3. Fasteignagjöld 1988. Gjalddagar aðstöðu- og fasteignagjalda verða 5, mánaðarlega frá og með 1. febrúar n.k. að telja. Gíróseðlar verða sendir gjaldendum vegna fasteignagjalda, en önnur gjöld skal greiða á skrifstofu bœjarsjóðs, Hafnargötu 12, eða inn á reikning bœjar- sjóðs í bönkum og sparisjóðum. Lögtök vegna eldri gja/da standa yfir. Innheimta Keflavíkurbæjar 4titm Vínveitinga- leyfi á Hótel Kristínu Steindór Sigurðsson, sér- leyfishafi og hóteleigandi í Njarðvík, hefur sótt um vín- veitingaleyfi á Hótel Krist- ínu. Hefur umsóknin verið samþykkt þegar í bæjar- stjórn Njarðvikur og áfengis- varnanefnd Njarðvíkur. Er því beðið endanlegrar af- greiðslu dómsmálaráðuneyt- isins. Að sögn Steindórs er það fyrst og fremst vegna dvalar erlendra ferðamanna á hótel- inu að hann sækir um leyfi þetta. Stefnir hann að því að við upphaf ferðamanna- straumsins í vor taki hann upp slíkar veitingar, en áður þarf hann að láta gera nokkr- ar breytingar á húsnæði sínu. Hefur að undanförnu ver- ið þokkaleg nýting á hótel- inu, þó stundum hafi hún dottið niður. I annan tíma hefur aðsókn verið það góð að hann hefur ekki getað tek- ið við öllum þeim er gistingu hafa óskað. Brotajárn urðað við DYE-5 Nú stendur yfir könnun á kostnaði hjá Sorpeyðingar- stöð Suðurnesja við flutning á brotajárni og öðru stór- gerðu rusli af stöðvarlóðinni. Er rætt um að urða rusl þetta á svæði DYE-5, sem er varn- arliðsstöð í Miðneslandi. Frá því að Sindri hætti móttöku á brotajárni hefur rusl hlaðist upp á lóð stöðv- arinnar við Hafnaveg og er þar þyrnir í augum margra umhverfissinna. Bygging aldraðra: Matsnefnd skipuð vegna húsakaupa Að undanförnu hefur staðið yfir athugun á því að Keflavíkurbær kaupi Kirkjuveg 5 af Kára Þórðar- syni. Er hugmynd bæjarins að fjarlægja húsið svo byggja megi annan áfanga að íbúð- um aldraðra við Kirkjuveg. Oskaði bæjarsjóður eftir að fasteignasölur í Keflavík gerðu mat á húseigninni og lóðinni svo hægt væri að ganga til samninga um kaup á umræddri eign. Þegar matsverð lágu fyrir hafnaði Kári Þórðarson þeim og ósk- aði eftir sérstakri matsnefnd til að tilnefna matsverð eign- arinnar. Hefur Keflavíkurbærsam- þykkt að hafa þann háttinná og hefur bæjarstjórn sam- þykkt að fulltrúi Keflavíkur- bæjar í nefndinni verði for- maður bæjarráðs, Hannes Einarsson..

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.