Víkurfréttir - 14.01.1988, Blaðsíða 13
VHKUR
jutm
Fimmtudagur 14. janúar 1988 13
Keflavík:
Deilt um tilvist
spennistöðvar
Póstur og Sími hefur
óskað eftir því við Kefla-
víkurbæ að hann láti fjar-
lægja spennistöð af lóð-
inni Hafnargötu 89.
Hefur bæjarráð því ósk-
að eftir nánari upplýsing-
um frá byggingafulltrúa
og bæjarlögmanni verið
falið að kynna sér málið.
Kom fram i umræðum
á fundi bæjarstjórnar
Keflavíkur í síðustu viku
að Póstur og Sínii telur sig
hafa fengið lóðina undir
nýja pósthúsið án allra
skúra og að engin kvöð
væri á lóðinni. Einnig að
fyrri bæjarstjóri og for-
seti bæjarstjórnar á síð-
asta kjörtímabili hefði
lofað að svo yrði.
Engu að síður eru mál
þessi nú í skoðun hjá bæj-
aryfirvöldum.
Hvalsnes keypt til Keflavíkur
Sigurborg hf., Keflavík,
hefur keypt 42 tonna bát,
Hvalsnes frá Sandgerði.
Bátur þessi hét áður Vikar
Arnason og var gerður út frá
Keflavík.
Fyrir á Sigurborg bátana
Baldur KE-97 og Sigurborg
AK, sem nú verður KE-
375. Sigurborg hf. er systur-
fyrirtæki Stokkavarar hf. og
þar munu bátarnir þrír
leggja upp afla sinn.
Hvernig gengur söfn-
un fyrirtækja af
Suðurnesjum í eina
fyrirtækjaskrá?
Blaðið hafði samband við
Jón E. Unndórsson, fram-
kvæmdastjóra Iðnþróunar-
félags Suðurnesja, og óskaði
svara við ofannefndri spurn-
ingu.
Jón sagðist ánægður með
söfnunina. Um 172fyrirtæki
hefðu nú þegar tilkynnt þátt-
töku sína í skránni og hefðu
ca. 85% þeirra nú þegar gert
skil á þátttökugjaldinu sem
þýðir það að hægt er að halda
þátttökugjáldinu i algjöru
lágmarki eins og upphaflega
stóð til áður en söfnunin fór
af stað.
Jón sagði að sér kæmi hins
vegar á óvart að nokkur fyr-
irtæki, sem af vissum ástæð-
um ættu öðrum fremur að
vera í skránni, hefðu enn
ekki uppgötvað mikilvægi
skrárinnar. Til þeirra vildi
hann koma á framfæri þeirri
ábendingu að hlutverk skrár-
innar er að stuðla að því að
Suðurnesjamenn þekki fram-
leiðsluvörur og þá þjónustu
sem í boði er hér á Suðurnesj-
um og versli heima. Skránni
verður dreift til almennings
og leiðbeint verður um notk-
un hennar.
Ennfremur sagðist Jón
telja að fyrirtæki hér á svæð-
inu hefðu takmarkað gagn af
að vera í skrám með öllum
fyrirtækjum af landinu. Þær
væru þungar og of umfangs-
miklar og væru af þeim sök-
um óaðgengilegar fyrir
venjulegt fólk. Þessi skrá sem
fyrirtækjum á Suðurnesjum
er boðið að taka þátt í er fyrir
almenning og við skulum
hvetja þau fyrirtæki sem enn
hafa ekki tilkynnt þátttöku
sína að drífa í því. Víkurfrétt-
ir taka heils hugar undir
þetta.
Jón sagði að lokum að Ol-
afur Eiríksson annaðist þátt-
tökusöfnun í Keflavík,
Njarðvík, Sandgerði og
Garði. Sverrir Jóhannsson
sæi um Grindavík og Björn
Eiríksson sæi um Vogana.
Fyrirhugað er að dreifa
skránni í mars og mætti til-
kynna þátttöku í síma 14027.
____________________jeu.
LAUFSKÁLI - FLUGSTÖD
KEFLAVlK
Njótið fjöl-
breyttra
veitinga
í fögru og
hlýju umhverfi.
Opiðll.30-22.00
alla daga.
LAUFSKÁLI - Sími 50250
SlSPPiBII IF!
Nudd- og snyrtistofa Rósu Guðna hefur opnað
aftur eftir gagngerar breytingar.
Nudd og snyrting fyrir dömur og herra.
Góð baðaðstaða og gufubað.
LÍKAMS- OG Andlits-, fót-
PARTANUDD og hand-
Líkamsnuddkúrar snyrting.
Förðun, litun,
Cellulitenudd- plokkun og
kúrar (appelsínuhúð) fótavax.
ROSA GUÐNADOTTIR
nuddari og snyrtifræðingur
Guðlaug Sigurðardóttir
nuddari
SNYRTI- OG NUDDSTOFA
Hafnargötu 35 - Keflavik - Simi 14108