Víkurfréttir - 14.01.1988, Blaðsíða 15
\)iwr<
jutUt
Fimmtudagur 14. janúar 1988 15
Verðlaunahafar
í myndagátu
Alls bárust um 40 lausnir
vegna myndagátu þeirrar
sem birtist í jólablaði Víkur-
frétta. Höfum við því dregið
úr réttum lausnum, en þrenn
bókarverðlaun voru í boði,
sem bókabúðin Nesbók gaf.
Hinir heppnu voru:
1. Friðrik Olafsson og
Margrét Guðmundsdóttir,
Gónhóli 3, Njarðvík.
2. Rúnar Guðmundsson,
Valbraut 5, Garði.
3. Halldór Gunnlaugsson,
Elliðavöllum 4, Keflavík.
Höfundur myndagátunn-
ar var Ragnar Lár. Rétt svar
var svohljóðandi:
„Það kennir margra grasa í
fréttum líðandi árs. Nefna má
sameiningarmálin og stofnun
Eldeyjar, Ragnar Margeirs-
son og Má Hermannson í-
þróttamenn. Gleðileg jól“.
Verðlaunahafarnir ásamt fulltrúa Nesbókar. F.v.: Rúnar Guðmundsson, Halldór Gunn-
laugsson, Margrét Guðntundsdóttir og Geir Reynisson í Nesbók. Ljósm.: pket.
Suðurnes:
Misjafnlega
gengið frá
afla
í nýlegu fréttabréfi Ríkis-
mats Sjávarafurða er
harðorð grein um frágang
afla á Suðurnesjum. Orðrétt
segir svo:
Grindavík:
I Grindavík eru 9 bátar á
netum, aflinn er mestmegnis
ufsi og yfirleitt tveggja nátta.
Á flestum bátanna er gengið
frá fiski í kör og allir ísa. Á
línu eru 10 bátar, aflinn
ísaður að hluta og nokkrir
ganga frá afla í kör. Tveir
bátar eru á trolli og er afli hjá
þeim sáratregur.
Sandgerði
Frá Sandgerði róa yfir 20
bátar á línu og rná heita
algengt að gengið sé frá afla í
kör. Isun er töluvert ábóta-
vant, t.d. mældist hiti + 5° - +
7° í fiski sem stýrimaður taldi
vera vel ísaðan. Það er greini-
báta
lega ekki nóg að halda, menn
verða að vera vissir og til þess
verður að mæla hitann.
Keflavík:
Frá Keflavík róa fimm
bátar með línu og 11 bátar
með net. Aðeins einn
línubáta ísar lítillega, annars
er gengið frá afla óísuðum í
stíur. Hiti í fiski lönduðum í
Keflavík og Njarðvík
mældist frá + 5° - + 7°C.
Ekki er auðvelt að ímynda
sér til hvaða framleiðslu sá
fískur hentar, sem landað er
sólarhrings gömlum,
óslægðum og 9° heiturn.
Mælingar á hita í afla
Keflvíkinga gefur tilefni til
að minna á að besta og auð-
veldasta aðferðin til að kæla
fisk er að ísa hann og geyma
hann síðan við um + 2°C.
Þrátt fyrir fulla keyrslu á
kælingu í lest mældist hiti í
óísuðum fiski + 6° - + 7°C.
Fáðu frían
pizzurúnt!
PIZZUM ATSEÐILLINN:
1. RANCHO m/ tómat, osti. skinku, sveppum, papnku, rækju,
tunhsk, hvítiauk og oregano.
w/ tomato, cheese, ham, mushrooms, red pepper, shnmps,
tunaíish, garlic and oregano.
2. PIRATA m/tómat, osti, rækjum, túnfisk, krækling og oregano
w/tomato, cheese, shrimps, tunahsh, mussels and oregano
3. CALZONE (Hálfmáni) m/tómat, osti, skinku og oregano.
w//oma/o, cheese, ham and oregano.
4. CORONILLA m/tómat, osti, skinku, sveppum og oregano.
w/tomato, cheese, ham, mushrooms and oregano.
5. CHILENA m/tómat, osh, kjúkling, lauk, piparjurt, mais
og oregano.
w/tomato, cheese, chicken, onion, whole pepper, maize
and oregano
6. SALCHICHA m/tómat, osh, spægipylsu, lauk og oregano
w/tomato, cheese, salami, onion and oregano
7. ISABELLA m/tómat, osti og oregano.
w/tomato, cheese and oregano.
3. TORERA m/tómat, osti, nautahakki, sveppum, papriku
og oregano.
w/tomato, cheese, minced beeí, mushrooms, red pepper
and oregano.
9. GITANA (Hálímáni) m/tómat, osti, nautahakki, sveppum
og oregano.
w/tomato, cheese, minced beef, mushrooms and oregano.
10. PICADORA m/tómat, osti, ólivum, ansjósum, hvitlauk
og oregano (sterk).
w/tomato, cheese, olives, anchovys, gaJricandoregano(strong).
11. CALABAZA m/tómat, osti, skinku, túnfisk og oregano.
w/tomato, cheese, ham, tunahsh and oregano.
12. QUERIDA m/tómat, osti, skinku, papriku og oregano.
w/tomato, cheese, ham, red pepper and oregano.
13. SALVAVIDAS m/tómat, osti, skinku, rækjum og oregano.
w//oDia/o, cheese, ham, shrimps and oregano.
14. SONRISA m/tómat, osti, skinku og ananas.
w/tomato, cheese, ham and pineapple.
15. PEPPITA m/tómat, osti, pepperoni, lauk og oregano.
w/tomato, cheese, pepperoni, onion and oregano.
5S0. -
530.-
500. -
Sso- -
5S0-'
$€<>■'
530.-
510.-
$30'
550-:
/00- -
Bjóðum fría heim-
keyrslu með pizzur
föstudaga og laugar-
daga kl. 17 - 23.
Þú pantar pizzu og
færð hana að vörmu
spori heim til þín.
VEITING AHÚSIÐ
BREKKA
TJARNARGÖTU 31A - SÍMI 13977
- LÍKAMSRÆKT ÖNNU LEU OG BRÖA -
Innritun í síma 16133.
Dömur og herrar á öllum aldri. Nú er að drífa sig
í leikfimi. - Tímar við allra hæfi.
KONUR:
• Hressir erobikk-tímar.
• Erobikk m/tæki - lóðum.
• Sértímar fyrir þær sem
þurfa að missa mörg kíló.
• Sértimar fyrir eldri dömur
og þær sem þurfa að taka
það rólega.
• KENNSLUSTAÐIR: Kefla-
vík, Ytri- og Innri-Njarðvík.
Dag- og kvöldtímar,
og tímar fyrir
vaktavinnufólk.
KARLAR:
• Tímar fyrir byrjendur og
lengra komna á þriðjudög-
um og fimmtudögum í
íþróttahúsi Keflavíkur.
ANNA LEA OG BÓI,
íþróttakennarar