Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.01.1988, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 14.01.1988, Blaðsíða 14
muit 14 Fimmtudagur 14. janúar 1988 Náms- flokkar n A vegum Fjölbrautaskóla Suðurnesja verða reknir námsflokkar fyrir ALLA Suð- urnesjabúa, unga sem aldna, á yfirstand- andi skólaári. Innritun frá kl. 9:0016:00 virka daga til 22. jan. 1988. Uppl. í síma 13100. Eftirtaldir flokkar eru í boði: 1. grein: Ljósmyndun Samtals 30 stundir, þátttökugjald kr. 3.800. 2. grein: Skrautskrift Samtals 30 stundir, þátttökugjald kr. 3.800. 3. qrein: Leirmótun Samtals 30 stundir, þátttökugjald kr. 3.800. 4. grein: Raf- og logsuða fyrir byrjendur Samtals 40 stundir, þátttökugjald kr. 5.000. - Efnisgjald kr. 3.500. 5. grein: Bótasaumur Samtals 30 stundir, þátttökugjald kr. 3.800. 6. grein: Myndbandagerð Áhersla lögö á upptökur, samtals 20 stundir, þátttökugjald kr. 4.000. 7. grein: íslenska fyrir útlendinga Samtals 30 stundir, þátttökugjald kr. 3.800. 8. grein: Sérréttir Samtals 20 stundir, þátttökugjald kr. 3.000.* 9. grein Franska fyrir byrjendur Samtals 30 stundir, þátttökugjald kr. 3.800. 10. grein: Enska fyrir þá er vilja hefja nám í framhaldsskóla eða öldungad. Samtals 30 stundir, þátttökugjald kr. 3.800. 11. grein: Danska fyrir þá er vilja hefja nám í framhaldsskóla eða öldungad. Samtals 30 stundir, þátttökugjald kr. 3.800. 12. grein: íslenska fyrir þá er vilja hefja nám í framhaldsskóla eða öldungadeild Samtals 30 stundir, þátttökugjald kr. 3.800. 13. grein: Stærðfræði fyrir þá er vilja hefja nám í framhaldsskóla eða öldungadeild Samtals 30 stundir, þátttökugjald kr. 3.800. 14. grein: Sænska fyrir byrjendur Samtals 30 stundir, þátttökugjald kr. 3.800. 15. grein: Tölvuvinnsla (Applework) * Samtals 20 stundir, þátttökugjald kr. 3.000. 16. grein: Postulínsmálun Samtals 30 stundir, þátttökugjald kr. 3.800. 17. grein: Hraðlestrarnámskeið Kennt einu sinni í viku, mánudaga kl. 18. Kennari frá Hrað- lestrarskólanum. Þátttökugjald kr. 8.500. 18. grein: Sölu- og þjónustunámskeið * Samtals 20 stundir. Þátttökugjald óákveðið. 19. grein: Starfsumsóknir og ráðningar- samningar * Fyrir þá sem vilja skipta um starf eða endurmeta sig á vinnu- markaði. Samtals 20 stundir. Þátttökugjald óákveðið. 20. grein: Jarðfræði og saga Suðurnesja Fjallað um jarðfræði og sögu Suðurnesja. Námskeiðinu lýk- ur með skoðunarferð. Samtals 20 stundir, þátttökugjald kr. 3.300. 21. grein: Lestur fornbókmennta Lesnar valdar (slendingasögur, s.s. Hrafnkelssaga, Njála. Lýkur með ferð á Njáluslóðir. Samtals 30 stundir, þátttökugjald kr. 4.200. 22. grein: Garðyrkja Rætt um undirstöðuatriði garðræktar, skipulag, gróðursetn- ingu og plöntuval. Samtals 20 stundir. Þátttökugj. kr. 3.000. 23. grein: Smíðar - Vélar Kennd meðferð smíðavéla. Nemendum gefinn kostur á að smíða sér gripi úr tré. Samtals 30 stundir, þátttökugjald kr. 3.800. 24. grein: Líkamsbeiting við vinnu Samtals 8-10 stundir. Þátttökugjald kr. 1.500. 25. grein: Vinnuvélar - grunnnámskeið Samtals 80 stundir, þátttökugjald kr. 23.000. Leiðbeinandi frá Iðntæknistofnun (slands. Lágmark 16 nemendur. Kennslu- þættir: Fyrirlestrar, skoðun og æfingar. 26. grein: Tryggingar - (hvernig á að tryggja) Fasteignatryggingar, bifreiðatryggingar, slysa- og örorku- tryggingar, ferðatryggingar. Samtals 12 stundir, þátttöku- gjald kr. 1.800. Skráningu lýkur föstudaginn 22. jan. 1988. * Féiagsmenn í Verslunarmannafélagi Suðurnesja geta sótt um styrk frá V.S. í þau námskeið sem eru stjörnu- merkt. í þeim hópum sem næg þátttaka fæst verð- ur hringt í nemendur og tilkynnt hvenær kennsla hefst. Kennsludagar og tímar eru ákveðnir í samráði við nemendur. - Skráið ykkur í síma 13100. EINSTAKLINGAR, ATVINNREKENDUR, STARFSHÓPAR O.FL. F.S. er reiðubúinn að standa fyrir ýmsum námskeiðum og fyrirlestrum, sé þess ósk- að og næg þátttaka fæst. Námsflokkastjóri Þrlr til síldveiða Meðal þeirra skipa sem sótt hafa um leyfi til síld- veiða nú í byrjun árs og hafa fengið slík veiðileyfi, eru þrjú Suðurnesjaskip. Eru það Geir goði GK-220, Vonin KE-2 og Arney KE-50. Fær hver bátur að veiða 400 tonn og eru tveir þriðju af því dregnir frá væntanleg- um kvóta bátanna á haust- vertiðinni 1988._______ Slagsmálin við Stapa: Sökin hjá Grindvík- ingnum Breti sá sent rætt var um í síðasta tölublaði og farið hafði heirn eftir slagsmál við Grindvík- inga framan við félags- heimilið Stapa, er nú kominp aftur til landsins. Hefur þegar verið tekin af honum skýrsla hjá rann- sóknarlögreglunni. Hefur kontið í ljós við rannsókn málsins, þ.á.nt. yfirheyrslu á vitnum, að sök Grindvíkingsins í málinu hafi verið tölu- verð. Breti þessi hefur hins vegar verið í líkanis- rækt í nokkur ár og því tekið hraustlega á móti. Styrktarfélag aldraðra Suðurnesjum: Starfið hafið á ný Styrktarfélag aldraðra á Suðurnesjum hefur nú hafið starfsemi sína á ný eftir jóla- frí, að Suðurgötu 12-14. A mánudögum er spilað á spil og föndrað. Verður nú tekin upp sú breyting að spil- uð verður félagsvist annan hvern mánudag í fyrsta sinn þann 18. janúar kl. 14. Eru aldraðir hvattir til að mæta. Frá kl. 14 til 17 hvern mánudag er seld handavinna aldraðra og er þá hægt að kaupa sokka, vettlinga o.fl. Keramikið hefst nú í dag. Við sendum öllum Suður- nesjabúum hugheilar nýárs- óskir. Föndurnefndin Gamli Skúmur til Kolumbíu Gamli Skúntur GK-22 frá Grindavík, sem gekk upp í kaupin á nýja Skúmi, hefur verið seldur til Kolumbíu í Suður-Ameríku. Að sögn Fiskifrétta tók skipasmíða- stöðin skipið upp í hið nýja á 22.5. milljónir ísl. króna.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.