Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.01.1988, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 14.01.1988, Blaðsíða 7
\)ÍKUR 4iOUt Fimmtudagur 14. janúar 1988 7 ÞÚ SMÍÐAR: • borð og bekki í eldhúsið • sófaborð • hillusamstæður • og margt fleira sem hugurinn • leiðbeiningar fylgja. TRÉ-X B YGGINGA VÖRUR Iðavöllum 7 - Keflavík Sími 14700 girnist m — • ^ — m — .5 1,1 m — m \ TRÉ Fréttir og fróðleikur á fimmtudögum. Sjóefnavinnslan: „Fljótræði og illa að þessu staðið" Starfsfólk Sjóefnavinnslunnar telur að hinir nýju eigendur fyrirtækisins hafi rokið af stað í of miklu fljótræði og sagt upp starfsfólkinu, án þess að hugsa málin til enda. Kemur þetta m.a. fram í orðuni trúnaðarmannsins í greininni hér til hliðar. „Það hefur verið illa að þessum uppsögnum staðið svo og sölu fyrirtækisins. Er þetta því allt hálf fjarstæðu- kennt,“ sagði Kristinn Gunnarsson, trúnaðarmað- ur starfsfólks Sjóefnavinnsl- unnar í samtali við blaðið. En hann er ósammála umsögn Jóns Gunnars Stefánssonar, bæjarstjóra í Grindavík og stjórnarformanns Sjóefna- vinnslunnar h.f. í síðasta tölublaði. Sagði Kristinn að starfs- fólkinu hefði margoft verið gefin þau fyrirheit að at- vinnuöryggi þess væri tryggt þarna. Þá var ekki farið að lögum við uppsagnir þessar en hafa ber samráð við trún- aðarmann um slíkt. Þá töldu forráðamenn ekki ástæðu til að ræða við starfsfólk heldur var „rokið á stað án nokkurs samráðs“. Meðal þeirra sem nú var sagt upp var dagmaður einn sem unnið hefur stutt þarna en þó sparað verksmiðjunni hundruði þúsunda með því að gera við ýmislegt sem hann þurfti kannski ekki að gera. Þá var sagt upp efna- fræðingi, reddara, ráðskonu, sölustjóra og tveimur á skrif- stofu. Þá var ein á skrifstof- unni að hætta og sjálfsagt hefði verið ráðið í hennar stað og síðan hefur fram- kvæmdastjórinn sagt sjálfur upp og því eru það níu manns en ekki 6 sem eru að hætta þarna störfum. Er mjög illa að þessu stað- ið þar sem með þessu eru sá árangur sem fyrirsjáanlegur var af heilsusaltinu fyrirfram ónýtur eftir að framkvæmd- arstjórinn hefur hætt störf- um. Er þar með nokkrum milljónatugum nánast hent út um gluggann. Þá getur verksmiðjan nú ekki gefið neina framleiðslutryggingu án efnafræðingsins og því geta komið þar upp allskyns vankantar sem riðið gætu verksmiðjunni að fullu. Því virðist þetta allt vera gert í miklu fljótræði og málin ekki hugsuð öll til enda. Hefur Hitaveitan staðið illa að málinu og gefið til kynna að þeir hafi verið hálf neyddir til að kaupa þetta. Samt þverneita þeir að end- urselja hlutabréfin. Er vitað um að aðrir aðilar en Hita- veitan vildu kaupa og það jafnvel á betra verði, en þeir fengu ekki að komast að. Þetta er því bara fyrirslátt- ur að verið sé að leita að aðila til að yfirtaka reksturinn. Jafnframt er núverandi ástand því með öllu óað- gengilegt og svör HS eintóm gerviatriði,“ sagði trúnaðar- maðurinn. 1001 möguleiki Tilsniðið hobby-efni til heimasmíða tiÍKUK

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.