Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.01.1988, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 14.01.1988, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 14. janúar 1988 mur< jutUt Hinn nýi félagsfáni, hannaður af borvaldi Kjartanssyni. Formaður VSFG, Jón Fljálmarsson, flytur ræðu. Afmælisgestir fylgjast með dagskránni. Heiðursfélagar VSFG, f.v. Rúnar Guðmundsson, Bjarni Sigurðsson, ÓlafurSigurðsson,Sig- urður Hallmannsson og Ríkarður Sumarliðason. Ljósmyndir: hbb. Verkalýðs- og sjó- mannafélag Gerða- hrepps 50ára Mánudaginn 28. desemb- er sl. hélt Verkalýðs- og sjó- mannafélag Gerðahrepps félagsmönnum sínum veg- legt afmælishóf í Samkomu- húsinu Garði. Fjöldi félagsmanna og annarra gesta mættu í hófið, sem fór í alla staði vel fram. Formaður félagsins flutti ræðu og fimm félagar voru gerðir að heiðursfélögum VSFG, þeir Rúnar Guð- mundsson, Bjarni Sigurðs- spn, Sigurður Haljmansson, Olafur Sigurðsson og Rík- arður Sumarliðason. Þá tóku fulltrúar frá Gerðaskóla og Garðvangi við eitt hundrað þúsund króna styrk hvor, til tækja- kaupa fyrir stofnanirnar. Verkalýðs- og sjómanna- félag Gerðahrepps fékk Þor- vald Kjartansson í Garði til að hanna fána fyrir félagið, sem mun verða merki félags- ins í framtíðinni. 'Saman- stendur merkið úr bátsstýri, saltfisk, vitunum í Gerða- hreppsmerkinu og Snæfells- jökli í baksýn. Dagskránni lauk með því að skemmtikrafturinn og sjónvarpsmaðurinn, Omar Þ. Ragnarsson, skemmti gestum, þá söng einnig Steinn Erlingsson nokkur þekkt lög. OrSAÍA ÞEGAR VIÐ HÖFUM ÚTSÖLU - ÞÁ MEINUM VIÐ ALVÖRU ÚTSÖLU! FATNAÐUR Á ALLA FJÖLSKYLDUNA. P.S. Vorum að fá nýja sendingu af PILOT-úlpum! Rekstrarvörubúðin Grófin 13d Austfirðingafélagið: Þorrablót og 30 ára afmælis- fagnaður Nú á laugardaginn fer fram í Stapa í Njarðvík, árs- hátíð, þorrablót og 30 ára af- mælishátíð Austfirðingafé- lags Suðurnesja. Verður þar margt til skemmtunar. Heiðursgestur verður Sig- urður Blöndal skógræktar- stjóri ásamt konu sinni. Veislustjóri verðu Helgi Seljan, fyrrverandi alþingis- maður. Þá verður margt á dagskránni, s.s. Þorvaldur Olafsson óperusöngvari og Ingólfur Steinsson kennari lrá Selfossi ogskemmtikraft- ur. Miðasala er í dag í Stapa og eftir kl. 17 á laugardag.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.