Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.01.1988, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 14.01.1988, Blaðsíða 16
VIÍKUR 16 Fimmtudagur 14. janúar 1988 ATVINNA Sölumaður/kona Óskum að ráða sölumann til starfa í versl- un sem fyrst eða eftir nánara samkomu- lagi. Vinnutími mánudaga til föstudaga kl. 8-18. Upplýsingar um starfið gefur fram- kvæmdastjóri. TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR Iðavöllum 6-7 - Keflavík - Sími 14700 Flugleiðir hf. óskar eftir að ráða starfskraft á skrifstofu í hlutastarf, verður fullt starf frá 1. maí. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif- stofu félagsins í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Bílstjóri Óskum að ráða bílstjóra með meirapróf. Upplýsingar í síma 37448. NJÖRÐUR HF., Sandgerði Frá Grunnskóla Njarðvíkur Vegna veikinda vantar nú kennara eða leiðbeinendur við skólann. Meðal kennslu- greina er myndmennt. Upplýsingar veitir Gylfi Guðmundsson, skólastjóri. Sími skólans er 14399. Skólastjóri Keflavík Laust starf Laust er starf við embætti Bæjarfógetans í Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Sýslu- mannsins í Gullbringusýslu. Vélritunarkunnátta og reynsla í notkun tölva er nauðsynleg. Laun skv. launakerfi BSRB. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf óskast sendar undirrituð- um fyrir 25. janúar n.k. Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu Jón Eysteinsson (sign.) ATVINNA Smiði eða menn vana byggingavinnu vant- ar nú þegar. Mikil vinna. Upplýsingar í símum 13966 frá kl. 9-12 og í símum 13055 og 14272 á kvöldin. Hárgreiðslu- eða hárskerasveinn óskast Uppl. í síma 14189 eða 37850. Deildarstjóri Óskum að ráða deildarstjóra í eina af minni verslunum okkar. Nánari upplýsingar gef- ur kaupfélagsstjóri. Atvinna í boði Afgreiðslumaður óskast í Vöruafgreiðsl- una að Iðavöllum 10, Keflavík. Þarf að hafa lyftarapróf. Umsóknum ekki svarað í síma. VÖRUAFGREIÐSLAN HF. Iðavöllum 10 ATVINNA urneáj a aV Óskum eftir fólki í fiskvinnslu strax. Upplýsingar í síma 12587. Fiskverkun Guðmundar Axelssonar ATVINNA Starfsfólk vantar í fiskvinnslu. Upplýsingar í síma 11922. SJÓFISKUR SF. ATVINNA Óskum að ráða starfsfólk bæði í rækju- og saltfiskverkun. Uppl. í síma 27049. SKELVER HF., Garði Suður- nesja- mönnum fjölgar Samkvæmt bráðabirgða- tölum Hagstofu Islands um mannfjölda 1. desember sl., hefur Suðurnesjamönnum fjölgað um 270 og eru nú 14.584. Mest varð fjölgunin í Njarðvík um 4.6%, í Grinda- vík um 2.2% og um 1.7% í Keflavík. í Sandgerði, Garði sem og Vogum og Höfnum breyttist íbúafjöldi ekki að ráði. Skiping íbúa: Grindavík .............. 2046 Sandgerði .............. 1254 Garður.................. 1059 Vatnsl.str.hreppur ...... 640 Hafnir .................. 113 Keflavík .............. 7.123 Njarðvík .............. 2.349 Vinningsnúmer í happdrætti fiðinsmanna Dregið var í happdrætti Lionsklúbbsins Óðins á Þor- láksmessu. Fyrsti vinningur, var Toyotabifreið en einnig voru fjórir aukavinningar, tveir geislaspilarar og tveir örbylgjuofnar. Vinnings- númerin voru þessi: 1. Nr. 389; 2. Nr. 169; 3. Nr. 591; 4. Nr. 200 og 5. Nr. 461. Bingó-Volvoinn kom hingað Volvo bifreið sú sem vannst í fyrsta sjónvarps- bingói Stöðvar 2 og Vogs á mánudag kom á bingóspjald sem selt var á Aðalstöðinni í Keflavík á sunnudagsmorg- un. Nr. spjaldsins var 16701 en er blaðið fór í prentun var ekki vitað hver hinn heppni var en hér var um 1100 þús. króna bíl að ræða. Nýr eigandi að IMPEX Eigendaskipti hafa orðið að heildversluninni Impex í Keflavík, sem áður var í eigu þeirra bræðra, Jónasar og Hannesar Ragnarssona. Hinn nýi eigandi er Sig- urður Friðjónsson og hefur hann þegar tekið við rekstri heildverslunarinnar. Jafn- framt hefur fyrirtækið flutt sig að Iðavöllum 10B, Kefla- vík.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.