Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.01.1988, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 14.01.1988, Blaðsíða 19
V/KUft jtíOU 15 ára stúlka hlaut fyrstu verðlaun - um nýtt nafn á Veitingahúsið Tjarnargötu 31 Um 300 nöl'n bárust í hug- myndasamkeppnina um nýtt nafn k veitingahúsið sem Oskar Arsælsson hefur keypt að Tjarnargötu 31 í Kefla- vík. Flest voru nöfnin tengd Brekkubúðinni, sem var og hét á þessum stað, götunni, þ.e. Tjarnargötunni, eða nafni eigandans. T.d. var Tjarnarbrekka mjög algengt. Fyrir valinu varð þó hið stutta og hnitmiðaða nafn BREKKA, en 13 aðilar áttu hugmynd að því nafni. All- ir þessir pðilar, svo og þeir sem áttu nöfn og drógust til verðlauna á nöfnin Brekkan og Oskin, voru boðaðir á veitingastaðinn á mánudags- kvöldið, en þá var verðlaun- unum úthlutað. Fyrst var úthlutað 3. verð- launum, sem áttu að vera matur fyrir 2 með öllu. Nafnið Brekkan var valin til þriðju verðlauna og voru höfundar alls 30 að tölu, en nafn Hinriks Konráðssonar var dregið út. Hlaut hann verðlaunin, sem breytt hafði verið í mat fyrir 3 með öllu, svo hann gæti boðið foreldr- Kúfiskbeita Til sölu 1. flokks kúfiskbeita, sú vinsælasta á vestfjörðum og norðurlandi. Hagstætt verð. Uppl. í síma 94-6292. 94- 6294 á kvöldin. BYLGJAN HF. /WÁNI Fræðslu- fundur Hestamannafélagið Máni efnir til opins fræðslufundar miðvikudaginn 20. janúar 1988 kl. 20.30 í Golfskálanum, Leiru. Sigurbjörn Bárðarson heldur fyrirlestur um fóðringu og þjálfun í byrjun vetrar. Félagar, fjölmennið! Fræðslunefnd TILKYNNING frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja vekurathygli á, að stranglega er bannað að selja Flús- sýru nema með sérstöku leyfi heilbrigðis- nefndar. Flússýra er eitur og er notuð við rafsuðu. Þeir sem hyggja á sölu efnisins geta náð í umsóknareyðublöð á skrifstofu Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja að Vestur- braut 10a, 230 Keflavík. Fimmtudagur 14. janúar 1988 19 Handhafi 1. verðlauna í hugmyndasamkeþpninni, Sigríður Ragna Jónasdóttir, tekur við þeim úr hendi Oskars Arsælssonar. Ljósm.: rós. um sínum með. 2. verðlaun komu í hlut Aslaugaj Einarsdóttur fyrir nafnið Oskin. Hún átti að fá til verðlauna mat fyrir 4 með öllu, en svo hún gæti tekið fjölskyldu sína með var því breytt í mat fyrir 5 með öllu. Eftir þessar tvær verð- launaafhendingar kom að 1. verðlaunum fyrir nafnið Brekka. Höfundar voru 13 aðilar og voru þeir allir kall- aðir upp og skyldi nú dregið með spilum um Hamborgar- ferð með Arnarílugi. Mikil spenna var í loftinu er úr- drátturinn fór fram, en áður hafði verið ákveðið að ásinn yrði hæstur og hjartað. Sá fyrsti kom með laufagosa, en næsti hjarta ás, og þar með þurfti ekki lengur vitnanna við. Sigurvegarinn var 15 ára stúlka úr Keflavík, Sigríður Ragna Jónasdóttir. Góð auglýsing ÆVi^mn íí\ Byggðasafn Suðurnesja gefur góðan arð. ríi ii lií ii fflí n .iíBTBSBES Auglýsið í Víkur-fréttum. Opið á laugardögum kl. 14-16. Aðrir timar eftir samkomulagi. Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769. Þar sem við undirrituð höfum hœttrekstri að Hafnar- götu 31, Keflavík, frá l.janúar, viljum við þakka öll- um viðskiptavinum okkar fyrir mjög ánœgjulegtog gott samspil. Vonum að Nýja Bakaríið fái að njóta hins sama. Með ósk um gleðilegt ár. F.h. Gunnarsbakarís, Keflavík. Jóna Magnúsdóttir og Gunnar Sigurjónsson ÚTBOÐ Leiga og rekstur baðhúss við Bláa lónið Hitaveita Suðurnesja óskar hér með eftir tilboðum í leigu og rekstur baðhússvið Bláalóniðfráog með 1. mars 1988aðtelja. Miðaðervið að leigutími sé a.m.k. 2 ár. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 34-6, gegn 3.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja miðvikudag- inn 3. febrúar 1988 kl. 14.00. HITAVEITA SUÐURNESJA

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.