Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.01.1988, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 14.01.1988, Blaðsíða 8
 8 Fimmtudagur 14. janúar 1988 molar Liggjandi lögreglu- þjónar og konubrjóst Maður einn sem ekki hafði ekið um Kellavík og Garð lengi, sagðist ekki skilja hvað menn væru að gera með alla þessa liggjandi lögregluþjóna. Annar sagðist ekki skilja hvers vegna veriðværi aðdrita konu- brjóstum um allar jarðir. Fyrir þá sem ekki skila, skal á það bent, að þetta eru nýyrði fólks- ins á götunni yfir hraðahindr- anir. Fru nöfnin dregin af því að sums staðareru hindranirn- ar málaðar með hvítum rönd- um og að sjálfsögðu ætlað að draga úr uml'erð, og því kall- aðar liggjandi lögregluþjónar. Síðan eru varnarmerki sem líta út eins og konubrjóst, áðuren komið er að hindrununt þess- um, sem eins og sumir segja fara nú eins og faraldur um Suðurnes. Metári lokið Síðasta ár verður lengi í minnum haft hjá okkur á Víkur-fréttum, því það ár var metár hvað útgáfu blaðsins varðar. Það ár voru gefnar út 1166 síður í 59 tölublöðum, eða tæpar 20 síður hverju sinni. Hafa ber þó í liuga að l'rá febrúar til maí kom blaðið út tvisvar í viku. Það form var gert í tilraunaskyni og hafði bæði kosti og galla. Þó kost- irnir hafi verið miklir voru gallarnir þó lleiri, og því hefur ekki verið gert meira af því, en óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér í þeim efnum. Ómannúðleg fréttamennska Þeir urðu margir sem hneyksluðust yfir aðgangs- hörku fréttamanna dagblaða, sjónvarps- og útvarpsstöðv- anna um helgina, í sambandi við sjóslysið úti af Garðskaga. Myndbirting Morgunblaðsins af skipbrotsmönnum og að- gangsharka sjónvarpsstöðv- anna beggja við lögreglustöð- ina eru bestu dæmin þar um. Sátu fréttamenn sjónvarps- stöðvanna fyrir skipbrots- mönnum er þeir komu til lög- reglustöðvarinnar til að gefa skýrslu. Þó voru starfsmenn Stöðvar 2 langverstir í þeim efnum og gengu það langt, að birta nöfn áður en heimild hafði verið gefin, og síðan var aðgangsharkan slík á lögreglu- stöðinni, að henda varð þeim út þaðan. Virðist mannlega hliðin og samviska frétta- mannanna alveg hafa gleymst í þessum efnum. Fíabúð endurreist Unnar Ragnarsson, kaup- maður í Njarðvík, hefurendur- reist Fíabúð, en sem kunnugt er þá keypti hann Nonna & Bubba í Njarðvík nú um ára- mótin. Heitir verslunin í höf- uðið á verslun þeirri sem Friðjón heitinn Jónsson stofnaði fyrir mörgum árum í þessu sama húsi og gaf nafnið Friðjónskjör, en var manna á milli alltaf nefnd Fíabúð. Jöfur til Sandgerðis? Viðræður hafa staðið yfir að undanförnu um kaup Rafns hf. í Sandgerði á loðnuskipinu Jöfri úrKellavík. Ekkert hefur þó verið ákveðið ennþá, þar sem ákveðin mál þurfa skoð- unar við áður. Sem kunnugt er af fréttum eiga núverandi eig- endur Jöfurs KE, von á nýju skipi frá Stálvík hf. er líða tekur á veturinn. Valdi í Útskála Páll Axelsson, útgerðar- maður, fiskverkandi og hús- gagnakaupmaður, hefur ráðið sér nýjan verslunarstjóra í hús- gagnaverslunina Útskála. Um er að ræða Valdimar Valsson, sem áður var lagerstjóri og að- stoðarverslunarstjóri hjá Hag- kaup á Fitjum. Annar háttur Það virðast ekki vera sömu viðbrögð almennings og yfir- valda í öllum menningarmál- um. Alla vega virðast við- brögðin við mengun frá fisk- vinnslufyrirtækjum í Keflavík og Njarðvík vera mjög hörð og þá fer allt á annan endann. Þegar upp kemur hins vegar mengun frá olíu verndarans í heiðinni, er allt annað uppi á teningnum og þeir fá meira að segja sjálfir að taka sýnin sem marka mega mengunina. Getur þetta talist eðlilegt? kynni margur að spyrja. Þá ekki síður nú, þegar um stór- alvarlegt mál er að ræða. Breytum til - Bovðum í BREKKU Helgarmatseðillinn:_________________ Rósinkálsúpa að suðrænum hætti. Egghjúpaðar skötuselssneiðar með hrísgrjón- um, blómkáli og karrýsósu. Pönnusteikt rauðsprettuflök með bönunum, fersku grænmeti og kiwisósu. Marineraður lambavöðvi í léttum kryddjurtum, brokkoli og bakaðri kartöflu. Turnbauti með baconsneiðum, sveppum, humar og bakaðri kartöflu. Þorrinn nálgast Erum byrjuð að undirbúa okkur fyrir þorrann. Tökum að okkur þorrablót. Útvegum salarkynni fyrir allt að 140 manns. Myndlistar- sýning Ásta Árnadóttir, mynd- listarkona, sýnir verk sín í BREKKU. VEITINGAHÚSIÐ BREKKA Tjarnargötu 31A - Keflavík - Sími 13977 juttU íbúarnir hafa lokaorðin Mikil umræða er víða um Suðurnes um sameiningu sveitarfélaga. Að sjálfsögðu skiptast menn í ýmsar fylking- ar í þeim efnum. Þó samstarf hafi aukist mikið, og þá sér í lagi milli Keflavíkur og Njarð- víkur, er langt í frá að það merki sameiningu. Enda hafa engar ákvarðanir um slíkt verið teknar í bæjarstjórnum þessara tveggja bæjarfélaga, þó vitað sé að í þeim hópum séu bæði andstæðingar og fylgismenn. En hvað svo sem bæjar- eða sveitarstjórnir á Suðurnesjum ákveða í þessum efnum, verður ekkert úr sam- einingu nema íbúarnir sam- þykki slíkt í almennum kosn- ingum. Eru lokaorðin því þeirra. Fjör í bakstrinum Fregnir berast af nýjum bakaríum í uppsiglingu i KeP.a- vík. Fyrst er það Sigurjón Héð- insson bakari, sem ætlar að llytja á heimaslóðir á ný og setja upp bakarí, og síðan fyrr- um lærifaðir hans, Ragnar í Ragnarsbakaríi, sem stefnir að uppsetningu kökuhúss með vorinu. Ofnar og vinnumiðlun Fréttir berast af því að tvö fyrirtæki séu u.þ.b. að setjast að í Færseth-höllinni í Kefla- vík. Hið fyrra er Bolafótur, heildsölufyrirtæki Harðar Karlssonar, sem flytur inn hina vinsælu hollensku mið- stöðvarofna. Þá berast einnig fréttir af því að fyrrum bílasali og bensínafgreiðslumaður Jó- hannes Einarsson ætli sér að setja þar á stofn atvinnu- miðlun. Gleðihús í Sandgerði Um síðustu helgi lét lögregl- an til skarar skríða og hreins- aði út úr húsi einu í Sandgerði, þar sem partý hefur nánast staðið stanslaust síðan löngu fyrir jól. Auk lögreglunnar i Keflavík var fengin aðstoð lög- reglunnar á Keflavíkurflug- velli til hreinsunar þessarar.;. Fengu allir þeir sem í íbúðinni voru upp undir hálfan sólar- hring í gistingu í fangageymslu lögreglunnar. En áður en að því kom, kom til ryskinga milli lögreglu og gestanna í íbúð- inni. Stjórnar Júlíus Vífill eftirlitinu? Fyrir þá sem fylgjast í fjarlægð með tilraunum fjórmenning- anna til að fá innflutningsleyfi fyrir Subaru-bílana, kemur hlutur Júlíusar Vífils hjá Subaru-umboðinu nokkuð einkennilega fyrir sjónir. Mið- að við þá stöðu sem málið er nú komið í, virðist Bifreiðaeftir- litið hafa ákveðið að orð hans skuli vera þau sem vinna á eftir. Því erspurningaf hverju eftirlitið er ekki bara lagt undir umræddan umboðsmann? TRÉ-X SPÚN- PARKET Ódýrt, sterkt og auðvelt að leggja. TRÉ-X BYGGINGAVÖRUR Iðavöllum 7 - Sími 14700

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.