Víkurfréttir - 14.01.1988, Blaðsíða 5
\>iKur<
4*uu*
Fimmtudagur 14. janúar 1988 5
Bæjarstjórn Keflavíkur:
Þreytandi andstaða
litlu byggðarlaganna
Miklar umræður urðu á
síðasta fundi bæjarstjórnar
Keflavíkur vegna bókunar
Finnboga Björnssonar fram-
kvæmdastjóra, á fundi
stjórnar Dvalarheimila aldr-
aðara Suðurnesjum, 16. des-
ember. Umrædd bókun var
svohljóðandi:
,,Eg vísa til álits þjónustuhóps
aldraðra varðandi umsögn hóps-
ins um þörf á viðbólarrými á
Garðvangi þar sem bent er á þörf
fyrir setuslofu, starfsmannaað-
stöðu, iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun,
fótsnyrtingu, hársnyrtingu og
geymslurými. Við þetta má bæta
að þörf er einnigfyrir salernisað-
stöðu, þvottafrágang, bókasafn
og reykherbergi.
Þegar lagt var upp með Garð-
vang var gert ráðfyrir að hér vœri
fólk sem væri vel rólfœrt og því
hægt að komast af með minna
samverurými o.þ.h. Þó var Ijóst,
að starfseminni yrði þröngur
stakkur sniðinn. Hins vegar gjör-
breyttust aðstæður eftir að Garð-
vangur varð hjúkrunardeild. Þörf
fyrir afþreyingu og liðkun jókst
til muna og aðstœður eru þannig
að Itver krókur er nýttur. Við svo
búið verður ekki unað og benda
má t.d. á að með lilkomu sjúkra-
þjálfunar má búast við að fólk
verði enn frekar sjálfbjarga. Því
er það augljóst að ef gera á upp á
milli byggingar Hlévangs og
stækkunar Garðvangs er það
skilyrðislaust skoðun min að
brýnni þörf er á aukinni aðstöðu á
Garðvangi í dag. Þegar nú er Ijóst
að viðbygging við Hlévang skal
að mati stjórnar hafa forgang,
sem ég geri ekki lítið úr, bý ég
stjórn undir það að þurfa að sam-
þykkja fækkun rúma á Garð-
vangi".
Voru það aðallega niður-
lagsorð í bókun þessari, sem
fóru fyrir brjóstið á bæjar-
fulltrúum í Keflavík, þ.e. ,,bý
ég stjórn undir það að þurfa
að samþykkja fækkun rúma
á Garðvangi“.
Vegna þessa sagði
Ingólfur Falsson m.a. að
samstarfið um rekstur dval-
arheimilanna væri nú
kominn að tímamótum.
Undir það tók Garðar Odd-
geirsson, en benti jafnframt á
að Keflavíkingar stæðu nú og
l'éllu með Hlévangi.
Hannes Einarsson sagði
að hún væri orðin þreytandi
þessi andstaða smærri sveit-
arfélaganna í samstarfi
þessu. „Við verðum því að
taka afstöðu nú þegar um
það, hvort við förum út úr
þessu samstarfi eða étum allt
ofan í okkur“, sagði Hannes
m.a. Síðan tóku nokkrir
aðrir bæjarfulltrúar til máls,
s.s. Guðfinnur Sigurvinsson
bg Drífa Sigfúsdóttir, og eins
og aðrir voru þau á því að
Hlévangur yrði að vera
verkefni sem ráðist yrði í
næst og það áður en hugsað
væri um önnur.
Fiskvinnsluhús
Til sölu eru fiskverkunarhús með frystiað-
stöðu, beitingaskúrum o.fl. á bestastaðvið
höfnina í Sandgerði.
Upplýsingar veita: Gunnar Guðmunds-
son í síma 92-11807 og í síma 37517.
NÝ NÁMSKEIÐ
hjá BIRNU
að hefjast
í íþrótta-
húsinu
í Njarðvík.
Allir finna flokk
við sitt hæfi.
Innritun í símum
12177 og
91-37379.
Birna
Magnúsdóttir
Bifreiðin sem valt á hraðahindruninni í Sandgerði. Ljósm.: epj.
Sandgerði:
Bíl-
velta á
hraða-
hindrun
Bílvelta varð klukkan
11:46 á fimmtudag fyrir viku
í Sandgerði. Slys urðu engin
en bifreiðin var dregin með
kranabifreið frá Bílabragg-
anum af slysstað.
Sökum hálku orsakaðist
óhapp þetta með þeim hætti
að umrædd bifreið snerist
þegar hún kom að hindrun-
inni og rann þvert á hana og
valt. Við veltuna lenti bif-
reiðin á umferðarmerki og
zebrastaur og braut hvort
tveggja niður. Stöðvaðist bif-
reiðin síðan upp við girðingu
húss eins.
BREKKA
skal það heita
- sagði Sigríður Ragna Jónasdóttir, og 12 aðrirað auki, en
hún hafði heppnina með sér þegar dregið var úr spilum um
Hamborgarferðina. Sigríður Ragna fékk hjartaásinn og far-
seðillinn til Hamborgar var hennar.
Við þökkum þeim fjölmörgu sem sendu inn nöfn í hug-
myndasamkeppnina að nýju nafni á veitingahúsið Tjarnar-
götu 31 a - og óskum Sigríði Rögnu góðrarferðar með Arn-
arflugi til Hamborgar.
Verið ætíð velkomin í BREKKU ...