Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.01.1988, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 14.01.1988, Blaðsíða 17
\)iKur< 4*au* Grindavík áfram „Spútniklið" Grindavíkur í körfubolta vann yfirburðarsig- ur á Borgnesingum í bikar- keppni KKI í Grindavík sl. föstudag. Heimamenn skoruðu hvorki fleiri né færri en 139 stig gegn 83 stigum Borgnesinga. Staðan í hálfleik var 60:41. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Grind- víkinga miklir. Þeir náðu góðu forskoti í byrjun og juku það jafnt og þétt úr leikinn. Stiga- hæstir í liði UMFG voru Guð- mundur Bragason, sem skoraði 33 stig, og þeir Hjálmar Hall- grímsson og , Sveinbjörn Sig- urðsson, báðir með 17 stig. Tap hjá Grindavíkur- dömum Kvennalið UMFG og Hauka áttust við í Grindavík á föstu- dag og var leikurinn liður í bik- arkeppni KKI. Haukastúlkurn- ar báru sigur úr býtum, skoruðu 50 stig gegn 42 hjá UMFG. Haukaliðið náði 10 stiga forystu í byrjun lciksins og hélst sá mun- ur eftir það. Staðan í leikhléi var 23:13 fyrir Hauka. Stigahæstar hjá Grindavík voru Marta Guðmundsdóttir með 21 stig og Svanhildur Kára- dóttir með 11 stig. 2. deildar liðin neðst A-lið IBK sigraði í Suðurnesj- amótinu í handbolta sem fram fór á milli jóla og nýárs. Liðið sigraði í öllum viðureignum sín- um. B-lið IBK varð í öðru sæti og sigraði bæði 2. deildar liðin, UMFN og Reyni, en tapaði fyrir A-liði ÍBK. UMFN vann svo Reyni í „úrslitum" um botnsæt- ið. Þetta er í annað sinn sem þessi keppni fer fram en hún var í fyrsta skipti í fyrra en þá sigraði ÍBK einnig í henni. Athygli vakti léleg frammistaða UMFN og Reynis en bæði liðin eru í efri kanti 2. deildaren IBK leikurí 3. deild. ÍBK vann Stjörnuna B-lið ÍBK sigraði Stjörnuna í viðureign liðanna í Iþróttahúsi Keflavíkur sl. sunnudag. ÍBK skoraði 34 mörk gegn 25 Stjörn- unnar. I hálfleik var IBK með forystu, 16-12. Keflvíkingar með Frey Sverr- isson og Sigurð Björgvinsson í fararbroddi áttu aldrei í vand- ræðum með Stjörnuliðið og unnu öruggan sigur. Mörk ÍBK: Freyr 12, Sigurð- ur Bj. 8, Jón Olsen 5, Rúnar G. 4, Sigurbjörn G. 3 og Atli Þ. og Magnús markvörður eitt hvor. Fimmtudagur 14, janúar 1988 17 íþróttamolar * Freyr Sverrisson, sem leikið hefur með IBK undanfarin ár hefur gengið til liðs við Grind- víkinga sem leika í 3. deild. Astæðan er sú að hann telur sig ekki eiga möguleika á að kom- ast í ÍBK-liðið á meðan Frank Upton stjórnar því. Freyr á nú aðeins eftir að leika með Víði til að hafa verið í öllum knatt- spyrnuliðunum á Suðurnesjum. * Víðismenn hafa fengið góð- an liðsstyrk. Hafþór Sveinjóns- son, fyrrum Framari og Vals- maður, hefur gengið tii liðs við félagið. Hann kemur til með að taka við stöðu Daniels Einars- sonar sem, eins og kunnugt er orðið, leikur með IBK næsta tímabil sem og bróðir hans Grétar. * Freyr Bragason, leikmaður með IBK, mun einnig vera bú- inn að skipta yfirí Víði ogheyrst hefur að Gestur Gylfason, Kefl- víkingur, sé einnig að hugsa skipti þangað. Það má því segja að ÍBK og Víðir skiptist á leik- mönnum eftir „behag“. * Keflvíkingar ætla sér stóra hluti í knattspyrnunni í sumar. Þeir hafa fengið nýja leikmenn og segjast vera með besta þjálf- arann. En bak við allt batteríið er auðvitað knattspyrnuráð og í það hafa Keflvíkingar nú fengið þrjá nýja „leikmenn". Þeir eru Ragnar Örn Pétursson, Indriði Jóhannsson og Sigurlaug Krist- insdóttir. Formaðurinn er áfram í hásæti en það er Kristján Ingi Helgason.en hannerbúinn að standa í eldlínunni í mörgár. Freyr Sverrisson klæðist bún- ingi Grindavíkur næsta sumar. I'BK vann Þrótt Keflvíkingar náðu í tvö stig í Seljaskóla er þeir léku gegn Þrótturum í 3. deild handbolt- ans sl. laugardag. IBK vann 22- 18. Sigur IBK var sanngjarn og öruggur. Liðið hafði forystu all- an tímann, 2-4 mörk. Bestu menn liðsins voru markverðirnir Pétur Magnússon og Þórólfur Beck en hann varði 3 vítaskot í röð frá Þrótturum oggerði von- ir þeirra um að minnka muninn að engu. Hermann Hermanns- son, línumaður, átti einnig góð- an leik. Mörk ÍBK: Hafsteinn 9 (7 v.), Hermann 4, Gísli 4, Einar Sig- urp. 3, Jóh. Júl og Ellert 1 hvor. Keflvíkingar eru nú efstir í deildinni, hafa aðeins tapað ein- um leik. N.k. miðvikudag Ieika þeir við IH í Keflavík og verður það úrslitaleikurinn í deildinni. Hart barist í leik UMFN og ÍBK. Magnús Guðfinnsson og Valur Ingimundarson í baráttu undir körfunni. Ljósm.: rós. „Áttum toppleik" - sagði Valur Ingimundarson eftir sigur UMFN á ÍBK í Bikarkeppni KKÍ, 88:83 Njarðvíkingar sigruðu Keflvíkinga í skemmtilegum leik, 88:83 eftir að staðan í hálf- leik hafði verið 45:43 þeim í vil. Leikurinn var mjög hratt spil- aður og spennandi enda var aldrei óbrúanlegt bil á milli lið- anna. Þessi tvö lið eru mjög jöfn og lítið sem skilur þau að. Þó var vörn Njarðvíkinga öllu sterkari en Keflvíkinga. Góð hittni Vals Ingimundarsonar vó þungt í sigri Njarðvíkinga. Mikil harka var í þessum leik. Óþarflega mikið návígi, eins og oft vill brenna við í leik milli þéssara Iiða. Munaði litlu að úr yrðu slagsmál en þó tókst að halda því niðri. Njarðvíkingar byrjuðu vel og náðu að komast í 11:4 og 23:16. Það tók Keflvíkingana nokkurn tíma að komast í gang en loks jöfnuðu þeir þegar um það bil 12 mínútur voru til leikhlés, 23:23, og komust síðan yfir 26:25. Eftir það skiptust liðin á að vera yfir en að lokum höfðu Njarðvíking- ar betur, 45:43. I síðari hálfleik komu bæði lið ákveðin til leiks. Jafnræði var með liðunum framan af en Njarðvíkingar náðu góðu for- skoti á 15. mínútu 65:55 og 72:58. Þá voru um ellefu mínút- ur til Ieiksloka og kom þá kipp- ur í Keflvíkinga og þeir breyta stöðunni úr 68:81 í 80:83, en það dugði ekki til, Njarðvíkingar höfðu betur í lokin, 88:83. Sigur- inn varð því þeirra. Stig Keflvíkinga: Guðjón Skúla- son 31, Jón Kr. Gíslason 16, Magn- ús Guðfinnsson 10, Hreinn Þorkels- son 8, Sigurður Ingimundarson 7, Olafur Gottskálksson 7, Axel Niku- lásson 2 og Falur Harðar 2. Stig Njarðvíkinga: Valur Ingi- mundarson 37, Isak Tómasson 13, Helgi Rafnsson 12, Teitur Örlygs- son 11, Sturla Örlygsson 9og Hreið- ar Hreiðarsson 6. Valur Ingimundarson sagði eftir leikinn: „Þetta var alveg stórskemmtilegur leikur og átt- um við þarna toppleik. Við spil- uðum mjög góða vörn. Þetta voru tvö sterk lið og jöfn sem áttust þarna við og lenti sigurinn okkar megin. Hins vegar var ég mjög svekktur yfir brojtrekstrinum undir lok leiksins. Eg fékk á mig tvær tæknivillur og var vísað út af en ég hélt að það mætti Fá þrjár.“ Bestu menn Njarðvíkinga voru Valur Ingimundarson, Isak og Teitur. Liðið var í heild annars mjög sterkt og svo má einnig segja um Keflvíkingana. Bestir hjá þeim voru án efa Guð- jón Skúlason, Jón Kr. Gíslason og Hreinn Þorkelsson. Magnús Guðfinnsson stóð sigeinnigmeð ágætum þann tíma sem hann var inn á. Dómarar voru þeir Jóþann Dagur Björnsson og Omar Scheving og stóðu þeir sig þokkalega enda örugglega ekki um auðvelda dómgæslu að ræða á leik sem þessum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.