Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.01.1988, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 14.01.1988, Blaðsíða 12
Glaumberg: Var með miða en fékk ekki inngöngu Kona ein liaí'ði samband við blaðið og óskaði eftir birtingu á frásögn sinni af viðskiptum við Glaumbergá annan dag jóla. Sagði hún að þrátt fyrir að hafa áður keypt miða hcfði henni ekki verið hleypt inn er hún kom, held- ur hcfði þá verið búiðaðloka húsinu og engum hieypt inn. Sagði hún þetta vera fá- dæma ókurteisi, sem ekki væri hægt að þola. Hcfði hún því haft samband við ein- hvern Ragnar Örn scm hefði neitað að endurgreiða henni miðann eða afsaka atburð þennan á einn eða annan hátt. Af þessu tilefni hafði blað- ið samband við Glaumberg en Ragnar Örn Pétursson, eigandi staðarins, var ekki viðlátinn, en í hans stað varð Valur Gunnarsson fyrir svörum. Sagði hann að hér hefði ekki verið um forsölu að- göngumiða að ræða, heldur einungis selt við innganginn. Þegar búið var að selja jafn- marga miða og fjöldinn, sem mátti vera í húsinu, var miðasölu hætt og húsinu lok- að. Þegar slíkt á sér stað er reiknað meðaðfólk komi um leið og það fer inn, utan dyra biðu á annað hundrað manns eftir að komast inn en húsinu var lokað fyrir miðnætti. Viðkomandi mun því hafa komið, keypt miða og farið svo aftur og komið síðan löngu eftir miðnætti. Þegar slíkt á sérstaðererf- itt að fylgjast með því hvort einhver sé með miða utandyra en þó var litið út af og til svo hægt væri að kanna það. Þegar fólk kemur og kaup- ir miða við innganginn og fer síðan er það á þess ábyrgð hvort það kemst inn eða ekki. Sé hinsvegar forsala er um allt annað að ræða. En í þessum tilfellum er ætlast til að fólk komi í húsið um leið og miðasala fer fram við inn- ganginn. Fengu krakkar afgreidda flugelda? „Verslunar- ferðir til Reykjavíkur" Ekki er öll vitleysan eins. Nú lesum við það í Víkur-fréttum að einn bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Keflavíkur hafi komið með þá „gáfulegu“ til- lögu, til að bjarga SBK, að taka upp sérstakar versl- unarferðir til Reykjavíkur með S.B.K. Ekki er að efa að versl- unarmenn hér í Keflavík fagna þessari frumlegu tillögu íhaldsfulltrúans. Þeir geta þá átt von á rólegum dögum í framtíð- inni ogjafnvel væri mögu- leiki á því hjá þeim að lengja helgarfríið með því að loka verslunum á föstudögum. Þetta er stórkostleg hugmynd hjá íhaldsfull- trúanum og síðan mætti maður vafalaust eiga von á því að sjá eftirfarandi auglýsingu í Víkur-frétt- um: Keflvíkingar. Verslunarferð til Reykja- víkur á morgun með SBK. Keflvíkingar. Verslið í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn. Já, það er ýmislegt sem mönnum getur dottið í hug. Tveir Keflvíkingar Lánið hækkar við greiðslu Nú eftir áramótin hefur nokkuð borið áóánægju með framkvæmd á sölu skotelda og þá aðallega í Keílavík. Að sögn þeirra sem höfðu sam- band við blaðið, virðist ald- urstakmark ekki hafa verið virt í öllum tilfellum og því hafi litlum krökkum gengið auðveldlega að fá keypt slíkt. Eins hefði nokkuð borið á því að afgreiðslufólkið hefði verið það ungt að árum að það nánast vissi ekki hvað það var að selja. Vegna þessa hafði blaðið samband við lögregluna og spurði Karl Hermannsson, aðstoðaryfir- lögregluþjón, hvaða reglur giltu í þessu sambandi. Sagði hann að ekki mætti selja skotelda til krakka yngri en 6 ára og stærri rakettur aðeins til þeirra sem væru orðnir 16 ára gamlir. Um aldur afgreiðslufólks væru hins vegar engin ákvæði. Peruþjófnaður í kirkjugarði Þó undravert sé þá virðast menn hafa ánægju af því að stela perum úr ljósakrossum í gamla kirkjugarðinum í Keflavík, og það jafnvel þó perur þessar séu þess eðlis að eigi er hægt að nota þær til annarra nota. Taldist einum viðmælanda blaðsins svo til að nú um áramótin hefði verið stolið af 31 leiði, sem jafngildir því að eigi færri en 120 perum hafí verið stolið úr garðinum í það skiptið. Að jafnaði eru fjórar perur í hverjum krossi og höfðu allar perurnar verið teknar úr krossunum af umræddum leiðum. Er leitt til þess að vita að menn skuli leggja sig svo lágt, því garður þessi hefur undanfarin ár verið með fal- legustu svæðunum umjólin í Keflavík. Vonandi tekst að koma í veg fyrir slík lágkúru- leg spjöll áður en kemur að næstu jólum. ,,Mér finnst svakalegt að vera að greiða niður lán sem hækkar við hverja greiðslu. Ekki síst þegar maður hugsar til þess að þetta er lán úr lífeyrissjóði sem greitt hefur verið í alla tíð. Maður er að fá peninga að láni sem maður hefur greitt í sjóðinn - eigin peninga, og borgar það dýrum dómi“, sagði maður nokkur sem kom inn á rit- stjórn Víkur-frétta með með- fylgjandi greiðsluseðil. Eins og á honum má sjá er upphæð lánsins fyrir greiðslu 705.014,90 krónur, en að lokinni uppfærslu verðbóta að frádreginni greiðslu, sem er kr. 3.500, en með verðbót- um og vöxtum kr. 33.497,60 hækka eftirstöðvar í krónur 768.471,60. Hvað varð um stefnu Sjálfstæðisflokksins? Eitt er það mál sem ég hef undrast þögn um. Um þetta mál ætla ég nú að skrifa, þó ég eigi frekar von um að lítið verði um svörin. Mál þetta snýst um hitt viku'olaðið sem gefið er út hér syðra og er í eigu Sjálf- stæðismanna, enda talið vera málgagn þeirra. Nú fyrir skemmstu hljóp blað þetta frá miklum skuld- um við prentsmiðju í Njarðvík og er nú prentað í Reykjavík. Finnst mér þetta lúaleg framkoma og þá sérstaklega hjá mál- gagni stjórnmálaflokks sem hefur haft byggða- sjónarmið á stefnuskrá sinni. Gaman væri því að fá svör við því, hvers vegna stefnan hafi verið látin íjúka með þessu lönd og leið. Finnst mér það ekki passa að hvetja aðra til að halda fjármagninu í heimabyggð, en rjúka síðan frá skuldahala með verkefni út af svæðinu. Sannur Suðurnesjamaður

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.