Morgunblaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2015
✝ Anna SigríðurGunnlaugs-
dóttir fæddist í
Hofsárkoti í
Svarfaðardal 18.
mars 1920. Hún
lést að dvalar-
heimilinu Dalbæ
30. október 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Anna
Stefánsdóttir og
Gunnlaugur Sig-
urðsson. Hún átti fjóra eldri
bræður, Stefán, Egil, Sigurð,
Sigvalda og Tryggva, sem allir
Viðar, f. 5.11. 1967, d. 26.5.
1990, c) Einar Viðar, f. 11.7.
1972, hans börn eru Björgvin
Viðar og Elísa Björk. d) Anna
Rós, f. 28.9. 1980, sambýlis-
maður Arnar Már Sverrisson,
börn þeirra Guðrún Brynja,
Arndís Sigurrós og Heiðar
Már. Jóhanna Jónsdóttir, f.
28.10. 1958, gift Guðna Guð-
bergssyni. Börn hennar a) Frið-
rik Óskar Friðriksson, f. 24.5.
1978, sambýliskona Steinunn
Ósk Geirsdóttir og eiga þau Ið-
unni Lilju, Friðrik Skorra, Mar-
gréti Mirru og Jóhönnu Ylfu. b)
Kristín Anna Guðnadóttir, f.
14.2. 1988.
Útförin verður frá Dalvíkur-
kirkju í dag, 7. nóvember 2015,
klukkan 13.30.
Jarðsett verður að Völlum í
Svarfaðardal.
eru látnir.
Dætur Önnu eru
Guðrún Stefáns-
dóttir, f. 21.4. 1947,
hennar maður er
Finnur Magnússon,
og börn þeirra a)
Stefán Viðar, f.
21.5.1966, hans
kona er Eydís Ein-
arsdóttir og börn
þeirra Einar Rafn,
sambýliskona Halla
Guðmundsdóttir og dóttir
þeirra Natalía Margrét, Viðar
Örn, og Eva Rún. b) Björgvin
Anna Gunnlaugsdóttir fæddist
í Hofsárkoti í Svarfaðardal. Þar
ólst hún upp hjá móður sinni og
eldri bræðrum en föður sinn
missti hún þegar hún var á öðru
ári. Svarfaðardalur átti stóran
sess í huga Önnu. Þar sótti hún
skóla, sat yfir kúnum og lærði til
ýmissa nytsamlegra verka. Eftir
að hún varð uppkomin sá hún um
aldraða móður sína og fatlaðan
bróður en ekki var á þeim tíma
mögulegt að fá þá faglegu
umönnun sem nú stendur til
boða. Aðstoð til þeirra sem á
þurftu að halda og framfærsla
var því í höndum ættingja. Anna
var einn vetur í skólanum á
Laugum og minntist ávallt þess
tíma með hlýju. Að áeggjan móð-
ur sinnar lærði Anna til sauma
en hún naut ýmiss konar handa-
vinnu allt fram á síðustu ár með-
an þrek hennar leyfði. Af starfs-
aldri sínum starfaði hún lengst í
matvælafyrirtækinu ORA en tók
lengi að sér saumaskap ýmiss
konar. Líkt og svo margir flutti
Anna suður, bjó lengst af í Kópa-
vogi og hélt heimili með Tryggva
bróður sínum meðan hann lifði.
Átti hún góð síðustu ár í Kópa-
vogi í sambúð með Ólafi Jóns-
syni. Ekki leið sumar sem Anna
leitaði ekki á æskuslóðir í Svarf-
aðardal. Er aldurinn færðist yfir
fluttist hún aftur á heimaslóðir,
þá á Dvalarheimilið Dalbæ á Dal-
vík þar sem hún dvaldi síðustu
árin.
Anna var viljasterk og ákveðin
kona sem gjarnan vildi hafa sinn
háttinn á. Hún vildi vera vel til-
höfð, hafa lagningu í hárinu og
hafa á því lit til að dylja gráu
hárin. Sá vilji hélst þótt þrekið
hefði minnkað og heilsunni hrak-
að síðustu árin. Nú síðsumars
fóru dætur hennar með hana út
af Dalbæ og þegar þær ætluðu
að setja á hana sjal leist henni
ekki vel á þann fatnað því þá liti
hún út eins og gömul kona.
Nokkuð vel sagt hjá þeim sem er
orðin 95 ára. Anna fylgdist vel
með afkomendum sínum og fjöl-
skyldum þeirra og var ófeimin
við að gefa þeim ábendingar um
það sem betur mætti fara. Eftir
að aldurinn færðist yfir og sam-
ferðamönnum fækkaði taldi hún
sig tilbúna fyrir annað tilveru-
stig. Sú bið varð lengri en hún
hafði búist við og taldi að eitt-
hvað hlyti að hafa ruglast í bók-
haldinu hjá himnafeðgunum. Að
leiðarlokum vil ég þakka Önnu
tengdamóður minni fyrir allar
góðar stundir. Aðstandendur
vilja koma á framfæri kæru
þakklæti til starfsfólks á Dalbæ
fyrir umönnun og samfylgd.
Guðni Guðbergsson.
Í nóvember 1918 lauk fyrri
heimsstyrjöldinni og rúmu ári
síðar fæddist amma. Hún kvaddi
þennan heim 28. október síðast-
liðinn en varð aldrei gömul kona.
Aldurinn er nefnilega afstæður
og ég held að amma hafi aldrei
verið tilbúin í að verða gömul
kona. Kannski náði hún bara
ekki að klára að vera ung. Ég
veit lítið um það því þegar ég
fæddist var amma að nálgast sjö-
tugsaldurinn, samt bráðum
fjörutíu ár síðan það gerðist.
Amma var frumbyggi í Kópavogi
og ég á frábærar minningar frá
Bjarnhólastígnum þar sem hún
byggði hús ásamt bróður sínum.
Bróður ömmu kallaði ég reyndar
aldrei annað en afa því þau
bjuggu saman í húsinu sem þau
byggðu á Bjarnó frá því ég man
eftir mér. Þar var allt í föstum
skorðum og ég sé enn fyrir mér á
eldhúsborðinu gamla Nord-
mende transistor-útvarpið hans
afa, rauða Melroses-kassann og
Sólblóma-viðbitið. Það voru fast-
ir liðir eftir árstíðum eins og var
e.t.v. meira um fyrr á tímum,
bolluvendir voru settir saman í
suðurherberginu, slátur var
hrært í þvottahúsinu og matur
settur í súr í skúrnum.
Það er skrítið að hugsa til alls
þess sem amma er búin að sjá
breytast á sinni ævi. Líklega er
þetta sú kynslóð sem hefur upp-
lifað mestar breytingarnar, í ein-
hverjum skilningi í það minnsta.
Árið 1967 var amma hálfnuð með
ævi sína, það eru margir hlutir
sem jafnvel eru órjúfanlegur
partur af daglegu lífi okkar í dag
sem voru ekki til þá. Það eru for-
réttindi að kynnast vel og um-
gangast ömmur og afa, það er
gott veganesti. Það felst í því
ákveðin jarðtenging að umgang-
ast fólk sem hefur lært hvað það
er sem skiptir mestu í lífinu.
Hún lá ekki á skoðunum sín-
um hún amma og gat verið bein-
skeytt, það er stundum kostur.
Ákveðin gat hún líka verið, ég
minnist þess þegar hún reddaði
mér vinnu í niðursuðuverksmiðj-
unni ORA þar sem hún og afi
höfðu starfað í ófá árin. Amma
var reyndar hætt þá en taldi sig
nú eiga hönk upp í bakið á þeim
ORA-mönnum og dreif mig með
sér út á Kársnesið. Ekki vildi
betur til en svo að samkvæmt
formanni á staðnum voru allar
mögulegar stöður mannaðar hjá
fabrikkunni um þær mundir. Ég
bjó mig undir að þakka pent og
sætta mig við fýluferð. Ekki
amma. Amma var búin að ákveða
að ég myndi vinna þarna þennan
mánuð sem mig vantaði til að
brúa bilið fram að skóla, ekkert
verra en að gera ekkert. Það var
nákvæmlega sama með hvaða
leiðum maðurinn reyndi að koma
því til skila að það væri alls ekki
þörf á mínum starfskröftum,
amma bara tvíefldist. Um sviðað
leyti og maðurinn var orðinn
rauður í framan eins og miðinn á
fiskibolludósinni sá hann að
amma myndi ekki fara fyrr en ég
fengi vinnu. Daginn eftir var ég
að hella maís úr kassa í hvítum
slopp.
Við amma áttum gott skap
saman og ég hafði mikið sam-
band við hana alla tíð. Minna þó
þegar hún tók upp á því að fara
aftur á æskuslóðir á Dalvík ná-
lægt dalnum sínum góða þar sem
hún ætlar að hvíla. Þangað mun
ég heimsækja þig, amma, og
hugsa til þín meðan ég fæ mér
bíltúr með fjölskyldunni um
Svarfaðardalinn. Bless og takk
fyrir allt.
Friðrik Óskar Friðriksson.
Önnu Sigríði Gunnlaugsdóttur
kynntist ég þegar hún var komin
vel á áttræðisaldur. Faðir minn,
Ólafur Jónsson, ekkjumaður á
aldur við hana, kynnti hana fyrir
okkur börnum sínum og sagði að
þau íhuguðu að taka upp sam-
búð. Svo fór og þau bjuggu í lítilli
íbúð í sama húsi og við hjónin.
Þarna voru engir unglingar á
ferð, bæði áttu börn og barna-
börn, frændgarð og vini og
sinntu sínu fólki eftir föngum.
Ekki þarf að taka fram að þau
höfðu mótaðar venjur og lífs-
skoðanir svo að sumu yngra fólk-
inu þótti ekki sjálfgefið að allt
færi eins og báðum líkaði.
Sá beygur reyndist óþarfur.
Svarfdælingur og Skaftfellingur
komust að ágætri niðurstöðu um
alla hluti sem greina mátti. Þau
skiptu með sér hlutverkum,
vissulega ekki óvænt: annað
matbjó, hitt ók bílnum á milli
staða! Anna sá um fínni blæ-
brigði á heimilinu, Ólafur var í
stórvirkjum og jarðrækt. Fjár-
hag héldu þau aðgreindum en
skiptu útgjöldum þannig að bæði
undu við sinn hlut, hvorugt var
alið upp við eyðslusemi og lærðu
hana ekki á fullorðinsárum.
Eitt var alltaf á könnu Önnu,
þ.e. blómaræktin og mest tókum
við eftir sumarblómum í mörgum
pottum og þyrpingum á pallin-
um. „Ég spara ekki við mig að
kaupa blóm,“ sagði hún, enda
kunni hún að skipa þeim niður
svo vel færi. Stundum settist hún
í sólstól í blómahafinu en kaus þó
oft að kasta sér niður á grasflöt-
ina og breiddi þá ekkert undir
sig. Stúlkan úr Svarfaðardal
þoldi vel ilm úr grængresi.
Við í fjölskyldu Ólafs kunnum
því betur að meta Önnu sem við
þekktum hana lengur, kynnt-
umst líka dætrum hennar og fjöl-
skyldum þeirra. Okkur duldist
ekki að Anna hafði unnið mikið
um ævina og lagt hart að sér.
Hún hafði verið saumakona og
hafði gott auga fyrir öllu hand-
verki. Ekki brá hún sér við verk
sem teljast karlastörf og vann að
eigin húsi með Tryggva bróður
sínum: „Skemmtilegast þótti
mér að grafa fyrir sökklum!“
Anna og Ólafur ferðuðust
bæði utan lands og innan. Hann
bauð henni austur á Síðu og hún
honum um sveitir nyrðra. Henni
þótti dauflegt haust ef hún komst
ekki í Svarfaðardalinn til að
góma nokkur aðalbláber sem
hún taldi með réttu djásn allra
berjalanda.
En hún stirðnaði til gangs
þegar ellin færðist yfir og Ólafur
varð heilabilun að bráð og fór á
dvalarheimili í Kópavogi. En
saman fengu þau allmörg góð ár
og bættu hvort annað upp. Ólaf-
ur var lengst af sprækur og öfl-
ugur, Anna natin og raunsæ;
fékk vin sinn m.a. til að hætta að
keyra bíl þegar það var tíma-
bært.
Anna flutti á æskustöðvarnar
og átti heimili á Dalbæ um ára-
tug, til æviloka. Þar kunni hún
við sig meðal sveitunga og vina
og bar starfsfólki og stjórnend-
um Dalbæjar vel söguna. Her-
bergi sitt bjó hún virðulega, enda
var reisn yfir henni sjálfri þegar
hún tók á móti gestum. Blóma-
áhuganum hélt hún alla tíð, og
hafði lengi eitt skrautblóm í væn-
um potti úti á svölum við endann
á ganginum sínum á Dalbæ.
Við systkinin þökkum góð
kynni og kveðjum hana með hlý-
hug og virðingu fyrir umhyggj-
una við föður okkar. Dætrum
Önnu og fjölskyldum sendum við
samúðarkveðjur.
Bjarni Ólafsson.
Anna Sigríður
Gunnlaugsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
KRISTINN BJÖRNSSON,
fyrrverandi forstjóri,
Fjólugötu 1,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
við Hringbraut 31. október.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 10. nóvember kl. 13.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á að láta Minningarsjóð Landspítalans
njóta þess.
.
Sólveig Pétursdóttir,
Pétur Gylfi Kristinsson,
Emilía Sjöfn Kristinsdóttir,
Björn H. Kristinsson, Herborg H. Ingvarsdóttir,
Inga Bríet, Kristinn Tjörvi, Einar Ísak
og Markús Bragi.
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN BIRNA ÞORSTEINSDÓTTIR,
Skildinganesi 58, Reykjavík,
lézt á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
2. nóvember síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn
11. nóvember 2015 klukkan 15.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á líknarfélög.
.
Gunnar I. Hafsteinsson,
Sigrún Magnea Gunnarsdóttir, Benedikt Magnússon,
Bergljót Soffía, Inga Birna, Freyja Dís og Lóa Mjöll.
Ástkær sonur okkar og faðir,
JÓN SIGURÐSSON
sjómaður,
Kaldabakka,
Bíldudal,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í
Reykjavík þann 12. nóvember klukkan 13.
Minningarathöfn fer fram 14. nóvember kl. 14 á Bíldudal,
þar sem hann verður jarðsettur.
.
Herdís Jónsdóttir, Sigurður H. Brynjólfsson,
Hrefna I. Jónsdóttir, Haukur H. Jónsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
JÓHANN SIGURÐSSON
rafvélavirki,
Akurgerði 40, Reykjavík,
lést á Landspítalanum 2. nóvember.
Útför hans fer fram frá Grensáskirkju þriðjudaginn
10. nóvember klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast
afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Minningarsjóð Landspítalans.
.
Margrét Valdimarsdóttir,
Einar Jóhannsson, Sigrún Jónsdóttir,
Hekla Jóhannsdóttir, Ágúst Sigurmundsson,
Einar Haukstein, Ásta Margrét, Jón Ingi, Guðrún.
Okkar ástkæra föðursystir,
KRISTÍN PÁLSDÓTTIR,
Dalbæ, áður til heimilis
að Bjarkarbraut 5, Dalvík,
lést á Dalbæ, heimili aldraðra,
fimmtudaginn 5. nóvember.
Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju
föstudaginn 13. nóvember klukkan 13.30.
.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir,
Kristín Gunnarsdóttir,
Ragnheiður Gunnarsdóttir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi, langafi og bróðir,
ÆVAR AGNARSSON,
lést 29. október. Útförin fer fram frá
Bústaðakirkju fimmtudaginn 12. nóvember
klukkan 13.
.
Sólveig Hólmarsdóttir,
Elís Helgi Ævarsson, Guðbjörg Krista Cesars,
Elínborg Jenný Ævarsdóttir,
Ólöf Jóna Ævarsdóttir, Steinar Þór Daníelsson,
Lára Kristjánsdóttir,
Arnika Clausen Ómarsdóttir,
systkini, barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir, amma, tengdamóðir og
sambýliskona,
VALBORG G. BJÖRGVINSDÓTTIR,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
laugardaginn 31. október.
Útför fer fram frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði mánudaginn 9. nóvember klukkan 13.
.
Hlöðver Bernharður Jökulsson, Sæunn Björnsdóttir,
Oddný Freyja Jökulsdóttir, Emil Skúlason,
Hlynur Jökulsson, Jeanette Johansen,
Esther Jökulsdóttir,
Árni Steingrímsson
og barnabörn.