Morgunblaðið - 07.11.2015, Síða 46
Destrier er önnur breiðskífa Agent Fresco. Hljóm-
sveitina skipa söngvarinn Arnór Dan Arnarson,
trommuleikarinn Hrafnkell Örn Guðjónsson, bassa-
leikarinn Vignir Rafn Hilmarsson og gítar- og píanó-
leikarinn Þórarinn Guðnason. Tónlistina semja Arnór
og Þórarinn að mestu en Hrafnkell og Vignir koma og
að þeim málum. Texta á Arnór. Sveitin og Styrmir
Hauksson stýrðu upptökum. Record Records gefur út.
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Agent Fresco var afskaplegavel mótuð sveit er hún sigr-aði Músíktilraunir fyrir sjö
árum. Vissulega ekki orðin að því
öndvegisbandi sem hún er í dag, en
það var ansi margt til staðar. Frá-
bær hljóðfæraleikur, þéttleiki og
góður andi stýrði för en mikilvægast
var þó að sjá að meðlimir voru upp-
fullir af hugmyndum og gríðarlegri
ástríðu í garð tónlistarsköpunar.
Þetta sýndi sig síðan rækilega á
fyrstu plötu sveitarinnar, A Long
Time Listening (2010). Nú, fimm ár-
um síðar, fara þeir félagar með hlut-
ina upp á næsta stig. Áfram er unnið
í sama hljóðheimi, svona nokkurn
veginn, en þetta verk er dýpra,
dekkra og þroskaðra en frumburð-
urinn.
Ég man ekki í svipinn eftir
plötu sem hefur tekið sér jafn langan
tíma í að breiða úr sér, vakna og
draga mann inn. Sem er iðulega gott
tákn. Destrier er ekki gefins, töfrar
hennar koma í ljós smám saman,
með endurtekinni hlustun fattar þú
meira og meira. En einmitt vegna
þessa ertu efins á tímabili, þér líst
eiginlega ekkert á þetta. Þetta er of
hægt, ekki nógu melódískt o.s.frv.
Ekki nógu kraftmikið hugsaði ég
lengi en nú, á síðustu metrunum í
þessu dómahlustunarferli, hefur
leyndardómurinn lokist upp fyrir
mér. Platan er hugsuð sem hægs-
treymt ferli og það er ýjað að hlutum
frekar en þeim sé slengt framan í
þig. Destrier er hægelduð, hún kem-
ur ekki úr örbylgjuofni.
Heildarhugmynd stýrir málum
en í gegnum textana vinnur Arnór
söngvari úr tilfinningum eins og
reiði, ótta og kvíða sem spruttu upp í
kjölfar líkamsárásar sem hann varð
fyrir árið 2012. Þetta er því ekkert
venjuleg plata, tónlistin hefur ákveð-
inn tilgang, er einskonar græðandi
ferli þar sem Arnór kemur út á hin-
Líknandi reiði
Allt gefið Agent Fresco er eitt mikilhæfasta rokkband Íslands og sýnir það og sannar á annarri plötu sinni.
um endanum aðeins reynslumeiri,
hreinni og vitrari. Platan opnar með
löngum tón eður suði en svo brestur
á með laginu „Dark Water“, svaka-
legt lag þar sem öllum helstu kost-
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2015
Söfn • Setur • Sýningar
Laugardagur 7. nóvember kl. 14: Barnaleiðsögn
Sunnudagur 8. nóvember kl. 14: Sunnudagsspjall með Merði Árnasyni um
sýninguna Blaðamaður með myndavél. Ljósmyndir Vilborgar Harðardóttur.
Þriðjudagur 10. nóvember kl. 12: Hádegisfyrirlestur: Auður Styrkársdóttir
fjallar um baráttu kvenna fyrir kosningarétti.
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning
Þjóðminjasafnsins
Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár í Bogasal
Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli í Horni
I Ein/Einn - Ljósmyndir Valdimars Thorlaciusar í Myndasal
Blaðamaður með myndavél á Veggnum
Lítil á Torginu
Fjölbreyttir ratleikir fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð og kaffihús.
Listasafn Reykjanesbæjar
Andlit bæjarins, 300 ljósmyndir
3. september – 8. nóvember
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Þyrping verður að þorpi
Bátasafn Gríms Karlssonar
Opið alla daga 12.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
LISTASAFN ÍSLANDS
NÍNA TRYGGVADÓTTIR - LJÓÐVARP 18.9. 2015 - 3.1. 2016
NÍNA SÆMUNDSSON - LISTIN Á HVÖRFUM 6.11.2015 - 17.1.2016,
Sunnudagsleiðsögn 8. nóvember kl. 14.
Sýningarstjórinn Hrafnhildur Schram leiðir gesti um sýninguna.
PABLO PICASSO Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS;
JACQUELINE MEÐ GULAN BORÐA (1962) 21.7. 2015 - 11.9. 2016
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is
Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
GYÐJUR 17. 10. 2015 - 29.11. 2015
Opið laugard. og sunnud. kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
SPEGILMYND 11.10. - 29.11 2015
Opið sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
Geirfuglinn, Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist,
plötuumslög, ljósmyndir, landakort og vaxmynd
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Veitingahúsið Kapers Hádegismatur, kaffi og meðlæti
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 10-17.
SAFNAHÚSIÐ
Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210
www.safnahusid.is Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17
GEYMILEGIR HLUTIR
Að safna í söguna
Opið kl. 12-17. Lokað mánud.
Verslunin Kraum í anddyri
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
Á eintali við tilveruna
Eiríkur Smith
Sýningaropnun
laugardag 7. nóvember kl. 15
Opið 12-17,
fimmtudaga 12-21,
lokað þriðjudaga.
www.hafnarborg.is,
sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
Styrktartónleikar Ástusjóðs verða
haldnir í Hörpu nk. þriðjudags-
kvöld, 10. nóvember, kl. 20. Úrval
tónlistarfólks mun gefa vinnu sína
þetta kvöld: Aurora og Vox feminae
ásamt Svönu Víkingsdóttur og Mar-
gréti Pálmadóttur, Kammerhóp-
urinn Elektra Ensemble, Samuel
Jón Samúelsson big band, Tómas
Einarsson og Sigríður Thorlacius og
Valdimar og Ásgeir úr hljómsveit-
inni Valdimar.
Ástusjóður var stofnaður í fyrra-
sumar til minningar um Ástu Stef-
ánsdóttur lögfræðing sem lést af
slysförum í Bleiksárgljúfri í Fljóts-
hlíð og fannst rúmum fimm vikum
eftir slysið fremst í gljúfrinu.
Fyrsta verkefni Ástusjóðs voru
kaup á nýrri tækni til að styrkja
björgunarsveitir, að því er fram
kemur í tilkynningu. Þar segir að
Ástusjóður hafi nú gefið björgunar-
sveitum sex flygildi til að auðvelda
þeim leit að fólki úr lofti við erfiðar
aðstæður.
Dagrenning á Hvolsvelli og Flug-
björgunarsveitin á Hellu hafa nú
kynnst tækninni og tekið flygildin í
notkun og segir í tilkynningu að það
sé mjög ánægjulegt að áhugi á
tækninni hafi smitað út frá sér til
annarra sveita og mikilvægt að sjóð-
urinn styðji áfram við verkefnið. Að
mörgu sé að hyggja, fylgjast þurfi
með tækninni og uppfæra tækin
samkvæmt því og einnig þurfi að
styðja fleiri björgunarsveitir á land-
inu. Mikill áhugi sé fyrir því að
senda fólk á námskeið erlendis til
þess að auka þekkingu á nýsköpun
við björgunarstörf.
Stjórn sjóðsins og undirbúnings-
nefnd tónleikanna þiggja ekki laun
og engir miðar á tónleikana eru
ógreiddir. Tónleikarnir verða haldn-
ir í Norðurljósasal Hörpu og fer
miðasala fram í Hörpu og á tix.is.
Styrktartónleikar
Ástusjóðs haldnir
í Norðurljósum
Tvíeyki Sigríður Thorlacius og Tómas R. Einarsson eru meðal þeirra sem
koma fram á tónleikunum á þriðjudaginn í Norðurljósum í Hörpu.
Tónlistarmenn gefa vinnu sína