Morgunblaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2015
Sinfóníuhljómsveit Íslandshefur tekið að sér þónokk-ur verkefni með poppurumog rokkurum síðustu árin.
Sælt er mér að minnast samstarfs
hennar við Skálmöld þar sem
frammistaða allra aðila fór fram úr
björtustu vonum. Það þótti mér
rökrétt samstarf en þegar kom að
John Grant var ég efins. Synþa-
kennd popptónlist er eitthvað sem
mér hefur fundist ganga misvel að
laga að og útsetja fyrir sinfóníu og
útkoman oft verða kauðsk. Það ber
þó að hafa í huga að John Grant er
enginn venjulegur tónlistarmaður
og ég held að við Íslendingar gerum
okkur ekki fyllilega grein fyrir
hversu stórt nafn þessi vinalegi au-
fúsugestur okkar er í tónlistarheim-
inum. En nóg um það.
Tónleikarnir hófust klukkan 20
og þá var Harpa orðin troðfull af
hátíðargestum og ekki ofsögum
sagt að maður upplifði gleði yfir því
að komast að sjá svona „exclusive“
viðburð. Er sest var í salinn var
auðséð að það átti ekki að blása
þessa tónleika upp í einhvern sin-
fónískan hátíðleika. Hljóðfæraleik-
ararnir voru allir klæddir í svart og
sviðið var tjaldað af með svörtum
Stórbrotið í ein-
faldleika sínum
Ljósmynd/ Alexander Matukhno
Klassískur John Grant ásamt Sinfóníuhljómsveit og stjórnanda.
drapperingum, einfaldleikinn var í
fyrirrúmi.
Þegar talið var í fyrsta lag fannst
strax að þetta sat mjög vel. Allir
voru greinilega á sömu blaðsíðu.
Tónleikarnir stóðu í hátt á annan
tíma og renndu Grant og sam-
ferðafólk hans í lög víða að af ferli
Grants. Ég, leikmaðurinn sem
þekkir tónlist hans ekki vel, kann-
aðist við megnið af þeim en sum þó
ekki. Slagararnir „GMF“ og „Mars“
komu með dágóðu bili en hæst þótti
mér risið þegar, undir lokin, var
rennt í „Queen of Denmark“. Þar
náði samhljómurinn fullkomnun og
hljóðmyndin var stórbrotin. það er
þó ekki svo að segja að honum hafi
verið ábótavant í öðrum lögum. Út-
setningarnar voru með eindæmum
smekklegar og lyftu lögunum upp á
allt annað plan, í það minnsta þeim
sem ég kannaðist við. Tónleikarnir
náðu að mínu viti hæst í fyrra upp-
klappslaginu þegar Grant flutti lag-
ið „Drug“, saknaðarljóð sem fyrst
var flutt af hljómsveit Grants, The
Czars. Í því kristallast þessi tæri
innileiki sem einkennir Grant sem
líkir þeim sem hann er að skilja við
við eiturlyf og þrátt fyrir að hann
geti ekki lengur lifað við þær að-
stæður sem þeir eiga saman sé
hann háður viðkomandi.
Það gleður mig alltaf jafn mikið
þegar tónlistarmenn sleppa því að
taka sig hátíðlega þótt þeir hafi til-
efni til. John Grant gerði það ald-
eilis ekki og lítil vandræði eins og
að hljóðnemasnúra detti úr á vendi-
punkti í textanum og menn þurfi að
rökræða uppklappslögin í þögn fyr-
ir framan fulla Eldborg gerði flytj-
endurna bara mannlegri og braut
niður fjórða vegginn sem oft vill
vera við lýði í svona stórum sölum.
Tónleikarnir voru einfaldlega stór-
kostlegir.
Eldborg
John Grant og Sinfó bbbbm
Flytjendur: John Grant, Chris Pember-
ton, Jakob Smári Magnússon, Kristinn
Snær Agnarsson, Pétur Hallgrímsson
og Sinfóníuhljómsveit Íslands, stjórn-
andi: Christopher George. Bakraddir: El-
ín Ey, Elísabet og Sigga Eyþórsdætur.
HJALTI ST.
KRISTJÁNSSON
TÓNLIST
Allir ættu að finna einhverja skemmtilega tónleika sem eru utandagskrár
(off venue) á Airwaves í dag. Aðgangur að þeim er ókeypis og eru þeir
haldnir víða um miðborgina.
12:00 Reykjavíkurdætur á Slippbarnum
14:00 Herra Hnetusmjör & Joe Frazier, Íslenski barinn, Ingólfstræti 1a
15:00 Kött Grá Pjé Hlemmur Squer Laugavegi 105
17:00 Kippi kanínus, Mengi á Óðinsgötu 2
17:00 Teitur Magnússon verður á Kaffihúsi Vesturbæjar
17:00 Ragnheiður Gröndal, Icewear, Austurstræti 5
19:30 Grísalappalísa á Kex Hostel
Morgunblaðið/Eggert
Grísalappalísa Þessi frískandi hljómsveit spilar á Kex hostel í kvöld utandagskrár.
Úrval hressilegra tónleika utandagskrár
Everest 12
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 66/100
IMDb 7,7/10
Laugarásbíó 20.00
Sambíóin Álfabakka 17.30,
20.00, 22.30
Borgarbíó Akureyri 17.50
Legend 16
Metacritic 59/100
IMDb 7,5/10
Sambíóin Álfabakka 22.30
Pan
Munaðarleysingi ferðast til
Hvergilands og uppgötvar
örlög sín, að verða hetjan
Pétur Pan. Bönnuð yngri en
7 ára.
Metacritic36/100
IMDb 6,0/10
Laugarásbíó 14.00
Sambíóin Álfabakka 13.00,
15.00, 15.00, 17.30, 17.30,
20.00
Sambíóin Egilshöll 15.00,
17.30
Sambíóin Kringlunni 13.50,
15.00, 16.20, 17.30
Sambíóin Akureyri 14.30,
15.00, 17.30
Sambíóin Keflavík 15.00
Jem and the
Holograms Smábæjarstúlkan Jerrica Jem
Benton stofnar hljómsveit
með systur sinni og tveimur
vinkonum og fljótlega verða
þær umkringdar aðdáendum.
Metacritic 44/100
IMDb 3,2/10
Laugarásbíó 17.00
Sambíóin Akureyri 17.30,
20.00
Sambíóin Keflavík 17.30
Burnt 12
Kokkurinn Adam Jones er
einn af villingum Parísar-
borgar og skeytir ekki um
neitt nema spennuna við að
skapa nýjar bragðsprengjur.
Metacritic 38/100
IMDb 6,9/10
Háskólabíó 20.00, 22.20
Klovn Forever 14
Morgunblaðið bbbbn
IMDb 6,9/10
Smárabíó 17.30, 20.00
Háskólabíó 15.00, 22.20
The Martian 12
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 74/100
IMDB 8,6/10
Smárabíó 20.00, 22.50
Black Mass 16
Metacritic 68/100
IMDb 7,8/10
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.30
Sicario 16
Metacritic 83/100
IMDb 8,0/10
Laugarásbíó 22.30
The Intern Metacritic 50/100
IMDb 7,4/10
Sambíóin Kringlunni 20.00
Dheepan 12
Fyrrverandi hermaður úr
borgarastríðinu á Srí Lanka
reynir að finna sér samastað
í Frakklandi.
Metacritic 78/100
IMDB 7,1/10
Háskólabíó 17.30
The Walk
Metacritic 70/100
IMDB 8,0/10
Smárabíó 17.00, 22.20
Hotel
Transylvania 2 IMDB 7,7/10
Laugarásbíó 14.00, 16.00
Sambíóin Keflavík 15.00
Smárabíó 13.00, 14.00,
15.15
Háskólabíó 15.00
Borgarbíó 14.00, 16.00
Inside Out Metacritic 93/100
IMDB 8,8/10
Sambíóin Álfabakka 13.30,
15.40
Sambíóin Egilshöll 15.20
Töfrahúsið Metacritic 47/100
IMDb 6,3/10
Sambíóin Álfabakka 13.30,
15.40
Þrestir 12
Háskólabíó 17.30, 20.00
Bíó Paradís 20.00
Hvað er svona
merkilegt við það? Ný heimildarmynd sem
fjallar um hin róttæku
kvennaframboð sem birtust
á níunda áratug síðustu
aldar auk þess að koma við í
nútímanum.
Bíó Paradís 18.00
Glænýja testamentið
Guð er andstyggilegur skít-
hæll frá Brussel, en dóttir
hans er staðráðin í að koma
hlutunum í lag. Myndin er
ekki við hæfi yngri en 9 ára.
Bíó Paradís 22.00
Stúlkurnar á
Kleppjárnsreykjum
Á stríðsárunum fór allt á
annan endann í íslensku
samfélagi vegna samskipta
kvenna við setuliðið.
Bíó Paradís 18.00
Macbeth
Bíó Paradís 22.00
Hamlet
Bíó Paradís 20.00
The Show of Shows
Bíó Paradís 20.00
Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is
Kvikmyndir
bíóhúsanna
Njósnari hennar hátignar, James Bond, uppgötvar dul-
kóðuð skilaboð úr fortíð sinni sem leiða hann á slóð illra
samtaka, Spectre.
Metacritic 63/100
IMDb 7,5/10
Laugarásbíó 17.00, 18.00, 21.00, 23.00
Sambíóin Egilshöll 15.00, 16.30, 18.00,
19.30, 21.15, 22.35
Sambíóin Kringlunni 13.40, 16.50,
18.50, 20.00, 22.00, 23.10
Sambíóin Keflavík 16.50, 20.00, 23.10
Smárabíó 13.00, 14.00, 16.00, 17.00, 19.00, 20.00,
22.00, 23.00, 23.00
Háskólabíó 15.00, 16.00, 18.00, 19.00, 21.00, 22.00
Borgarbíó Akureyri 15.00, 18.00, 20.00, 21.00, 22.40
Spectre 12
Vin Diesel fer með hlutverk Kaulder, aldagamals vígamanns sem
drap nornadrottninguna á miðöldum.
Metacritic 36/100
IMDB 6,7/10
Sambíóin Álfabakka
17.40, 20.00, 22.20
Sambíóin Egilshöll
20.00, 22.20
Sambíóin Kringlunni
22.30
Sambíóin Akureyri 22.30
The Last Witch Hunter 12
Þrír skátar reyna að bjarga bænum
sínum frá uppvakningafaraldri.
IMDb 5,9/10
Sambíóin Álfabakka 13.30, 15.40,
15.40, 17.50, 17.50, 20.00, 20.00,
22.10, 22.10
Sambíóin Egilshöll 17.50, 20.00,
22.10
Sambíóin Akureyri 20.00, 22.10
Sambíóin Keflavík 20.00, 22.10
Scouts Guide to the
Zombie Apocalypse 16