Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1991, Qupperneq 14

Víkurfréttir - 19.12.1991, Qupperneq 14
Jólablað Vikurfréttir Desember 1991 Nú læt ég gamminn geysa, jafnvel tæpitungulaust Alveg er það makalaust hve trygga fylgismenn öfundin á. Nú hef ég í gegnum árin sjaldan liaft nennu til þess að elta ólarnar við kjaftasögur, en nú er mér nóg boðið. Allar þær rangtúlkanir og öf- undarsögur vegna Hornbjargsins, fylltu mælinn hjá mér. Þar sem mér er málið ntjög svo skilt, þar sem fjármögnunin og umsýslan hefur verið alfarið í mínum höndum hjá Veðdeild Sparisjóðsins, langar mig til að reyna að skýra framgang þessa máls og annarra svipaðra mála. Dæmi um dylgjur Sem dæmi birtist í „mola'1 dálk- inum hjá Víkurfréttum í síðasta blaði, dylgjur um það, að ónefndur viðskiptavinur úr bygg- ingageiranum hefði ekki losnað við víxil eða skuldabréf hjá Spari- sjóðnum í Keflavfk. Samhliða þessu er sagt, að nóg fjármagn sé til handa verktaka þeim sem „Bygg- ingarfélag eldri borgara" hefur samið við um byggingu Horn- bjargsins og nú nýlega um við- bótarverk að Suðurgötu 4a - 8 í Keflavík. Og síðan svar við dylgjunum Hér er nú eðlismunur á. Húsanes er ekki viðskiptavinur Spari- sjóðsins, en „Byggingarfélag eldri borgara" er aftur á móti hópur góðra viðskiptavina Sparisjóðsins. Það er verið að fjármagna fyrir þá sem einstaklinga, en ekki „dekra" við Húsanes. Húsanes er verktaki sem „Byggingarfélag eldri borgara" hefur samið við og er Sparisjóðnum algjörlega óviðkomandi sem við- skiptavinur. En hitt má líka skoða, að það kemur oft fyrir að við- skiptavinir Sparisjóðsins bjóða alls kyns pappíra til sölu sem Spari- sjóðurinn metur ekki trygga papp- íra. Þá er því einfaldlega hafnað að kaupa þá. Stundum stendur þannig á, að lítiðertil af lausu fé. Það þýðir að „pappírar" eru heldur ekki keyptir. Svo er ein skýring enn, en hún er sú að viðkomandi „við- skiptavinur" hafði ekki traust Sparisjóðsins og njóti þess vegna ekki fyrirgreiðslu. Keflavíkurbær byggir líka Reyndar má geta þess, að Spari- sjóðurinn tók að sér samskonar fjármögnun fyrir Keflavfkurbæ sem er viðskiptavinur Sparisjóðsins vegna Aðalgötu 5. byggingar fyrir eldri borgara. Aðalverktakinn þar er ekki í viðskiptum við Spari- sjóðinn, en hann hefur fengið ná- kvæmlega sömu þjónustu sem verktaki að Aðalgötu 5 og Húsanes fékk sem verktaki að Hombjarginu. Munurinn er sá, að annað húsið er byggt af Keflavíkurbæ sem fé- lagslegar íbúðir, en Hornbjargið er byggt af einstaklingum að þeirra frumkvæði og þeirra óskum. Það sem gert var í Hornbjarginu er al- farið eign þeirra sem þar eiga í- búðir. Hver ákveður hvað gera skal Sem dæmi má nefna misskilning sem kom upp við kaup á svoköll- uðum gervihnattadisk, sófasetti og gardínum. Hver ákveður það annar en sá sem borgar það. hvort það er boðið út eður ei? Eg spyr. Ibúarnir í Hornbjarginu eru vonandi sjálfs síns herrar. Ef þeir vilja kaupa eitt- hvað er það alfarið þeirra mál og engra annarra. Aftur á móti er allt annað uppi á teningnum með þær framkvæmdir sem Keflavíkurbær fer í á þessum vettvangi. Enda er hér eðlismunur á. Annað er einka- framkvæmd einstaklinga sem mynduðu félagsskap til að byggja sér íbúðir, en hitt er framkvæmd á vegum opinberra aðila sem lúta allt öðrum markaðslögmálum. Verðmunur hér og í Reykjavík Til gamans má geta þess að fer- metraverð Hombjargsins og Að- algötu 5 er mjög svipað þegar upp er staðið. Fermetraverð í þessum húsum er 15-18% lægra en op- Elías Jóhannsson inberir staðlar gefa upp. Vel á minnst. Eftirlitskostnaður var talinn óeðlilegur. Samt var hann helmingi lægri en tíðkast í sambærilegum byggingum í Reykjavík. Það er ekki verjandi hvorki fyrir hóp ein- staklinga eða bæjarfélög að fara í stórframkvæmdir án þess að hafa eftirlit fagmanna með verkinu. Öryggi verkkaupans í fyrirrúmi Ein ástæða þess að „Bygg- ingarfélag eldri borgara" kom til Sparisjóðsins var sú að tryggja hraðan framgang verksins og síðast en ekki síst, að tryggja það, að ekki hlytist skaði af þó verktakinn „gæfi upp öndina" á byggingartímanum. Því miður hefur það komið fyrir t.d. í Reykjavík að fólk tapar stórfé sem það hefur greitt inná verksamninga en ekki fengið tryggingar fyrir því að verkinu verði lokið áhættulaust fyrir verkkaupa. Pólitíkin og efn- iskaup í húsið Ekki má gleyma pólitíkinni. Sumir kalla þennan samning við Húsanes, krataplott. Ja héma. Hvað má hann Margeir sem á helntinginn í Húsanes þá segja. Sjálf- stæðismaður út í gegn. Hvað með undirverktaka eins og raf- verktakann íHornbjarginu. Hann er oddviti Sjálfstæðismanna í Njarð- vík. Eg veit ekki betur en bygg- ingavörur hafi verið keyptar að langmestu leiti hjá Kaupfélagi Suðumesja í Hornbjargið. Einhvern tíma var Kaupfélagið talið tilheyra Framsókn. Steypan kom frá Grindavík. Langmest að öðru efni kom frá undirverktökum og öðrum efnissölum á Suðumesjum. Það var hugsað á heimaslóðir þegar verslað var inn í Hombjargið. Ekki er ég viss um að það sé alltaf svo, hvort sem um einstaklinga eða verktaka er að ræða þegar þeir versla inn fyrir sig í sínar húsbyggingar í dag. Var þetta offramboð á fasteignamarkaðnum Ein gagnrýnin sem ég hreint út sagt get ekki skilið er sú. að Horn- bjargið hafi myndað offramboð á fasteignamarkaðnum í Keflavík. Nú er svo að bara í Keflavík seljast á milli 250 til 300 íbúðir árlega. í Hornbjarginu eru 26 íbúðir. Þeir sem fluttu í Hornbjargið seldu sínar íbúðir og hús. Nokkrir seldu áið 1990 og aðrir á þessu ári. Þelta hefur þýtt „offramboð" uppá 5 til 8% á árinu. Er þetta offramboð og verðfall. Nei, varla. Samhliða þessu hækkar fasteignamat í Keflavík um 10% sem byggist á því, að í- búðaverð hefur hækkað meira í Keflavík en á öllu landinu að með- altali. Ekki er að sjá verðfall nema síður sé. Reyndar get ég fallist á það. að á tímabili var mikið fram- boð á einbýlishúsum á bestu stöð- unum í bæjarfélaginu en þær seld- ust flestar fljótt og vel. Reyndar er ég þeirrar skoðunar. að unga fólkið sem kaupir þessi hús, vill búa hér niöur í bænum vegna t.d. nálægðar við skólana. Það á að nýta betur húsnæðið í bæj- arfélaginu Enda er það hagkvæmt fyrir bæjarfélagið að stuðla að betri nýt- ingu húsnæðis í bænum, í stað þess að þenja byggðina upp í heiðina með tilheyrandi kostnaði við götur, holræsi og fleira. Þegar eldri borg- arar bæjarins taka sig til að flytja í sambýlishús er það hagkvæmt með tilliti til þess að þá er hægt að fresta því um einhver ár að gera ný svæði byggingarhæf. Þróun í byggingum aldraðra síðustu árin Þessi þróun hófst ca. árið 1982 þegar Keflavíkurbær hóf byggingu fyrir aldraða að Suðurgötu 12-14. Síðan kom Suðurgata 15-17, Kirkjuvegur 11, og nú Aðalgata 5. Auk þess hefur verið látið fé í Dvalarheimili aldraðra á Suð- umesjum bæði í Garði og Hlévang. Hér er verið að tala um ca. 60 íbúðir auk elliheimila og viðbótarpláss í þeim. Það skyldi þó ekki vera þörf á fleiri íbúðum fyrir aldraða í fram- tíðinni? Það hefur nefnilega verið að koma í ljós og ætti ekki að koma á óvart að eldri borgurum þessa bæjar fer fjölgandi. Þetta fólk hefur skilað sínu ævistarfi og á skilið allt það besta í ellinni. Þess vegna á ég svo erfitt með að sætta mig við þessa „öfund" út í Hornbjargið. Húsið er byggt af eldri borgurum fyrir það sjálft fyrir þess eigin aura með tímabundinni aðstoð Spari- sjóðsins sem þeirra við- skiptasparisjóðs. Hvaðan koma fjármunirnir Nú spyr auðvitað einhver: „Af hverju á Sparisjóðurinn alltaf pen- inga í byggingar fyrir aldraða en ekki mig?" Nú skal ég skýra þetta út fyrir þeim sem það vilja vita. Sparisjóðurinn í Keflavík rekur Veðdeild sem ég veiti forstöðu. Veðdeildin aflar peninga í alls kyns verkefni eins og þeir þekkja sem til mín hafa Ieitað. Hér á ég bæði við einstaklinga og ekki síður bygg- ingaverktaka sem til mín hafa sótt. Veðdeildin aflar fjár með sérstökum verðbréfaútboðum. I tilfellum Hornbjargsins og Aðalgötu 5 var gerð áætlun 1 1/2 ár fram í límann. Leitað var tilboða á öllum verð- bréfamörkuðunum í Reykjavík og þaðan koniu allir fjánnunimir í verkin. Þannig nýttist stærð út- boðanna og markviss „kortlagning" fjármagnsþarfarinnar fram í tímann, til að ná hagkvæmum vöxtum á verkin. Það er nefnilega mikill rnunur á starfssemi Veðdeildar Sparisjóðsins og þeim hefðbundna rekstri Sparisjóðsins sem byggist á hefðbundnum innleggjum í banka- bækur o.s.frv. Veðdeildin aflar fjár með útboðum í verkefni þau sem fyrir liggja á hverjum tíma og sækir fjármagnið að mestum hluta út fyrir Suðurnesin. Hverjir vilja nýta sér þessa aðferð Ekki þykja þessi vinnubrögð mín verri en svo, að ég hef setið nokkra fundi í nágranna sveitarfélögunum vegna sambærilegra málaflokka. Eg vona að þessir öfundarmenn sem hafa látið gróusögurnar ganga, sjái nú sóma sinn í því að eyðileggja nú ekki þor og dug eldri borgara á Suðumesjum í því að taka til hend- inni og byggja sér sambýli sem sniðin eru að þörfum þeirra. Lokaorð Við ættum að gleðjast yfir þess- um áföngum sem verið er að taka í gagnið fyrir eldri borgarana. Eg vona að öfundarmennirnir fái nú séð ljósið og birtuna sem ætti að fylla hjörtu okkar allra núna þegar jólin ganga í garð. Verum jákvæð og bjartsýn því þá er svo gaman að vera til. Gleðileg jól. Elías Jóhannsson Sorpeyðingarstöð Suðurnesja Opnunartími um jól og áramót: 21.-22. des. 08:00 - 22:00 23. des. 08:00- 15:00 24.-26. des lokað 27.-30. des. 08:00 - 22:00 31.des. lokað 1. jan. lokað Gleðileg jól ogfarsœlt komandi ár. Þökkum samstarfið á árinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.