Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1991, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 19.12.1991, Blaðsíða 15
Jólablað Yi kurfróttir Desember 1991 Bjarni afhendir hér Smára klukkuna sem viðurkenningu. Ljósm.:hbb Lottóiö fimm ára: Þrír sölustaðir á Suðurnesjum með frá upphafi Lottóið fagnaði fimm ára af- mæli á dögunum og af því til- efni voru þeim umboðs- mönnum sem verið hafa með frá upphafi veittar viður- kenningar fyrir ánægjulegt samstarf. Þrír sölustaðir á Suður- nesjum hafa verið með frá upp- hafi. Það eru verslanimar NÝUNG í Keflavík, ALDAN í Sandgerði og BÁRAN í Grindavík. Hér er Bjami S. Bjamason sölustjóri Islenskrar getspár sem afhendir Smára Friðrikssyni forláta klukku. Þess má geta að NÝUNG hefur frá byrjun verið í hópi fjögurra söluhæstu lottóstað- anna á landinu og oftast í öðru sæti. Grindavík: Krákur með vetursetu Fjölmargir hafa veitt fimmt- án krákum í Grindavík eftirtekt. Krákumar hafa undanfarin ár haft vetursetu í byggðarlaginu. Margir hafa gaman af því að fylgjast með fuglunum, en aðrir hafa íhugað ná sér í fugl til að stoppa upp. Vonandi fá krák- umar, þessir fastagestir í Grindavík, að vera í friði. Nonni & Bubbi gjnldþrota Verslunarfyrirtækið Nonni & Bubbi hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Að sögn Þor- steins Péturssonar, skiptaráð- anda í Keflavík var úrskurður þess efnis tekinn á föstudag í þar síðustu viku. Fyrirtækið rak til skamms tíma verslanir í Hólmgarði og við Hringbraut í Keflavík. Var Hólmgarðsverslunin seld stuttu eftir að aðaleigandi fyrirtækis- ins setti á stofn Stórmarkað Keflavíkur, sem rekinn er sem sjálfstætt fyrirtæki. Á síðasta sumri var Hringbrautarversl- uninni lokað vegna breytinga eins og sagt var frá þá. Síðar var hætt við að opna á ný verslun fyrirtækisins við Hringbraut og nú nýverið var húsnæði verslunarinnar slegið Isiandsbanka á nauðungarupp- boði. BRIDS 0*0 * Brids- félagið Muninn Fimmta umferðin í haust-sveitakeppni Bridsfélagsins Munans í Sandgerði var spiluð miðvikudaginn 11. desember. Staða efstu sveita er þessi: 1. Sveit Gunnars Guðbjömssonar.....97 2. Sveit Karls G. Karlssonar........81 3. Sveit Jóhanns Benediktssonar....73 4. Sveit Ameyjar....................67 5. Sveit Ingimars Sumarliðasonar....42 6. Sveit F.M.S......................41 7. Sveit Halldórs Aspar.............40 Sveit Ameyjar sat hjá í fímmtu umferð. Sveit Gunnars Guð- bjömssonar sat hjá í sjöttu umferð sem spiluð var í gær mið- vikudag. Veitingahúsiö viö Vesturbraut: Tilboði Sverris og Annels tekið Bæjarráð Keflavíkur hefur tek- ið leigutilboði Annels B. Þor- steinssonar og Sverris Þ. Hall- dórssonar í veitingahúsið, Vesturbraut 17, Keflavík. Jafn- framt samþykkti ráðið að óska eftir afnotum af húsinu tvö kvöld í mánuði skv. samkomulagi með svipuðu sniði og hefur verið. Tilboðin sem bárust voru frá þeim félögum upp á 354.800 á mánuði að frádregnum tveim fyrstu mánuðum leigutímans sem færu til endurbóta á húsnæðinu og frá Matarlyst hf, kr. 100 þús á mánuði og jafnframt myndi til- boðsgjafi sjá um endurbætur inn- andyra á húsnæðinu. Þaðer ottað A/ersla í FIA OPIÐ OLL KVOLD OG HELGAR ÞUFÆRÐ JÓLA MATINM í Fíabúd JOLAOLIÐ 2 lítra Kók....169,- 11/2 lítra Egils appelsín.184,- 1 lítri Malt...151,- 21/2 lítra jólaöl..363,- NJARÐVIK SÍMI: 14566
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.