Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1991, Page 21

Víkurfréttir - 19.12.1991, Page 21
Jólablað Gróa hefur gaman að því að leika sér með samspil Ijóss og skugga eins og sést á þessari mynd hér að ofan sem hún kallar „Hliðið". Hún rekur sitt einka stúdeó og þar tók hún þessa mynd hér til hliðar, er nefnist „Vinir". Yikurfréttir Desember 1991 ★★★★★★★★ ★★★★★★★★ ★★★★★★★★ ★★★★★★★★ ★★★★★★★★ J éA SENDI- • % . K BRÉF FRÁ , , / J. I ty.XL USA É il í Ég ákvað að skrifa nokkrar línur heim, eftir að Víkurfréttir höfðu samband við foreldra ntína til að grennslast fyrir um mig og ntína hagi. Ég hef búið héma í Colorado í rúmlega þrjú ár og líkar mjög vel. Veðrið er æðislegt, sér- staklega á sumrin. Ég og mað- urinn minn, Stefán, ákváðum að fara bæði í háskóla hér. Stefán mun útskrifast um næstu jól sem viðskiptafræðingur með sérgráðu í bókhaldi. Ég hef alltaf haft mikinn á- huga á ljósmyndum og ntinn skóli er með besta „prógram- mið“ í Ijósmyndun í mið- vesturhluta landsins. Ég hef ntjög góða kennara, sem báðir hafa haft margar sýningar á ljósmyndum um öll Banda- ríkin. Hafa báðir tekið Ijós- myndir í yfir 20 ár og hafa meistaragráðu í Ijósmyndun. Annar þeirra er að fara að gefa út sína aðra bók. Mér hefur gengið mjög vel í skólanum, tvisvar sinnum hefur mér nú verið boðið að verða meðlimur í klúbb fyrir stúdenta með bestu einkunnir í öllum skólanum. A sumrin hafa kennaramir mínir tekið hóp nemenda á sína uppáhaldsstaði til að ljósmynda í viku, í stað þess að kenna í skólanum. Einn kennaranna fór með hóp í maí til Utah. hinn til Santa Fe, New Mexico í júlí og ég fór með þeim hópi. Var þetta æðisleg ferð og staðurinn mjög góður til að ljósmynda. New Mexico er allt öðruvísi en hin fylkin í Bandaríkjunum. Einn af stærstu indíánaættbálkunum, Navajo indíánarnir, búa þar og auðvitað aðrir ættbálkar líka. Hafa þeir haldið lífstfl sínum nokkuð vel, sem gerir höf- uðborgina Santa Fe mjög sér- staka og er hún mjög eftirsóttur staður hjá listamönnum. Var gerð stór opnugrein f fréttablaði skólans um þessa ferð okkar og voru sýndar myndir frá nokkr- um nemandanna sem fóru. Var ég heppin og ein mynda minna frá New Mexico birtist þar. I sumar tók ég stóra ákvörð- un, ég opnaði mitt eigið stúd- eó-fyrirtæki. Svipað og free- Iance, nema ég hef mitt eigið stúdeó. Hefur mér gengið mjög vel og tek allskonar myndir: Fjölskyldu-, tísku-, arkitekt- og auglýsingamyndir. Ég er mjög ánægð með árangur minn í ljósmynduninni, því þetta er langt frá því að vera auðvelt nám, en ég ætla mé að útskrifast sem Ijósmyndari í vor. Jæja, það er best að ég hætti þessu og fari að læra, svo ég bið að heilsa öllum heima, sér- staklega fjölskyldu minni. Gleðileg jól, farsælt komandi ár!!! Gróa Björk H jörleifsdóttir Bæjarráö Keflavíkur og Njarövíkur: Mótmæla harðlega til- lögum ríkis- stjórnar- innar Á sameiginlegum fundi bæjaráða Keflavíkur og Njarð- víkur þann 11. þ.m. voru m.a. til umtjöllunar fyrirhugaðar efna- hagsráðstafanir ríkisstjórnar ís- lands. Af því tilefni var svofellt bókað: „Sameiginlegur fundur bæj- arráða Keflavíkur og Njarð- víkur mótmælir harðlega fram- komnum tillögum ríkisstjómar íslands um að skattleggja sveit- arfélögin til að rétta hag rik- issjóðs. Að mati bæjarráðanna er það óþolandi þegar ríkisvaldið er að ráðskast með gerða samninga milli ríkisins og sveitarfélag- anna að sveitarfélögunum for- spurðum og vilja bæjarráðin benda sérstaklega á að brotið er blað í samskiptum þessara aðila þegar skertur er útsvarsstofn sveitarfélaganna til fjáröflunar fyrir ríkisvaldið. Bæjarráð Ketlavíkur og Njarðvíkur mælist til þess að ríkisstjómin endurskoði afstöðu sína og dragi tillögur um álögur á sveitarfélögin til baka.“ Góðar jólagjafir hjá Georg úrsmið HERRAÚR - DÖMUÚR Reimond Weil - Orient - Christian Dior - Verö viö allra hæfi. /motal sllpseholder pr Kertastjakar Jólaenglar 1.250, Gullskartgripir - silfurskartgripir - hringar - hálsmen. Eyrnalokkar - hálsfestar og arm- bönd. Ermahnappar og bindisnælur. Plötur til _v aö grafa í. GEORG V. HANNAH - Ur og skartgripir Hafnargötu 49 • 230 Keflavík • Sími 92 - 15757

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.