Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1991, Qupperneq 22

Víkurfréttir - 19.12.1991, Qupperneq 22
Jólablað Víkurfréttir Desember 1991 Hugleiðing um hútíö Ijóssins Það er nöturleg staðreynd að þegar líður að mestu hátíð okkar kristinna manna þ.e. jólahá- tíðinni, fer slökkviliðsmönnum að líða hálf ónotalega. Hver skyldi svo ástæðan vera? Jú, þó það sé alltaf átakanlegt þegar eldsvoði verður hjá fólki, þá er það aldrei eins átakanlegt og á jólahátíðinni. Um jól og áramót er því miður þó nokkuð meiri eldhætta en á öðrum tímum. Astæðan er ein- faldlega sú að fólk er meira með kertaljós, jólaskreytingar og jóla- seríur. Það er meira eldað og skemmtanir eru fleiri en venju- lega. Þetta er í stuttu máli helstu á- stæðumar fyrir ónotum slökkvi- liðsmanna. Því förum við slökkviliðsmenn hjá Bruna- vömum Suðurnesja fram á við alla að fara nú varlega og athuga hvort eldvamir séu ekki ör- ugglega í lagi á ykkar heintilum. Börnin okkar eiga það skilið að haldin séu slysalaus og gleðileg jói. Vanti ykkur einhverjar upp- lýsingar eða aðstoð, hikið þá ekki við að hafa samband við okkur á slökkvistöð B.S. eða í síma 14748. Okkur er það sönn ánægja ef við getum liðsinnt á einhvem hátt Með jólakveðju, Brunavarnir Suðurnesja Hvað nú n!\9A|l Hafnargötu 36 ■ Sími 13066 Suðurnesiamaður? Stanslausar fréttir um at- vinnuleysi- aflasamdrátt, uppsagnir á Keflavíkur- flugvelli og frestur álvers á Keilisnesi ásamt samdrætti í ríkisbúskapnum og efna- hagsaðgerðir eru megin mál íslenskra fjölmiðla og manna á meðal, þessa síð- ustu daga ársins. Suðurnesjamenn hafa verið í kastljósinu að und- anfömu og mörgum þykir svart framundan. Ekki er því að neita að oft hefur verið bjartara og líflegra í at- vinnulífinu heldur en í dag, en öll él styttir upp um síð- ir. Stóriðja, flugskýli, salt- verksmiðja og fleiri slík verkefni rísa aðeins fyrir til- stuðlan stjórnvalda og eiga tilurð sína undir því efna- hagslega umhverft sem þeim er skapað. Kaupmenn og þjónustu- aðilar sækja líka tilurðina undir sömu forsendur, en þó í miklu minna mæli. Að stærstum hluta skiptir þá Ellert Eiríksson viðhorf viðskiptavinarins mestu. Og þá er komið að þér Suð- umesjamaður góður. Hvað get- ur þú gert til eflingar at- vinnulífsins á Suðumesjum? Svarið er einfalt: Verslaðu heima. Kaupmenn hafa nú fyrir þessi jól, skreytt verslanir sínar betur og glæsilegar en áður. Keflavíkurbær lagt meiri á- herslu en nokkru sinni fyrr á að gera Hafnargötuna og fleiri verslunarsvæði aðlað- andi, og með því sam- eiginlega að skapa að- laðandi umhverfi. Kaupmenn hér heima bjóða gott vöruúrval og hagstætt verð og taka af fullri hörku þátt í verð- samkeppni við Reykja- víkursvæðið. Suðurnesjamenn. sýnum það í verki að þegar að okk- ur herðir, þéttum við rað- irnar og stöndum saman um það sem við höfum, með því móti, einu getum við unnið okkur út úr erfiðleikunum. Gerum kröfur um faglega þjónustu og hagstætt vöru- verð og verslunt heima. Bestu jóla og nýjárskveðjur Ellert Eiríksson (sign.) LÍFRÓÐUR ÁRNA TRYGGVASONAR Þar segir á hlýjan, glettinn og mannlegan hátt frá sigrum og von- brigðum Árna Tryggvasonar leik- ara og tryllukarls á löngum og lit- ríkum ferli. bókin er prýdd fjölda Ijósmynda MITT ER ÞITT Þetta er þriðja unglingabók Þor- gríms Þráinssonar en báðar fyrri bækur hans fengu mjög góðar við- tökur. Mitt er þitt er sjálfstætt framhald fyrri bókanna. FYRIRGEFNING SYNDANNA Líf og dauði, ást og hatur, glæpur og refsing. Miklar andstæður eru í þessari nýju skáldsögu ólafs Jó- hanns. Hverjar eru syndir Péturs? Hvað gerðist á styrjaldarárunum í Danmörku sem liggur honum svo þungt á hjarta? AFI SEGIR ÆVINTÝRI Litprentuð bók í stóru broti með fjölda fallegra ævintýra, svo sem: Fljúgandi mýs, Kanínan og fiðr- ildið, Drekinn, Kisa raunamædda, Ari íkorni, Samúel selur o.fl. NÝ ALÍSLENSK FYNDNI Þjóðin rak upp skellihlátur þegar fyrri bók Magnúsar, Islensk fyndni, kom út fyrir nokkrum árum. Nú hefur borgarlögmaðurinn brugðið aftur á leik og sett saman nýja bók, ekki síðri en þá fyrri. BLÁSKJÁR Á SLÓD KOLKRABBANS Hinn kostulegi og meinfyndni sam- starfsmaður höfundar, Nóri, særir fram marga söguglaða frændur. Ætt- arsambönd þeirra teygja sig eins og armar kolkrabbans inn í höfuðvígi viðskiptalífsins og fínustu heimili landsins. Mögnuð lesning frá upp- hafi til enda. FRÍDA I RAMHLEYPNA Á FULLRIFERÐ Fríða framhleypna gerir það ekki endasleppt. Hún bítur tannlækninn sinn, hún gerist afleysingakennari, hún eignast hrafn og svo málar hún eldavélahellurnar með naglalakki. ALDREI, ALDREI ÁN DÓTTUR MINNAR Saga af furðulegum en raun- verulegum atburðum. Frásögn bandarískrar konu, sem var gift írananum Moody... Margföld met- sölubók og kvikmynd gerð um hana. Spennandi lýsing á flótta mæðgnanna og undirbúningi hans. STJÖRNUSTRÁKUR Eitt sinn hittir ísafold Bláma, strák úr jólastjömunni. Saman leggja þau upp í æsispennandi fjár- sjóðsleit þar sem ótal hindranir verða á vegi þeirra. Þetta er skemmtilegt ævintýri. BLÁSKJÁR - Sagan sígilda um drenginn með bláu augun sem flökkufólkið rændi og vistaði hjá sér í dimmum helli. Með þessari útgáfu fáeldri kynslóðir tækifæri til að kynna þessa heillandi sögu fyrir nýjum kynslóðum íslenskra barna. FYRIR GSMNG SYNDANNA OLAFURJOHANN ÓIAFSSON - Bókavinsœldalisti 1991 '■'í/ísJaisA fyndni MAGNÚS ÓSKARSSON Betty Malinioody '' * % dóttur minnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.