Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1991, Qupperneq 30

Víkurfréttir - 19.12.1991, Qupperneq 30
Jölablað \ikurfréttir Desember 1991 Flugstörfin... Flugfreyjustörf heilluðu Ingu og þó að sá draumur hennar hafi ekki rætst þá fékk hún störf hjá Flug- félagi Islands í afgreiðslu og fleiru. A myndinni að ofan er hún með tveimur flugfreyjum Flugfélagsins á Lundúnaflugvelli. Fatnaður flugfélaga hefur ætíð vakið athygli. Að ofan má sjá Ingu við kynningu á einkennisfatnaði Continental flugfélagsins á blaðamanna- fundi - fyrir u.þ.b. 20 árum síðan. Inga var talsvert í kvnningarstörfum fvrir Continental og Delta flugfélagið á árum sín- um þar. Hér er hún á mvnd t.h. þar sem verið var að kynna teikningu á nýrri flugstöð flugvallarins í Los Angeles. bæta í og halda áfram. „Kalifornía er mikið heilsu- ræktarsvæði og þegar ég kom þarna út hóf ég þegar leit af stað þar sem hægt væri að stunda leikfimi. Þá var reyndar ekki í tísku að konur stunduðu leik- fimi, en það átti eftir að breyt- ast. Sá andi sem nú ríkir þarna er sá að fólk hugsar mikið um heilsuna og útlitið. Fyrir mig tekur það tvo tíma að komast upp í fjöll á skíði og heilsu- ræktarstöðvar eru á hverju strái. Heilsuræktarstöðin sem ég sæki helst er þó í nokkurri fjar- lægð frá húsinu þar sem ég bý, þannig að ég vakna snemma á morgnana til að fara í heilsu- ræktina áður en ég fer til vinnu. Heilsurækt með frægum stjörnum Eg fór að stunda leikfimi á stað þar sem margar frægar stjörnur æfðu og ég hef kynnst mörgum frægum leikurum. Eg get m.a. nefnt Katarinu Ross, sem leikið hefur á móti Robert Redford og Paul Newman. A sömu líkamsræktarstöð var 68 ára gömul kona við æfingar, sem sannar að líkamsrækt er fyrir alla aldurshópa“. -Þú hefur starfað með frægum kvikmynda- stjörnum? „Það má orða það sem svo. Mér var boðið að sitja fyrir á ljós- myndum sem birtust í bók um leikfimi er heitir 'Every body is beautiful'. Það voru margar frægar leikkonur sem sátu fyrir á myndum sem eru í bók- inni og myndir af mér prýða tvær opnur“. -Hver er ástæðan fyrir því að þú kemur hingað „upp á Klak- ann“ til þess að leiðbeina um líkamsrækt? „Ja, ástæðan fyrir því að ég kem hingað heim er til þess að heimsækja ættingjana og kom- ast á æskuslóðimar. Það eru orðin tvö ár síðan ég kom síð- ast, svo það var tímabært að gera eitthvað í málunum. Það var síðan kjörið að nota tæki- færið til að miðla reynslu minni í líkamsræktarmálum til fólks- ins hér í líkamsræktinni", sagði Inga. -Þú hefur ekki alltaf stundað líkamsræktina af krafti? „Það er rétt. Fyrstu tíu árin eftir að ég kom út til Banda- ríkjanna var ég mikið ein með eitt bam og hafði lítinn tíma til að stunda líkamsrækt. Ég hef þó alltaf fengist við hana á ein- hvem hátt, hvort sem það er með því að stunda sund eða aðrar íþróttir. Á mínum yngri ámm lagði ég einnig stund á hlaup, þó svo það hafi ekki verið mikið. Allt frá árinu 1984 hef ég síðan lagt stund á lík- amsrækt í þrek- tækjasölum vest- an hafs og þá aðallega í Golds". C.A.L. og nýr eiginmaður „Eg starfaði hjá flug- félaginu C.A.L við farþega- þjónustu og var komin á fullt í atvinnulífið þegar við Jan Eric skildum árið 1967. Það var gott að vinna hjá þessu flug- félagi. Ég hafði t.d. sömu laun og karlmaður í sömu stöðu, en það var einnig margt sem við kvenmennirnir máttum ekki gera. Strákamir í fyrirtækinu vildu að ég stýrði inn flug- vélunum. Þeim þótti örugg- lega gaman að fylgjast með mér, þar sem ég var íklædd pilsi. Ég var fljót að vinna mig upp hjá fyrirtækinu og var á skömmum tíma orðin vakt- stjóri. Á þessum tíma var ég laus og liðug, en árið 1971 kynntist ég öðmm manni af írsk-þýskurn ættum í föðurætt, en hann átti spænska móður. Við lifðum góðu lífi í hverfi við hliðina á Beverly Hills. Hann var starf- andi flugmaður hjá C.A.L.- flugfélaginu, en árið 1983 varð flugfélagið gjaldþrota. Þegar staðan var þannig tók ég fimm mánaða frí til að hugsa málin og dreifa huganum. Ég komst í kynni við GOLDS þrekmiðstöðina. Þar fékk ég kennslu í að lyfta lóðum og andrúmsloftið var gott. Frægar stjömur úr kvikmynda- og sjónvarpsheiminum stunda þarna líkamsrækt og einn þeirra var Michael Landon. (Hann lést nú í sumar)“. 35 ár í fluginu -Hvert varð framhaldið? „Um þetta leyti skildi ég við seinni mann minn og byrjaði störf hjá SAS-flugfélaginu. Fyrst varég við hlutastörf en frá árinu 1988 hef ég verið aðstoð- arstöðvarstjóri SAS í Los Ang- eles“. -Það hlýtur að vera ýmislegt skemmtilegt sem tengist störf- um þínum við flugið? „Já, þegar maður starfar við flugið þá hefur maður kost á að ferðast víða og aðstoðarstöðv- arstjóratitlinum fylgja ýmis hlunnindi. Það er líka alltaf gaman að afgreiða Islendinga sem koma með SAS til Kaliforníu. Þeir verða alltaf svo hissa þegar Is- lendingur tekur á móti þeim,“ sagði Inga. Borðar súkkulaði og kökur Þú ert búin að stunda leikfimi og líkamsrækt mestan hluta ævi þinnar og ert nú orðin 52 ára gömul. Hver er galdurinn á bak við þetta útlit auk æFtnganna? „Líklega eiga foreldrar mínir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.