Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1991, Síða 32

Víkurfréttir - 19.12.1991, Síða 32
Jólablað VíkurÍTCttir Desember 1991 m a W ^ grín ■ gagnrýni m -vangaveltur ■ ^^^J^umsjón: emil páll* Agnes sló í gegn Ymsir aðrir Keflvíkingar en þeir sem komnir eru á miðjan aldur hafa spurt, hver hún sé þessi Agnes Jóhannsdóttir, sem sló í gegn hjá Hemma Gunn í síðustu viku og sendi Kefl- víkingum jólakveðju á eft- irminnilegan máta í „földu myndavélinni." Fyrir þá sem ekki þekkja er rétt að upplýsa það, að hún er dóttir Jóhanns Guðjónssonar, sem betur þekktur var undir nafninu Jói „black“ og Guðrúnar Pét- ursdóttur, er lengi áttu heima að Vesturbraut 3. Á tali Spaugilegt atvik átti sér stað er Björgvin Lúthersson ætlaði að vígja ljósleiðarann til Grindavíkur með því að hringja í Eðvarð Júlíusson, forseta bæj- arstjórnar Grindavíkur á dög- unum. Ekki gekk það sem skyldi þar sem númerið hjá for- setanum var á tali og tókst ekki að ná sambandi fyrr en sím- stöðvarstjórinn í Grindavík hafði gefið upp annað síma- númer. Skemma peru- þjófar óframhaldiö? Sá ljóti ósiður sem gengið hefur undanfarna áratugi í Keflavík að stela ljósaperunum af jólatrjánum og öðrum jóla- skreytingum, gæti hafi í för með sér leiðindamál. Ekki einungis það að um þjófnað sé að ræða, þannig að tjónið lendi á þeim sem eru að skreyta þama upp bæinn okkar. Heldur hitt að heyrst hefur að menn séu orðnir hvekktir á þessu og hugsi sér jafnvel að hætta að skreyta með jólaljósum í framtíðinni. Yrði það mikill söknuður fyrir þá sem unna jólaljósunum. Þessu til viðbótar má benda á að per- urnar sem stolið er með þessum hætti eru ónothæfar á heimilum fólks, vegna annarrar spennu sem þar er og geta því allt eins verið stórhættulegar séu þær notaðar heima fyrir. Jólahreingerningar í bœnum... Þó komið sé fast að jólum og húsmæður flestar búnar með jólahreingerningar standa aðrir bæjarbúar í hreingerningum, ekki þó með vatni og sápu, heldur er hér átt við mikla til- flutninga á húsum. í síðustu viku stóð til að fjarlægja tvö gömul íbúðarhús og tvo skúra úr gamla bæjarhlutanum í Keflavík. ...og húsin týna tölunni Bakhúsið að Vesturgötu 12a, var mokað burt síðasta fimmtudag og á laugardag stóð til að flytja burtu húsið að Að- algötu 12, en það hús hefur bóndinn á Bala við Sandgerði fengið gefins og átti að flytja það á jörðina hans. Þá ætlaði Björgunarsveitin Stakkur að fjarlægja rauða skúrinn gegnt Ungó við Hafnargötuna í Keflavík og eins stóð til að bærinn fjarlægði gamlan skúr nálægt horni Vallargötu og Að- algötu í Keflavík. Er hér því um einskonar jólahreingerningu að ræða. Fjórar Suö- umesjabœkur Fremur lítið hefur komið út af dæmigerðum Suðurnesja- bókum fyrir þessi jól. Þó hefur Hilmar Jónsson gefið út eina og Súsanna Svavarsdóttir hefur gefið út tvær. Eru það bækurnar „Gúmntíendur synda ekki“, sem er viðtalsbók við eig- inkonur alkóhólista og „f miðj- um draumi" sem er skáldsaga. Auk þessa mun Jóhann G. Jó- hanns-son hafa gefið út nótna- bók fyrir píanó og gítar. Skrýtin keflvísk stórfjölskylda Söguþráð- urinn í skáld- sögu Súsönnu er um skrýtna og skemmti- lega keflvíska stórfjölskyldu. Eru persón- umar margar og ólíkar inn- byrðis, en allar eru þær þó með nefið hver í annarrar koppi. Þungamiðjan og burðarásinn í tilveru flestra er hin harð- • Frá undirbúningi flutnings hússins við Aðalgötu 12, Ketlavík, en framtíðarstaður þess húss verður á jörðinni Bala sem nú tilheyrir Sandgerði. duglega og kvika Hanna, enda lifir hún að mestu leyti fyrir aðra. Dag einn verður breyting þar á. Hanna fær höfuðhögg og leggst á sjúkrahús um stund- arsakir. Eftir það verður ekkert eins og áður, segir í lýsingu á innihaldi bókarinnar. Lœriö að flaka... Hver hefði trúað því að verkalýðsfélög og vinnu- veitendur í sjávarplássi þyrftu að halda sérstakt námskeið til að kenna fólki það einfalda verk að flaka fisk. Þetta er þó stað- reyndin og átti eitt slíkt nám- skeið að hefjast á vegum VSFK og Vinnuveitendafélags Suð- umesja síðasta mánudag. Á- stæðan var sú að erfiðlega hefur gengið að fá til starfa fisk- vinnslufólk sem kann að flaka fisk. ...og lœrið aö mœfa Hitt er þó enn alvarlegra að vinnuveitendur í fiskvinnslunni vilja heldur ráða til sín erlent vinnuafl en íslenskt. Sást það vel þegar Pólverjar eða annað erlent vinnuafl kom inn á at- vinnuleysisskrá í haust, þá fékk það strax atvinnu en landinn sat áfram á skránni. Ef leitað er eftir ástæðunni er hún borð- liggjandi. Hið útlenda vinnuafl, YTSAMAR J< Metabo slípirokkur Verð: 12.996 kr. Black & Decker hleösluskrúfjárn Verð: 2.997 kr- Black & Decker 602 rafhlööuborvél Verð: 8.991 kr. PEUGEOT hjólsög 1200 wött 184 mm blað Verð: 10.800 kr. Verð:11.997 kr. Ein meö öllu Verð: 12.996 kr. Ljósm.: epj.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.