Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1991, Blaðsíða 32

Víkurfréttir - 19.12.1991, Blaðsíða 32
Jólablað VíkurÍTCttir Desember 1991 m a W ^ grín ■ gagnrýni m -vangaveltur ■ ^^^J^umsjón: emil páll* Agnes sló í gegn Ymsir aðrir Keflvíkingar en þeir sem komnir eru á miðjan aldur hafa spurt, hver hún sé þessi Agnes Jóhannsdóttir, sem sló í gegn hjá Hemma Gunn í síðustu viku og sendi Kefl- víkingum jólakveðju á eft- irminnilegan máta í „földu myndavélinni." Fyrir þá sem ekki þekkja er rétt að upplýsa það, að hún er dóttir Jóhanns Guðjónssonar, sem betur þekktur var undir nafninu Jói „black“ og Guðrúnar Pét- ursdóttur, er lengi áttu heima að Vesturbraut 3. Á tali Spaugilegt atvik átti sér stað er Björgvin Lúthersson ætlaði að vígja ljósleiðarann til Grindavíkur með því að hringja í Eðvarð Júlíusson, forseta bæj- arstjórnar Grindavíkur á dög- unum. Ekki gekk það sem skyldi þar sem númerið hjá for- setanum var á tali og tókst ekki að ná sambandi fyrr en sím- stöðvarstjórinn í Grindavík hafði gefið upp annað síma- númer. Skemma peru- þjófar óframhaldiö? Sá ljóti ósiður sem gengið hefur undanfarna áratugi í Keflavík að stela ljósaperunum af jólatrjánum og öðrum jóla- skreytingum, gæti hafi í för með sér leiðindamál. Ekki einungis það að um þjófnað sé að ræða, þannig að tjónið lendi á þeim sem eru að skreyta þama upp bæinn okkar. Heldur hitt að heyrst hefur að menn séu orðnir hvekktir á þessu og hugsi sér jafnvel að hætta að skreyta með jólaljósum í framtíðinni. Yrði það mikill söknuður fyrir þá sem unna jólaljósunum. Þessu til viðbótar má benda á að per- urnar sem stolið er með þessum hætti eru ónothæfar á heimilum fólks, vegna annarrar spennu sem þar er og geta því allt eins verið stórhættulegar séu þær notaðar heima fyrir. Jólahreingerningar í bœnum... Þó komið sé fast að jólum og húsmæður flestar búnar með jólahreingerningar standa aðrir bæjarbúar í hreingerningum, ekki þó með vatni og sápu, heldur er hér átt við mikla til- flutninga á húsum. í síðustu viku stóð til að fjarlægja tvö gömul íbúðarhús og tvo skúra úr gamla bæjarhlutanum í Keflavík. ...og húsin týna tölunni Bakhúsið að Vesturgötu 12a, var mokað burt síðasta fimmtudag og á laugardag stóð til að flytja burtu húsið að Að- algötu 12, en það hús hefur bóndinn á Bala við Sandgerði fengið gefins og átti að flytja það á jörðina hans. Þá ætlaði Björgunarsveitin Stakkur að fjarlægja rauða skúrinn gegnt Ungó við Hafnargötuna í Keflavík og eins stóð til að bærinn fjarlægði gamlan skúr nálægt horni Vallargötu og Að- algötu í Keflavík. Er hér því um einskonar jólahreingerningu að ræða. Fjórar Suö- umesjabœkur Fremur lítið hefur komið út af dæmigerðum Suðurnesja- bókum fyrir þessi jól. Þó hefur Hilmar Jónsson gefið út eina og Súsanna Svavarsdóttir hefur gefið út tvær. Eru það bækurnar „Gúmntíendur synda ekki“, sem er viðtalsbók við eig- inkonur alkóhólista og „f miðj- um draumi" sem er skáldsaga. Auk þessa mun Jóhann G. Jó- hanns-son hafa gefið út nótna- bók fyrir píanó og gítar. Skrýtin keflvísk stórfjölskylda Söguþráð- urinn í skáld- sögu Súsönnu er um skrýtna og skemmti- lega keflvíska stórfjölskyldu. Eru persón- umar margar og ólíkar inn- byrðis, en allar eru þær þó með nefið hver í annarrar koppi. Þungamiðjan og burðarásinn í tilveru flestra er hin harð- • Frá undirbúningi flutnings hússins við Aðalgötu 12, Ketlavík, en framtíðarstaður þess húss verður á jörðinni Bala sem nú tilheyrir Sandgerði. duglega og kvika Hanna, enda lifir hún að mestu leyti fyrir aðra. Dag einn verður breyting þar á. Hanna fær höfuðhögg og leggst á sjúkrahús um stund- arsakir. Eftir það verður ekkert eins og áður, segir í lýsingu á innihaldi bókarinnar. Lœriö að flaka... Hver hefði trúað því að verkalýðsfélög og vinnu- veitendur í sjávarplássi þyrftu að halda sérstakt námskeið til að kenna fólki það einfalda verk að flaka fisk. Þetta er þó stað- reyndin og átti eitt slíkt nám- skeið að hefjast á vegum VSFK og Vinnuveitendafélags Suð- umesja síðasta mánudag. Á- stæðan var sú að erfiðlega hefur gengið að fá til starfa fisk- vinnslufólk sem kann að flaka fisk. ...og lœrið aö mœfa Hitt er þó enn alvarlegra að vinnuveitendur í fiskvinnslunni vilja heldur ráða til sín erlent vinnuafl en íslenskt. Sást það vel þegar Pólverjar eða annað erlent vinnuafl kom inn á at- vinnuleysisskrá í haust, þá fékk það strax atvinnu en landinn sat áfram á skránni. Ef leitað er eftir ástæðunni er hún borð- liggjandi. Hið útlenda vinnuafl, YTSAMAR J< Metabo slípirokkur Verð: 12.996 kr. Black & Decker hleösluskrúfjárn Verð: 2.997 kr- Black & Decker 602 rafhlööuborvél Verð: 8.991 kr. PEUGEOT hjólsög 1200 wött 184 mm blað Verð: 10.800 kr. Verð:11.997 kr. Ein meö öllu Verð: 12.996 kr. Ljósm.: epj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.