Víkurfréttir - 19.12.1991, Síða 41
Jólablað
Víkurfréttir
Desember 1991
SYSTURNAR Inga Sigga, sem er yngst og tvíburarnir Helga og Halla við eldhúsborðið heima hjá
mömmu og pabba. A myndina vantar fjórðu systurina, liana Þóru. Þegar Ijósmvndarinn smellti
af þeim höfðu þær mestan áhuga á veðurkortinu í DV enda veðrið gott þegar viðtalið var tekið.
eskjan sagði. í húsinu var engin
loftkæling, svo hitinn var yf-
irþyrmandi 30-40 gráður á
Celsíus."
ÆTLAÐI í
FÖRÐUNAR-
NÁM
Fljótlega komst Helga síðan
í annað húsnæði inni í borginni
og byrjaði í skólanum. Það leið
ekki á löngu þar til hún gerði sér
grein fyrir því að munurinn á
„drottningarenskunni“ sem töl-
uð er í Englandi og „am-
erískunni“ getur legið í fleiru en
málrómnum. Málum var nefni-
lega þannig háttað að hún
hugðist leggja stund á nám í
„Cosmetology", sem í Englandi
þýðir - snyrtifræði eða and-
litsförðun, en í Ameríku - hár-
greiðsla!
„Eg gerði mér enga grein
fyrir þessu fyrr en skólinn var
byrjaður. Skólinn hét Amold's
Intemational University og
Cosmetology, svo ég hélt ég
væri að fara í förðunarnám.
Eftir að ég komst að því að |ietta
var hárskóli hugsaði ég sem svo
að einhver að ofan væri að stýra
mér þessa leið. Þar að auki þá
líkaði mér hreint ekkert illa við
hárgreiðsluna. og komst fljótt
að því að hún átti vel við mig.“
FÓR AÐ VINNA
Á STEAK &
SHAKe
En það var ekki þar með sagt
að lífið væri einhver dans á rós-
um hjá Helgu. Spariféð var
fljótt uppurið og hún þuifti að
fara að vinna fyrir sér.
„Eg fékk vinnu við að steikja
franskar og hamborgara á 'Steak
& Shake', og breytti úr dagskóla
yfir í kvöldskóla. Heimþráin var
á þessum tíma alveg að drepa
mig, ég þekkti fáa, en lét engan
vita hvemig mér leið. Ég var
ekki tilbúin að játa að þetta
væru mistök hjá mér að vera að
flækjast þama,“ segir Helga, og
það er greinilegt að þessi tími
skipar ekki háan sess í minn-
ingunni.
VANN KAUP-
LAUST í SEX
MÁNUÐI
Helga hélt náminu áfram á
seiglunni og þegar hún átti
u.þ.b. þriðjungi þess ólokið,
komst hún í kynni við breskan
mann, Scott Cole, sem lært
hafði hárgreiðslu hjá hinum
heimsfræga Vidal Sassoon. Þau
kynntust á Pivot Point nám-
skeiði, sem Helga hafði fengið
í verðlaun frá skólanum fyrir
framúrskarandi námsárangur.
A lokadegi þessa námskeiðs
var háð keppni, þar sem þátt-
takendumir áttu að vefa hatt úr
hárum og stóð keppnin milli
þeirra tveggja. Scott hafði þeg-
ar getið sér gott orð hár-
greiðsluheiminum, en Helga
var ennþá nemi. Hún sá að
þarna var á ferðinni maður sem
hún gat lært mikið af og bað
hann því um vinnu. Scott tók
vel í það og leyfði henni að
koma á frídögum hennar í
skólanum, einu sinni í viku.
Þannig vann Helga fyrir hann
kauplaust í sex mánuði, uns
hann flutti sig í stærra pláss og
réði hana til sín í fulla vinnu, -
á launum!
Fyrr en varði var Helga orðin
hans hægri hönd: „Ég fylgdi
honum eins og skugginn hvert
sem hann fór og lærði mikið af
honum enda er hann þekktur
um allan heim og vel virtur í
heimi hártískunnar."
KOM HÖLLU
í HÁR-
GREIÐSLUNA
Árið 1981 kom síðan Halla
systir llelgu til Atlanta í smá
frí, sem varð síðan lengra en á-
ætlað hafði verið. Manneskju
vantaði til að taka við
tímapöntunum á stofunni og
var Höllu skellt f starfið. Scott
var sjálfur byrjaður að kenna í
eigin skóla og það varð úr að
Halla dreif sig í skólann, og að
honum loknum kom hún einnig
til starfa hjá Scott. Helga
kenndi henni síðan sitt lítið af
hverju og þær unnu saman tví-
burarnir og gerðu það gott.
Helga vann hjá Scott í 10 ár,
en fannst þá sem kominn væri
tími til að hún héldi áfram og
færi að gera sína eigin hluti.
Hún vann um tíma með annari
stúlku, sem verið hafði nemandi
hennar. en komst svo loksins í
aðstöðu til að opna sinn eigin
rekstur. I upphafi þessa árs
opnaði hún stofu í miðju Buck-
head-hverfi í Atlanta; hverfi þar
sem mikið af „business"-
mönnurn býr, hverfi sem iðar af
lífi alla daga og öll kvöld vik-
unnar, hverfi sem passar ná-
kvæmlega fyrir Helgu.
OPNAÐI SÍNA
EIGIN STOFU
Hárgreiðslustofan, sem
Helga nefnir „Twins“, eftir
þeim systrum, er hluti af stærra
fyrirtæki sem nefnist „Natural
Body". Þar getur fólk komið og
fengið nánast alla fegr-
unarþjónustu sem hugast, allt
frá tánuddi upp í klippingu.
Helga hefur í gegnum árin
eignast stóran hóp við-
skiptavina. Nú er svo komið að
venjulega er upppantað hjá
henni heilan mánuð fram í tím-
ann.
Þegar viðskiptavinahópurinn
er orðinn jafn stór og hjá Helgu,
þá verður ekki hjá því komist að
orðstýrinn berist út. I febrúar á
þessu ári kom upp skemmtilegt
atvik sem Helga á ekki eftir að
gleyma svo lengi sem hún lifir.
FARIN AÐ
KLIPPA STÓR-
STJÖRNUR
„Á mínum fyrstu árum í Atl-
anta, átti ég kúnna sem hafði
mikinn áhuga á hárgreiðslu og
dreymdi um að komast inn í
kvikmyndaheiminn og vinna
þar. Þessi draumur hennar hefur
nú ræst og í vor var hún í Atl-
anta að vinna við tökur á
myndinni 'Free Jack', sem í
leika m.a. Mick Jagger, Entilio
Estevez, Anthony Hopkins og
Rene Russo. Þar vantaði hár-
greiðslufólk til starfa og hún
leitaði mig uppi og spurði hvort
ég væri tilkippileg. Ég játti því
og einn daginn fórum við öll af
stofunni hjá mér unnum hárið
á fjölda manns fyrir hópatriði í
myndinni sem átti að gerast
eftir heimsendi. Eftir það spurði
hún mig hvemig mér litist á að
sjá um hárið á sjálfum Mick
Jagger. Það hafði staðið til að
senda hann til New York, eða fá
einhvern þaðan, en hún hafði
sagt framleiðandanum og leik-
stjóranum frá mér, og þeir
féllust á að nota mig. Ég var að
sjálfsögu mjög upp með mér og
spennt að fá að komast í tæri
við mann jafn frægan og Jag-
ger,“ segir Helga með glampa í
augunum.
MICK
JAGGER...
„Það varð síðan úr að hann
fékk tíma hjá mér kl. 7 að
kvöldi þegar allir áttu að vera
farnir, en ég var sein fyrir og
ennþá með kúnna þegar hann
birtist ásamt öllum sínum ljf-
vörðum og öðru fylgiliði. Ég
var nýbúin að brýna það fyrir
öllum sem inni voru að vera
ekki að glápa á hann þegar hann
kæmi inn, og greyið konan í
stólnum hjá mér tók þetta svo
bókstaflega að hún þorði ekki
að líta upp úr blaðinu sem hún
var að Iesa.
Mick var hins vegar hinn
viðkunnalegasti og um leið og
við byrjuðum að ræða saman
hvarf öll mín hræðsla við þenn-
an mann. Hann kannaðist strax
við Eddusögurnar og vissi
margt um Island. Hann sagðist
hins vegar vera orðinn þreyttur
og spurði hvort ég væri ekki
bara til í að koma heim til þeirra
Jerry Hall, þar sem þau bjuggu
í Atlanta og gera þetta daginn
eftir. Ég játti því bara að sjálf-
sögðu og fór síðan að hitta þau
daginn eftir.
...OG JERRI
HALL
I fyrstu þekkti ég ekki Jerri
Hall, hún var svo venjuleg og
ósköp þýð í viðmóti. Mick sat
síðan hinn hressasti í stólnum,
las blað og sönglaði með kátrí-
inu í útvarpinu. Þegar hann sá
eitthvað sem honum þótti
merkilegt í blaðinu las hann það
upphátt fyrir okkur og gerði af
gamni sínu. Þegar ég var búin
að klippa hann, spurði Jerri mig
hvort ég væri ekki til í að klippa
hana líka. Hún hafði á orði að
hún hefði ekki fengið klippingu
síðan mamma Mick's hafði
klippt hana fyrir löngu síðan.
Ég var að sjálfsögðu til í það og
klippti eina 10-15 cm af henni
og síðan báða krakkana þeirra
þar á eftir.
Ég sagði þeim að strax á eftir
væri ég að fara á þorrablót með
íslenskum vinum mínum í Atl-
anta að borða svið og fleira til-
W I N
at Natural Body
Helga Iceland
275 E' Pys Fen7 * Atlant
lelephone 404.841.9554
ímmm
a5 GA 30306