Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1991, Page 45

Víkurfréttir - 19.12.1991, Page 45
Jólablað Tombóla í Myllubakkaskóla Vikurfréttir Desember 1991 Þessi hópur sá nú uin tombóluna, þ.e. nemendur 5. og 6. bekkjar Mvllubakkaskóla í Keflavík. Hundrað nemendur söfnuðu 3000 hlutum Nemendur úr 5. og 6. bekk Myllubakkaskóla héldu laug- ardaginn 9. nóvember hina ár- legu tombólu skólans. Höfðu nemendumir, sem voru um eitt hundrað talsins, gengið í flest hús í Keflavík og safnað hlutum fyrir tombóluna. Var þeim víð- ast hvar mjög vel tekið og höfðu safnast rétt tæplega 3000 hlut- ur, auk peningagjafa. Þegar að tombólunni sjálfri kom, var aðsókn ekki eins mikil og vonast hafði verið eftir, svo brugðið var á það ráð aðselja vinninganna á niðursettu verði til að allir vinningar myndu ganga út. Allt fór þetta nú vel og þegar upp var staðið höfðu börnin safnað kr. 125.200 sem afhent verða skólanum til kaupa á leiktæki á skólalóðina. Vilja nemendur nota þetta tækifæri og færa bæjarbúum þakkir fyrir góðar móttökur og stuðning. Þó aðsóknin hafi ekki verið eins mikil og oft áður var örtröð á fyrstu mínútunum... ...brevtti það engu á hvorri hæðinni, myndir voru teknar. Jólamaturinn - Jólaölið - Jólahangikjötið - og allt til jóla í versluninni HÓLMGARÐI HUSAVIKUR HANGI- KJÖTIÐ færðu aðeins hjá okkur. - Frí úrbeining Minnum á okkar langa opnunartíma Mánudaga til föstudaga kl. 09-23 Laugardaga og sunnudaga kl. 10-23 ^ ~~ Aðfangadag og gamlársdag til kl. 14 Ferskt og gott úrval í kjötborðinu alla daga wacssaŒicoQca HÓLMGARÐUR Hólmgarði 2 - Sími 14565

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.