Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1991, Side 52

Víkurfréttir - 19.12.1991, Side 52
Jólablað \4kurfréttir Desember 1991 • Hjónin Trausti Björnsson og Aslaug Hilniarsdóttir í garfí- inum á síðasta sumri. Eins og sést á mvndinni cr garðurinn skemmtilega samansettur al' gróðri, gosbrunni, styttum og helluni. A neðri mvndinni eru heimasæturnar á bænum, Hrefna og Bára Traustadætur við upphafið, árið 1959. Tréð er enn í garðinum og gnæfir nú yfir annan gróður. -Rætt við Áslaugu Hilmarsdóttur og Trausta Björnsson, sem fengið . hafa þrisvar sinnum verðlaun fyrir garð sinn að Smáratúni 40 í Keflavík. EITTHVAÐ SEM BÝR í FÓIKI síðastliðnu sumri gerð- ist sá merkilegi atburð- ur að eigendur hússins nr. 40 við Smáratún í Ketlavík fengu í þriðja skiptið viðurkenninguna „Fegursti garðurinn í Keflavík“ fyrir garð sinn. Eigendur garðsins eru hjónin Aslaug Hilmarsdóttir og Trausti Björnsson. Af þessu tilefni tökum við nú hús á þcim hjónuin og fræðumst utn skrúðgarðarækt og hvernig garðurinn þróaðist hjá þeim. En þó garður þeirra hafi þótt feg- urstur garða í Kellavík þrisvar sinnum, hefur í raun ávallt verið um nýjan garð að ræða hverju sinni vegna stöðugra breytinga á honutn. Við spurðu þau fvrst, hvað hafi í upphafi orðið til þess að áhugi fyrir skrúðgarði við hús þeirra varð til. Upphafið Trausti: „Ég veit það eigin- lega ekki, þó held ég að þetta hafi blundað í mér. En hvemig byrj- unin kom til veit ég eiginlega ekki. En svo varð það þegar ég var rétt byrjaður að byggja hérna uppfrá, að við löbbuðum stundum hérna suður í gamla Smáratúnið. Þetta var þá ekki orðin ein gata, og ein- hvern vegin fór það svo að ég fór að tala við hjónin Magnús og Dísu, því fyrst er ég kom liingað leigði ég eitt herbergi í næsta liúsi við þau. hjá honum Pétri. Það var svo gott að tala við þau og alltaf hægt að koma til þeirra og spyrja ráða þegar verið var að hugsa um það hvað gera. Þau gáfu okkur afleggjara af fjölærum blómum og ýmislegt er kom að gagni. Síðan spannst þetta eitt af öðru og áhuginn óx eftir því sem tíminn leið. Því held ég að það haft ekki verið neitt eitt sem kom okkur af stað.“ Aslaug: „Nei, nema við fengum áhuga fyrir því að hafa snyrtilegt í kringum okkur. Það var byrjað á því að setja þökur og græða upp og síðan kom það af sjálfum sér að setja plöntur hringinn f kringum húsið. Eða eins og ein kona sagði þá við mig í þá daga: 'Hvað, ætlið þið að víggirða húsið ykkar?' Þótti það voða mikið undur að setja ekki bara í framlóðina og því var eig- inlega gert hálfgert grín af okkur. fannst mér svona á tímabili. Held ég að þetta hafi gengið áfram af því að maður sá að þetta gat vaxið og þá fékk maður meiri áhuga, svo smátt og smátt bættum við meira við. Þetta gerðist því ekki af neinu sérstöku. heldur aðallega held ég til að hafa grænt og fallegt í kring- um sig“. SLÁTTUVÉLIN Þegar trépallar og hellur þöktu allan garðinn var ekki lengur not fyrir sláttuvélina sem notuð hafði verið frá upphafi. Fékk hún þá nýtt hlutverk sem blómapottur.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.