Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1991, Qupperneq 54

Víkurfréttir - 19.12.1991, Qupperneq 54
Jólablað \4kuifréttir Desember 1991 VERÐLAUNAGRIPURINN Við verðluunasteininn sem kom er garðurinn fékk verðlaunin 1977, þ.e. í annaö skiptið. EITTHVAÐ SEM BÝRÍ FÓLKI - framhald GARÐKANNAN með puttunum". -Ef við lítum nú út fyrir garð- inn. Hvað tinnst ykkur um þró- un garðræktar almennt í bæn- um? Alveg gullfallegt hjá þeim Aslaug: „Þróunin í nýju hverf- unum er mjög góð og víða mjög fallegir garðar. En það sem lýtur að bænum, mættu gera mikið bet- ur. Sjáum t.d. Strandgötuna í Hafnarfirði. Það er gömul gata al- veg eins og Hafnargatan okkar. en það er mikill munur á þessum tveimur götum. Strandgatan þeirra er líka við sjóinn, samt er alveg gullfallegt hjá þeim. Það vill enginn aðkomumaður samþykkja annað en að Keflavík sé alveg hræðilega Ijót, en við verðum að viðurkenna að það er óskaplega ljótt að koma inn í bæ- inn. Það er leiðinlegt að allir segja þetta um bæinn okkar, en þetta má laga“. Trausti: „Það fyrsta sem þú sérð af bæjarfélagi, situr í þér. Ef innkeyrsla í bæjarfélagið er falleg eða hlýleg, þá færðu allt aðra mynd af bænum. Eg hélt að með nýju innkeyrslunni um Aðalgötuna ætti að gera meira, og kannski á að gera það seinna meir. En það munar af- skaplega miklu ef innkeyrslan í bæinn sé snyrtileg og fín. Ef við hins vegar tölum um garðana hér og hvernig þeir hafa breyst með árunum. Þá var hægt að telja garðana á fingrum annaiTar handar sem voru fallegir hér, þegar við vorum að byrja, þessir garðar höfðu mikil áhrif á mann”. Ein og ein planta „Þetta voru trjágarðurinn hjá Ingimundi heitnum, hjá Magnúsi bakara í eldri hluta Smáratúnsins, Sigrúnu og Guðjóni og Jóni og Helgu á Vesturbrautinni og hjá Snorrason uppi á Vatnsnesvegi.' Þetta fólk var alltaf tilbúið til að gefa manni afleggjara, enda engu lient þegar stungið var upp eða snyrt“. Aslaug: „Það er ekki hægt að líkja því við þegar maður var að byrja og keypti sér eina og eina plöntu eftir sem hvað maður hafði efni á. Nú eru jafnvel garðyrkju- fræðingar sem reikna það út hvar þetta eða hitt á að vera. Þetta er því tvennt ólíkt. Þeir garðar í dag sem búið er að teikna og gera flotta verða sjálfsagt alltaf öðruvísi, en það er alltaf smekksatriði hvað manni finnst fallegt. Mér finnst það alltaf skemmtilegra ef það er ekki allt sett niður í einu, heldur alltaf verið að breyta og hagræða, eftir efnum og ástæðum". Trausti: „Ég man eftir því að fyrst er við keyptum blóm áttum við ekki einu sinni bíl, heldur fór maður með rútunni inn í Reykjavík og hjá eldri manni í Garðshomi keypti maður nokkrar plöntur og kom með þær með rútunni heim í kassa“. -Einhver heilræði að lokum? Trausti: „Ekki nema að byrja smátt, því við þekkjum fólk sem byrjaði stórt. og áttaði sig ekki á að það þarf mikla vinnu til að halda þessu við. Því er betra að byrja smátt og sjá hvort áhuginn er fyrir hendi. Ef hann er fyrir hendi er al- veg sjálfsagt að fara af fullu afli. annars verður garðurinn kvöð á fólki og verður aldrei fallegur," sögðu þau hjón Aslaug og Trausti sem unnið hafa til fegurðarverð- launa fyrir garðinn sinn að Smára- túni 40 í Keflavík þrívegis: 1961, 1977 og 1991. Viðtal: Emil Páll Myndir: Emil Páll og fleiri Gamlar hjólbörur, sláttuvélin scm hætt er að nota og eins garðkann- an, allt þetta er nú notaö sem blómapottar. Sendum viðskiptavintim okkar og öðrum Suðurnesjamönnum bestu jóla- og nýársóskir. Þökkum viðskiptin. H. MAGNÚSSON Suðurgarði 12 - 230 Keflavík V: 14060 SÍMI H: 13060 Bílasími 985-23860 sendir félagsmönnum sínum og öðrum Suðurnesjabúum bestu óskir um gleðileg jól, gott ogfarsœlt komandi ár, og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða. 4 k * r Sendum starfsmönnum okkar, svo og öllum Suðurnesjamönnum bestu óskir um GLEÐILEG JÓL, GOTT OG FARSÆLT KOMANDIÁR. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Islenskir Aðalverktakar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.