Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1991, Qupperneq 55

Víkurfréttir - 19.12.1991, Qupperneq 55
Jólablað Víkurfréttir Desember 1991 Ur sögu Utskálakirkju „Að varla muni tignarlegra hús af timbri gjört, að finna hér á landi" arðmenn fögnuðu á þessu ári 130 ára af- mæli Utskálakirkju, en Útskálar eru nteð al- elstu og rótgrónustu kirkju- stöðum landsins. A þessum tímamótum flutti séra Hjörtur Magni Jóhannsson, sóknar- prestur Útskálaprestakalls, ágrip af sögu þessarar höfuðkirkju Suðumesjamanna. I samráði við séra Hjört höfum við unnið út- drátt úr ágripinu sem birtist hér með: ELSTU HEIMILDIR FRÁ ÞVÍ UM 1200 Elstu þekkjanlegu heimildir þar sem getið er Útskála og kirkju eru frá því um 1200, í skrá Páls biskups Jónssonar um kirkju á Islandi, og bera heimildir þess vitni að sú kirkja hafi þá þegar lengi staðið. Frá því á 14. öld er vitað um presta sem setið hafa á Útskálum og eflaust hafa prestar setið staðinn fyrir þann tíma, þó þess sé ekki getið í heimildum sem haldbærar eru. Svo merka og rótgróna hefð sem nær lang- leiðana aftur til kristnitöku og landnáms má alls ekki með nokkru móti rífa eða uppræta. ÚTSKÁLAR OG SÉRA SIGURÐUR Varla er hægt að minnast á Útskálakirkju án þess að nefna nafnið Sigurður Br. Sívertsen. Séra Sigurður Br. Sívertsen þjónaði Útskálaprestakalli frá árinu 1837 til ársins 1887, en alls þjónaði hann í hálfa öld og fjór- um árum betur. Hann var eflaust merkasti höfuðsmaður sinnar samtíðar hér á landi. Var hann metnaðarfullur og framsýnn atorkumaður og var forvígismaður í flest öllum þeim málum sem til framfara leiddu fyrir byggðarlagið. Hann vann að miklum jarðarbótum á staðn- um og víðar reyndar, og lét byggja staðinn upp. Það var fyrir hans forgöngu og framlög að komið var á fót fyrsta skólanum hér í Garðinum og hann stóð að byggingu þess merka guðshúss sem nú hefur staðið í 130 ár. MANNSKAÐI Á VORDEGI 1685 Héraðslýsing og annálar sr. Sigurðar eru mikil ritverk og sérlega dýrmætar heimildir um mannlíf allt hér á skaganum. Grafreiturinn vitnar um þann toll sem glíman við Ægi hefur tekið. Að Útskálum hafa verið teknar fjöldagrafir rétt eins og í styrjöldum og í annálum sr. Sig- urðar má lesa að Á EINUM VORDEGl árið 1685 hafi farist ekki færri en 157 menn á Suð- urnesjum og á tveimur dögum voru jarðsett 89 lík í Útskála- kirkjugarði. Útskálar geyma merka sögu. Sú saga er stærri en sú sem skráð er í bókum. Hver mannsál í byggðarlaginu hefur lifað hluta þeirrar sögu, kynslóð eftir kyn- slóð. Þá minningu verður að varðveita. BÆÐI ORÐIN MJÖG SKEKKT OG VÍÐA FÚIN I athugasemd sem sr. Sigurður hefur skráð í vísitasiubók hinn 20. ágúst árið 1861 stendur eft- irfarandi: „Um sumarið 1986 lét beneficiarius rífa niður í grunn þá gömlu kirkju, sem staðið hef- ur síðan 1798. Hvur bæði var orðin mjög skekkt og víða fúin, og hana að nýju upp aftur byggja. Varð hún þann 18. júlí næstliðinn fullgjör að utan og að auki loft og gólf lagt“. Tilv. lýk- ur. MARGIR HLÚÐ AÐ KIRKJUNNI Séra Sigurður hafið forgöngu um bygginguna og fylgdi því máli eftir af stórhug og dugnaði og kostaði sjálfur til stóran hluta. Var kirkjan þá eitt veglegasta guðshús landsins, eða eins og prófasturinn sagði þá í vísitasiu sinni: „Að varla muni tign- arlegra hús af timbri gjört, að finna hér á landi“. Það gefur auga leið að til þess að timburbygging geti varðveist í heil hundrað og þrjátíu ár hafi ýmsu þurft að kosta til. Margir eru þeir Suðurnesjamennirnir sem tekið hafa þátt í viðgerðum og viðhaldi á kirkjunni og ýmsir einstaklingar og félög hafa hlúð að hanni af alúð og gefið henni góðar gjafir. KIRKJAN STÆKKUÐ Rétt fyrir síðustu aldamót eða nánar tiltekið árið 1895 voru gerðar breytingar á kirkjunni sem færðu hana nær þeirri mynd sem hún er í dag. Þá var hún stækkuð og lengd um 2.80 metra og við hana byggð forkirkja. Að öllum líkindum hefur kirkjan verið óupphituð til ársins 1908, er hún eignaðist svo- kallaðan magasínofn. Árið 1953 var sett rafhitun í kirkjuna, en árið síðar var lögð í hana hita- veita. HLJÓÐFÆRAEIGN Árið 1879 var fyrst sett hljóð- færi í kirkjuna. Árið 1906 eign- aðist kirkjan annað orgel og 1935 kom það þriðja, sem þá var vandað og gott hljóðfæri, en er nú varðveitt í Útskálahúsinu. Þorlákur Benediktsson mikill velunnari og starfsmaður kirkj- unnar í áraraðir stofnsetti síðan sjóð til minningar um konu sína Jórunni Ólafsdóttur í því mark- ntiði að kaupa pípuorgel í Út- skálakirkju. Það veglega pípu- orgel sem við nú njótum hljómanna úr var tekið í notkun árið 1984. FORNIR MUNIR í KIRKJUEIGN Af fornum munum kirkjunnar má nefna vatnskönnu úr tini með ártalinu 1775 og varhún löngum notuð til að bera skímarvatn til kirkjunnar. Skírnarskálin er gjöf sr. Sigurðar, gefín árið 1859 og skírnarfonturinn er unninn af Ríkharði Jónssyni. Bild- höggvaramerkið með hinu al- sjáandi auga Guðs hefur verið í kirkjunni frá byggingu hennar og er ef til vill enn eldra. Altaristaflan sem sýnir boðun Maríu var gefin kirkjunni af sr. Sigurði árið 1878 og Predik- unarstóllinn var keyptur úr Dómkirkjunni í Reykjavík árið 1886. Það væri æra óstöðugan að ætla að telja upp alla þá muni sem eru í eign kirkjunnar, en þess má þó geta að fjórir altarisstjakar sem prýða altarið í dag meðal annarra gripa, voru gefnir af Keflavíkursöfnuði á 100 ára af- mæli Útskálakirkju. Vélstjórafélag Suðurnesja sendir félagsmönnum og öðr- um Suðurnesjamönnum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum samstafið á liðnu ári. Samband verka- lýðsfélaga í Qrindavík, Sandgerði og Qarði sendir félagsmönnum sínum og öðrum Suð- urnesjabúum bestu óskir um gleðileg jól, gott og farsælt kom- andi ár, og þakkar sam- starfið á árinu sem er að líða. Við óskum öllum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. SAMBAND SVEITARFÉLAGA Á SUÐURNESJUM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.