Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1991, Page 58

Víkurfréttir - 19.12.1991, Page 58
Jólablað Víkurfréttir Desember 1991 FYLGIST ÞÚ MEÐ FRÉTTUM? FRÉTTA- GETRAUN 1991 -24 spurningar í léttum dúr. 72 svar- möguleikar: 1. I upphafi árs efndu Vík- urfréttir til kjörs á manni ársins 1990 á Suðurnesjum. Margir komu til greina, en aðeins einn var valinn. Hver var það ? A: Ellert Eiríksson. B: Dagbjartur Einarsson. C: EiríkurTómasson. 2. Axel Jónsson, veitinga- maður, var fenginn til að sjá um þorrablót á erlendri grundu í ársbvrjun. Hvar var blótið haldið? A: Þýskalandi. B: Súdan. C: Finnlandi. 3. Sparisjóðurinn, Kefla- víkurbær og Lífeyrissjóður Suðurnesja fluttu í nýtt og glæsilegt húsnæði á árinu. Hvar er húsið staðsett. A: Að Tjamargötu 6 í Sand- gerði. B: Að Tjamargötu 12 í Keflavík. C: Þessi valmöguleiki er ekki fyrir hendi. Gjörið svo vel að reyna annað. 4. Útgerðarfélagið Eldey efndi til samkeppni um nafn á togara útgerðarinnar. Hvaða nafn hlaut skipið: A: Eldeyjar-Rjúpa. B: Eldeyjar- Súla. C: Surtseyjar-Súla. 5. Fleiri útgerðarfvrirtæki festu kaup á togurum. Til Sandgerðis var keypt skip frá Færeyjum sem bar skemmti- legt nafn, eins og Færeyingum er einum lagið. Hvað hét skipið áður en nafni þess var breytt í Haukur GK? A: Snobbið. B: Sloddið. C: Snoddið. 6. Þessi mynd af Hlín Agn- arsdóttur ritstjóra Suð- urnesjafrétta og Elínu Svav- arsdóttur blaðamanni var tekin við ákveðið tækifæri ekki alls fyrir löngu. Fyrir hverju eru þær að skála? A: Fyrir því að vera góðu stelpumar og skrifa ekkert ljótt um Vatnsveitusukkið... B: Fyrir „...Innihaldslausuni auglýsingasnepli..." sem þær gáfu út í síðustu viku.... C: Fyrir finnsku „löppunum" sem þær kynntust í Sandgerði í sumar.... 7. Veitingahúsið þar sem keppnin var haldin fékk nýtt nafn á árinu. Það er... A: K-sport B: K-ið C: K-17 8. Nokkrir stúdentar við Fjölbrautaskóla Suðurnesja settu upp öryggishjáhna við skólaslit í vor. Hvers vegna? A: Til að verjast þeim sem féllu með 4,9 B: Þetta voru nemar af iðn- braut að útskrifasl. C: Treystu ekki iðn- aðarmönnunum sem sáu um loftaklæðninguna í Grinda- víkurkirkju. 9. Um mitt sumar safnaðist fjölmenni í Helguvík til að stunda iðju sem er kolólögleg. Hvað var fólkið að gera? A: ... stela bensíni úr tönkum hersins. B: ... hlaupa berrassað í gryttn fjörunni. C:... veiða lax í sjó. 10. Rúnar Júlíusson gerði góða hluti í sumar er hann gaf úr hljómplötu með Bubba Morthens og platan seldist eins og heitar luntmur. Hljómsveitin heitir? A: A.B.C. B: J.C.B. C: G.C.D. 11. Hópur eldri borgara á Suðurnesjum keypti gamla Sparisjóðshúsið við Suð- urgötu í sumar. Hvað ætlast fólkið fyrir? A: Leggja lífeyririnn inn í eigin banka. B: Grafa göng yfir í nýja Sparisjóðinn. C: Breyta húsinu í íbúðir fyrir aldraða. 12. Ungur piltur af Vatns- leysuströndinni, Guðmundur Brynjólfsson, komst í sviðs- Ijósið á árinu fyrir skemmti- legt framtak. Hvað gerði hann af sér? A: Seldi Jóni Baldvin leð- urhattinn. B: Fór fram gegn Steingrími Hennannssyni með sér- framboð. C: Sexfaldaði Reykja- nesbrautina og byggði vatns- rennibraut yfir á Snæfellsnes. 13. Léttsveit TK endur- nýjaði á dögunum samning við Hið íslenska jóla- sveinafélag. Hvað eiga jóla- sveinarnir að gera? A: Skemmta á jólaböllum og skaffa hljómsveitir ef með þarf. B: leysa bæjarstjómina í Njarðvík af í jólaleyfinu... C: Vama því að Kjartan Már komist í vinnuna eftir ára- mótin. 14. Það kom líka hellingur af Finnum til íslands og sett- ust að í Sandgerði. Hvað voru þeir að gera? A: Stofna til vina- bæjarsamstarfs Sandgerðis og Tirkoninnen. B: Dýpka innsiglinguna til Sandgerðis. C: Drekka Finnlandia og stunda sauna. 15. Víkurfréttir og Mynd- arfólk efndu til Ijós- myndasamkeppni í sumar. Eftir hvernig myndum var leitað? A: Myndum af drukknum unglingum í miðbæ Kefla- víkur. B: Sumannyndum. C: Létt-bláum videomyndum úr einkaframleiðslu. 16. Gjöf frá Vatnsveitu Suðurnesja til Keflvíkinga setti allt á annann endann og nefndir klofnuðu þvers og kruss. Hver var gjöfin? A: Reikningamir fyrir sukk- inu. B: Vatnsúðari til vökvunar í skrúðgarðinum. C: Vatnsrennibraut. 17. Það urðu mikil von- brigði vegna álmálsins og ekki síst hjá Vogamönnum. Hvað gerðist? A: Byggingu álvers var sleg- ið á frest. B: Bygging leikskóla varð til þess að ekkert pláss var fyrir álverið. C: Fyrir mistök vom ál- versframkvæmdir skomar niður hjá ríkinu. 18. Miklar veislur voru haldnar í tilefni tímamóta hjá tveimur kirkjum á Suður- nesjuni sem urðu 130 ára nú í haust. Hvaða kirkjur er uni að ræða? A: Útskála- og Kálfatjam- arkirkju. B: Kirkjuvogs- og Kefla- víkurkirkju. C. Útskála- og Kirkju- vogskirkju. 19. Kona nokkur sendi stjórn SK og HSS tóninn vegna meðferðar sem hún hlaut á fyrrgreindum stofn- unum. Konan var... A: Saumuð sundur og sam- an. B: Saumuð eins og slát- urpoki. C: Saumuð eins og jóladúkur með blómamynstri. 20. Telma Birgisdóttir, Ljósmyndafyrirsæta Suður- nesja 1991, fór til Finnlands í sumar. í hvaða erindagjörð- um var hún? A: Smakka nýja framleiðslu á Finnlandia-Vodka. B: Keppa í feg- urðarsamkeppni. C: Keppa í þús- undvatnaleikunum. 21. Lögreglumanni var skellt í gólfið í Glaðheinium í Vogum og var rnálið sent Ríkissaksóknara. Hver var á- stæða þess að löggunni var skellt? A: Hún neitaði að dansa við gestinn. B: Lögreglan hugðist hand- taka mann. C: Það var eina leiðin til að þurrka upp stóran poll á gólf- inu. 22. Og hér er önnur spurn- ing tengd lögreglunni. Eldur kom upp á lögreglustöðinni og hlaust mikið tjón af. í hverju kviknaði? A: Eldsnöggum lögreglu- manni. B: Ljósavél. C: Upptökum frá æfingum lögreglukórsins. 23. Fjöldi fólks frá Póllandi hefur verið hér á Suð- urnesjum allt þetta ár. Hvað er allt þetta fólk að gera? A: Kynna hið vinsæla Prins póló-súkkulaðikex. B: Vinna í fiski. ---------► Matsmaður Óskum eftir að ráða vana handflakara. Einnig vantar okkur mats- mann með frystiréttindi. Upplýsingar í síma 16954. EITILL hf. Höfnum

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.