Morgunblaðið - 08.02.2016, Side 1
M Á N U D A G U R 8. F E B R Ú A R 2 0 1 6
Stofnað 1913 31. tölublað 104. árgangur
TELUR AÐ BÓKIN
EIGI BJARTA
FRAMTÍÐ
SETJA Á AUKINN
KRAFT Í GRÓÐUR-
SETNINGU Á NÝ
ER EKKERT
GAMALT FÓLK
Á ÍSLANDI?
NÝR SKÓGRÆKTARSTJÓRI 14 LIFÐU NÚNA 10AÐALSTEINN ÁSBERG 26
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Heilbrigðisráðherra telur að ekki
þurfi að koma til þess að ríkið yfirtaki
rekstur hjúkrunarheimila af sveitar-
félögum. Bæjaryfirvöld í Vestmanna-
eyjum munu óska eftir upplýsingum
frá ríkinu um það hvenær og hvernig
það geti tekið yfir rekstur hjúkrunar-
heimilisins Hraunbúða. Bætast Vest-
mannaeyjar í hóp sveitarfélaga sem
vilja losna undan þessum rekstri.
Safnast hefur upp 300-400 milljóna
króna viðskiptaskuld Hraunbúða við
ferðarráðuneytið um að ríkið taki við
rekstri hjúkrunarheimilis þar og fleiri
sveitarfélög eru á þeim buxunum.
Skýrist um mánaðamót
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis-
ráðherra segir það verkefni beggja
samningsaðila að finna skynsamlega
lausn á vanda hjúkrunarheimilanna.
Ríkið, sveitarfélögin og viðkomandi
sjálfseignarstofnanir hafi skyldur við
aldraða einstaklinga. „Við getum ekki
verið að kasta öldruðu fólki svona á
milli okkar,“ segir Kristján.
Ráðherra segir að verið sé að fara í
gegnum fjármögnunarlíkan hjúkrun-
arheimila og vonast til að þau mál
skýrist um næstu mánaðamót. Stilla
þurfi saman kröfur sem ætlunin er að
gera í væntanlegum samningum um
þjónustu og fjármögnun hennar. Ætl-
ast sé til þess að rekstraraðili sem fær
fjármagn með daggjöldum frá ríkis-
sjóði sníði reksturinn að fjárframlög-
um.
Birgir Jakobsson landlæknir mun
hitta forsvarsmenn eldri borgara á
fundi í dag.
Vestmannaeyjabæ vegna hallarekst-
urs síðustu ár. Elliði Vignisson bæj-
arstjóri segir að þannig sé ekki hægt
að halda áfram. Það sé lagaleg skylda
ríkisins en ekki sveitarfélagsins að
annast heilbrigðisþjónustu. Hann
segir bæinn tilbúinn að vinna með rík-
inu að yfirfærslunni. Jafnframt vekur
hann athygli á því að hægt sé að spara
verulegar fjárhæðir með því að setja
rekstur beggja heilbrigðisstofnana
ríkisins í Eyjum undir einn hatt og
nota það til að efla heilbrigðisþjón-
ustuna.
Garðabær er í viðræðum við vel-
Hafa skyldur við aldraða
Vestmannaeyjar bætast í hóp sveitarfélaga sem vilja losna undan rekstri hjúkr-
unarheimila Heilbrigðisráðherra vill samvinnu um skynsamlega lausn vandans
MStilla þarf saman »4
Bolludagurinn er genginn í garð enn eitt árið og munu landsmenn m.a.
halda upp á hann í dag samkvæmt dönskum sið, með bolluáti og fleng-
ingum. Jón Albert Kristinsson, formaður Landssambands bakarameistara,
hefur staðið vaktina í þónokkur ár við að fullnægja þörfum landans fyrir
hið fyrrnefnda en þrátt fyrir hægfara þróun ár segir hann hefðbundnar
bollur enn ráðandi á markaðnum. Ef reiknað er með að hver Íslendingur
borði 3-4 bollur á bolludaginn og helgina á undan fer heildarneyslan yfir
milljón stykki og þyngdin gæti numið á annað hundrað tonnum.
Í Suður-Þingeyjarsýslu hefur Kvenfélag Aðaldæla um árabil keyrt út
bollur, sem konurnar baka. Baksturinn er hluti af fjáröflun félagsins til
góðgerðarmála og vakna konurnar í Aðaldal eldsnemma á sunnudags-
morgninum fyrir bolludag og baka saman í félagsheimilinu Ýdölum. Keyrt
er í fjórar sveitir, þ.e. Aðaldal, Kinn, Reykjadal og Reykjahverfi, enda á
marga sveitabæi að fara. Bollubíllinn er alltaf velkominn því bollurnar frá
Kvenfélagi Aðaldæla þykja mikið hnossgæti.
Landsmenn borða
bollur í tonnavís
Rjóma- og krembollur einkenna mataræði landans á bolludegi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Forskot á sæluna Fanney Rún Guðmundsdóttir og Marta María brögðuðu á bollum í gær, ýmist með rjóma, súkkulaði, sultu eða flórsykri.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Bollur úr bollubíl Í S-Þingeyjarsýslu, f.v. Helga Sigurbjörg Gunnarsdóttir,
Edda Hrönn Hallgrímsdóttir, Arndís Inga Árnadóttir og Katla Ólafsdóttir.
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum
áformar að byggja nýja uppsjávar-
fiskvinnslu í Vestmannaeyjum en
tækjabúnaður núverandi vinnslu er
kominn til ára
sinna að sögn
Sigurgeirs Brynj-
ars Kristgeirs-
sonar, fram-
kvæmdastjóra
Vinnslustöðvar-
innar. Kemur
nýja vinnslan til
með að auka
frystiafköst upp-
sjávarfiskvinnsl-
unnar og vinnslugetu Vinnslustöðv-
arinnar. Nýja vinnslan verður til að
mynda sjálfvirkari en sú sem nú
stendur til að endurnýja.
Sigurgeir Brynjar segir stefnt að
því að framkvæmdum við nýju
vinnsluna verði lokið um mánaða-
mótin júlí/ágúst á þessu ári, en fyrir-
tækið hefur óskað eftir tilboðum í
frystikerfi vinnslunnar með útboði.
Staðsett nær lönduninni
Nýja fiskvinnslan verður staðsett
nær löndunaraðstöðinni en núver-
andi vinnsla. Framkvæmdirnar fela
m.a. í sér eina nýbyggingu; mótor-
hús undir frystikerfið, en vinnslan
sjálf verður í Mjölhúsi sem er í eigu
Vinnslustöðvarinnar.
Sigurgeir Brynjar segir að núver-
andi vinnsla og húsnæði muni standa
áfram, í það minnsta fyrst um sinn,
þannig að Vinnslustöðin getur áfram
verið þar með starfsemi gerist þess
þörf. „Svo leiðir tíminn það í ljós
hvað við gerum þar,“ segir Sigurgeir
Brynjar.
Ný fisk-
vinnsla
í Eyjum
Vinnslustöðin upp-
færir tækjakostinn
Sigurgeir Brynjar
Kristgeirsson
Öryggisráð
Sameinuðu þjóð-
anna fordæmdi í
gær eldflaugar-
skot Norður-
Kóreumanna og
hvatti til þess að
unnið yrði að
frekari aðgerð-
um gegn þeim
vegna „hættu-
legra og alvar-
legra brota“ þeirra á ályktunum
ráðsins. Að sögn fréttaveitunnar
AFP bendir þó ekkert til þess að
Kínverjar, sem eru með neit-
unarvald í ráðinu, láti af andstöðu
sinni við harðar refsiaðgerðir gegn
einræðisstjórninni í Norður-Kóreu
vegna málsins. »13
Öryggisráð SÞ for-
dæmir N-Kóreu
Eldflaug skotið á
loft í N-Kóreu.