Morgunblaðið - 08.02.2016, Page 2

Morgunblaðið - 08.02.2016, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Þrír hópar flugáhugamanna í borg- inni vinna nú að því í nokkru sam- starfi að setja saman þrjár flugvélar sem keyptar voru á Ítalíu í haust. „Við áformum að fljúga vélunum í sumar og þeir fyrstu stefna að því að fara í loftið um páskana,“ segir Gylfi Árnason, verkfræðingur og flug- áhugamaður. Fleiri eru að smíða og setja saman flugvélar því í Flug- görðum á Reykjavíkurflugvelli eru a.m.k. fimm flugvélar í smíðum um þessar mundir Gylfi fór ásamt Óla Öder Magn- ússyni til Ítalíu síðasta haust og keyptu þeir þrjár eins hreyfils vélar af Savannah-gerð í verksmiðju rétt utan við Tórínó. Vélarnar komu til landsins í kössum í stórum gámi og fjögurra manna hópur sem Gylfi til- heyrir er með aðstöðu í skýli í Flug- görðum og þar er fyrir önnur vél sem hópurinn á. Þriggja manna hópur er með að- stöðu í bílskúr í Breiðholtinu og er sá hópur lengst kominn, enda orðið þröngt í bílskúrnum. Tveir eru í þriðja hópnum og hafa þeir aðstöðu uppi á lofti í smiðju á Stórhöfða. Allt sem tilheyrir er í kassanum „Framleiðandinn gefur út að vinn- an við að koma þessu saman taki um 350 klukkustundir,“ segir Gylfi. „Við reiknum hins vegar með að þetta taki okkur 7-800 tíma, kannski vegna þess að við höfum svo gaman af tví- verknaði,“ segir Gylfi. Spurður hvað gerist ef afgangur verði af skrúfum, svarar hann því til að þá verði vélin léttari sem því nemi! Hann segir að þetta sé ekki ólíkt því að fara inn í búð og kaupa módel af skipi eða flugvél. Allt sem tilheyri sé í kassanum, hvort sem það séu spaðar, vængir, mælar, mótor, sæti eða ál í skrokkinn sjálfan. „Það er síðan okkar að setja þetta saman með draghnoðum eftir nákvæmum teikningum og merkingum. Það eina sem vantar er talstöðin, málningin og bensín á mótorinn.“ Vélarnar eru nánast sams konar, en þó er gert ráð fyrir að tvær verði skráðar sem fis, en ein sem flugvél. Gylfi segir að í raun sé fis ekki annað en lítil flugvél, en meiri kröfur séu þó gerðar um flugréttindi á flugvélum. Fisin fái einkennisstafi með tölustöf- um með TF fyrir framan, en flug- vélin verði merkt með bókstöfum. Hann segir að við samsetningu á flugvélinni njóti hann og félagar eftirlits Flugsmiðafélags Íslands og aðstoðar við skráningu þegar þar að kemur. Morgunblaðið/Golli Í Fluggörðum Smátt og smátt tekur vélin á sig mynd og í sumar fer hún á loft. Flugvélasmiðirnir eru frá vinstri Sigurjón Sindrason, Styrmir Bjarna- son og Gylfi Árnason. Fjórði maður í hópnum er Þórhallur Óskarsson. Þrjár flugvélar komu til landsins í stórum gámi  Reikna með 700 klukkutímum í að setja hverja vél saman Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nú í vikunni ættu að liggja fyrir niðurstöður mælinga úr loðnuleit síð- ustu daga. Rannsóknarskip Hafrann- sóknastofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, stefna nú að hryggnum norðan og vestan við Kol- beinsey, sem eftir er að kanna. Þann- ig verður hringnum umhverfis landið lokað. „Skipin eru fyrir vestan og norðan en vinna hvort á móti öðru og mætast svo á Kolbeinseyjarsvæðinu,“ sagði Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafannsóknastofnun, í samtali við Morgunblaðið í gær. Til viðbótar mælingum skipverja á rannsóknar- skipunum tveimur segir Þorsteinn að aflabrögð grænlenskra, norskra og íslenskra loðnuskipa sem eru fyrir austan og norðan landið verði tekin með í breytuna við útreikninga á stofnstærð. „Skipin fyrir austan eru milli 20 og 30 og hafa verið að fá eitthvert kropp síðustu daga,“ segir Þorsteinn. Á dögunum var gefinn út 173 þúsund tonna loðnukvóti og sem fyrr segir ættu línur að skýrast nú í vikunni um hvort kvóti verði aukinn. Norskir á Fáskrúðsfirði Mikið var um að vera við höfnina á Fáskrúðsfirði í gær. Fyrst var landað 1.400 tonnum af kolmunna úr Hoffelli SU, sem er uppsjávarskip Loðnu- vinnslunnar. Sá afli fékkst á Fær- eyjamiðum. Í framhaldinu komu fjög- ur norsk skip inn til löndunar, sem hafa verið að veiðum fyrir austan landið að undanförnu, en 25 norsk skip hafa tilkynnt Gæslunni komu sína inn í landhelgina. „Loðnan sem við erum að fá núna er stór og falleg. Þetta er afbragðs- gott hráefni í frystingu, um 40 stykki í hverju kílói og við höfum því úr nægu hráefni að vinna meðan brælan sem nú er brostin á stendur,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar. Loðnuna segir Friðrik Mar vera selda til kaupenda í löndum Austur- Evrópu. Og til að koma vörunni þang- að var flutningaskipið Silver Copen- hagen í Fáskrúðsfjarðarhöfn í gær, þar sem um borð voru lestuð 900 tonn af afurðum, frystri loðnu og makríl. Morgunblaðið/Albert Kemp Löndunarbið Mikið var umleikis á Fáskrúðsfirði í gær og þangað komu fjögur norsk loðnuskip með afla. Fremst er ný frystigeymsla Loðnuvinnslunnar. Hringnum lokað við Kolbeinsey  Rannsóknarskipin mætast fyrir norðan landið  Niðurstaðna loðnuleitar að vænta í vikunni  25 norsk skip hafa tilkynnt komu sína  Loðnan stór og falleg Rekstrarniðurstaða A-hluta fjárhags- áætlana sveitarfélaga 2016 er í heild- ina tekið ívið betri en kom fram í fjár- hagsáætlunum þeirra fyrir árið 2015. Afkoma sveitarfélaga á svonefndu vaxtarsvæði, þ.e. sveitarfélög frá og með Borgarbyggð, suður um Reykja- nes og til og með sveitarfélaginu Ár- borg, Akureyrarkaupstaður, Fljóts- dalshérað og Fjarðabyggð, er þó heldur lakari en á árinu 2015. Þetta kemur fram í skýrslu Sam- bands íslenskra sveitarfélaga um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir árið 2016. Í skýrslunni segir enn- fremur að launakostnaður sveitarfé- laga hafi hækkað verulega og þrátt fyrir að hækkandi útsvarstekjur komi á móti og hagrætt sé í rekstri sveitarfélaga eftir föngum þá er mis- jafnt milli sveitarfélaga hvernig nið- urstaðan lítur út. Aukið veltufé frá rekstri Veltufé frá rekstri hjá A-hluta sveitarfélaga eykst um 4,3 milljarða kr. á milli ára, eða úr 7,7 prósentum af heildartekjum í 8,6 prósent. Á fyrr- nefndum vaxtarsvæðum lækkar hlut- fall veltufjár þó um 0,1 prósent, en á vaxtarsvæðunum eru skuldir og skuldbindingar A-hluta á hvern íbúa hæstar, 1,1 m.kr. á íbúa. Þá segir í skýrslunni að fjárfest- ingar hjá A-hluta séu áþekkar milli ára, minna verður tekið af nýjum langtímalánum en á fyrra ári og af- borganir langtímalána lækka einnig. ash@mbl.is Rekstur sveitarfé- laga betri  Afkoma á „vaxtar- svæðum“ versnar Göngumaður sem slasaðist alvarlega eftir fall í Skarðsheiði í fyrradag gekkst undir aðgerð á Landspítalanum í gær. Honum var haldið sofandi í öndunarvél í gærkvöldi, samkvæmt upplýsingum frá gjörgæsludeild spít- alans. Slysið varð þegar hópur göngufólks var á ferð í Skarðsdal í Skarðsheiði í fyrradag. Tvö úr hópnum féllu og slösuðust. Talið er að karlmaður á fimm- tugsaldri hafi runnið um 100 metra niður hlíð dalsins. Var hann alvarlega slasaður. Kona á sjötugsaldri er talin minna slösuð. Aðstæður á slysstað voru erfiðar og tafsamt fyrir björgunarveitir að komast á vettvang. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA, sótti fólkið. Göngumaður alvarlega slasaður Lögreglu var tilkynnt um hópslagsmál í Skeifunni síðdegis á laugardag og að menn notuðu kylfur og hamar. Fram kemur í yfirliti lögreglu að fjórir menn hafi verið handteknir og vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Nánari upplýsingar fengust ekki frá lögreglu í gær. Talsvert var um útköll og afskipti lögreglu um helgina, ekki síst vegna ökumanna sem voru í annarlegu ástandi vegna áfengis eða fíkniefna. Tilkynnt um hópslagsmál í Skeifunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.