Morgunblaðið - 08.02.2016, Síða 17

Morgunblaðið - 08.02.2016, Síða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2016 ylja okkur á erfiðum tímum og munum við geyma margar góðar minningar í hjörtum okkar. Mamma var mikill listakona og liggja eftir hana margir munir og handverk sem við njótum áfram. Hún hafði gaman af ferðalögum og nutum við þess að hafa hana hjá okkur þegar hún kom norður. Alltaf var gaman að fara í ferðalög og bíltúra með henni þar sem já- kvæðni hennar var alltaf með í för. Þegar við fjölskyldan komum suð- ur opnuðu hún og pabbi, meðan hann lifði, heimili sitt fyrir okkur með bros á vör og var ekki annað tekið í mál en við gistum hjá henni og var alltaf jafn notalegt að vera þar. Hún var yndisleg mannekja sem verður sárt saknað og mik- ilvæg í lífi okkar allra. Þótt alltaf sé erfitt að kveðja veit ég að hún var orðin þreytt og veit að nú hef- ur hún fengið hvíld. Hvíl í friði, elsku besta okkar, sem gafst okk- ur svo mikið. Minning þín verður ljós í lífi okkar. Katrín, Stefán, Elvar Örn og Ingólfur Björn. Komin yfir sumarlandið tengdamóðir mín eða amma Erla eins og ég kallaði hana. Kynni mín af henni voru ein- stök og sagði ég stundum við hana að ég vildi hafa kynnst henni fyrr. Hún tók mér, dóttur minni og tengdasyni opnum örmum. Fróð var Erla og mikil hæfi- leikakona, sjálfstæð, góð og gjöf- ul, sokkar og vettlingar frá henni hlýja mér og mínum á köldum dögum, fallegu augun hennar og blíða brosið. Skilningur á mannlegu eðli og reynsla lífsins sem hún miðlaði mér og mínum eru okkur ómet- anlegt. Hennar er sárt saknað en góðar minningar hugga okkur í sorg okkar. Þakklæti fyrir dýrmætar stundir lifa í minningunni um þig. Guð verði með ykkur öllum og styrki ykkur í sorg ykkar. Blessuð sé minning þín, Erla amma. Þórey (Æja). Amma, Erla Svanhvít Guð- mundsdóttir, var yndisleg og góð manneskja. Hún var glæsileg í út- liti, ávallt vel tilhöfð og klæddist fallegum fötum. Hún var atorku- söm, fimm barna móðir og eigin- kona, kona athafna, listasmiður í málma og gler og hannyrðakona góð. Stórfjölskyldan hefur notið góðs af ullarflíkum og listmunum frá henni. Amma var félagslynd, rík af vinum og elskuð af fjöl- skyldu og ættmennum. Hún ræktaði frændgarðinn, vini og vandamenn og var forsprakki þess að stórfjölskyldan héldi tengslum sín á milli. Í minningunni skín sólin og bros ömmu á sínum stað og stutt í hlátur. Amma var afreksíþrótta- kona á yngri árum. Hún stundaði fimleika með Ármanni og um ára- bil spilaði hún badminton. Fjölda verðlaunapeninga átti hún frá þessum tíma og á einum og einum stóð ritað Íslandsmeistari. Við unga fólkið nutum þess að stunda badminton með henni og ferðirn- ar í fjöllin voru ófáar til skíðaiðk- unar. Eitt sinn sagði amma mér frá því að hún og Þorbjörn afi hefðu byrjað að skjóta sér hvort í öðru, er þau voru í starfi hjá Fé- lagsprentsmiðjunni á fimmta ára- tugnum, en á þeim tíma var Vísir prentaður þar. Hún sagði mér frá þessu þegar ég starfaði sjálfur á tíunda áratugnum í prentsmiðj- unni sem var í yfir 100 ár í eigu fjölskyldu Kristínar konunnar minnar. Mér þótti þetta skemmti- leg tenging, hvort sem um örlög eða tilviljun væri að ræða. Amma mín, Guð gefi þér ljós og frið. Vilhjálmur, Kristín Sigurfljóð, Halldór Rúnar og Katrín Sigurfljóð. Elsku amma, ég veit nú ekki hvar ég á að byrja, minningarnar eru svo ótrúlega margar, ég var nú ekki gömul þegar ég komst upp á lagið með að fá að sofa hjá þér um helgar þegar afi var á sjónum, alltaf var jafn gott að fá að kúra hjá þér. Alltaf varstu jafn yndislega ljúf og góð. Man þó eftir einu skipti að þú skiptir skapi og varst ekki sátt við mig, málið var að ég hef verið 5-6 ára og vaknaði snemma hjá þér, fór fram á bað- herbergi og fór að skoða mjög spennandi snyrtisett með litlum skærum, mér fannst nú ekki mik- ið mál að snyrta sjálf á mér hárið, þú varst nú ekki sömu skoðunar og sagðir: Guð minn góður, hvað á ég að segja mömmu þinni? Ég fékk að ganga með húfu það sum- ar. Gæti þulið upp óendanlega margar skemmtilegar minningar frá ferðalögum, sumarbústaða-, rútuferðum og búðarápi sem var þitt yndi. Ásamt því að vera virk í fjölmörgu félagsstarfi og ósjaldan þegar við kíktum í heimsókn voru vinkonurnar hjá þér í kaffi. Gjafmildi þín var endalaus, ást og hlýja, yfirleitt eftir heimsókn bættist gullmoli í safnið, enda kona með frábæra hæfileika hvort sem var í silfursmíði, gleri, postu- líni eða hannyrðum. Það er sárt að hugsa til að þú sért horfin, elsku amma mín, þín er sárt saknað, þvílíkt ríkidæmi að hafa átt þig alla mína ævi. Hvíl í friði. Þín Erla Þorbjörg. Elsku besta amma mín er látin. Ég er svo heppin að fá að bera nafnið hennar og er ég stolt af því að vera alnafna svona merkrar og duglegrar konu sem aldrei kvart- aði og hafði fjölskylduna ávallt í fyrirrúmi. Ýmsar minningar koma upp í hugann á þessum tím- um. Alltaf var gott að koma í heimsókn til ömmu og tók hún alltaf vel á móti sínu fólki með hlýju og góðum veitingum. Pönnukökurnar hennar ömmu voru bestar í heimi. Amma var alltaf jákvæð, æðrulaus og sýndi mér og mínum alltaf mikinn áhuga. Hún vildi fylgjast með hvað allir voru að gera og vílaði ekki fyrir sér að muna nöfn allra afkomendanna enda var ættbog- inn orðinn ansi stór. Þegar ég var lítil minnist ég þess að amma var alltaf til í leik og spilaði fótbolta og kastaði sér á eftir boltanum við mikinn fögnuð barnabarnanna. Ekki grunaði mig að síðustu ára- mót yrðu þau síðustu sem amma setti upp partýhattinn við matar- borðið á gamlárskvöld og að tími ömmu hér á jörð væri að styttast svo mjög. Nú er hún komin á betri stað og laus við þrautir síðustu mánaða og afi hefur tekið á móti henni opnum örmum. Takk fyrir allt, amma mín, þú munt eiga pláss í hjarta mínu um ókomna tíð. Ég vil ljúka þessu á vísu eftir Vatnsenda-Rósu sem á vel við á þessum tímum. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. Þín nafna, Erla Svanhvít. Ég sit hér og hugsa um Erlu og leiði hugann mörg ár aftur í tím- ann, alveg frá því að við vorum litlar stelpur, ég bjó í Skerjafirði og hún á Grímsstaðaholti, síðan flutti hún í bæinn, þá sáumst við ekki fyrr en í fimleikum hjá Ár- manni í húsi Jóns Þorsteinssonar. Við fórum að stunda skíði í Jós- efsdal þar sem Ármenningar höfðu aðstöðu, og áttum við þar margar dásamlegar stundir bæði vetur og sumar í mörg ár. Svona gekk þetta, t.d. voru mennirnir okkar saman í frjálsum íþróttum í Ármanni. Við vorum saman í saumaklúbbi í um það bil 45 ár, að ég tali nú ekki um spilaklúbbinn þar sem við spiluðum brids til fjölda ára, ég vil þakka Erlu vin- konu minni fyrir allar þessar samverustundir. Þín vinkona, Sunneva (Sunna). Það syrtir að þegar vinirnir hverfa. Ein af mínum bestu æskuvinkonum er fallin frá. Erla Svanhvít Guðmundsdóttir, Gull- smára 9. Þegar ég lít til baka hrannast upp ótal ánægjustundir æskuár- anna. Okkar leiðir lágu snemma saman og aldrei bar skugga á vin- áttuna, þó við værum ekki alltaf sammála. Við virtum skoðanir hvor annarrar. Eftirminnileg framganga þín og prúðmennska vakti strax athygli mína við fyrstu kynni. Þér var hún svo eðlislæg svo sómi var að. Tel mig lánsama að hafa orðið vináttu þinnar aðnjótandi í gegnum árin. Þú varst traustur vinur sem aldr- ei brást. Vandvirk og vönduð til munns og handa. Við nutum þess svo sannarlega hvað margvísleg áhugamálin lágu vel saman. Skíðaferðir í Bláfjöll- um og skautaferðir á flóðlýstri tjörninni í Reykjavík við dynjandi músíkina koma strax upp í hug- ann. Ekkert sjónvarp sem trufl- aði útivistaráhugann þá. Vorum duglegar að fiska upp allskyns kúrsa bæði innan- og utanlands. Brugðum okkur m.a. í einn besta málaskóla í Brighton á Englandi, með tilheyrandi inntökuprófi svo við næðum betri árangri í nám- inu, á réttum stað í kerfinu. Mikið upplifelsi og skólinn frábær. Ekki nóg með það, heldur fórum við líka til S-Þýskalands í málaskóla sem eiginkona íslensks lista- manns stofnsetti og nýtti sér hús- næði í lúxusvillu í eigu bróður síns, sem stóð ónotuð vegna bú- ferlaflutninga hans til Sviss þar sem hann var starfandi læknir. Þar nutum við lífsins í vellysting- um á við fimm stjörnu hótel. Sannkölluð ævintýraferð. Já, margs er að minnast. Bara smá brot af langri vegferð saman. Man líka hvað sýningarflokkur Ármanns í fimleikum kvenna var flottur. Þar var Erla og sómdi sér vel. Trúlega genetískir eiginleik- ar því Albert bróðir hennar var afreksmaður með meiru í íþrótt- um, eins og svo margir vita. Þau áttu ekki langt að sækja það því móðir þeirra var mikilvirk hann- yrðakona og faðir þeirra gull- smiður. Já, Erla var hagleik- skona við hvaðeina sem hún tók sér fyrir hendur. Hún naut þess líka að spila bridge reglulega, enda slyngur spilari. Já, áhuginn var víða. Elskulega Erla mín. Ég kveð þig með djúpum söknuði. En það er lífsins saga að kynslóðir koma og kynslóðir fara. Tómlegt að hugsa sér tilveruna án þín og ein- staklega erfitt að geta ekki fylgt þér síðasta spölinn. Tregafull kveðja og hafðu hjartans þökk fyrir samfylgdina. Innilegar sam- úðarkveðjur til aðstandenda þinna. Hvíl í friði. Þín æskuvinkona, Rannveig (Ransý). Nú þegar ég lít til baka minnist ég ömmu með gleði og væntum- þykju. Hún var einstakur per- sónuleiki og sjaldan lognmolla í kringum hana. Minningarnar hrannast upp og það er dýrmætt, því það eru þær sem verða eftir og varðveitast. Þær fyrstu sem koma upp í hugann eru þegar hún hringdi í mig í hvert skipti sem kvennalandsliðið í fótbolta var nýbúið að spila og lýsti atburða- rásinni á sama hátt og þaulvön- ustu íþróttafréttamennirnir eða þegar hún bauð okkur systkinun- um að skreyta íbúðina rétt áður en jólahátíðirnar skullu á, hefð sem viðhélst í fjölmörg ár. Ég man líka hvað amma mín var þrautseig þó svo heilsunni færi hrakandi. Hún var föst á sínu og persónueinkenni hennar hurfu aldrei, hún var áræðin, hnyttin, forvitin og hreinskilin, stundum svo hreinskilin að fólki brá í brún en við sem þekktum hana vissum að á bakvið orðin leyndist ekkert nema gott. Þó svo að amma hafi ekki lagt stund á íþróttir varð hún áhugakona með aldrinum og þeg- ar hún lá á sjúkrahúsinu lækkaði einn hjúkrunarfræðingur örlítið í sjónvarpinu og þá var amma sko fljót að koma í veg fyrir það. Íþróttafréttirnar voru í gangi og á þær skyldi hlustað. Það gleður mig að hún var alltaf söm við sig og litaði heiminn á sinn hátt. Nú er hún búin að kveðja okkur og skilur eftir sig skarð sem verður ekki fyllt. Ég á eftir að sakna sím- hringinganna, heimsóknanna og nærveru þinnar. Hvíl í friði, elsku amma mín. Þinn Guðberg (Beggi). Elsku amma mín hefur kvatt í síðasta sinn. Það er erfitt að hugsa til þess að ég muni ekki hitta hana meira, geti ekki hringt og spjallað við hana. Ég get þó huggað mig við að eiga margar góðar minningar um hana. Hún var mjög skemmtileg og litrík persóna. Hún gat alltaf látið mann fara að hlæja og á ég ótal skemmtileg myndbönd af henni. Það var auðvelt að plata hana með sér að gera ótrúlega hluti, hún var alltaf til í að spila með. Ég hlakk- aði alltaf til að fá hana í heimsókn norður og þá var ýmislegt brallað. Hún lét sig hafa það að fara með mér á skíði þó að hún hefði aldrei stigið á skíði, prófaði vespuna mína þrátt fyrir að hafa aldrei keyrt vespu. Það var alltaf fjör þegar barna- börnin komu saman í „ömmu-hitt- ing“ sem hún var svo dugleg að halda. Því miður náði ég ekki að kveðja þig, amma mín, en þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Hvíl í friði, elsku amma mín. Þín verður sárt saknað. Erna Rún Halldórsdóttir. Það stingur í hjartað og er hálf ótrúlegt að hugsa til þess að nú sért þú farin frá okkur, elsku amma mín. Þó að kroppurinn þinn hafi verið orðinn lúinn, varstu alltaf hressasta amman í bænum og erfitt að kveðja þig svona skyndilega. Ef okkur krakkana langaði að gera eitthvað skemmtilegt þá strandaði það aldrei á þér, þú varst til í alla vit- leysuna sem okkur datt í hug. Minningarnar eru dýrmætar nú þegar þú ert farin frá okkur, svo mikið sem við höfum brallað sam- an í gegnum tíðina og notalegt að rifja þær upp núna. Amma Sigrún var ekki hefð- bundin kona að neinu leyti. Hún var alveg dásamlega einstök, oft þannig að maður botnaði ekkert í henni. Hún var hreinskilin, góð- hjörtuð, sjálfstæð, uppátækja- söm, mikill húmoristi og einstak- lega hress. Hún var líka uppstökk og fljót að hneykslast þegar henni var brugðið. Við hjónin stóðumst því ekki mátið þegar við komumst að því að von væri á tvíburum að stríða ömmu smávegis. Amma hafði ákveðið að prjóna skírnar- kjól fyrir okkur barnabörnin sem ganga átti á milli komandi lang- ömmubarna. Kjóllinn var marga mánuði í smíðum og hún var stolt af honum. Þegar við komum til hennar í kaffi til að segja frétt- irnar sögðum við að hún þyrfti eiginlega að gera annan kjól, það hefði nefnilega svolítið komið upp á. Ég var ekki búin að sleppa orð- inu þegar kjálkinn á ömmu datt niðrí gólf og hún snarstansaði í sporunum, haldandi að við hefð- um týnt kjólnum eða að hann væri skemmdur. Það létti þó jafnskjótt yfir henni aftur þegar í ljós kom að sú var ekki raunin, þá sagði amma auðvitað „en æðisgengis- legt!“ eins og henni einni var lag- ið. Hún var ekki lengi að snara öðrum kjól. Þegar tvíburarnir, þau Jóhann og Guðrún, fæddust svo í maí varð hún strax einn af þeirra allra mestu aðdáendum. Hún hringdi reglulega til okkar í Sviss þar sem við búum og vildi fá að fylgjast með öllu sem var að gerast. Hún kom svo oft og mörgum sinnum í heimsókn til okkar hingað á Glit- vellina til þess að létta undir með þreyttri móðurinni og þótti meira að segja bara æðisgengislegt að fá að skipta á bleyjum. Hún var mjög skotin í tvíburunum og þeir í henni. Amma var mikil listakona, sér- staklega með prjónana og hún skilur eftir sig heilan fjársjóð af prjónuðum flíkum. Hún var líka svolítil dellukona þegar kom að handavinnu og hefur hellt sér á bólakaf í t.d. silfursmíði, víravirki, tréútskurð og málaralist. Ömmu var mikið í mun að leyfa sköpun- argleðinni að ráða ferð og því var oft gaman að koma í heimsókn til hennar enda treysti hún okkur krökkunum til ýmissa verka sem aðrir gerðu ekki. Til dæmis leyfði hún okkur að taka þátt í að mála íbúðina sína og við fengum líka leyfi til þess að verða sérstakir jólaskreytingastjórar heima hjá henni sem var mikill heiður. Ég hlakka til að segja krökk- unum mínum allar sögurnar af lit- ríku langömmu þeirra. Þú veist að þín verður sárt saknað ,elsku amma, alltaf. Hanna Sigrún Sumarliðadóttir. Elsku besta Þura frænka mín, eða Þura mamma eins og ég kallaði þig oft, er því miður búin að kveðja hér á jörð eftir að hafa bar- ist af hörku við illvígan sjúkdóm, sem tók hana héðan of fljótt. Ég er afar þakklát fyrir að hafa fengið að þekkja svona yndislega konu eins og Þuru og ég á margar góðar minningar með henni sem ég mun geyma í hjarta mínu eins og gull. Ég var svo heppin að hafa fengið að búa hjá ykkur Svenna í Erlu- hólunum nokkur sumur og einn vetur. Mikið var það dásamlegt þegar ég kom heim frá útlöndum og fór að sofa heima hjá ykkur enþá var alltaf svo góð útilykt af rúmfötunum sem þú varst búin að hafa fyrir að hengja út á snúru. Þura var alltaf svo myndarleg og átti svo fallegt og hlýlegt heimili. Það var alltaf svo gaman að vera með ykkur og þið voruð svo góð við mig. Eitt dæmi um það var að Þuríður Sölvadóttir ✝ Þuríður Sölva-dóttir fæddist 21. júní 1946. Hún lést 20. janúar 2016. Útför Þuríðar fór fram 4. febrúar 2016. ef ég kom upp í kringum matmáls- tíma þá var mér allt- of boðið í mat þannig að ég reyndi að koma ekki oft upp þá, því ég kunni ekki við að vera alltaf að borða hjá ykkur, þó að ykkur hafi ekki fundist það mikið mál. Á kvöldin var oft spjallað og hlegið sem var mjög skemmtilegt, þó að stundum skildi ég nú voða lítið þegar verið var að ræða um golf- íþróttina sem ykkur fannst svo gaman að stunda, en það var allt í lagi. Alltaf þegar ég spurði Þuru hvernig hefði verið í golfi, þá svar- aðir hún alltaf að það hefði verið skemmtilegt, hvort sem henni gekk vel eða ekki. Mörg kvöld sát- um við og spjölluðum fram á nótt þegar strákarnir þínir voru farnir að sofa, enda er það algengt í okk- ar ætt að vaka lengi. Oft litum við á klukkuna og uppgötvuðum að hún var orðin ansi margt og við áttum að mæta snemma í vinnu, en það gerði ekkert til og við vor- um búnar að gleyma því næsta kvöld. Mér fannst svo gaman þeg- ar ég var lítil og fór með mömmu og pabba á Þingvelli til ykkar og yndislegra foreldra þinna í sum- arbústaðinn þeirra. Mér finnst svo yndislegt að þið Svenni og fjöl- skyldan gátuð komið hingað eitt kvöld á síðustu Þjóðhátíð og hald- ið upp á það að þið kynntust hér 50 árum áður. Þura var svo sterk og æðrulaus, hún var oft búin að spyrja mig hvernig ég hefði það eftir bakuppskurðinn minn, þrátt fyrir að hún væri mikið veik og að glíma við ólæknandi sjúkdóm. Hún var svo falleg kona bæði að innan sem utan. Ég fékk svo fal- legt jólakort frá henni síðustu jól með svo fallegum og hlýlegum orðum. Elsku Þura mamma, ég þakka þér fyrir allt sem þú kennd- ir mér og gerðir fyrir mig og allar samverustundir. Ég vona að þú sért komin á góðan stað til þeirra sem eru áður farnir og að þú finnir hvergi til lengur. Ég votta elsku Svenna, Siddý, Lindu, Sölva og fjölskyldum þeirra og öðrum ástvinum mínar dýpstu samúð. Megi Guð og aðrir góðir vættir styrkja ykkur og styðja í gegnum erfiða tíma. Þeir segja mig látinn, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá hjarta mínu berst falleg rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem ykkur er ætlað að gleðja. (Höf. ók.) Ástarkveðjur Halla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.