Morgunblaðið - 08.02.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.02.2016, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2016 ✝ RagnhildurHelgadóttir fæddist í Reykja- vík 26. maí 1930. Hún lést 29. jan- úar 2016 eftir stutta sjúkralegu. Foreldrar Ragn- hildar voru hjónin Kristín Bjarna- dóttir húsfreyja, f. 1894, d. 1949, og Helgi Tómasson yfirlæknir, f. 1896, d. 1958. Bræður Ragnhildar eru Tóm- as, f. 1927, Bjarni, f. 1933, og Brynjólfur, f. 1951. Móðir Brynjólfs var seinni kona Helga, Ragnheiður Brynjólfs- dóttir, f. 1912, d. 2004. Ragnhildur giftist 9. sept- ember 1950 bekkjarbróður sín- um Þór Vilhjálmssyni, f. í Reykjavík 9. júní 1930, d. 20. október 2015. Foreldrar hans voru Inga Árnadóttir, f. 1903, d. 1995, og Vilhjálmur Þ. Gíslason, f. 1897, d. 1982. Afkomendur Ragnhildar og Þórs eru: 1) Helgi, f. 1951, kvæntur Guðrúnu Svanfríði Eyjólfsdóttur, f. 1952. Dætur þeirra eru Ragnhildur, f. 1972, gift Halldóri Eiríkssyni og eiga þau þrjú börn, og Svana, f. 1977, gift Brynjari Ágústs- syni og eiga þau fjögur börn en faðir þess elsta er Óli Hall- landi. Hún var fyrst kvenna forseti í deildum Alþingis, neðri deildar þingsins 1961- 1962 og aftur 1974-1978. Hún var forseti Norðurlandaráðs 1975, einnig fyrst kvenna og formaður Íslandsdeildar á þingi Evrópuráðsins 1987- 1991. Hún sat í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1963-1971 og 1979-1981 og var formaður Landssambands sjálfstæð- iskvenna 1965-1969. Hugðarefni Ragnhildar í stjórnmálum voru einkum kvenréttindi og mannréttindi, fjölskyldu- og velferðarmál auk mennta- og menningar- mála. Hún flutti frumvörp um skattamál hjóna, lægri húsnæðiskostnað fyrir ungt fólk og öryrkja, athugun á þörf atvinnulífs fyrir háskóla- og tæknimenntun og útvarps- lög. Meðal þess sem hún var ánægðust með sjálf var fæðingarorlof fyrir konur í verkalýðsfélögum. Hún starfaði einnig utan vettvangs stjórnmálanna, rak verslun 1954-1955, var lög- fræðingur Mæðrastyrks- nefndar 1959-1960 og 1964- 1971, ritstýrði Lagasafni 1982- 1983 og var formaður stjórnar stofnunar Árna Magnússonar 2006-2009. Hún bjó frá 1994-2002 í Genf og Lúxemborg vegna starfa manns síns sem þar var dómari. Útför Ragnhildar verður gerð frá Neskirkju við Haga- torg í dag, 8. febrúar 2016, klukkan 15. dór Konráðsson. 2) Inga, f. 1955, gift Stefáni Einarssyni, f. 1953. Börn þeirra eru Ásta, f. 1978, en hún fórst í Bleiksárgljúfri sumarið 2014, Þór, f. 1992, og Kol- beinn, f. 1994, unnusta hans er Steinunn Kristín Helga Þórarins- dóttir. 3) Kristín, f. 1960, gift Þóri Óskarssyni, f. 1957. Börn þeirra eru Birna, f. 1988, gift Ingólfi Birgissyni og eiga þau eitt barn. Heimir, f. 1990, og Heiður, f. 1993. 4) Þórunn, f. 1968. Ragnhildur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1949 og lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 1958. Hún var á lista Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar 1953 og aftur 1956 þegar hún var kjör- in á þing ein kvenna, 26 ára gömul. Ragnhildur var þing- maður með hléum til 1991. Hún sat samtals 24 ár á þingi. Ragnhildur var menntamálaráðherra 1983- 1985 og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1985- 1987, önnur konan til að gegna ráðherraembætti hér á „Hver á sér fegra föðurland, með fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð, með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð? Geym, drottinn, okkar dýra land, er duna jarðarstríð.“ (Hulda) Það var árið 1974 á Þingvöllum, þegar haldið var upp á 1100 ára af- mæli Íslandsbyggðar, sem ég hitti Ragnhildi mágkonu mína í fyrsta sinn og er það mér sérstaklega eftirminnilegt. Þingvellir skört- uðu sínu fegursta þennan dag og þannig finnst mér samskiptin við Ragnhildi alltaf hafa einkennst af útgeislun og gleði. Hún var bros- mild og létt í lund en ákveðin und- ir niðri, fylgdi málum fast eftir og tók á þeim af fullri alvöru. Fyrir mörgum árum þegar við Brynjólfur vorum búsett í Frakk- landi og vorum á einni af okkar fyrstu ferðum til Parísar áttum við sérstaklega „Parísarlegan“ dag með Ragnhildi og Þór. Þau buðu okkur út að borða á fínni veitingastað en við áður höfðum kynnst. Síðan var haldið í eftir- miðdagste á einu af glæsihótelum borgarinnar, sem var meiri háttar upplifun fyrir unga námsmenn. Á seinni árum fórum við í skemmti- legar heimsóknir til þeirra bæði til Genfar og síðar Lúxemborgar og fengum nasaþefinn af viðburða- ríku lífi þeirra þar. Það var ekki síður gaman að koma í heimsóknir í Stigahlíðina, Hagavík og síðar í Miðleitið. Ragnhildur hélt sérstaklega vel utan um fjölskylduna og stórfjöl- skylduna af hlýju og væntum- þykju. Hún notaði hvert tækifæri og merkisdaga nákominna, jafnt lifandi sem látinna, til að ná fjöl- skyldunni saman, oft þrátt fyrir miklar annir. Matarboðin hjá Ragnhildi og Þór voru ávallt bæði skemmtileg og smekkleg, enda voru þau hjónin mjög samstiga og náin. Það voru ófáar ferðir með þeim hjónum yfir kaffibolla aftur í tím- ann í umræðum um ættir og ætt- fræði og tengsl manna á milli og þá fyrst lengdust þræðirnir þegar Tómas og Bjarni voru viðstaddir. Einnig var oft staldrað við í óp- eruheiminum og ekki urðu efna- hags- og stjórnmálin útundan. Ragnhildur var alla tíð öflug tals- kona frelsis í viðskiptum og jafn- réttis kynjanna. Hún var stóra systir bræðra sinna allra þriggja þó einn þeirra væri nokkru eldri en hún. Milli hennar og Ragnheið- ar tengdamóður minnar, sem lést árið 2004, var mikill og góður vin- skapur. Að hafa verið samferða konu eins og Ragnhildi í rúm fjörutíu ár hefur auðgað lífið og gefið því auk- inn lit og þakka ég það. Minningin um þig lifir. Hrönn Kristinsdóttir. Ragnhildur föðursystir mín hefur verið hluti af daglegu lífi mínu og fjölskyldu minnar alla mína ævi hvort sem er í persónu, orði eða umræðu. Það eru þannig mikil tímamót að þann 29. janúar 2016 lauk hennar farsælu ævi. Lungann af fullorðinsárunum bjó hún á sömu torfu og foreldrar mínir og fannst mér strax sem smákrakka að það sem lýsti best góðum vinskap hennar og Þórs Vilhjálmssonar við foreldra mína væri að engin girðing var milli lóð- anna í Stigahlíð þar sem við bræð- ur og börn Ragnhildar og Þórs, þau Helgi, Inga, Kristín og Þór- unn, gátum leikið okkur á einum velli. Leikur sem hefur leitt til far- sæls vinskapar stórs hóps frænd- systkina. Samgangur milli heim- ilanna var mikill og frjálslegur sem byrjaði stundum með spurn- ingu Ragnhildar til mín þegar ég var smákrakki hvort móðir mín ætti bolla af sykri. Þetta fannst mér merkilegur áhugi á sykri, en var fyrst og fremst leið til að koma á skemmtilegum samskiptum. Þessi ómældi sykuráhugi hefur nú orðið enn skemmtilegri þegar horft er til frama dóttur hennar Ingu á sviði næringarfræði. Sam- gangur milli heimilanna var mik- ilvægur líka þegar Þórunn, Tóta frænka mín, fæddist og fannst mér ég verða stóri bróðir níu ára gamall því við kölluðum bæði Þór- unni, móðurömmu mína, ömmu. Viðhorf Ragnhildar var já- kvætt og jafnlynt og henni í mun gagnvart okkur að ræða þannig um mál að horfa til farsælla lausna, samhliða fallegu brosi, sem kemur alltaf í huga þegar nafn hennar kemur upp. Hún gat farið á flug þegar áhuginn var mikill, en jarðtengingin var æ stutt undan með hjálp Kristínar dóttur hennar. Þrátt fyrir önnum kafinn feril og ómældan áhuga á pólitík þá var áhuginn á fjölskyldu mikill og um- gangur við stórfjölskyldu lipur, hvort sem var á lóðinni í Stigahlíð eða síðar eftir að pabbi flutti í Mið- leiti og nokkru seinna þegar Ragnhildur og Þór fluttust í næsta hús. Mér fannst það sanna fyrir mér að þau systkini þurftu alltaf að sjá hvort til annars. Hún sá að vísu ekki til hinna bræðra sinna, Bjarna og Brynjólfs, en þeir voru ekki síður hluti af henn- ar daglega lífi. Góður vinskapur var þannig hennar aðalsmerki. Þetta var hins vegar mest áber- andi í 70 ára vinskap hennar og Þórs eiginmanns hennar. Þau voru áberandi samrýnd og sam- taka hjón. Fjörleg þátttaka henn- ar og Þórs í fjölskyldulífi hvort sem var í sveitinni á skemmtun undir stjórn Helga sonar þeirra eða á spilakveldi um jól hjá bróður mínum eru skemmtilegar minn- ingar sem lifa til framtíðar. Helsta arfleifð hennar fyrir mig er þó mikilvægi þess að gæta bróður síns. Við Obba og börn okkar minn- umst Ragnhildar og Þórs með hlý- hug og sendum börnum þeirra, barnabörnum og barnabarna- börnum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur við þessi tíma- mót. Kristinn Tómasson. Í dag kveð ég merka konu með miklum söknuði. Frú Ragnhildur Helgadóttir, lögfræðingur, fyrr- verandi ráðherra og alþingismað- ur fyrir Sjálfstæðisflokkinn, náði að lyfta grettistaki í íslenskri jafn- réttisbaráttu með elju sinni og metnaði. Að sama skapi var hún einstök fyrirmynd og ómetanleg hvatning fyrir okkur konur í Sjálf- stæðisflokknum. Ragnhildur var glæsileg kona og naut hvarvetna virðingar í embættum sínum, bæði innan- lands og á alþjóðavettvangi. Hún vann störf sín af alúð og festu í þágu þjóðarhagsmuna. Hún kom mörgum merkum málum fram, ekki síst á sviði mikilvægra rétt- indamála eins og lengingu fæðing- arorlofs. Ég var svo heppin að kynnast Ragnhildi persónulega og áttum við jafnan góð samskipti, hvort sem var í störfum fyrir Alþingi eða Sjálfstæðisflokkinn. Hún reyndist vinur í raun, var ráðagóð og veitti óhikað sinn stuðning kon- um sem voru að fóta sig á hinu hála svelli stjórnmálanna. Hennar leiðsagnar var gott að njóta. Hún og Þór voru einkar sam- heldin hjón, bæði fróð og skemmtileg og gott að vera í þeirra félagsskap. Við Kristinn heitinn, maðurinn minn, kynnt- umst þeim fyrst í lagadeild HÍ og áttum góðar stundir saman síðar á lífsleiðinni. Fyrir þetta allt þakka ég og sendi jafnframt fjölskyldunni hugheilar samúðarkveðjur. Minningin lifir um einstaka konu. Sólveig Pétursdóttir. Að leiðarlokum langar okkur að minnast einstakrar vinkonu, Ragnhildar Helgadóttur. Við urð- um þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þeim hjónum Ragnhildi og Þór persónulega árið 1993 og eignast vináttu þeirra. Segja má að EFTA-dómstóllinn hafi leitt okkur saman, en Þór hafði verið skipaður dómari fyrir Íslands hönd og réð Davíð Þór sem að- stoðarmann sinn. Þetta leiddi til þess að við fluttum til Sviss og markaði upphaf sterkrar vináttu og margra samverustunda með þeim hjónum. Þegar við kynntumst hafði Ragnhildur stigið út úr sviðsljósi stjórnmálanna með farsælan feril að baki og fylgdi sátt eiginmanni sínum á vit nýrra tækifæra á er- lendri grundu. Hún sinnti með miklum sóma margvíslegum skyldum sem þau hjónin höfðu í tengslum við dómarastarf Þórs og við, Íslendingarnir við EFTA- dómstólinn, vorum stolt af þeim. Þau voru glæsileg og samhent, verðugir fulltrúar Íslands. Ragnhildur tók af heilum hug þátt í lífi og starfi barna og barna- barna þrátt fyrir að búa í öðru landi. Andlit hennar ljómaði þegar hún talaði um fjölskylduna og eft- irvæntingin skein úr augunum þegar von var á henni í heimsókn. Fjölskyldan stóð hjarta hennar næst. „Ef hjúkrunarfræði hefði verið kennd í háskólanum hefði ég farið í hana,“ segir Ragnhildur í viðtali sem birtist í bókinni Frú ráðherra – Frásagnir kvenna á ráðherra- stóli. Þetta kemur þeim sem þekktu hana ekki á óvart. Hún umvafði fólkið sitt kærleika og ástúð og hafði næmt auga fyrir þörfum annarra. Nutum við góðs af því. Þegar við lítum til baka þökkum við fyrir þær stundir sem við áttum með Ragnhildi og Þór. Við sendum börnum, barnabörn- um og öðrum ástvinum Ragnhild- ar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Svala og Davíð Þór. Ragnhildur Helgadóttir er lát- in hálfníræð að aldri. Þar er geng- in merk forystukona sem á langri ævi markaði heillavænleg spor hvar sem hún gekk til verka. Ungri voru henni allir vegir færir sökum atgervis, glæsileika og ætt- ernis. Hún sótti sér lögfræði- menntun og var hún þriðja kona er lauk lögfræðiprófi á Íslandi, en störf hennar urðu þó fyrst og fremst á vettvangi stjórnmálanna. Hún var í liði sjálfstæðismanna og kornungri var henni sýndur mikill trúnaður og var hún hverjum vanda vaxin. Tuttugu og þriggja ára fór hún fyrst í framboð til Al- þingis og tuttugu og sex ára náði hún kjöri og var hún eina konan sem sat á Alþingi kjörtímabilið 1956-1959. Henni var alla tíð mjög umhug- að um að auka hlut kvenna í stjórnmálum sem og annarsstaðar í þjóðlífinu og var öflugur braut- ryðjandi réttinda kvenna á langri ævi. Ragnhildur var forseti Neðri deildar Alþingis á sex þingum og var fulltrúi í Norðurlandaráði um fimm ára skeið og forseti ráðsins árið 1975 fyrst kvenna. Ragnhild- ur var menntamálaráðherra í rík- isstjórn Steingríms Hermanns- sonar 1983-1985 og heilbrigðis- og félagsmálaráðherra 1985-1987. Þá átti hún sæti í Evrópustefnunefnd Alþingis. Öllum þessum forystu- störfum gegndi hún með myndar- skap og þokka. Hún var skaprík og einbeitt þegar henni var mikið í hug, en glöð og skemmtileg í dag- legri umgengni. Meðal þeirra framkvæmda sem hún barðist harðast fyrir má nefna byggingu Geðdeildar LSH við Hringbraut og af laganýmælum þriggja mán- aða fæðingarorlof kvenna í verka- lýðsfélögum. Eiginmaður Ragn- hildar var Þór Vilhjálmsson, prófessor og dómari. Þau hjón voru gift í 65 ár, en Þór lést á liðnu hausti og þurfti Ragnhildur ekki að sakna hans nema fáa mánuði. Við hjón áttum því láni að fagna að vinna með Ragnhildi að fjöl- mörgum verkefnum bæði á Al- þingi og í ýmsum nefndum. Hún var mjög starfhæf, greind, glað- vær og háttvís en með ákveðnar skoðanir, sérstaklega á jafnréttis- málum. Við færum aðstandendum hennar samúðarkveðjur og minn- umst Ragnhildar með virðingu og þökk. Blessuð sé minning hennar. Sigrún Magnúsdóttir og Páll Pétursson. Landspróf var áfangi á leið í lengra nám á meðan það var til. Tveir drengir hófu nám í mennta- skóla haustið 1967, lentu saman í bekk og voru þar saman fjóra vet- ur þar til þeir luku námi. Annar utan af landi, hinn borgarbarn og átti heima í göngufæri frá skól- anum sínum. Svo æxlaðist að þeir urðu snemma á skólatímanum kunningjar og góðir vinir. Ég var heimagangur á heimili Ragnhildar og Þórs árin sem við Helgi vorum í menntaskóla og kom þar oft eftir það. Á daginn voru húsráðendur ekki mikið heima, alltaf við vinnu bæði tvö. En skólastrákar hittast ekki bara á daginn, og stundum þurfa þeir líka fóður. Á heimilinu var þá líka fröken Ólafía, sem þau hjón höfðu léð hús um árabil. Og alltaf voru umræður, afar sjaldan um stjórn- mál, en um allt annað milli himins og jarðar. Og fullorðna fólkið sýndi mikinn áhuga á því sem unga fólkið var að gera. Það var svolítið sérstakt fyrir sveitastrákinn úr dreifðri fjöl- skyldu að kynnast þessu fólki, stórri fjölskyldu með margar hefðir, mörg tilefni til þess að koma saman, og einnig að ræða við þau í fámenni í góðu tómi. Allt- af var haldið að okkur örlítilli menningu, góðum mat og fleiru, en umfram allt virðingu fyrir mál- efni og viðmælanda, hver sem hann var. Þau voru bæði sannkall- að íhaldsfólk, – af gamla skólan- um, heilsteypt og strangheiðarleg, hvernig sem á það er litið. Og svo var heldur ekkert að skopskyninu. Oft eftir menntaskóla hef ég á verið á mannamótum þar sem þau hafa líka verið og alltaf sýndu þau sömu hlýjuna í minn garð. Ég tel mig ríkari að hafa fengið að kynn- ast þessu grandvara fólki, Ragn- hildi og Þór, og ganga samtímis þeim örlítinn spöl á lífsleiðinni. Því er sorgin mikil nú þegar þau kveðja okkur, og það með svo stuttu millibili sem raunin er, eftir langt líf saman. Stærst er samt sorgin fjölskyldunnar, sem sér á eftir foreldrum, ömmu og afa, langömmu og langafa, fyrir utan sorg annarra ættingja. Mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Ólafur Vigfússon. Kveðja frá Landssambandi sjálfstæðiskvenna Við minnumst Ragnhildar Helgadóttur sem eins merkasta brautryðjanda og fyrirmyndar kvenna í stjórnmálum á Íslandi. Það hefur líklega ekki verið auð- velt að vera eina konan á Alþingi kjörtímabilið 1956-1959 eins og hún gerði með mikilli reisn. Hún lét það ekki aftra sér frá frekari stjórnmálaþátttöku og ruddi einn- ig brautina með því að vera fyrsti kvenforseti Norðurlandaráðs og menntamálaráðherra frá því í maí 1983 þar til í október 1985 þegar hún varð heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra. Hún barðist á þeim vettvangi fyrir því að lög- leiða fæðingarorlof sem reyndist eitt mikilvægasta skrefið í átt að auknu jafnrétti kynjanna. Ragnhildur var sannkallaður leiðtogi og alltaf reiðubúin að miðla af reynslu sinni til þeirra sem á eftir hafa komið. Í nóvem- ber 2015 var Ragnhildur heiðruð af Landssambandi sjálfstæðis- kvenna ásamt öðrum konum sem gegnt hafa ráðherraembætti fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Eldmóður hennar, áræði, hlýja og staðfesta munu verða okkur leiðarljós og hvatning til að halda áfram að hvetja og styðja konur til áhrifa í stjórnmálum. Fyrir hönd Landssambands sjálfstæðiskvenna, Þórey Vilhjálmsdóttir, formaður. Ragnhildur Helgadóttir var hvort tveggja kona heimilisins og heimsins. Hún gekk ung inn á vettvang stjórnmálanna. Þar var hún í senn rík af mildi og einurð. Í framgöngu var hún bæði hæversk og stór í sniðum. Hún hljóp þó ekki úr einni skaphöfn í aðra. Með einhverjum og nokkuð einstæðum hætti óf hún þessar andstæðu lyndisein- kunnir í einn vef. Í honum lágu töfrar hennar og styrkur. Kynni okkar hófust þegar við Ingibjörg vorum við nám í laga- deild Háskóla Íslands. Ragnhild- ur og Þór, sem þá var prófessor við deildina, skynjuðu að þar voru ungir stúdentar að stíga fyrstu skrefin í átt að sameiginlegu lífs- hlaupi. Þau lögðu umbúðalaust lykkju á leið sína til þess að sýna að þau hefðu trú á þeim ráðahag. Þessi fyrstu kynni báru vott um hversu umhyggja þeirra beggja náði langt út fyrir það sem skyld- an bauð. Þeim var báðum annt um velferð annarra. Þarna varð til strengur trúnaðar og trausts sem varð því sterkari sem árin liðu. Leiðir okkar Ragnhildar lágu síðar saman á Alþingi og í ríkis- stjórn. Það var lærdómsríkt að fylgjast með henni við ríkisstjórn- arborðið. Ýmsir tóku þar orðið oftar en hún en engir komu jafn vel nestaðir rökum fyrir því sem þeir vildu ná fram. Einhverju sinni eftir kjara- samninga lagði hún til hækkun á bótum almannatrygginga. Hún var með rökin á reiðum höndum en hafði líka búið sig undir að and- æfa þeim sjónarmiðum sem ég kom með í malpokanum úr fjár- málaráðuneytinu. Þegar spurt var hvort rétt væri að mætast á miðri leið sýndi hún fram á að heilla- vænlegra væri að fara alla leið en hálfa. Ég efast um að fjármálaráð- herra hafi í annan tíma látið í minni pokann jafn sáttur. Engum ofsögum er sagt að Ragnhildur Helgadóttir hafi markað djúp spor á ýmsum svið- um hvort heldur það var forysta fyrir fæðingarorlofi, frjálsum út- varpsrekstri eða einarður mál- flutningur fyrir þátttöku Íslands í víðtæku samstarfi vestrænna þjóða. Að baki bjó hugsjón um frelsi og manngildi. Hún setti sjálfa sig aldrei framar málefnun- um og lagði öðrum heilshugar lið á sviði stjórnmálanna eða til að stíga þar inn. Það var auðna að fá að vera í hópi samferðamanna Ragnhildar Helgadóttur um skeið. Sú þakk- arskuld verður nú ekki goldin með öðru en að muna. Þorsteinn Pálsson. Ragnhildur Helgadóttir sýndi ung hvað í henni bjó. Það þótti varla sjálfsagt að 26 ára laganemi og tveggja barna móðir færi í framboð til Alþingis árið 1956. Ákvörðun hennar bar skýran vott um metnað, hugrekki og einlægan vilja til að bæta samfélag sitt. Hún Ragnhildur Helgadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.