Morgunblaðið - 08.02.2016, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2016
✝ Lára Guðna-dóttir fæddist
á Siglufirði 28.
júní 1922. Hún
lést 29. janúar
2016.
Foreldrar
hennar voru Mar-
grét Arndís Guð-
brandsdóttir og
Guðni Stígsson.
Lára var þriðja í
röð sjö systkina.
Systkini Láru eru Guðbjörg,
lést í barnæsku, Sigrún, f. 1921,
d. 2015, Þórlaug Svava, f. 1924,
d. 2001, Friðrik, f. 1927, d.
1983, María, f. 1931, d. 2006,
Haukur Hafsteinn, f. 1933, d.
1968. Hálfbróðir, sammæðra,
Guðmundur Jónsson, f. 1914, d.
1999. Fóstursystir Sveinsína
Baldvinsdóttir, f. 1911, d. 1988.
Lára giftist 24.12. 1942 fyrri
manni sínum Magnúsi E. Gunn-
laugssyni, f. 24.12. 1921, d. 21.8.
1951, og bjuggu þau í Reykja-
vík. Börn Láru og Magnúsar
eru Bryndís, gift Birni H. Sig-
urðssyni, og Magnús Einar,
kvæntur Kristínu
Helgu Gísladóttur.
Lára giftist 29.3.
1955 síðari manni
sínum Þórði Guð-
mundssyni, f. 15.8.
1916, d. 2.8. 1986.
Lára og Þórður
bjuggu í Syðstu-
Görðum í Kolbeins-
staðahreppi í
Hnappadalssýslu, en
eftir andlát Þórðar
flutti Lára í Borgarnes.
Börn Láru og Þórðar eru
Kristín, Guðmundur, í sambúð
með Borghildi Kristinsdóttur,
Anna, gift Þorsteini Eyþórs-
syni, Sigríður, gift Helga Odds-
syni, Þorkell, kvæntur Guðrúnu
Húbertsdóttur, Margrét, gift
Halldóri Jóhannessyni, Herdís,
gift Jóni Oddssyni, og Guðni,
giftur Þorbjörgu Ásbjörns-
dóttur.
Barnabörnin eru 35 og
barnabarnabörnin 46.
Útför Láru fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 8. febrúar
2016, og hefst athöfnin kl. 13.
Lára tengdamóðir mín er lát-
in tæplega 94 ára að aldri. Hún
er síðust systkina sinna sem fell-
ur frá.
Hinn 24. desember 1942 gift-
ist Lára Magnúsi E. Gunnlaugs-
syni. Ungu hjónin hófu búskap í
Reykjavík. Þau eignuðust dótt-
urina Bryndísi og þegar Lára
gekk með annað barn þeirra, þá
kom áfallið mikla, hinn ungi eig-
inmaður hennar lést, aðeins 29
ára gamall. Magnús hafði farið í
stutt ferðalag, en hann hafði
mikla ánægju af útivist og ferða-
lögum, en hann varð bráðkvadd-
ur í þeirri ferð. Tveimur mán-
uðum eftir andlát Magnúsar
eignast Lára dreng og var hann
skírður Magnús Einar í höfuðið
á föður sínum. Það var erfitt á
þessum tíma að sjá fyrir sér og
börnunum. Tveimur árum síðar
tók hún þá afdrifaríku ákvörðun
að ráða sig sem ráðskonu í sveit
með börnin til Þórðar Guð-
mundssonar í Syðstu-Görðum,
sem hún giftist síðar og eign-
uðust þau átta börn.
Fyrstu kynni mín af Láru
voru þegar ég kom fyrst í
Syðstu-Garða fyrir nær hálfri
öld, en þá vorum við Bryndís að
skjóta okkur saman. Þá var
Lára húsmóðir þar með sinn
stóra barnahóp heima, en hús-
bóndinn að heiman þar sem
hann annaðist mjólkur- og vöru-
flutninga til og frá Borgarnesi
ásamt því að stunda búskap. Það
var mikið átak að koma upp
þessum stóra barnahópi og var
vinnudagurinn langur. Rafmagn
kom þangað eftir að yngsta
barnið var fætt. Hún þurfti því
að kveikja upp í suðupotti og
þvo á þvottabretti. En einn lúx-
us hafði hún og það var gljákola-
eldavél sem var heit allan sólar-
hringinn og á næturnar sauð
hún heimsins bestu rúgbrauð
sem runnu ljúflega niður. Þegar
leið að jólum voru kvöldin nýtt í
saumaskap, saumaði hún skyrt-
ur og buxur á strákana og stelp-
urnar fengu nýja kjóla. En svo
fannst henni tilheyra jólunum að
lakka viðargólfin og það gerði
hún á kvöldin.
Það var alltaf gott að koma í
Syðstu-Garða, þar var tekið vel
á móti öllum og barnabörnin
sóttu fast að fá að fara í sveitina
til ömmu og afa.
Lára var vel gerð kona, létt í
lund og hafði gaman af að gera
grín að sjálfri sér og horfði alltaf
á spaugilegu hliðarnar. Hún var
hörkudugleg og mjög handlagin,
sama hvort það var saumaskap-
ur, prjónar eða föndur og um
jólin hangir fallegt perluskraut
eftir hana á jólatrjám hjá fjöl-
skyldunni.
Hún hafði gaman af að
ferðast og var henni strítt á því
að það mættu ekki opnast bíldyr
þá væri hún stokkin upp í. Lára
fór í sína fyrstu utanlandsferð
árið 1977 með okkur til Spánar
og var það áreiðanlega fyrsta og
eina alvöru sumarleyfið sem hún
tók um dagana, hún naut þess
að fara í skoðunarferðir og vera
í hitanum. Hún ferðaðist með
eldri borgurum og tók virkan
þátt í starfi þeirra og til margra
ára var ómissandi að fara á hót-
el Örk á sparidaga og þá dugði
nú ekki að taka með sér tvo eða
þrjá kjóla, nei einn skyldi vera
fyrir hvert kvöld.
Eftir andlát Þórðar flutti
Lára frá Syðstu-Görðum í Borg-
arnes í þjónustuíbúð fyrir aldr-
aða og bjó þar í um 20 ár eða
þar til hún flutti yfir á dval-
arheimilið Brákarhlíð í Borgar-
nesi.
Nú þegar ég stend frammi
fyrir þeirri staðreynd að tengda-
móðir mín hefur lokið sinni
göngu hér á jörðu minnist ég
hennar með virðingu og þökk.
Megi hún hvíla í friði.
Björn H. Sigurðsson.
Elsku amma Lára er farin.
Hún var yndisleg kona, afar
glaðlynd, skemmtileg, ljúf og
vildi öllum vel. Hún hafði ein-
staklega góða nærveru og var
hörkudugleg. Lífið var henni
ekki auðvelt á sínum yngri árum
og hún vann mikið. Hún eign-
aðist 10 börn og það var svo
sannarlega engin lognmolla á
heimilinu og hún hafði í mörg
horn að líta og mikið að gera.
Ég held að þetta annríki hafi
markað ömmu fyrir lífstíð því
hún var alltaf að flýta sér. Ef
það var eitthvað sem þurfti að
gera þá var ekkert verið að
hangsa heldur drifið í hlutunum.
Ég get ekki annað en brosað
þegar ég minnist einnar heim-
sóknar minnar til ömmu fyrir
um ári. Þá var hún nýlega kom-
in af spítala og var að jafna sig
eftir svimakast þar sem hún
hafði dottið illa. Hún var að
segja mér frá ströngum fyrir-
mælum sem hún hafði fengið frá
lækninum um að hún mætti alls
ekki ganga ein án þess að vera
með göngugrindina sína. Hún
var varla búin að sleppa orðinu
þegar hún þurfti að sækja eitt-
hvað og sprettur á fætur, grípur
í göngugrindina, rýkur af stað,
gengur svo meðfram grindinni
og tekur svo framúr henni. Ég
skammaði hana auðvitað smá og
svo hlógum við endalaust mikið
að þessu þegar það rann upp
fyrir henni hversu gáfulegt
þetta hefði nú verið. Ein starfs-
stúlkan á dvalarheimilinu hafði
líka á orði að hún kynni ekkert
að vera gamalmenni því hún
væri alltaf að flýta sér.
En þó amma væri oft að flýta
sér þá vann hún verk sín vel.
Hún var alltaf mikið fyrir
handavinnu og þá var nú aldeilis
vandað til verka og allt svo listi-
lega vel gert. Hún saumaði,
prjónaði og perlaði og eru til
fjöldamörg falleg og vönduð
verk eftir ömmu í fjölskyldunni
sem gaman er að hafa uppi við.
Amma var alltaf dugleg að
heimsækja uppkomnu börnin sín
sem búa dreift um landið. Þá
kom hún með litlu ferðatöskuna
sína og gisti í nokkra daga. Það
var alltaf svo notalegt að hafa
ömmu í heimsókn. Hún var allt-
af til í að ræða málin og þess á
milli dormaði hún yfir kross-
gátublaði. Hún kunni sko alveg
að vera í fríi ef svo bar undir.
Af ömmu lærðum við eitt og
annað og þar á meðal að aldur
væri afstæður. Hún var alltaf
hress og kát og fannst hún aldr-
ei gömul fyrr en alveg undir það
síðasta. Hún sagði alltaf að mað-
ur væri bara eins gamall og
manni fyndist maður vera.
Þannig minnist ég ömmu, alltaf
ung í anda, hafði gaman af að
ferðast og nú er hún farin í
ferðalagið langa.
Far þú í friði og hjartans
þakkir fyrir allt.
Lára B. Björnsdóttir.
Það er komið að því að kveðja
ömmu Láru. Efst í huga mér
þessa dagana er að sjálfsögðu
söknuður en líka þakklæti.
Ég er full þakklætis fyrir þær
minningar sem ég á og geymi
um ömmu. Það eru margar og
góðar minningar frá tímanum
sem var eytt í sveitinni hjá
ömmu og afa í gamla daga.
Amma kenndi mér að prjóna
eftir að mamma gafst upp. Ég
man nákvæmlega áferðina og
litinn á garninu. Það var mjúkt
og loðið og dásamlega bleikt á
litinn. Ég man öryggistilfinn-
inguna sem fyllti mig þegar ég
skreið í „millið“ hjá henni og afa
þegar ég var þar í pössun og
hafði vakað lengi og horft á
myndina um fílamanninn með
Sjöbbu sem var sennilega of
óhugnanleg mynd fyrir barn
með eins lítið hjarta og ég hafði.
Ég vaknaði vel úthvíld í ömmu-
og afabóli með afa mér við hlið
en amma hafði flúið fram í sófa
vegna plássfrekju barnabarns-
ins.
Ég er þakklát fyrir þessa
risastóru fjölskyldu sem ég til-
heyri og er til því að amma
skapaði hana. Ég veit að hún
var stolt af þessum risahópi sín-
um því að hún sagði við mig
nokkrum sinnum á seinustu ár-
um að hún væri svo einstaklega
heppin með alla sína afkomend-
ur, hvað þeir væru einstaklega
vel gerðir, hraustir og fallegir.
Ég er þakklát fyrir að amma
hafi náð að sjá báða drengina
mína og að hafa glatt hana með
nafngiftina á eldri drengnum.
Mér þótti sérstaklega vænt um
að sjá hvað hún varð ánægð og
þegar hún þakkaði mér sérstak-
lega fyrir að hafa nefnt hann
þessu nafni.
Ég minnist hennar með hlýju
og söknuði.
Bless, elsku amma Lára.
Blíðlega, laðandi, Kristur nú kallar,
kallar á mig og á þig.
Hjartna við dyrnar hann bíður og
biður,
biður um þig og um mig.
Kom heim, kom heim,
þú sem ert þreyttur, kom heim!
Blíðlega, laðandi, Kristur nú kallar,
kallar: „Ó, vinur, kom heim!“
Óðfluga dagar og lífsstundir líða,
líða frá mér og frá þér.
Húmið á sígur og kvöldsólin kemur,
kemur að þér og að mér.
(Sigurbjörn Sveinsson)
Dagný Þorkelsdóttir.
Lára Guðnadóttir
Elsku pabbi, nú
hefur þú yfirgefið
þetta líf. Sem er að
mörgu leyti léttir
fyrir þig, en þín verður sárt sakn-
að. Ég þakka fyrir allar minning-
arnar sem ég get sótt í þegar ég
hugsa um þig.
Það verður seint hægt að saka
þig um að hafa verið strangur eða
leiðinlegur pabbi. Nei, þú varst
alltaf jafn ljúfur og skemmtilegur,
tilbúinn í leik og glens með okkur
systkinunum, þegar tími gafst til.
Þið mamma voruð dugleg að fara
með okkur krakkana í útilegur,
þótt það væri bara inn í sveit. Þar
fórum við í gönguferðir, elduðum
pulsur í potti á prímus, busluðum í
lækjum og vötnum að ógleymdum
berjamóum sem þú hafðir unun af.
Veiðiferðirnar í Vopnafjörð og víð-
ar voru fastur liður í okkar lífi,
stundum tvær til þrjár á sumri.
Þar fékk ég alla mína kennslu í að
veiða á stöng.
Á veturna varst þú tiltækur að
hjálpa til við snjóhúsagerð og
Kristján Gils
Sveinþórsson
✝ Kristján GilsSveinþórsson
fæddist 2. ágúst
1934. Hann lést 8.
janúar 2016.
Útför Kristjáns
Gils hefur farið
fram.
fleira mætti telja. Já,
þér var umhugað um
okkur systkinin.
Það sem ég dáist
þó mest að í fari þínu
er þegar þú reifst
þig upp úr veikind-
um, þegar þú varst
ca. 67-68 ára, en þá
fékkst þú skerta til-
finningu niður í ann-
an fótinn og þurftir
að ganga með hækj-
ur. Batinn lét á sér standa og þú
áttaðir þig á því að ekki varð við
þetta ástand búið. Framtíð þín var
alfarið í þínum höndum og þú sett-
ir þér það markmið að ná þér upp
úr þessu. Þú byrjaðir að lyfta kók-
flöskum fylltum af sandi, sitjandi á
stofugólfinu heima og bættir við
æfingum eftir því sem þrekið og
þrótturinn jókst. Síðan fórstu að
ganga, en þú lést þér ekki nægja
að ganga um á venjulegri grundu,
nei, fjöllin urðu þinn staður, já,
geri aðrir betur. Þetta gast þú
eins þíns liðs og svo þegar þú fyllt-
ir 70 árin héldum við upp á það
með því að ganga upp á Esjuna.
Ég man hversu stoltur þú varst
þegar við stóðum þar saman og
horfðum yfir Faxaflóann.
Elsku pabbi, kraftur þinn og
minning mun ætíð lifa í huga mín-
um.
Anna S. Gilsdóttir.
Elsku frændi, þá
ertu farinn í bili.
Ég man fyrst
eftir þér þegar þú passaðir
okkur prakkarana, mig og
Gumma frænda, á Kirkjubraut,
það voru góðir tímar svo man
ég eftir þér þegar þú fluttir til
okkar mömmu á Raufarhöfn og
þar gerðum við marga
skemmtilega hluti saman.
Langskemmtilegastir voru allir
rúntarnir okkar saman þar sem
við hlustuðum mikið á tónlist úr
myndinni Rocky og á Duran
Duran. Svo þegar þú fluttir til
okkar á Sauðárkrók man ég
helst eftir því þegar þú vernd-
aðir mig gegn krökkunum sem
lögðu mig í einelti og það kann
ég sko að meta enn þann dag-
inn í dag.
Alltaf elti ég þig eða þú mig
um landið. Svo var það Hofsós
með Sillu og Gumma frænda,
það voru alveg æðislegir tímar
sem við fengum að vera saman.
Svo var það herbergjakomm-
úna í Kópavogi og þar vorum
við alltaf að gera eitthvað
skemmtilegt saman og mikið
stuð á okkur.
Þú varst mikill prakkari og
hafðir gaman af, þú varst alltaf
umvafinn konum enda eini
bróðirinn í stórri fjölskyldu. Þú
varst feiminn og hugsaðir alltaf
vel til allra í kringum þig og þú
Hinrik Páll
Friðriksson
✝ Hinrik PállFriðriksson
fæddist 9. sept-
ember 1972. Hann
lést á heimili sínu
13. desember 2015.
Útför Hinriks
Páls fór fram 21.
desember 2015.
varst mikill aðdá-
andi fótbolta og
man ég eftir því
þegar þú og
Gummi frændi fór-
uð á leiki saman og
ég man að ég þoldi
ekki þetta enda-
lausa tal um fót-
bolta, en, vá, hvað
það var gaman að
fylgjast með ykkur
alveg trylltum í
skapinu yfir einhverjum leik –
þá fannst mér gaman og hló og
skemmti mér.
Svo varstu mikill sælkeri og
matmaður og fannst þér æð-
islegt að elda og baka með
Siggu þinni.
Svo var það réttur sem þú
skírðir Palla-rétt sem við fjöl-
skyldan ætlum sko að gera það
að hefð að elda allavega einu
sinni í mánuði.
Þú varst alltaf sjálfum þér
nægur, elsku Palli minn, og
mikið snyrtimenni varst – alltaf
með allt á hreinu og alltaf var
allt hreint í kringum þig.
Svo núna rétt fyrir jól var ég
að tala við Sillu frænku á
Skype og þá hringir síminn og
Silla segir mér að þú sért dá-
inn. Ég trúði því ekki og bara
fraus. Ég sem var nýbúinn að
tala við þig og pakka inn jóla-
gjöfinni til þín og Siggu. Þessir
dagar á eftir voru mjög erfiðir
og skrítnir.
Enn elsku Palli Lebon, eins
og þú kallaðir þig stundum, vil
ég þakka þér fyrir samferðina í
þessu lífi og megi Guðs englar
vernda og vaka yfir þér alla
daga, þangað til næst. Þinn
frændi,
Friðrik (Frissi).
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Minningargreinar
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma, langalangamma og frænka,
ELÍN TORKELSDÓTTIR MARKASKARD,
Borre, Noregi,
áður Nikurlásarhúsum í Fljótshlíð,
lést 29. janúar. Útförin fer fram 11.
febrúar í Borre-kirkju í Noregi.
.
Leonora,
Gudrun,
Anna, Jan Magne,
Torkjell, May,
Bjarne, Widar,
Alida, Rolf,
Ellinor,
Robert, Tone Mette,
Elin, Arne,
Steinunn
og fjölskyldur.
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar okkar ástkæra
HILMARS DANÍELSSONAR,
Kirkjuvegi 23,
Dalvík.
.
Guðlaug Björnsdóttir og fjölskylda.
Elskuleg móðir mín og amma,
KRISTÍN ÞORLEIFSDÓTTIR,
Fannarfelli 10, Reykjavík,
lést á heimili sínu 31. janúar síðastliðinn.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni
þriðjudaginn 9. febrúar nk. kl.
15.00.
.
Ingibjörg G. Kristínardóttir, Gunnar R. Ingibjargarson.