Morgunblaðið - 20.02.2016, Qupperneq 1
Vill ekkerthálfkák
Allar líkur ámeiri Ófærð
Aðalheiður Héðinsdóttir eigandi Kaffi-
társ hefur vakið athygli fyrir vasklega
framgöngu í viðskiptum og víðar.
Undanfarið eitt og hálft ár hefur hún
staðið í stappi við ríkisfyrirtækið
Isavia eftir að Kaffitár missti rekstrar-
leyfi sitt í flugstöð Leifs Eiríkssonar. 14
21. FEBRÚAR 2016SUNNUDAGUR
Og svo er ég barameð eitt nýra
Lokahnykkurinná Ófærð birtistá skjánum umhelgina. BaltasarKormákur erþegar farinn aðhug
ann
þátt
Kvikmyndin Fyrir framanannað fólk frumsýnd 16
Ekki hermaeftir Dönumanir drekka meira og veikjast frekar afldum áfengis en Íslendingar. Aðgengiáfengi er líka mun meira þar en hér 4
a að
arri
aröð 22 Dvö
að
L A U G A R D A G U R 2 0. F E B R Ú A R 2 0 1 6
Stofnað 1913 42. tölublað 104. árgangur
ORKUMIKLAR
REYKJAVÍKUR-
DÆTUR
LOSUM
OKKUR VIÐ
EGÓIÐ
MANDÓLÍN 10SÓNAR 55
Morgunblaðið/Ómar
Fjölgun Hátt í 48 þús. ferðamenn komu
frá Kína á síðasta ári og fjölgaði milli ára.
Kínverskum ferðamönnum fjölg-
aði mest af öllum þjóðum sem komu
til landsins eða um 83% milli ára en
hátt í 48.000 Kínverjar heimsóttu
Ísland í fyrra.
Mikil aukning er í ferðum þeirra
utan háannatíma ferðaþjónust-
unnar auk þess sem ferðamenn frá
Kína dvelja fremur á Suðurlandi en
annars staðar á landinu.
Kínverjar eru núna í 7. sæti af
þeim þjóðum sem koma til Íslands
og segir Daði Guðjónsson, verkefn-
isstjóri hjá Íslandsstofu, að búist sé
við áframhaldandi vexti á þessu ári
og því ekki útilokað að Kína færist
upp vinsældalistann. »26
Kínverskum ferða-
mönnum fjölgaði
mest milli ára
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Landsframleiðslan á mann verður
6,86 milljónir króna á Íslandi í ár,
eða 140 þúsund krónum hærri en
2007. Hún verður þar með meiri en
nokkru sinni í sögunni. Hún eykst
síðan enn frekar og verður orðin 7,16
milljónir króna á mann árið 2018.
Þetta kemur fram í útreikningum
Analytica út frá hagspá Seðlabanka
Íslands í Peningamálum.
Samkvæmt spánni verður lands-
framleiðslan 1,88 milljónum króna
hærri á hvern landsmann árið 2018
en hún var aldamótaárið 2000.
Tölurnar eru á verðlagi árs 2015.
Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði
við Háskóla Íslands, segir Ísland í
miðju hagvaxtarferli sem hófst 2011.
„Núverandi hagvaxtarskeið hefur
staðið í sex ár með 2,5% meðalvexti.
Hagkerfið hefur vaxið alls um 16% á
tímabilinu og þessi vöxtur hefur átt
sér stað án þenslu eða ofhitnunar.
Fyrri hluti þessa skeiðs var í raun
afturbati frá þeim mikla samdrætti
er hagkerfið varð fyrir. Síðari hluti
vaxtarferilsins hófst 2013 og er knú-
inn af ferðaþjónustu.“
Þjóðarkakan aldrei stærri
Landsframleiðsla á mann á þessu ári er áætluð meiri en hún var þensluárið 2007
Analytica áætlar að 2018 verði hún 1,88 milljónum hærri á mann en á árinu 2000
MLandsframleiðsla »4
Landsframleiðsla á mann
Í milljónum á verðlagi 2015
2000 2007 2016 2018
Heimildir: Analytica/Seðlabankinn.
8
6
4
2
0
5,28
6,72 7,166,86
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is.
John Fenger, stjórnarformaður
Thorsil, félagsins sem undirbýr
byggingu og rekstur kísilmálmverk-
smiðju í Helguvík, segir að gang-
setning verksmiðjunnar sé áætluð á
öðrum ársfjórðungi 2018. Fjármögn-
un sé á lokastigi og framkvæmdir að
hefjast um mitt ár.
Í samtali við Morgunblaðið segir
John að horfur í kísilmálmiðnaði séu
mjög góðar og þrátt fyrir áform um
þrjár nýjar kísilmálmverksmiðjur
hér á landi og
eina í Sádi-Arab-
íu sé gert ráð fyr-
ir því að eftir
fjögur til fimm ár
verði kísilmálm-
skortur í heimin-
um.
„Áliðnaðurinn
á Íslandi notar
kísilmálm og
einnig gæti
byggst hér upp sólarkísilvinnsla.
Hér ætti því að verða til markaður
fyrir umtalsvert magn af kísilmálmi
innan fárra ára, sem nýttur væri á
Íslandi,“ segir John.
John segir að fjármögnun upp á
275 milljónir dollara, um 35 milljarða
króna, sé á lokastigi. „Lánsfé kemur
frá íslenskum og norskum lánastofn-
unum en hlutafé að langstærstum
hluta frá íslenskum aðilum, fjárfest-
ingarfélögum og stofnanafjárfest-
um.Við teljum sérstaklega ánægju-
legt að í þessu verkefni geti íslenskir
fjárfestar notið góðs af hagstæðum
aðstæðum hérlendis og þar að auki
mun félagið greiða alla sína skatta á
Íslandi.“ »24
Gangsetning áætluð 2018
John
Fenger
Segir að horfur í kísilmálmiðnaði séu góðar og eftirspurn aukist
Tónlistarveislan Sónar hófst í Hörpu í vikunni. Vel
á annað þúsund erlendra gesta eru komnir hingað
til lands vegna hátíðarinnar og á meðal þeirra sem
komu fram voru Reykjavíkurdætur, Auður og An-
gel Haze. Í hádeginu í gær mætti fjöldi fólks í
Hörpu til að mótmæla kynbundnu ofbeldi á al-
heimsviðburðinum Milljarður rís, en um 4.000
manns mættu um allt land og dönsuðu gegn ofbeldi
og til stuðnings konum á flótta víða um heim. » 55
Dilla sér við taktfasta tónlist á Sónarhátíðinni
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fjöldi erlendra gesta kom til landsins
Baltasar Kor-
máki, höfundi
spennuþáttanna
Ófærðar, var á
dögunum boðinn
afsláttur í kjör-
búð gegn því að
hann ljóstraði
upp um morð-
ingjann í þátt-
unum. Hann
hafnaði því góða
boði. „Svo ódýr er ég ekki.“ Baltas-
ar segir þetta til marks um gríðar-
legan áhuga á þáttunum, þeir hafi
sameinað þjóðina fyrir framan
skjáinn á tímum þegar línuleg dag-
skrá átti að vera dauð.
Rætt er við Baltasar í Sunnu-
dagsblaði Morgunblaðsins.
Afsláttur fyrir að
segja til morðingja
Baltasar
Kormákur
Skrifað var
undir nýjan bú-
vörusamning til
tíu ára í gær.
Aukast fjár-
framlög ríkisins
um 900 milljónir.
Samningurinn er
mikil búbót fyrir
bændur, verið er
að gera mestu
breytingar á
starfsumhverfi nautgriparæktenda
í þrjá áratugi auk þess sem miðað
er við að afnema mjólkurkvóta. Í
sauðfjárrækt eru einnig breyttar
áherslur en samningur garðyrkju-
bænda er lítt breyttur. »6
Nýr búvörusamn-
ingur undirritaður
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Norskur lax-
eldisrisi hefur
fjárfest í Arn-
arlaxi. Um er að
ræða fyrirtækið
SalMar sem
skráð er í norsku
kauphöllinni.
Norðmenn-
irnir kaupa tæp-
lega 30% hlut í
Arnarlaxi fyrir
650 milljónir íslenskra króna. For-
svarsmaður Arnarlax segir þetta
viðurkenningu og vísbendingu um
mat manna á framtíðarmöguleikum
í laxeldi á Íslandi. »27
Norðmenn eignast
30% í Arnarlaxi
Eldi Laxeldið er arð-
vænlegt.