Morgunblaðið - 20.02.2016, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016
Erla María Markúsdóttir
erla@mbl.is
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytið hefur gefið út nýja reglugerð
um velferð gæludýra. Tilgangur
reglugerðarinnar er að tryggja vel-
ferð og heilbrigði gæludýra með
góðri meðferð, umhirðu og aðbún-
aði.
Reglugerðin byggist á eldri reglu-
gerð frá árinu 2004 og fylgir eftir
lögum um velferð dýra sem tóku
gildi 1. janúar 2014.
„Nokkur nýmæli er að finna í
reglugerðinni í takt við nýju lögin og
þá þróun sem hefur orðið í dýra-
velferðarmálum í nágrannalöndum
okkar,“ segir Þóra Jóhanna Jónas-
dóttir, dýralæknir gæludýra og
dýravelferðar hjá Matvælastofnun.
Fegrunaraðgerðir bannaðar
Skurðaðgerðir í tilgangi fegrunar,
svo sem að fjarlægja spora og stýfa
eyru eða rófu/skott, eru bannaðar í
reglugerðinni. „Bann við fegrunar-
aðgerðum er nýmæli í lögunum sem
tóku gildi 2014 og það er ítrekað í
reglugerðinni,“ segir Þóra.
Matvælastofnun hefur ekki fengið
neinar ábendingar um að verið sé að
framkvæma skurðaðgerðir á dýrum
hér á landi í fegrunarskyni.
Offóðrun jafn alvarleg
og vanfóðrun
Í reglugerðinni kemur fram að of-
fóðrun og offita gæludýra er ekki
góð meðferð, rétt eins og vanfóðrun
og rýrt holdafar. Í reglugerðinni er
að finna holdastuðla fyrir gæludýr
sem munu auðvelda dýraeftirlits-
mönnum að meta fóðrun og holdafar
gæludýra og gera viðeigandi kröfur
til úrbóta þegar það á við.
„Það er ekki góð dýravelferð að
gæludýr séu of feit. Því fylgir aukin
sjúkdómahætta og álag á stoðkerfi,
hjarta og blóðrásarkerfi. Við vitum
um dæmi í Bretlandi þar sem dýra-
eigendur hafa hlotið dóm fyrir alvar-
lega ofholda dýr. Við höfum ekki
fengið ábendingar hér á landi en
reglugerðin heimilar okkar að gera
kröfur um úrbætur ef ástandið er
orðið alvarlegt,“ segir Þóra. Mat-
vælastofnun fer með framkvæmd
reglugerðarinnar og hefur eftirlit
með að ákvæðum hennar sé fylgt.
„Á heimasíðu Matvælastofnunar,
www.mast.is, má finna ábendingar-
hnapp þar sem hægt er að koma
með ábendingar, undir nafni eða
nafnlaust, ef grunur er um að vel-
ferð gæludýra sé ógnað,“ segir Þóra.
Brot gegn reglugerðinni varða
viðurlögum samkvæmt ákvæðum
laga um velferð dýra, annaðhvort
sekt eða fangelsi allt að einu ári.
Vara við offóðrun
og offitu gæludýra
Ný reglugerð um dýravelferð kynnt
Aðgerðir í fegrunarskyni bannaðar
Ljósmynd/Þóra J. Jónasdóttir
Dýravinur Þóra J. Jónasdóttur,
dýralæknir hjá MAST sem fer með
framkvæmd reglugerðarinnar.
Með gildistöku nýju reglugerðarinnar hafa nýju dýra-
velferðarlögin verið útfærð fyrir allar helstu dýrateg-
undirnar sem löggjöfin nær yfir. Í tilefni reglugerðar-
innar mun Matvælastofnun halda opið málþing um
velferð gæludýra fimmtudaginn 3. mars milli klukkan
13-16. Málþingið mun fara fram í fundarsal atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðuneytisins í Sjávarútvegshús-
inu að Skúlagötu 4 í Reykjavík. Á málþinginu verður
farið yfir kröfur reglugerðarinnar og helstu nýmæli,
svo sem kröfur um örmerkingar og bann við skurðaðgerðum í fegrunar-
skyni. Nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.
Málþing um velferð gæludýra
DÝRAVELFERÐ
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Íslendingar nota mest allra OECD-
þjóða af þunglyndislyfjum og er
notkunin um tvöfalt meiri en með-
altal OECD-þjóða. Notkun annarra
tauga- og geðlyfja er einnig umtals-
verð hér á landi og er neysla margra
lyfja í þeim flokki talsvert meiri en á
hinum Norður-
löndunum.Ólafur
B. Einarsson,
verkefnisstjóri
hjá Embætti
landlæknis segir
engar haldbærar
skýringar vera
sem geti úrskýrt
þennan mun á Ís-
landi og öðrum
þjóðum. Fyllstu
ástæða sé til að
kanna þennan mun, m.a. hvort verið
sé að veita hér öðruvísi þjónustu eða
hvort eftirlit með ávísunum lyfja sé
strangara í öðrum löndum.
Árið 2014 fengu tæplega 41.000
Íslendingar, 12,5% þjóðarinnar,
ávísað þunglyndislyfjum a.m.k. einu
sinni á árinu. Þetta er talsvert meiri
notkun en á hinum löndunum á
Norðurlöndum og umtalsvert meira
en í öðrum OECD-löndum þar sem
meðaltalið árið 2013 var 5,8%.
En erum við svona miklu þung-
lyndari en aðrar þjóðir? „Það er
óvíst hvort þetta endurspegli raun-
verulegt algengi þunglyndis,“ segir
Ólafur. Hann segir að í þessu sam-
bandi hafi verið bent á að lyfin séu
stundum notuð við öðru en þung-
lyndi, t.d. ADHD. Það skýri þó ekki
þennan mun á Íslandi og öðrum
löndum, því það sama er gert í öðr-
um löndum.
Minni geðlæknaþjónusta hér
Ólafur segir skort á þjónustu í
geðheilbrigðismálum geta útskýrt
þessa notkun að einhverju leyti. Töl-
ur um geðlæknaþjónustu á sjúkra-
húsum bendi til þess að hún sé tals-
vert minni hér en á hinum löndunum
á Norðurlöndum, t.d. séu fjórfalt
fleiri legudagar skráðir á geðdeild-
um í Svíþjóð en hér. „Reyndar erum
við hlutfallslega með svipaðan fjölda
sérfræðinga í geðlækningum og ná-
grannaþjóðirnar. En kannski er ver-
ið að þrengja um of að þessari þjón-
ustu á sjúkrahúsunum sem á að
sinna þeim sem verst eru staddir.“
Árið 2014 fengu um 30.000 Íslend-
ingar ávísað sterkum verkjalyfjum,
33.000 fengu svefnlyf og 7.500 fengu
örvandi lyf. Ólafur segir að notkun
sterkra verkjalyfja á Norðurlöndun-
um sé hæst á Íslandi. „Verkjalyfja-
notkun er flókið fyrirbæri og sumir
taka þessi lyf vegna þess að þeir eru
að glíma við mjög erfiða sjúkdóma.
En við þurfum að spyrja okkur
hvers vegna notkunin sé svona miklu
almennari hér en annars staðar.“
Að sögn Ólafs hefur svefnlyfja-
notkun hér á landi aðeins dregist
saman. Hún sé þó enn töluvert meiri
hér en hjá öðrum Norðurlandaþjóð-
um.
Þegar notkun tauga- og geðlyfja
er skoðuð á vef Hagstofu Íslands
sést gríðarleg aukning. Árið 1989
notuðu 12,9% Íslendinga slík lyf, en
2014 var hlutfallið komið upp í
35,7%. Þetta er næstum því þreföld-
un. Undir þennan lyfjaflokk falla
m.a. þunglyndislyf, verkja- og svefn-
lyf og kvíðastillandi lyf. Ólafur segir
notkun þessara lyfja einnig hafa
aukist meðal annarra þjóða, en hún
sé hlutfallslega meiri hér á landi.
„Mörg þessara lyfja eru misnotuð og
margir einstaklingar glíma við alvar-
lega fíkn vegna þeirra. Margir reyna
að fá meira magn en telst eðlilegt
með ýmsum leiðum. Í gegnum tíðina
hefur það verið vandamál að einstak-
lingar fara til margra lækna til að fá
ávísað sömu ávanabindandi lyfjum
en við hjá Embætti landlæknis bind-
um vonir við að aðgangur lækna að
lyfjagagnagrunni takmarki það. Það
þarf átak til að þessi mál fara í betri
farveg,“ segir Ólafur.
Gæti valdið umferðaróhöppum
Hann segir að skoða þurfi áhrif
þessarar notkunar eins og hún er í
dag á aðra þætti og nefnir þá sér-
staklega hvort rekja megi umferð-
aróhöpp hér á landi til hennar. „Er-
lendar rannsóknir hafa sýnt að
tiltekinn fjöldi umferðaróhappa or-
sakast af lyfjaakstri. Til eru tölur frá
löndum þar sem lyfjanotkun er tals-
vert minni en hér og því er ástæða til
að skoða þessi tengsl hér á landi.
Mörg ávanabindandi lyf hafa ýmsar
verkanir sem geta t.d. skert getu
okkar til að keyra ökutæki.“
Eigum OECD-met í
þunglyndislyfjaneyslu
41.000 Íslendingar fengu þunglyndislyf 2014 30.000
á sterkum verkjalyfjum Margir reyna að fá meira magn
Seldir dagskammtar af tauga- og geðlyfjum
á hverja 1.000 Íslendinga 1989-2014
Heimild: Hagstofa Íslands.
400
300
200
100
0
19
9219
91
19
90
19
89
19
93
19
94
19
95
19
96
19
97
19
98
19
99
20
00
20
01
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
20
10
20
11
20
12
20
13
20
14
354,8
327,1
128,5
Ólafur B.
Einarsson
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Úttektartímabil kreditkorta hjá
Landsbankanum mun breytast í
þessum mánuði. Breytingin felst í
því að úttektartímabil hefst 27. dag
hvers mánaðar og lýkur 26. dag
næsta mánaðar. Breytingin nær til
allra Visa-kreditkorta sem gefin eru
út af Landsbankanum, að undan-
skildum Innkaupakortum.
Fyrsta úttektartímabilið eftir
breytingu er frá 22. febrúar til 26.
mars, en úttektartímabil hefur hafist
þann 22. hvers mánaðar og lokið 21.
dag næsta mánaðar. Með þessari
breytingu styttist það tímabil sem
kortanotendur eru lausir við vaxta-
greiðslur af úttektum sínum um
fimm daga.
Í skriflegu svari Landsbankans
við því hverjar séu skýringarnar á
þessari breytingu segir m.a.:
„Þegar rætt er um breytingar á
kortamarkaði er ekki síst átt við eft-
irfarandi: Í stað þess að söluaðilar og
færsluhirðar (Valitor – Borgun –
Kortaþjónustan) fjármagni korta-
færslurnar, hefur fjármögnunin
færst yfir á útgefendur kortanna,
m.a. til Landsbankans. Í kjölfarið
ættu söluaðilar (kaupmenn og þjón-
ustufyrirtæki) að greiða lægri þókn-
anir til færsluhirða og/eða fá greitt
strax daginn eftir að þeir senda upp-
lýsingar um kortafærslur til færslu-
hirða.
Þessu er ætlað að stuðla að lægra
vöruverði til neytenda. Með þessu
færist kostnaður við notkun
greiðslukorta í auknum mæli til
þeirra sem nota þau og gefa út, en
minni kostnaður fellur á verslun og
þjónustu.
Sá sem notar kreditkort, eftir að
breyting á úttektartímabili hjá
Landsbankanum tekur gildi, tekur í
raun lán í að meðaltali 21 dag
(minnst 7 daga – mest 36 daga) eftir
því hvenær kaupin fara fram. (Áður
voru lánin að meðaltali til 26 daga.)
Breytingar á kortamarkaði, í sam-
ræmi við sátt við Samkeppniseftirlit-
ið og fyrirhugaðar breytingar á laga-
umhverfi, hafa m.a. leitt til þess að
daginn eftir kaup greiðir Lands-
bankinn nú færsluhirði fyrir kaupin.
Áður greiddi Landsbankinn færslu-
hirðum sama dag og korthafar
greiddu bankanum. Fjármögnun
sem áður var í verkahring færslu-
hirða og/eða söluaðila hefur þar með
færst til Landsbankans.“
Haraldur Guðni Eiðsson, upplýs-
ingafulltrúi Arion banka, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær, að
breytingar á úttektartímabili kred-
itkorta hjá bankanum hefðu verið
skoðaðar, en engin ákvörðun hefði
verið tekin um þær. Hann sagðist
ekki útiloka að slíkar breytingar
yrðu gerðar í framtíðinni.
Notendur kreditkorta greiða meira
Morgunblaðið/ÞÖK
Visa Úttektartímabil hefst 27. hvers mánaðar eftir breytinguna.
Breyting Landsbankans á úttektartímabili þýðir að verslunin greiðir minna, en notendur og bankinn
meira Landsbankinn segir að breytingunni sé ætlað að stuðla að lægra vöruverði til neytenda