Morgunblaðið - 20.02.2016, Page 16
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Umhverfis- og skipulagssvið
Reykjavíkurborgar hefur lagt fram
verklýsingu vegna breytinga á
Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-30.
Breytingarnar varða miðborgina og
eru sagðar umfangsmiklar.
Fram kemur í verklýsingunni að
hún verði „auglýst í fjölmiðlum, send
til skilgreindra hagsmunaaðila og
gerð aðgengileg á vef borgarinnar“.
Fer kynningin fram í febrúar og
mars og verður gefinn frestur til að
koma með ábendingar og athuga-
semdir. Næsta skref er opinber
kynning á breytingartillögum og er
það tímasett á tímabilinu júní til
ágúst. Þriðja og síðasta skrefið er
auglýsing á breytingum á aðalskipu-
lagi. Breytingartillögurnar verða
kynntar í sex vikur og verður óskað
eftir skriflegum athugasemdum á
tímabilinu frá september til október.
Segir í verklýsingunni að „megin-
markmið aðalskipulagsins um mið-
borgina verða tekin til endurskoðun-
ar, eftir atvikum, einkum til að
endurspegla betur stefnu borgar-
yfirvalda um uppbyggingu og þróun
ferðaþjónustu í miðborginni“.
Breytingarnar kalla á samráð
Undirbúningur og mótun breyt-
ingartillagna er sagt munu kalla á
samráð við fulltrúa fjölmargra hags-
munahópa í miðborginni.
„Vinnuhópur umhverfis- og skipu-
lagssviðs mun auk þess kalla til
fundar við sig þá embættismenn sem
vinna með málefni miðborgarinnar,
meðal annars leyfisveitingar. Enn
fremur verður byggt á því samráði
sem fór fram í tengslum við vinnu
Miðborgarhópsins.
Þar sem um óvenjuumfangsmiklar
og margþættar breytingar á aðal-
skipulaginu er að ræða, sem þarf að
gefa góðan tíma, er gert ráð fyrir
þeim möguleika að breytingartillög-
urnar verði kynntar og afgreiddar í
áföngum, eftir því sem vinnunni mið-
ar og forsvaranlegt er að gera. Hver
breyting mun væntanlega fylgja
sambærilegu kynningar- og af-
greiðsluferli, en ef um lítilsháttar
breytingu er að ræða verður metið
hvort önnur málsmeðferð er réttlæt-
anleg,“ segir m.a. í verklýsingunni.
Vöxturinn langt umfram spár
Vikið er að örum vexti ferðaþjón-
ustunnar á síðustu árum og hvernig
hann kalli á endurmat á skipulaginu.
„Í ljósi þess að aukning ferðaþjón-
ustu á miðborgarsvæðinu hefur orð-
ið miklum mun meiri en gert var ráð
fyrir við vinnslu aðalskipulagsins og
einnig að ekki liggja fyrir tímasetn-
ingar um gerð hverfisskipulags í
miðborginni, er skynsamlegt og fylli-
lega tímabært að skoða miðborgar-
svæðið heildrænt vegna stefnu-
ákvæða um hótel og gististaði.
Endurskoðun lagaumhverfis um
veitinga- og gististaði kallar enn
fremur á að einstök ákvæði verði
endurmetin. Hinn mikli vöxtur í
ferðaþjónustunni, sem birtist skýr-
ast í byggingu nýrra hótela í mið-
borginni, hefur þegar kallað á ákveð-
in viðbrögð skipulagsyfirvalda, m.a.
með því að setja nýja skilmála um
hlutfall gististaða í deiliskipulagi
Kvosarinnar,“ segir þar m.a.
Tilgangur endurskoðunarinnar er
að „endurmeta heildrænt stefnu-
ákvæði um miðborgina í ljósi þróun-
arinnar undanfarin ár og reynslunn-
ar af beitingu gildandi skipulags-
ákvæða“. Ætlunin er að „setja
ákveðnari og skýrari markmið varð-
andi þróun og uppbyggingu ferða-
þjónustu í miðborginni“ og „skerpa
almennt á skipulagsákvæðum er
varða landnotkun og stýringu á
starfsemi á einstökum svæðum, göt-
um og jaðarsvæðum miðborgar“.
Skipulagi miðborgarinnar breytt
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur telur ferðaútrásina kalla á endurmat á skipulaginu
Boðaðar eru „óvenjuumfangsmiklar og margþættar breytingar“ Breytt skipulag auglýst í haust
Morgunblaðið/Ómar
Miðborgin Þúsundir íbúða eru leigðar út til ferðamanna á tiltölulega litlu svæði í borgarlandinu.
Miðborgin útvíkkuð
» Rifjað er upp í verklýsing-
unni að „nákvæm stefnu-
ákvæði og stýring á starfsemi
og landnotkun í miðborginni“
eigi rætur í þróunaráætlun
sem samþykkt var í borgar-
stjórn skömmu eftir aldamót
og tekin upp í meginatriðum í
Aðalskipulagi Reykjavíkur
2001-24, sem tók gildi 2003.
» Við vinnslu Aðalskipulags
Reykjavíkur 2010-30 var þeim
götum fjölgað verulega sem
lúta „almennri stýringu“.
» Þá voru sett fram ákveðnari
ákvæði um framhliðar jarð-
hæða sem „styddu við almenn
markmið um fjölbreytt mannlíf
í almenningsrýmum“.
» Jafnframt voru mörk mið-
borgarinnar útvíkkuð til vest-
urs að Grandagarði og til aust-
urs að Höfðatorgi.
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016
Við breytingarnar á skipulagi mið-
borgarinnar verður lagt mat „á
heimildir um fjölda íbúða á mið-
borgarsvæðinu útfrá núverandi
stöðu í deiliskipulagi innan þeirra
svæða“. „Horft verður eingöngu til
stærri svæða … innan miðborgar-
innar sem innihalda mörg deili-
skipulagssvæði, eins og svæði nr.
8 (Kvosin) og 9 (Laugavegur +).
Lagt verður mat á það hvort
setja eigi sérstök markmið um
gerð göngugatna og lokanir gatna
fyrir bílaumferð, tímabundið eða
varanlega, í miðborginni. Skoða
þarf slík markmið um lokanir
gatna í samhengi við önnur
ákvæði sem gilda um viðkomandi
götukafla … Reiknireglur við
ákvarðanir um hlutfall starfsemi
við götuhluta verða rýndar og
endurbættar ef ástæða er til.“
Loks er vikið að afmörkun
svæða sem hafa heimildir til vín-
veitinga. „Mörk undirsvæða verða
rýnd og stefnuákvæði um hvert
svæði endurmetin. Mörk svæð-
anna verða m.a. skoðuð með hlið-
sjón af mörkum svæða um vínveit-
ingaheimildir,“ segir þar m.a.
Loki götum fyrir bílaumferð
MARKMIÐ UM GÖNGUGÖTUR VERÐA SKOÐUÐ
fenix 3 sameinar glæsilega hönnun og fjölnota GPS snjallúr
Íþrótta- og útivistarfólk þarf ekki lengur að velja á milli – fenix 3 er bæði fullkomið íþróttaúr, útivistarúr,
snjallúr og úr sem þú notar daglega í vinnu og leik. Þú getur einnig sérsniðið úrið að þínum þörfum með
mismunandi upplýsingagluggum, forritum eða úraskífu með Connect IQ appinu frá Garmin.
Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is
toppaðu
gærdaginn
Á fundi umhverfis- og skipulags-
ráðs Reykjavíkur í vikunni voru
meðal annars rifjaðar upp fyrri
hugmyndir um að færa Miklubraut
í stokk og byggja þriggja hæða
mislæg gatnamót á Kringlumýrar-
braut og Miklubraut.
Hjálmar Sveinsson, formaður
ráðsins, segir þó ekki standa til að
hrinda hugmyndinni í framkvæmd
á næstunni. „Við ákváðum að þessu
sinni að vera með þematískan fund
í umhverfis- og skipulagsráði þar
sem þemað var samgöngumál.
Þetta var því bara einn liður af
nokkuð mörgum,“ segir Hjálmar og
heldur áfram: „Þessi umræða, að
setja Miklubraut í stokk frá Löngu-
hlíð og niður að Rauðarárstíg, kem-
ur alltaf upp öðru hvoru og í raun
er gert ráð fyrir því í aðalskipulag-
inu 2010 til 2030.“
Ráðið ekki einhuga í málinu
Aðspurður segir Hjálmar skiptar
skoðanir uppi meðal nefndarmanna,
en sumir þeirra vilja t.a.m. einna
helst minnka umferðarhraða. „Því
það er hann sem veldur hávaða og
eykur svifryksmengun.“ khj@mbl.is
Mynd/Línuhönnun hf. – Onno ehf.
Hugmynd Stokkur á Hringbraut og mislæg gatnamót við Kringlumýrar-
braut hafa lengi verið til umræðu, en óvíst er hvenær af verður.
Stokkurinn ræddur
Framkvæmd á Miklubraut til um-
ræðu hjá umhverfis- og skipulagsráði