Morgunblaðið - 20.02.2016, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016
Gefðu ástinni þinni DW úr og natoól fylgir frítt með til 21. febrúar
Valentínusardagurinn - Konudagurinn
Óvíst er hve lengi loðnufrysting
stendur yfir en skipakomur eru jafn-
an kærkomnar því þeim fylgja
tekjur í formi hafnargjalda til sveit-
arsjóðs. Hráefnið sem nú er fryst fer
einkum á markað til Austur-Evrópu
og einnig er byrjað að frysta á Asíu
en Rússland er lokað fyrir loðnu-
afurðir sem gerir sölu á hæng mjög
erfiða.
Þorranum var vel fagnað af öll-
um aldurshópum eins og vera ber,
því samkvæmt gömlum sið þarf að
taka vel á móti karli svo hann slái
ekki kuldaklónum ótæpilega í fólkið.
Þorrablótið var haldið í lok janúar
þar sem brugðið var á leik og menn
skemmtu sér á eigin kostnað og ann-
arra, svo sem venja er. Þorrablóts-
nefnd tók upp gamlan sið, sem var
aflagður fyrir allmörgum árum en
hann var sá að blótsgestir skyldu
koma með sinn eigin mat og sýndist
sitt hverjum um þá ráðabreytni.
Meðan sumum fannst það stórt aft-
urhvarf til fortíðar að þurfa nú að
nesta sig á samkomuna þá voru aðrir
alsælir með þetta, ekki síst þeir sem
eru lítið hrifnir af hefðbundum
þorramat og hafa jafnan farið svang-
ir frá þorraborðinu sem þurfti þó að
greiða fullt verð fyrir. Samkvæmt
könnun sem nefndin stóð fyrir eftir
blót, þá var meirihluti svarenda
fylgjandi því að koma sjálfir með
veisluföngin svo væntanlega verður
sá háttur hafður á næsta blóti.
Leik- og grunnskóli héldu líka
þorrablót og hefur sjaldan verið jafn
fjölmennt á þorrablóti grunnskólans
og nemendur lögðu mikið í veglega
skemmtidagskrá. Smiðshöggið rak
svo félag eldri borgara með sínu
þorrablóti og þá dunuðu gömlu-
dansarnir í félagsheimilinu.
Flotskák er nú stunduð í heita
pottinum í Verinu, íþrótta-
miðstöðnni á Þórshöfn, en þar var
nýlega tekið í notkun sundlaugar-
taflsett í tilefni af Skákdegi Íslands,
þann 26. janúar síðastliðinn. Tafl-
settið er vinsælt, segir Eyþór Atli
Jónsson, forstöðumaður Versins, og
flestir krakkar á Þórshöfn kunna
mannganginn og gott betur. Borð-
tafl er einnig í anddyri íþrótta-
miðstöðvarinnar og þar sitja krakk-
arnir löngum og iðka þessa
hugarleikfimi sem skákin er.
Eldri borgarar eru líka tíðir
gestir íþróttamiðstöðvarinnar.
Gönguhópur þeirra á fasta tíma í
húsinu og þá er gengið inn í sal í
skjóli fyrir veðrum og vindum og oft
endað í sundlauginni. Þarna er á
ferð félagslyndur og kátur hópur en
elsti meðlimurinn er á tíræðisaldri.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn Höfnin er þéttskipuð af norskum loðnuskipum. Dæmi eru um það að fleiri skip hafi beðið fyrir utan eftir plássi.
Syngjandi norska ómar um höfnina
Litlanes ÞH-3 Nýr línubátur Ísfélags Vestmannaeyja er hér í höfninni.
ÚR BÆJARLÍFINU
Þórshöfn
Líney Sigurðardóttir
Loðnufrysting er hafin hjá Ís-
félaginu á Þórshöfn en norsk loðnu-
skip hafa landað þar undanfarnar
vikur. Um hafnarsvæðið ómar nú
syngjandi norska því Norðmenn
hafa flykkst inn síðustu dagana og
höfnin hefur verið þéttskipuð, í orðs-
ins fyllstu merkingu og fleiri skip
beðið fyrir utan eftir plássi.
Unnið er nú allan sólarhringinn
á vöktum hjá Ísfélaginu og er þessi
uppgripavinna ágæt viðbót við bol-
fiskvinnsluna, sem verið hefur sam-
felld og stöðugleiki því verið í
vinnslu Ísfélagsins á Þórshöfn.
Sá stöðugleiki var enn frekar
styrktur um áramótin með kaupum
Ísfélagsins á línubát sem gerður
verður út frá Þórshöfn. Þetta er 15
brúttótonna línubátur, smíðaður
2008 og er með 355 ha Cummins vél.
Báturinn er í krókaaflamarkskerf-
inu og honum fylgja um 500 tonn af
þorski auk annarra tegunda.
Báturinn fékk nafnið Litlanes
ÞH-3 og mun hann styrkja bolfisk-
vinnslu Ísfélagsins á Þórshöfn sem
eflir um leið atvinnulífið í Langanes-
byggð. Nýju aflaskipi fylgja ný störf
en um sex manns munu koma þar
að; bæði á sjó og við beitningu í
landi.
Þorsteinn R.
Hermannsson
hefur verið ráð-
inn í starf sam-
göngustjóra á
umhverfis- og
skipulagssviði
Reykjavíkur-
borgar.
Hann mun
taka við af Ólafi
Bjarnasyni nú-
verandi samgöngustjóra þegar
hann lýkur störfum í byrjun næsta
sumars.
Þorsteinn er með B.Sc. gráðu í
umhverfis- og byggingarverkfræði
frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu
í byggingarverkfræði með sérhæf-
ingu í samgönguverkfræði frá Uni-
versity of Washington í Seattle,
Bandaríkjunum. Hann á að baki
feril sem stjórnandi og ráðgjafi á
sviði samgöngu- og umhverfismála.
Þorsteinn var sviðsstjóri umferðar-
og skipulagssviðs verkfræðistof-
unnar Mannvits í fjögur ár, eða frá
2008-2010, en frá þeim tíma hefur
hann verið fagstjóri samgönguhóps
Mannvits.
Nýr samgöngustjóri
Reykjavíkurborgar
Þorsteinn R.
Hermannsson
Laugardaginn 20. febrúar verður
slegið upp atvinnubílasýningu í
Opel-salnum, Tangarhöfða 8 í
Reykjavík, klukkan 12-16.
Í tilkynningu frá Bílabúð Benna
kemur fram að sendibílarnir frá
Opel fáist í fjölmörgum útfærslum
og séu með ríkulegum búnaði.
„Síðasta ár var metár hjá Opel í
Evrópu sem óx verulega bæði í
sölumagni og markaðshlutdeild.
Velgengni atvinnubílanna frá Opel
hefur ekki síst vakið athygli, en
vöxturinn í þeim flokki er heil 24%
miðað við árið 2014,“ segir m.a. í
tilkynningunni.
Opel-atvinnubíla-
sýning hjá Benna
Helgi Hjörvar, formaður þingflokks
Samfylkingarinnar, sendi flokks-
fólki bréf í gær þar sem hann til-
kynnti framboð sitt til formanns
flokksins.
„Ég hef ákveð-
ið að sækjast eft-
ir því að leiða
flokkinn frá
landsfundi í vor.
Ég skora á alla
sem treysta sér í
það verkefni og
telja sig hafa er-
indi að gefa kost
á sér því mikil-
vægt er að að
fjölbreytt sjónarmið og valkostir
verði í boði. Ég gef kost á mér til að
breyta áherslum, endurskoða starfs-
hætti, virkja krafta nýrrar kynslóð-
ar og ná sem mestri samstöðu um
sameiginlegar hugsjónir við hina í
stjórnarandstöðunni,“ segir Helgi
m.a. í bréfinu.
Helgi segir að Samfylkingin
þarfnist breytinga og Samfylking-
arfólk hafi krafist landsfundar og
formannskjörs sem framkvæmda-
stjórn hafi ákveðið að flýta til vors.
„Formaðurinn sendi flokksmönnum
bréf þar sem hann segir að þessi al-
varlega staða hafi skapast á löngum
tíma og sé á sameiginlega ábyrgð
okkar. Þar er tæpt á mistökum sem
við getum verið sammála eða ósam-
mála um í einstökum atriðum en ég
fagna því tækifæri sem skapast hef-
ur til opinnar umræðu í flokknum
um þessi mál og mörg fleiri,“
segir Helgi m.a. í bréfinu.
Hann segir að ekki hafi verið
gerðar nægilegar breytingar á fjár-
málakefinu í kjölfar hrunsins.
„Það dugar ekki að bíða eftir evr-
unni heldur þarf Samfylkingin
skýra stefnubreytingu. Við eigum að
halda aðildarumsókninni að ESB á
lofti en hætta að segja að allt sé
ósanngjarnt og verði áfram óhóflega
dýrt á meðan við höfum okkar veik-
burða gjaldmiðil. Við megum ekki
fresta því að breyta kerfinu þangað
til við fáum alvöru gjaldmiðil.“
Undir fyrirsögninni Verkefnið
segir Helgi m.a: Við eigum líka að
vera tilbúin til hvers konar sam-
starfs fyrir kosningar, hvort sem
það er formlegt eða óformlegt, und-
ir forystu okkar eða annarra og vera
tilbúin til að sameinast, skipta um
nafn, breyta áherslum, ef það þjónar
því markmiði að skapa á ný trúverð-
ugan valkost fyrir jafnaðarmenn.
Helgi Hjörvar
fer í framboð
„Samfylkingin þarf stefnubreytingu“
Helgi Hjörvar