Morgunblaðið - 20.02.2016, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016
Eðalfiskur ehf • Sólbakka 4 • 310 Borgarnesi • S. 437 1680 • sala@edalfiskur.is • www.edalfiskur.is
Eðallax
fyrir ljúfar stundir
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Þýski ferjuflugmaðurinn Margrit
Waltz hefur verið tíður gestur á Ís-
landi undanfarin rúm þrjátíu ár.
Hún er einn reyndasti ferju-
flugmaður heims og í vikunni kom
hún við hjá Suðurflugi á Keflavíkur-
flugvelli á ferð númer 800 yfir Atl-
antshafið.
Þetta er merkur áfangi og að sögn
starfsmanna Suðurflugs er ekki vit-
að til þess að neinn ferjuflugmaður
hafi farið eins margar ferðir yfir Atl-
antshafið og Margrit, enda er hún
jafnan nefnd „Queen of the Sky“.
Oftast nær flýgur Margrit litlum
vélum og oft við mjög erfiðar að-
stæður. Í tímamótafluginu í vikunni
flaug hún eins hreyfils flugvél af
gerðinni Socata TBM-700.
Var fagnað með gjöfum
Starfsfólk Suðurflugs tók vel á
móti Margrit og færði henni gjafir
við þessi tímamót. Meðal annars
hafði það útbúið sérmerkta boli um
áfangann.
Þegar Margrit kom til Keflavíkur
í vikunni frá Bandaríkjunum lenti
hún seint að kveldi og hélt för sinni
áfram strax morguninn eftir. Því
tókst ekki að spjalla við hana í þetta
sinn. Hins vegar náði Morgunblaðið
tali af henni þegar hún flaug 500.
ferðina yfir Atlantshafi í mars árið
2000. Í því viðtali stóð orðrétt:
Margrit segist eiga von á því að
halda áfram sem ferjuflugmaður
næstu 3-4 ár. Þá sé að hennar mati
nóg komið, enda sé starfið líkamlega
erfitt. „Þá langar mig til að snúa mér
alfarið að fjölskyldunni eða jafnvel
skrifa bók. Ég á nógan efnivið.“
Margrit hefur svo sannarlega
skipt um skoðun því hún er enn að
16 árum síðar. Hún tjáði starfsfólki
Suðurflugs að hún væri hvergi nærri
hætt. Sagðist eiga mörg ár eftir og
stefnan væri tekin á þúsund ferðir í
það minnsta! Margrit varð nýlega 59
ára og gæti því mögulega náð þessu
takmarki.
Í viðtalinu sem birtist árið 2000
kvaðst Margrit ekki geta tiltekið ná-
kvæmlega hvenær hún gerðist ferju-
flugmaður. Hún hafi smám saman
„leiðst út í“ starfann, en fyrsta flugið
hafi verið þegar hún var 19 ára. „Svo
flaug ég aftur árið eftir, bara vegna
þess hversu skemmtilegt það var.
Þegar ég var 21 árs fór ég að vinna
sem ferjuflugmaður í hlutastarfi fyr-
ir fyrirtæki í Þýskalandi og 22 ára í
fullu starfi,“ sagði hún.
Margrit sagðist fljúga að meðal-
tali þrisvar sinnum yfir N-Atlants-
hafið í mánuði, sem þýði að hún sé
fjarri heimili sínu 10-12 daga í mán-
uði. Hina dagana sinni hún fjölskyld-
unni, eiginmanni og tveimur dætr-
um, en fjölskyldan býr í
Bandaríkjunum.
Aðspurð sagðist hún hafa lent í
óteljandi ævintýrum í háloftunum.
„Það fer reyndar eftir því hvað mað-
ur kallar ævintýri, en nú síðast fyrir
tveimur vikum stöðvaðist vél flug-
vélarinnar í 17.000 fetum yfir N-
Atlantshafinu vegna óvenjulega
mikils kulda. Hún fór svo í gang í
7.000 fetum og ég komst á endanum
heilu og höldnu til Kanada,“ sagði
Margrit Waltz í viðtalinu.
800 ferðir yfir Atlantshafið
Þýski ferjuflugmaðurinn Margrit Waltz lenti á Keflavíkurflugvelli í sinni 800. ferð yfir hafið
Drottning háloftanna segist hvergi nærri hætt og stefnir að því að fljúga 1.000 ferðir
Ljósmyndir/Magni Freyr Guðmundsson
Um borð Margrit Waltz við komuna til Keflavíkur seint um kvöld. Eftir næturhvíld var lagt af stað á ný.
Lagt af stað Margrit Waltz undirbýr vél sína fyrir brottför á köldum
vetrarmorgni. Héðan lá leiðin til Evrópu og þaðan suður til Suður-Afríku.
Gjafir Kristbjörn Albertsson færði Margrit gjafir fyrir hönd Suðurflugs. Á
myndinni eru Grétar Hermannsson, Margrit Waltz og Erlendur Einarsson.
Ríkisstjórnin samþykkti í gærmorg-
un tillögur heilbrigðisráðherra um
að fela fjármála- og efnahagsráð-
herra, í samráði við heilbrigðisráð-
herra, að tryggja aukið fjármagn svo
unnt verði að taka í notkun fleiri ný
lyf á þessu ári, 2016.
„Það er ljóst að með þessari
ákvörðun ríkisstjórnarinnar verður
unnt að innleiða fleiri ný lyf en áætl-
anir gerðu ráð fyrir. Það er afar mik-
ilvægt því þar með getum við þjónað
sjúklingum betur og á sambærilegan
hátt og gert er hjá nágrannaþjóðum
okkar,“ var haft eftir Kristjáni Þór
Júlíussyni í tilkynningu frá velferð-
arráðuneytinu. Lyfjagreiðslunefnd
hefur fengið yfirlit yfir forgangslyf
sem spítalinn óskar eftir að fá að
innleiða á þessu ári en þar eru m.a.
mörg ný krabbameinslyf.
Í fjárlögum ársins 2016 er gert
ráð fyrir að fjárheimildir til s-
merktra lyfja verði 6.266 m.kr. Heil-
brigðisráðherra veitti viðbótarfram-
lag upp á 100 m.kr. í innleiðingu
nýrra lyfja og leitaði í kjölfarið eftir
auknu fé frá ríkisstjórninni, sem
samþykkt var í gær. Markmiðið er
að geta innleitt öll þau lyf sem sett
hafa verið á forgangslista af hálfu
spítalans.
Morgunblaðið/Friðrik
Ný lyf Ríkisstjórnin samþykkti tillögur heilbrigðisráðherra um aukna fjár-
muni til innleiðingar á nýjum lyfjum og þau verða tekin í notkun árið 2016.
Vilja taka fleiri ný
lyf í notkun á árinu
Aukið fjármagn til innleiðingar lyfja