Morgunblaðið - 20.02.2016, Side 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016
ur ofnum reist. Til að byrja með munum við
framleiða um 54 þúsund tonn af kísilmálmi og
26 þúsund tonn af kísildufti.“
– Eruð þið ekki að greiða ansi hátt verð fyrir
raforkuna, sem þið hafið samið um kaup á, eða
um 40 dollara fyrir megawattstundina?
„Raforkuverð er trúnaðarmál sem við getum
ekki talað um. Við gerum ráð fyrir að við séum
að borga meira fyrir orkuna en álverin hafa
gert. Við erum hins vegar mjög ánægðir með
það verð og þau kjör sem við höfum í okkar raf-
orkusamningum,“ sagði John.
– Hefur það ekki áhrif á arðsemi verksmiðj-
unnar, hversu hátt raforkuverð þið munið
greiða?
„Raforkuverð hefur náttúrlega áhrif á fram-
leiðslukostnað verksmiðjunnar. Því lægra raf-
orkuverð, þeim mun betri afkoma. Hins vegar
er það þannig að okkar raforkuverð er hagstætt
miðað við það raforkuverð sem keppinautar
okkar eru að greiða.. Samkeppnishæfir orku-
samningar, nálægð Íslands við helstu markaði,
ásamt hagkvæmri stærð ofna og mikilli fram-
leiðslugetu, tryggja hagkvæmni okkar kísil-
vers. Við eigum von á því að verða í þeim fjórð-
ungi sem hefur lægstan rekstrarkostnað í
heiminum,“ sagði John.
Búnir að selja tæplega 85%
– Hvað með sölu? Hafið þið samið um sölu á
einhverju af framleiðslunni?
„Já, við erum búin að semja um sölu á tæp-
lega 85% af allri framleiðslunni, annars vegar til
átta ára og hins vegar til tíu ára. Það eru svo-
kallaðir „take or pay“ samningar, sem þýðir að
kaupandinn verður að taka vöruna, og ef hann
gerir það ekki verður hann samt sem áður að
borga. Þannig að salan er tryggð og tekjur af
sölunni einnig,“ segir John.
– Er verð fyrir kísilmálm ekki í sögulegu lág-
marki um þessar mundir?
„Verð er lágt, en þó ekki í sögulegu lágmarki.
Verð á kísilmálmi sveiflast og það gerist reglu-
lega, en þó með öðrum hætti en önnur hrávara.
Einmitt nú eru ástæður þess að verðið hefur
lækkað þær að árið 2014 voru þurrkar í Bras-
ilíu, sem þýddi að framleiðendur kísilmálms í
Brasilíu hættu að framleiða kísilmálm, og
áframseldu raforkuna sem fór upp úr öllu valdi í
verði í þurrkunum. Fleiri verksmiðjur lokuðust,
sem þýddi að framboð í heiminum minnkaði og
verðið fór upp. Þá varð hálfgert uppnám hjá
kaupendum og þeir keyptu óeðlilega mikið. Svo
gerðist það, að það fór að rigna í Brasilíu, raf-
orkuverð lækkaði, framboð jókst á nýjan leik og
kaupendur sáu að framboð var nægt, en sátu
uppi með birgðir og hættu því tímabundið að
kaupa jafnmikið og áður.“
John segir að ástandið hafi jafnast og aukn-
ing eftirspurnar eftir kísilmálmi sé um 6% á ári
til næstu 5 ára. „Það er kannski lykill að þess-
um markaði að eftirspurnaraukningin hefur á
undanförnum árum verið að meðaltali um 6%
og greiningaraðilar gera ráð fyrir því að hún
haldist áfram yfir 6% á næstu árum. Hluti af
þessu er sólarmarkaðurinn, sem er um 13% af
markaðnum og sá hluti er að aukast um 20% til
25% á ári. Þannig að það er gríðarlegur vöxtur í
þessum markaði, og aukning á framboði á
næstu árum er mjög takmörkuð,“ sagði John.
Hann segir að þrátt fyrir þrjár nýjar kísil-
málmverksmiðjur á Íslandi og eina í Sádi-
Arabíu sem komi inn á næstu árum, sé gert ráð
fyrir því að eftir u.þ.b. fjögur til fimm ár verði
mikil vöntun á kísilmálmi. „Horfurnar á þessum
markaði eru því mjög góðar til næstu ára.“
sagði John.
Hann bendir á að samhliða niðursveiflu í
heiminum hafi verð á aðföngum lækkað. Hrá-
efnisverð hafi lækkað sem og flutningskostn-
aður og þannig hafi framleiðslukostnaðurinn
lækkað á móti lækkuðu verði kísilmálms, en
framlegð framleiðslunnar heldur sér ágætlega
fyrir vikið.
„Það má segja að þetta sé kennslubókar-
dæmi um það hvenær maður á að byggja verk-
smiðju. Þegar það er niðursveifla, er ódýrast að
kaupa vélar og tæki. Við sjáum það í þeim út-
boðum sem við höfum nú þegar gert, að við höf-
um fengið mjög góð verðtilboð, t.d. verðið fyrir
tækjabúnaðinn í verksmiðjuna, sem er undir
kostnaðarmati. Maður á helst að byggja í niður-
sveiflu og koma svo verksmiðjunni í gang, þeg-
ar skortur er orðinn á kísilmálmi á markaði, og
við erum að gera ráð fyrir, að svo verði í okkar
tilfelli,“ segir John.
– Eftir þrjá og hálfan áratug á erlendri
grundu og nú á kafi í íslensku verkefni, Thorsil,
langar stjórnarformanninn aldrei til þess að
flytja aftur á gamla skerið?
„Ég hef komið heim ansi oft á undanförnum
fimm árum. Ég er kvæntur íslenskri konu og
við eigum íbúð hér og komum því reglulega. Við
eigum hins vegar þrjá stráka, þeir eru giftir og
búa í Bandaríkjunum, þannig að við höfum að-
setur þar, en komum ansi oft heim,“ segir John
Fenger að lokum.
„Samkvæmt mati á umhverfisáhrifum og
starfsleyfinu sem á því er byggt, er gerð ná-
kvæm grein fyrir því hvað okkur er heimilt
og innan hvaða marka við eigum að starfa,“
sagði John.
Hann segir að verksmiðjan hafi verið
hönnuð og verði byggð með tilliti til þess að
öll tæki og umhverfisvarnir verði með því
besta sem þekkist í þessari framleiðslu-
grein.
John bendir á að útblástur koltvísýrings,
sé ekki staðbundið vandamál, heldur al-
heimsviðfangsefni.
„Öllum framleiðendum sem fylgir slíkur
útblástur er fyrir lagt að starfa innan
strangs sameiginlegs evrópsks regluverks.
Regluverkið (EU ETS) miðar að því að lág-
marka umhverfisáhrif rekstraraðila innan
evrópska efnahagssvæðisins og byggir kerf-
ið á metnaðarfullum markmiðum um 43%
samdrátt losunar gróðurhúsalofttegunda
milli áranna 2005 og 2030. Thorsil mun
starfa innan þessara reglna.
Það hafa verið gerðar greiningar á því
hvert kolefnisfótspor kísilvinnslu sé. Í þeim
efnum er athyglisvert að benda á að kísil-
málmur er notaður í margskonar fram-
leiðslu sem fyrirbyggir eða dregur úr út-
blæstri á koltvísýringi. Þar má nefna
sólarkísiliðanaðinn; notkun sólarkísils kem-
ur í staðinn fyrir kolaver; kísill er notaður í
framleiðslu bíla og annarra farartækja til
þess að létta þau og því kemur minni út-
blástur frá farartækjum. Þá er hann einnig
notaður í ýmis konar þéttiefni til einangr-
unar og orkuspörunar.Útkoman samkvæmt
þessum geiningum er því þessi: Hvert kíló
sem fylgir vinnslunni í okkar kísilver sparar
níu kíló af útblæstri vegna notkunnar á þeim
vörum sem kísilmálmur er notaður í,
„Við fáum rafmagnið hér, við erum með
mjög gott vinnuafl og hér er mjög góð að-
staða. Við erum með flutninga sem eru mjög
hagkvæmir og hér er kominn markaður fyrir
kísilmálm. Áliðnaðurinn á Íslandi notar kísil-
málm og einnig gæti byggst hér upp sólar-
kísilvinnsla. Hér ætti því að verða til mark-
aður fyrir umtalsvert magn af kísilmálmi
innan fárra ára, sem nýttur væri á Íslandi,“
segir John Fenger.
Dragi mikið úr útblæstri annarra
KÍSILMÁLMVERKSMIÐJUR
Rétt að byggja í niðursveiflu
John Fenger, stjórnarformaður Thorsil, er bjartsýnn á rekstur kísilmálmverksmiðju félagsins
í Helguvík Gangsetning á fyrrihluta árs 2018 Framkvæmdir hefjast um mitt ár í Helguvík
Morgunblaðið/Golli
Stjórnarformaður John Fenger, stjórnarformaður Thorsil, býr yfir gífurlegri reynslu úr málmiðnaðinum, sem hann hefur starfað við í yfir 40 ár.
VIÐTAL
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
John Fenger, stjórnarformaður Thorsil, hefur
yfir 40 ára reynslu af þátttöku í atvinnulífinu í
fjölmörgum löndum, aðallega í viðskiptum með
málma og stjórnun framleiðslufyrirtækja. Hann
hefur síðustu árin unnið að því að koma kísilveri
Thorsil í Helguvík á laggirnar, en hann stofnaði
og varð stjórnarformaður Thorsil árið 2010.
John er fæddur og uppalinn í Reykjavík og
fór til starfa hjá Járnblendiverksmiðjunni á
Grundartanga sem fjármálastjóri strax eftir út-
skrift úr Háskóla Íslands árið 1975.
John segir í samtali við Morgunblaðið að 1981
hafi Elkem boðið sér starf í Noregi og síðan hafi
hann starfað á erlendri grund. „Þar starfaði ég
fyrst sem fjármálastjóri hjá járnblendideild El-
kem og nokkrum árum síðar varð ég fram-
kvæmdastjóri kísilmálmdeildar Elkem á heims-
vísu. Í því starfi kynntist ég
kísilmálmiðnaðinum fyrst af einhverri alvöru.
Brasilía var að koma sterk inn á þennan markað
og evrópski kísilmálmiðnaðurinn átti því í vök
að verjast,“ segir John.
Kísilduft selt dýrum dómum
Hann segir að því hafi fylgt töluverð átök að
berjast í því að lækka kostnað á sama tíma og
þurft hafi að hvetja starfsfólk til þess að auka
gæði framleiðslunnar og sækja fram á nýjum
mörkuðum.
„Nú er kísilduft selt dýrum dómum, en á
þessum árum var þessu efni, sem kemur úr kís-
ilmálmframleiðslunni, bara kastað sem hverjum
öðrum úrgangi. Elkem réðst í mikla þróunar-
vinnu til þess að rannsaka hvernig væri hægt að
nýta þetta efni. Árangurinn er sá að markaður
fyrir kísilduft er í dag mikilvægur. Það er nýtt í
sement, í steypu í olíubrunnum o.fl. Ég gerði
samning við Sementsverksmiðju ríkisins þegar
ég var á Grundartanga um að þeir blönduðu kís-
ildufti í sementið, sem er mjög mikilvægt tól í
baráttunni gegn alkalískemmdum,“ segir John.
John var hjá Elkem í Noregi til 1991 og flutti
þá með fyrirtækinu til Bandaríkjanna og varð
yfirmaður Elkem bæði í Norður- og Suður-
Ameríku.
Eftir það starfaði John hjá fjárfestingarfélagi
og sat m.a. í stjórn Renewable Energy Corpora-
tion, sem er stórt í framleiðslu sólarkísils og kís-
ilflaga. Loks var hann í forsvari fyrir einu kísil-
málmverksmiðjunni í Kanada, Becancour
Silicon, til ársins 2010.
„Thorsil-verkefnið varð reyndar til í fram-
haldi af starfi mínu fyrir kanadísku verksmiðj-
una. Upphaflega ætluðum við saman í verkefnið
en niðurstaðan varð sú að ég keypti verkefnið
og hætti hjá þeim og hef verið í fullu starfi frá
2011 við að koma Thorsil á koppinn,“ segir
John.
– Er Thorsil-verkefnið á áætlun?
„Það hefur tekið lengri tíma en við áætluðum
upphaflega að hefja framkvæmdir, aðallega
vegna frágangs raforku- og sölusamninga. Við
erum á áætlun að klára samninga um fjár-
mögnun í marsmánuði og gerum ráð fyrir að
framkvæmdir við byggingu á verksmiðjunni
geti hafist um mitt ár. Samkvæmt samningum
um raforkukaup, þá eigum við að setja fyrsta
ofninn í gang í öðrum ársfjórðungi 2018,“ sagði
John.
– Fjármögnun er upp á 275 milljónir dollara
eða um 35 milljarða króna, er hún vel á veg
komin og verður hún alíslensk?
„Fjármögnunin er á lokastigi. Lánsfé kemur
frá íslenskum og norskum lánastofnunum en
hlutafé að langstærstum hluta frá íslenskum að-
ilum, fjárfestingarfélögum og stofnanafjárfest-
um.Við teljum sérstaklega ánægjulegt að í
þessu verkefni geti íslenskir fjárfestar notið
góðs af hagstæðum aðstæðum hérlendis, og þar
að auki muni félagið greiða alla sína skatta á Ís-
landi.“
– Hversu mörg störf verða til á framkvæmda-
tímanum, á meðan verið er að reisa verksmiðj-
una?
„Við gerum ráð fyrir að það verði á milli 350
og 400 manns sem starfa við framkvæmdir á
uppbyggingartímanum, þegar mest lætur og
svo verða um 130 störf í verksmiðjunni þegar
hún er komin í framleiðslu.“
– Þið hafið leyfi til þess að stækka verksmiðj-
una, þannig að hægt verði að tvöfalda ársafköst,
ekki satt?
„Við höfum starfsleyfi fyrir fjóra ofna. Lóðin
rúmar það að við getum byggt fjóra ofna þar, en
í þessum áfanga verður verksmiðja með tveim-