Morgunblaðið - 20.02.2016, Side 27

Morgunblaðið - 20.02.2016, Side 27
FRÉTTIR 27Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Norska laxeldisfyrirtækið SalMar hefur keypt 22,9% hlut í Arnarlaxi. Kaupverð hlutarins nemur 43,4 milljónum norskra króna sem jafn- gildir um 650 milljónum íslenskra króna. Miðað við kaupverð hlutarins er heildarvirði Arnarlax rúmir 2,8 milljarðar króna. SalMar kaupir hlutinn af fjárfest- um sem áttu hlut í hinu norska eign- arhaldsfélagi Kvitholmen sem farið hefur með eignarhaldið á Arnarlaxi. Stærstu eigendur félagsins eru eftir sem áður feðgarnir Matthías Garð- arsson og Kristian Matthíasson. Þá á tryggingafélagið TM einnig 10% hlut í félaginu og seldi ekki hlut sinn í við- skiptunum. Kjartan Ólafsson, stjórnarformað- ur Arnarlax, fagnar aðkomu SalMar að fyrirtækinu. „Fjárfesting þess í Arnarlaxi er mikil viðurkenning á því góða starfi sem feðgarnir Matthías Garðarsson og Kristian Matthíasson hafa unnið með góðu fólki á Bíldudal.“ Spurður út í hvaða áhrif þetta muni hafa á fyrirtækið segir Kjartan að það muni tíminn leiða í ljós. „Það segir sína sögu um mat þeirra á framtíðarmöguleika í laxeldi á Ís- landi.“ SalMar var stofnað árið 1991 í Þrændalögum í Noregi. Það var skráð í norsku kauphöllina árið 2007. Við lokun markaða í gær var félagið metið á 19,1 milljarð norskra króna eða jafnvirði 285 milljarða íslenskra króna. Norskur laxeldisrisi fjárfestir í Arnarlaxi Morgunblaðið/Kristinn Eldi Garðar Jörundsson BA er eitt þriggja skipa sem Arnarlax notast við.  Kaupir 22,9% hlut í fyrirtækinu á jafnvirði 650 milljóna króna InDefence skorar á Seðlabanka Ís- lands að birta yf- irlit yfir þær und- anþágur sem hann hefur veitt frá fjármagns- höftum í tengslum við nauðasamninga föllnu viðskipta- bankanna og sparisjóða. Þá vill hópurinn að bankinn birti stöðug- leikamatið sem honum var uppálagt að vinna og var forsenda fyrir því að dómstólar gætu staðfest nauða- samninga slitabúanna. Að auki telur InDefence að birt verði yfirlit yfir allar upphæðir og viðtakendur á er- lendum gjaldeyri eða erlendum eignum sem undanþegnar hafa verið höftum. Í yfirlýsingu hópsins segir að lok- um: „Þrátt fyrir fögur fyrirheit hef- ur upplýsingastreymi frá stjórnvöld- um um áætlun um afnám fjármagns- hafta verið takmarkað og á köflum misvísandi. Leyndarhyggja elur á tortryggni. Þar sem stjórnvöld hafa væntanlega ekkert að fela og allar upplýsingar liggja fyrir, hvetjum við Seðlabanka Íslands til að veita þær strax.“ Seðlabankinn birti stöðug- leikamat Áskorun InDe- fence krefst upplýsinga. OECD hefur lækkað hagvaxtarspá sína fyrir þetta ár en fyrir þremur mánuðum spáði stofnunin um 3,3% hagvexti á þessu ári. Í gær var gefin út ný spá sem áætlar að hag- vöxtur verði 3,0% og kallar stofn- unin eftir aðgerð- um til að ýta und- ir frekari hagvöxt í heiminum. Þetta er svip- aður vöxtur og á síðasta ári, sem er sá minnsti sem verið hefur í 5 ár og mun minni en langtímameðaltal. Fjármálaráðherrar og seðla- bankastjórar G20-ríkjanna eru að undirbúa fund í Shanghai í næstu viku og hvetur OECD þá til aðgerða. Það sé ekki eingöngu hægt að treysta á lága vexti til að ýta undir eftirspurn, heldur þurfi frekari fjár- málalega hvata til að drífa áfram hagvöxtinn. Vísbendingar eru um hægari vöxt í öllum helstu hagkerfum heimsins þrátt fyrir lækkun olíuverðs og lágt vaxtastig. Það þurfi því aðgerðir sem ýti undir framkvæmdir, meðal annars hjá hinu opinbera. Haft er eftir aðalhagfræðingi OECD að skuldbindingar um auknar opinber- ar fjárfestingar mundu ýta undir eftirspurn og styðja frekari vöxt. OECD spáir minni hag- vexti í ár Búist er við 3% hagvexti í ár. Konudagurinn 21. febrúar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.