Morgunblaðið - 20.02.2016, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016
Nýr Sproti með viðarfótum - ýmsir litir í boði
STOFNAÐ 1956
Bæjarlind 8–10
201 Kópavogur
s: 510 7300
www.ag.is
Sproti 405
Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir
Dýr eru stundum kölluð málleysingjar, svo sem sjá má af sam-stæðunni „menn og málleysingjar“. Ekki munu þó allir sammálaum að þau séu mállaus. Þannig greina þjóðsögur frá fólki semskildi fuglamál, og alkunna er að kýr geta talað mannamál þó
ágreiningur ríki um hvort slíkt ber heldur við á nýársnótt eða þrett-
ándanum. Sjálfsagt er það misjafnt eftir fjósum. Blástur hvala er einnig
sagður svo margslunginn og blæbrigðaríkur að vart komi annað til greina
en að líta á hann sem mál. Það er eðlilegt viðhorf, stór hluti mannkyns telur
að hvalir almennt séu mun betur gefnir en mennirnir og hví skyldu þeir þá
ekki líka geta tjáð allar sínar stórbrotnu hugsanir?
Annars er slíkt ekki einhlítt. Einhver eindregnasti hundamaður allra
tíma, sænski læknirinn og rithöfundurinn Axel Munthe (1857-1949) varð af
löngum og nánum kynnum sínum við hunda sannfærður um að þeir skildu
hvert einasta orð sem þeim væri trúað fyrir á mannamáli. Þeirra mikli
Akkilesarhæll, væri hins-
vegar sá að þeir gætu ekki
talað. Gætu þeir það væri
ekki að efa að betri ráðgjafar
fyndust vart. Ef til vill var
það þess vegna sem Þrændir
kusu sér á sínum tíma hund-
inn Saur sem konung fremur en þrælinn Þóri faxa. Friðrik mikli var sama
sinnis svo sem kunnugt er.
Hvað sem líður slíkum hugleiðingum um mál eða málleysi ætti þó að vera
ljóst að af ýmsum líffærafræðilegum ástæðum getur vart verið um eiginlegt
tungutak að ræða í dýraríkinu. Hinu verður samt ekki neitað að dýrin hafa
hljóð og mikilvægt er að vita hver jarmar, hver baular, hver geltir, hneggj-
ar eða mjálmar. Fátt þykir brýnna að kenna ungum börnum en það sem
dýrin segja. Gjarna eru þau sögð heita meintum hljóðum sínum tvíteknum:
Hoho, meme, mjámjá, voffvoff, mömö og svo framvegis. Sjálfsagt er að nota
þetta tækifæri til að undirstrika enn einu sinni að kýr segja á íslensku mö
en ekki mu og hanarnir gaggalagó en ekki gaggalagú.
Á íslensku, segi ég, og það leiðir strax hugann að þeirri staðreynd að það
sem dýrin segja er mjög mismunandi eftir málum. Hundar segja vissulega
voff á íslensku en vov á dönsku, arf á ensku og á sænsku bjäff (einkum þó
smáhundar). Kettir eru meiri alþjóðasinnar, einhverskonar mjá virðist
ríkjandi í kattheimum, með mismunandi rithætti þó eftir þjóðerni.
Enn eitt afbrigði dýramáls birtist í því hvernig kalla skal á dýr. Það getur
verið mjög afdrifaríkt hvort kallað er kibba kibb, kobb kobb eða púdda
púdd. Og slík orð eru einnig misjöfn eftir tungumálum. Í Esperanto-
málfræði sinni rekur Þórbergur Þórðarson hvernig þessu er háttað á
alþjóðamálinu: Hot! eða hoto! mun notað til að herða á hesti og hus! eða tju!
til að hræða burt dýr. Esperantískir hundar segja boj, boj, kalkúnshanar
glu-glu-glu, hænur kluk, kluk, kanarífuglar pep, pep og mýs pip, pip svo fátt
eitt sé nefnt.
Dýramál
Tungutak
Þórarinn Eldjárn
thorarinn@eldjarn.net
Morgunblaðið/Þorkell
Dýramál „Alkunna er að kýr geta talað
mannamál þó ágreiningur ríki um hvort slíkt
ber heldur við á nýársnótt eða þrettándanum.
Sjálfsagt er það misjafnt eftir fjósum.“
Það er til staðar djúpstæð meinsemd í okkar sam-félagi sem í grundvallaratriðum snýst um það aðvitlaust sé gefið. Óánægja landsmanna gýs uppaftur og aftur og verður að einhvers konar fár-
viðri sem enginn ræður við. Hið svonefnda Borgunarmál
er eitt dæmi um þetta.
Rótin að slíkum uppákomum er oftast í fjármálakerfinu
eða tengd því. Þar koma við sögu sala á hlutabréfum í Sím-
anum og nú síðast bónusgreiðslur í fyrirtæki sem einu
sinni hét Straumur-Burðarás.
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis,
hefur að undanförnu varpað nýju ljósi á hina seinni einka-
væðingu bankanna og byggir þar á gögnum sem Víg-
lundur Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður BM
Vallár, hefur aflað en heildarmynd þeirrar upplýsinga-
söfnunar virðist vera þessi:
Fyrst eru stofnaðir nýir bankar á rústum hinna gömlu
og fá í meðgjöf eignir hinna gömlu með u.þ.b. helmings af-
slætti að meðaltali, stundum meiri,
stundum minni en innheimta af skuld-
urum, fólki og fyrirtækjum, á fullu
verði. Síðan eru kröfuhöfum afhentir
tveir af þremur nýju bönkum og eignast
þar með kröfur á hendur einstaklingum
og fyrirtækjum á ný sem þeir geta þar
með innheimt á fullu verði. Við þær aðgerðir koma upp
álitamál sem vekja spurningar um hvað ráði för.
Jafnframt spyr Vigdís spurninga um afskipti Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins af þessari framvindu mála svo og Ice-
save og hvernig þau mál tengjast aðildarumsókninni að
Evrópusambandinu (sem ekki hefur verið dregin formlega
til baka). Þær spurningar eru þess eðlis að óhjákvæmilegt
er að knýja fram svör við þeim.
Það er hægt að velta því fyrir sér hvað það er sem valdi
því að aftur og aftur komi upp mál í bankakerfinu sem leiði
til þess að fámennir hópar einstaklinga hagnist mikið á
ákvörðunum sem teknar eru og almennum borgurum
þykja orka tvímælis. Er það kunnáttuleysi? Dómgreindar-
skortur? „Kúltúr“ í fjármálafyrirtækjum sem virki á þann
veg að innan dyra telji menn sig geta gert það sem þeim
sýnist?
Hver sem ástæðan er verður að teljast ljóst að í kjölfar
hrunsins, sem hófst með bankahruni, tókst ekki að koma
fram þeim kerfisbreytingum, sem augljóslega voru nauð-
synlegar til að leikurinn yrði ekki endurtekinn. Og þeim
hefur ekki verið komið fram enn.
Fyrstu vísbendingar um að eitthvað skorti á skilning á
því sem hafði gerzt voru þær að fljótlega eftir stofnun
hinna nýju banka hófust umræður um launakjör æðstu
stjórnenda þeirra. Þá voru í alvöru sett fram þau sjónar-
mið að það væri nauðsynlegt að greiða stjórnendum banka
hærri laun en tíðkuðust hér á landi vegna þess að ella
hyrfu þeir til starfa í öðrum löndum. M.ö.o. að íslenzkir
bankamenn væru svo eftirsóttir í öðrum löndum þegar
staðið var á rústum gömlu bankanna að greiða yrði þeim
laun sem dygðu til að koma í veg fyrir að þeir færu. Nú,
nokkrum árum síðar, eru sömu rök notuð til að skýra háar
bónusgreiðslur í fjármálafyrirtæki.
Þessi rök ganga auðvitað ekki upp og þarf ekki að hafa
mörg orð um.
En kjarni málsins er þó sá að sú vinstristjórn, sem hér
sat að völdum frá því snemma árs 2009 til kosninga 2013,
gerði ýmist alvarleg mistök sem aldrei hafa verið skýrð að
fullu eða sat aðgerðarlaus þegar kom að grundvallar-
þáttum svo sem aðskilnaði fjárfestingarbanka og við-
skiptabanka.
Nú er svo komið að almenningsálitið á Íslandi mun ekki
þola fleiri „klúður“ af því tagi sem til umræðu hafa verið að
undanförnu. Þess vegna er mikilvægt
fyrir stjórnarflokkana m.a. í ljósi þess
að þingkosningar eru framundan að
engin mistök verði gerð í þeirri endur-
skipulagningu bankakerfisins sem
framundan er.
Því er gjarnan haldið fram að það sé
óviðunandi staða að ríkið eigi svo stóran hlut bankakerfis-
ins sem nú. Það má færa rök að því en þeir sem halda
þessari skoðun á lofti verða þá um leið að útskýra hvaða
lærdóm þeir telja að draga eigi af hinni fyrri einkavæð-
ingu bankanna og afleiðingum hennar.
Liggur beint við að selja eigi bankana tvo sem ríkið á
eða hluti í þeim án þess að gera nokkrar breytingar á
bankakerfinu?
Í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar heyrðust þau
sjónarmið meir og meir að nauðsynlegt væri að sameina
banka hér og mynda stærri einingar. Rökin voru þau að ís-
lenzk fyrirtæki væru að verða það stór að „litlu“ bank-
arnir, sem þá voru, gætu ekki þjónustað þau stóru og vax-
andi fyrirtæki með fullnægjandi hætti. Bankarnir voru
sameinaðir og síðan voru þeir einkavæddir. Niðurstaðan
varð bankahrun haustið 2008 þótt vissulega beri að huga
að þeim erlendu áhrifum sem þar komu við sögu.
Í ljósi þeirrar reynslu má auðvitað velta því fyrir sér
hvort íslenzkt samfélag í heild væri betur komið með því
að fjármálafyrirtækin væru fleiri og smærri í stað þess að
þau eru færri og stærri nú eins og síðustu árin fyrir hrun.
Verði slík kerfisbreyting til þess að slík fjármálafyrirtæki
geti ekki veitt stærri fyrirtækjum hér nægilega þjónustu
er auðvitað hægt að vísa þeim á erlenda banka en sá kost-
ur er líka fyrir hendi að hin fleiri og smærri fyrirtæki af
þessari gerð taki einfaldlega höndum saman um að mæta
þörfum stærri fyrirtækja.
Áður en sala banka hefst verður jafnframt að breyta
með lögum fyrirkomulagi á stjórnarkjöri í lífeyrissjóðum,
þannig að félagsmenn kjósi þær stjórnir.
Verði það ekki gert verður til banvænt bandalag lífeyr-
issjóða og viðskiptajöfra vegna ítaka hinna síðarnefndu í
stjórnum sjóðanna.
Djúpstæð þjóðfélagsleg
meinsemd
Banvænt bandalag líf-
eyrissjóða og viðskipta-
jöfra má ekki verða til.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Ómar Ragnarsson, sem allirþekkja og segist vera áhuga-
maður um hernaðarsögu, andmælir
í Morgunblaðinu 11. febrúar fróð-
leiksmola, sem ég birti á dögunum
um loftárásina á baskneska bæinn
Guernica í miðju spænska borgara-
stríðinu, 26. apríl 1937. Sá hængur
er á, að Ómar andmælir aðeins einni
athugasemd minni, en lætur sér
nægja að reka upp hneykslunaróp
um aðrar (þótt hann hafi raunar að
eigin sögn sett hljóðan við að lesa
skrif mín).
Athugasemd Ómars er um þá
fullyrðingu mína, að árásin hafi ver-
ið liður í aðgerðum hers þjóðernis-
sinna, en ekkert sérstakt uppátæki
þýskra eða ítalskra hermanna.
Kveður Ómar mig reyna að breiða
yfir þá staðreynd, að „Hitler sendi
sérstaka þýska flugsveit til Spánar
[til] þess að æfa sig fyrir komandi
styrjöld og árásin á Guernica hefur
hingað til verið talin byrjunin á því
sem síðar gerðist, þegar þýski flug-
herinn hafði yfirburði í leiftur-
stríðum sínum“. En nýjar rann-
sóknir sýna einmitt, þótt þýskar og
ítalskar flugsveitir framkvæmdu
árásina, að hún var liður í hernaðar-
aðgerðum þjóðernissinna, þótt þeim
hentaði að halda því leyndu, þegar í
ljós kom, hversu miklum usla hún
olli. Ég minntist í pistli mínum á
sagnfræðiprófessorinn Stanley
Payne, sem gaf 2012 út bókina The
Spanish Civil War (sjá sérstaklega
bls. 211-212), en ég bendi einnig
Ómari sem áhugamanni um hernað-
arsögu á ritgerð eftir hernaðarfræð-
inginn J.S. Corum, „The Persistent
Myth of Guernica,“ sem birtist í
Military History Quarterly 2010.
Ómar andmælir mér ekki um það,
að Guernica hafi haft hernaðargildi,
svo að árásin hafi verið hernaðar-
aðgerð frekar en hryðjuverk, eins
og haldið hefur verið fram. Hann
andmælir mér ekki heldur um það,
að í fyrstu fréttum af árásinni hafi
fjöldi fórnarlambanna verið ýktur.
Hann kveður mig hins vegar leitast
við að réttlæta loftárásina. Auðvitað
dettur mér ekkert slíkt í hug. Skýr-
ingar þurfa ekki að vera réttlæt-
ingar. En er ekki rétt að endur-
skrifa söguna, ef fyrstu uppköstin
að henni reynast ónákvæm? Er það
ekki kjarninn í boðorði Ara fróða
um að hafa það jafnan, sem sannara
reynist?
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Guernica! Guernica!