Morgunblaðið - 20.02.2016, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.02.2016, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016 Heimsmeistaraeinvígikvenna milli heims-meistara kvenna MaríaMuzychuk frá Úkraínu og kínversku skákdrottningarinnar Hou Yifan hefst í Lviv í Úkraínu þann 1. mars nk. Þær munu tefla 10 skákir en ekki er gert ráð fyrir að Hou Yifan muni eiga í miklum erfiðleikum með að endurheimta titilinn en hún er u.þ.b. 100 elo- stigum hærri en sú úkraínska. Heimamenn gera allt sem í þeirra valdi stendur til að undirbúa Maríu Muzychuk sem best fyrir einvígið og það vakti talsverða athygli þegar hún tók þátt í meistaramóti Úkra- ínu sl. vor að skákir hennar voru ekki birtar opinberlega. Leynd- arhyggjan er enn við völd þar eystra. Annar stórviðburður skák- arinnar, áskorendamótið í Moskvu, hefst svo 10. mars mars og stendur til 30. mars en sigurvegarinn þar mun öðlast réttinn til að skora á heimsmeistarann Magnús Carlsen. Þegar hefur verið dregið um töflu- röð og lítur hún svona út: 1. Sergei Karjakin 2. Hikaru Nakamura 3. Anish Giri 4. Wisva- nathan Anand 5. Venselin Topalov 6. Levon Aronjan 7. Fabiano Ca- ruana 8. Peter Svidler. Tefld verður tvöföld umferð, sjö- unda umferð fer fram á undan sjöttu umferð sem er gert til að forða því að Karjakin og Topalov hafi hvítt og svart þrisvar í röð. Allir þessir stórmeistarar hafa verið iðnir við kolann undanfarið og er skemmst að minnast opna móts- ins á Gíbraltar á dögunum þar sem Nakamura sigraði en nokkrum dög- um síðar vann hann aftur, að þessu sinni sex manna skákmót í Zürich í Sviss sem fór fram eftir flóknu fyr- irkomulagi hrað-at- og venjulegri kappskák. Aðrir þátttakendur þar voru Anand, Aronjan, Kramnik, Giri og Shirov. Í ljósi frammistöðu Nakamura sem er ófeiminn við að lýsa því yfir að hann sé verðandi andstæðingur Magnus Carlsen í heimsmeist- araeinvígi geta Bandaríkjamenn verið bjartsýnir fyrir þetta áskor- endamótiþar sem Fabiano Caruana hefur öðlast bandarískan ríks- borgarétt og mun tefla undir fána þeirra. Guðmundur Kjartansson vann Nóa Síríus mótið 2016 Eftir spennandi lokaumferð Nóa Síríus mótsins sem var samvinnu- verkefni Skákfélagsins Goðans og Skákdeildar Breiðabliks stóð Guð- mundur Kjartansson uppi sem sig- urvegari eftir að hafa lagt Halldór Brynjar Halldórsson að velli í loka- umferðinni sem fram fór fimmtu- daginn 11. febrúar. Efstu menn í A- flokki: 1. Guðmundur Kjartansson 5 v. ( af 6) 2. – 3. Magnús Örn Úlfarsson og Halldór Grétar Einarsson 4 ½ v. 4. – 7. Guðmundur Gíslason, Stefán Kristjánsson, Halldór Brynjar Hall- dórsson og Örn Leó Jóhannsson 4 v. Örn Leó Jóhannsson hækkaði mest allra keppenda á stigum eða um 45 elo stig. Í B –riðli urðu jafnir í efsta sæti Snorri Þór Sigurðsson og Dawid Kolka með 5 vinninga af sex mögu- legum. Í 3. – 4. sæti komu Bárður Örn Birkisson og Birkir Karl Sig- urðsson með 4 ½ vinning. Lausnir á skákdæmum eftir Paul Keres Pistlahöfundur fékk mikil við- brögð við umfjöllun um Paul Keres og dæmin sem hann samdi korn- ungur og birtust hér í blaðinu fyrir viku síðan. Lausnirnar eru eftirfar- andi: Dæmi 1: 1. Bc2! – og mát í næsta leik, hvítur hótar 2. Dxa2 mát, 1. … Bxb1 er svarað með 2. Bxb3 mát og 1. … Bxc2 er svarað með 2. Dxa2 mát. Dæmi 2: 1. Dh8! a) 1. … e4 2. Hxg1+ Kxg1 3. Da1 mát. b) 1. … e2 2. Dxh2+ gxh2 3. Rf2 mát. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Heimsmeistaraein- vígi kvenna og áskor- endamótið að hefjast Bankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is 5.990 11.600 6.300 9.800 5.900 5.900 9.300 Tíðkast oft í heimsins hildi að heggur sá er hlífa skyldi. Sá sterki er átti að styðja, reisa, stígur ofan á mann. Og hann, er skyldi hlekki leysa, hengir bandingjann. (Steingrímur Baldvinsson í Nesi) Ástæða þess að við undirrituð sendum ykkur þetta opna bréf er að vekja athygli ykkar á störfum Um- boðsmanns skuldara, sem nú hefur starfað í rúm fimm ár. Tilurð þessarar stofnunar er að rekja til bankahrunsins 2008, sem hafði, eins og allir vita, mikinn fjár- hagslegan ófarnað í för með sér og skyldi hún gæta hagsmuna og rétt- inda skuldara. Í ljós er komið að fjöldi fólks hef- ur orðið fyrir mjög miklum von- brigðum með árangur Umboðs- manns skuldara við úrlausn mála sinna. Meðferð mála þeirra hefur í mörgum tilfellum dregist óheyri- lega, jafnvel svo árum skipti og þau dagað uppi í algeru árangursleysi. Hefur þá stofnun þessi í mörgum tilfellum svipt umsækjendur rétti til þeirra úrræða sem til stóð að þeir nytu og yfirlýst var af hálfu Um- boðsmann skuldara að þeir myndu fá. Hafa fjölmargir kært þá niður- stöðu til nefndar sem úrskurðar um réttmæti hennar og fá flestir þar endanlega synjun. Ekki hafa þó nærri allir kært þessar ákvarðanir Umboðsmanns skuldara, vegna þess hve lög- fræðileg, flókin og vandasöm þessi mál eru. Margir gefast hreinlega upp, enda vandséður tilgangur í að halda áfram í þeim árangurslausu vinnubrögðum sem einkennt hafa þessa stofnun. Flestir þeirra sem beðið hafa ár- um saman eftir úrlausn mála sinna eru í mun verri stöðu eftir þessa löngu, árangurslausu bið en þegar þeir upphaflega sóttu um aðstoðina. Upplýsingagjöf og samráði við um- sækjendur hefur einnig verið veru- lega áfátt við afgreiðslu á erindum þeirra og oft vita þeir ekki hvar mál þeirra eru stödd. Ástæður þess hve illa hefur tekist til með þessa stofnun er einnig að rekja til þess að stjórnvöld hafa látið undir höfuð leggjast að setja henni þær starfsreglur sem lög áskilja og hefur það valdið tilviljanakenndum og ómarkvissum vinnubrögðum við úrlausn mála. Þegar Umboðsmaður skuldara sviptir umsækjendur þeim úrlausn- um sem hann hafði þó áður staðfest að þeir myndu fá, verða þeir alveg varnarlausir í gersamlega óviðráð- anlegri stöðu, verða gjaldþrota og missa allar sínar eigur. Ekki er minnsta vafa bundið að sú stofnun sem hér hefur verið komið á fót til að aðstoða þá sem misst hafa tök á fjármálum sínum vegna að- stæðna sem þeir bera ekki ábyrgð á nema að litlu leyti, veldur ekki hlut- verki sínu. Hér er mikið í húfi og um gríð- arlega hagsmuni að ræða, ekki ein- göngu fyrir þá sem eiga hér beinan hlut að máli, heldur þjóðfélagið allt. Af framangreindum ástæðum hvetjum við, sem höfum undirritað þetta bréf til ykkar, Umboðsmanns Alþingis og kjörinna þingmanna á Alþingi, að þið hlutist til um að starf- semi Umboðsmanns skuldara verði tafarlaust stöðvuð meðan gengið verði úr skugga um hvort starfsemi þessarar stofnunar og árangurinn af henni sé í samræmi við þau lög sem um hana voru sett og þær væntingar sem við hana voru bundnar í upp- hafi. Þá verði þess gætt að Umboðs- maður skuldara hefji ekki störf að nýju fyrr en öllum áskilnaði laga um stofnunina og tilgang hennar hefur verið að fullu komið í rétt horf. Lausn eða ánauð Eftir Ámunda Loftsson, Ingibjörgu Hafberg, Ívar Þ. Björnsson, Sigrúnu Kristínu Guðmundsdóttur, Bjarna V. Bergmann og Grétu Jónsdóttur. » Opið bréf til Um- boðsmanns Alþingis og alþingismanna. Sigrún Kr. Guðmundsdóttir Ámundi er verktaki, Ívar er gull- smiður og leturgrafari, Ingibjörg er skrifstofumaður, Sigrún Kristín er leikskólakennari, Bjarni er atvinnu- bílstjóri og Gréta er fjölskyldu- og hjónaráðgjafi. Gréta Jónsdóttir Ingibjörg Hafberg Bjarni Bergmann Ámundi Loftsson Ívar Björnsson Marga undrar að það skuli vera leyfilegt án eftirlits að hleypa og beina fjölda ferðamanna á ferða- mannastaði þar sem eru miklar hættur. Víða eru engar merkingar um þessar hættur og ekkert eftirlit. Allt hugsað í gróða og kæti um sem flesta ferðamenn. Er allur sá hagnaður sem sagður er koma af ferðaþjónustu að skila sér að hluta til samfélagsins, t.d. til uppbyggingar og eftirlits? Ljóst er að byggja þarf upp á ferðamannastöðum til betri yfirferð- ar, til að vernda gróður, bæta merk- ingar, snyrtiaðstöðu, efla eftirlit og fleira. Allt kostar þetta mikið fé sem söluaðilar ferða og ferðmenn (með komugjöldum) ættu að taka þátt í. Það verður sjálfsagt með þennan rekstur eins og svo margt annað hér á landi, að ráðamenn og fleiri vakna ekki upp fyrr en allt verður komið í óefni og þá er hrópað að þetta og hitt hefði átt að gera, þ.e. svipað og var hér eftir hrun. Við þurfum að sýna meiri fyr- irhyggju á þessum vettvangi sem víðar. Áhugafólk um trausta ferðaþjónustu. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Tíð slys á ferðamannastöðum Dettifoss Hætt- urnar leynast víða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.