Morgunblaðið - 20.02.2016, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 20.02.2016, Qupperneq 35
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016 Um miðjan febrúar fór fram umræða á hinu háa Alþingi um breytingar Hafró á viðmiðunarreglum um hve mikið á að veiða af loðnu. Breyting- arnar eru í takt við aðrar tillögur reikni- fiskifræðinnar sem hafa verið innleiddar á síðustu árum, þ.e. að það skuli dregið úr veiðum af varúðarsjónarmiðum og til þess að hægt sé að veiða enn meira seinna. Í sjálfu væri ekkert nema gott um slíka ráðgjöf að segja ef hún kostaði það ekki að þjóðarbúið yrði af tugmilljarða króna tekjum árlega heldur yrði einhver árangur af ráðgjöfinni. Málið var ofur einfalt miðað við ýmis flóknari mál sem þingið hef- ur tekið til umræðu. Það snerist um hvort rétt væri að draga úr loðnuveiðum til þess að auka líkur á að fá meiri loðnu þremur árum síðar, þegar afkomendur hrygn- ingarfisksins eru orðnir kynþroska sjálfir og ganga á veiðislóðina. Umræðan í þinginu þótti mér nokkuð illskiljanleg og flókin þrátt fyrir að ég hafi um nokkurt skeið lagt mig fram um að kynna mér náttúrulegar sveiflur í villtum fiskistofnum. Meðal annars var tekist á um hvort grundvöllurinn fyrir breytingunni á viðmið- unarreglunni væri afránslíkan, eig- inlegt stofnmatslíkan eða þá fjöl- stofnalíkan. Fleira var nefnt, svo sem jafnvægið í nátt- úrunni og að það vantaði stimpil á gömlu regluna frá Al- þjóðahafrann- sóknaráðinu til að gera hana forsvar- anlega! Útskýring- arnar voru orðnar svo þokukenndar að sá grunur læddist að mér að þingmennirnir sjálfir hefðu ekki hugmynd um hvað þeir væru að fara í röksemdafærslum sínum. Rauði þráðurinn í ræðum allra þingmanna var ábyrgð og varúð – og, jú, fyrst og síðast að setja meiri pening í Hafró. Átti það jafnt við um þá sem létu liggja að því undir rós að eitt og annað gæti verið athugavert við for- sendur ráðgjafarinnar og hina sem trúðu án þess að efast. Greinilegt var á máli þeirra þing- manna LÍÚ/SFS sem einkum eru varðmenn botnfisksflotans sem byggir afkomu á þorskveiðum að þeir voru frekar jákvæðir í garð þess að dregið yrði úr loðnuveið- um. Væntanlega var það í þeirri von að þorskurinn fengi meira af loðnunni svo stofninn gæti stækk- að enn frekar. Enginn þingmaður velti því upp hvort eitthvert samband væri á milli magns þeirrar loðnu sem nær að hrygna og síðan stærðar veiðistofnsins (hrygningarstofns- ins) að þremur árum liðnum. Svo er alls ekki, en dæmi eru um að lítil hrygning gefi af sér stóran stofn og öfugt. Enginn þingmaður velti því upp hvort í stað þess að draga úr loðnuveiðum til þess að auka fæðuframboð fyrir þorskinn væri vert að fara hina leiðina, að auka þorskveiðar til að hægt yrði að veiða meira af loðnu. Hafa ber í huga að þorskveiðin nú er rétt lið- lega helmingur af því sem hún var að jafnaði í áratugi, áður en núver- andi friðunarstefna var tekin upp. Hægt hefði verið að láta aukn- ingu þorskaflans lenda á Hofsósi, Grímsey, Flateyri, Þingeyri og Djúpavogi og spara þannig kostn- aðarsamar byggðaaðgerðir. Ástæðuna fyrir því að enginn þingmaður velti því augljósa upp tel ég fyrst og fremst þá að eng- inn vildi vera óábyrgur, óvís- indalegur eða ósjálfbær. Þingmenn telja greinilega ábyrgara að taka því þegjandi að þjóðarbúið verði af tugmilljarða króna verðmætum en að spyrja gagnrýninna spurninga. Væri ekki ábyrgast að hætta loðnuveiðum? Eftir Sigurjón Þórðarson » Þingmenn telja greinilega ábyrgara að taka því þegjandi að þjóðarbúið verði af tugmilljarða króna verðmætum en að spyrja gagnrýninna spurninga. Sigurjón Þórðarson Höfundur er líffræðingur í framkvæmdaráði Dögunar. Rómantískur 13.-14. & 20.-21. febrúar 9.990 kr. fyrir tvo matseðill fyrir tvo O Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is Forréttur til að deila Moules Marinières (kræklingur) ✶ ✶ ✶ Aðalréttur, val um: Poulet aux Écrevisses (kjúklingur með ferskvatnshumri) Carré d‘agneau en croûte d‘herbes (grilluð lambakóróna) ✶ ✶ ✶ Eftirréttur til að deila Planche de verrines (úrval eftirrétta í glösum) Opið hús í dag kl. 15:00 til 16:00 Opið hús í dag kl. 13:30 til 14:30 Þriggja íbúða hús óskast í Garðastræti, Hávallagötu eða Landakotshverfi, fyrir samhennta fjölskyldu Um er að ræða sex herbergja hæð í vel byggðu steinhúsi frá árinu 1933 á eftisóttum stað í 101. Auk þess er 70% hlutur í risi sem má innrétta og til- heyrandi rými í kjallara sem breyta má í íbúð. Svalir og gaður snúa í suður. Tvö böð með hita í gólfi, þrjár góðar stofur með ljósu parketi og arinn í stofu. Íbúðin er um 189,4 fm birt stærð, en telst vera skv. skiptalýsingu alls um 231,3 fm með hlutdeild í rislofti og sér herbergi í kjallara, sem er tilheyrandi þessari íbúð, auk 17,9 fm bílskúr. Eitt vandaðasta hús í bænum! Finnbogi Kristjánsson löggiltur fasteigna- skipa og fyrirtækjasali, sýnir íbúðirnar / 897-1212 finnbogik@gmail.com FRÓN fasteignamiðlun finnbogi@fron.is www.fron.is Um er að ræða vel skipu- lagða fjögurra (til fimm) herbergja íbúð á 3ju hæð í lyftuhúsi. Íbúðin er í vestur enda og með sér inn- gangi af svölum. Þvottahús og geymsla innan íbúðar. Stórar flísalagr svalir í vestur og suður. (22,9 fm), sem má yfirbyggja. Stæði í bílskýli í kjallara fylgir með. Um 22 millj. kr. lán frá Íls getur fylgt með.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.