Morgunblaðið - 20.02.2016, Side 36

Morgunblaðið - 20.02.2016, Side 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016 Bandaríski sjóher- inn hefur á ný tekið að styðjast við strateg- íska legu Íslands vegna vaxandi hern- aðarlegs áhuga Rússa á Norðurslóðum. Í byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar urðu Norðurslóðir var- anlegur þáttur í varn- arumsvifum Banda- ríkjanna. Ísland var ein af helstu hern- aðarbækistöðvunum með meginhlutverk í orrustunni um Atl- antshafið, sem leiddi til sigurs í Evrópu. Eftir stofnun NATO lögðu Íslendingar, bandamenn Banda- ríkjamanna og vest- rænna lýðræðisríkja, til bækistöð, sem hafði lykilþýðingu fram til 2006 um að tryggja öryggi og frið- semd á Norðurslóðum. En nú eru hagsmunatilkall og útþensla Rúss- lands mikið áhyggjuefni sem og áhugi Kínverja á aðstöðu á Íslandi og aðild að Norðurskautsráðinu. Hinn mikli árangur loftlags- ráðstefnunnar í París – COP 2015 – um samkomulag um að hefta hlýnun jarðar innan þolanlegra marka boð- ar þróun íslauss Norðurskauts. Svo sem verið hefur, er flugvöll- urinn í Keflavík besta aðstaða her- styrks á gríðarlega stóru svæði. Þessu ræður lengd flugbrauta, tæknivæðing miðstöðvar flug- stjórnar og langdrægt ratsjárkerfi. Með tengingu við NATO-herafla og stöðina á Thule á Grænlandi, vakir Keflavík yfir hernaðarþáttum Norð- urskautsins. Brottför Bandaríkja- hers frá Íslandi 2006 byggðist á þeirri fölsku væntingu að sambúðin við Rússland yrði án árekstra. Nú eru þau merki þess, að Banda- ríkin láta sig varða öryggi Evrópu, að ríkisstjórnin hefur óskað þess við Bandaríkjaþing að fjárframlög til varnarliðs þeirra í Evrópu verði fjórfaldað í 3,4 milljarða dollara. Fé yrði þar með fengið til að endurnýja flugskýli í Keflavík til að hýsa P-8 Poseidonvélar, síðustu gerð leit- arflugvéla yfir sjó. Rétt stefna í Norðurskautsmálum verður aðeins byggð á traustum vörnum og ákveðnum reglum varð- andi umsvif öll á svæðinu. Hernaðarlegum yfirgangi í Úkra- ínu hafa fylgt aðrar aðgerðir Rússa, svo sem heræfingar, yfirflug og áróður sem beinist að Norð- urslóðum og jaðri þess, Eystrasalts- ríkjum, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Austur-Evrópu. NATO hefur gripið til varnaraðgerða og nýir tví- hliða samningar gerðir milli skand- inavísku landanna. Þá hefur Úkra- ínudeilan leitt til efnahagslegra refsiaðgerða Vesturlanda gegn Rússlandi og gagnráðstöfunum þeirra, sem hafa haft meiri háttar neikvæð efnahagsleg áhrif á Íslandi vegna þýðingar útflutnings sjávaraf- urða fyrir þjóðarbúið allt. Samtímis hervæðingu Rússa í og við Norðurskautið, er hafið átak um að koma þar á fót vel staðsettri þungamiðju orku- og hráefnavinnslu með öflugri hervernd. Ráðagerðir eru um smíði ísbrjóta vegna nýrrar norðursiglinga- leiðar til Asíu. Hins- vegar eru horfur á vinnslu Rússa á olíu og gasi háðar óvissu vegna verðfalls á olíu og frá- hvarfs vestrænna sam- starfsaðila. Hvað það síðastnefnda snertir hafa vestrænir leiðtog- ar nýlega gefið til kynna, að við- skiptaþvingunum verði aflétt svo fremi Rússar heiðri Minsk- samkomulagið. Þótt svo verði, gæti það verið tímabundið þegar verð taka að hækka á ný. Ísland, sem hefur haft tvíhliða varn- arsamning við Banda- ríkin síðan 1951, er nú eina aðildarríki NATO án stöðugra heima- varna. Í sambandi við brottför varnarliðsins 2006 náðust samningar við Banda- ríkin um reglulegt samráð og loft- rýmisgæslu NATO-ríkja. Leiðandi aðili er bandaríski flugherinn en það er þó aðeins hluta ársins. Viðbrögð við rússnesku hervæðingunni kalla á varanlega loftrýmisgæslu og sam- skiptastöð NATO og Bandaríkjanna í Keflavík. Samvinna landhelg- isgæsla Bandaríkjanna og Íslands um leit og björgun, myndi auka ör- yggi og mæta þörf vegna aukinnar umferðar skemmtiferðaskipa á norðlægum slóðum. Ef koma eiga frekari ákvarðanir um umsvif á Norðurslóðum, verður byrjunarskrefið að vera fullgilding Bandaríkjanna á Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar með feng- ist skýr lagagrundvöllur fyrir kröfur og starfsemi á svæðinu. Þau ríki sem hlut eiga að máli þurfa að at- huga hvort þörf sé á frekari ráðstöf- unum í og utan Norðurskautsráðs- ins til að mæta nýjum kringumstæðum. Norðurskautsráðið á að vera áfram svo skipað sem nú er af ríkj- um þeim sem eiga svæðið og hafa allra hagsmuna að gæta um framtíð þess. Þörf er á að frekari skref til að tryggja öryggi og bestu nýtingu jarðgæða séu tekin án tafar. Þetta á sérstaklega við vegna aukins að- gengis að íslausu Norðurskauti vegna loftlagsbreytinga, hinna nýju stefnumiða á heimsvísu í umhverf- ismálum og vegna aukinna aðgerða Rússa um hervæðingu á svæðinu. Köldu andar að norðan – öryggi, auður og umhverfið Eftir Einar Bene- diktsson og Thom- as R. Pickering » Viðbrögð við rússnesku her- væðingunni kalla á varanlega loftrýmis- gæslu og samskiptastöð NATO og Bandaríkj- anna í Keflavík. Thomas R. Pickering Einar Benediktsson er fyrrverandi sendiherra Íslands hjá NATO , Evr- ópusambandinu , Frakklandi, Bret- landi, Noregi og Bandaríkjunum. Thomas R. Pickering er fyrrverandi aðstoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna og sendiherra í Rússandi og hjá Sameinuðu þjóðunum. Einar Benediktsson Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Elding Íslandsmeistari kvenna í sveitakeppni 2016 Íslandsmót kvenna í sveitakeppni var spilað um helgina og tóku átta sveitir þátt. Sveitin Elding sigraði eftir hörkukeppni við sveit Guðrúnar Óskarsdóttur. Elding hlaut 111,19 stig en sveit Guðrúnar 108,73. Fyrir Eldingu spiluðu Arngunnur Jóns- dóttir, Svala Pálsdóttir, María Har- aldsdóttir og Stefanía Sigurbjörns- dóttir. Sveitin okkar varð svo í 3. sæti. BRIDS Öllum er ljóst að Ísland er komið á kortið sem ákjósan- legur áfangastaður fyrir ferðamenn. Á örfáum árum hefur ferðaþjónusta vaxið upp í að vera ein af burðaratvinnugrein- um þjóðarinnar, enda aflar greinin gríðar- legra tekna fyrir rík- issjóð, skapar störf og hefur mikil og já- kvæð áhrif á sam- félagið. Vanda þarf til verka En vandi fylgir vegsemd hverri. Umhverfi ferðaþjónustunnar hefur breyst mikið á síðustu árum með auknum fjölda ferðamanna. Við horfum fram á margar og miklar áskoranir. Auðvitað hefðum við viljað sjá að tekist hefði verið á við þær þegar fyrir lá hvert stefndi hvað varðar fjölgun ferða- manna. Það er lítið við því að gera í dag, en við þurfum að tryggja að við stöndum ekki í sömu sporum eftir nokkur ár og nögum okkur í handarbakið yfir að hafa ekki að- hafst neitt í dag. Þegar hefur stórt skref verið stigið þegar stjórnvöld, sveitarfélögin í landinu og ferðaþjónustan tóku höndum saman og settu á laggirnar Stjórn- stöð ferðamála sl. haust sem er samráðsvettvangur til að takast á við þau mikilvægu innviðamál sem standa greininni hvað mest fyrir þrifum. Hún er fjármögnuð af greininni og stjórnvöldum til jafns. Til að ferðaþjónustan geti haldið áfram sókn sinni í góðri sátt við samfélag, náttúru og aðrar at- vinnugreinar er algjört lykilatriði að tryggja heildstæða nálgun, fag- legar úrbætur og markvissa stjórnun með sameiginlegum kröftum. Fyrir liggur að taka þarf m.a. ákvarðanir hvað varðar upp- byggingu og álagsstýringu á stærstu ferðamannastöðum um landið og þannig tryggja sjálf- bærni náttúrunnar og að upplifun gestanna okkar sé jákvæð um leið og öryggi þeirra er tryggt. Á sama tíma og hlutirnir þurfa að vinnast hratt þarf að vanda til verka og horfa til framtíðar. Fagmennska og gæði Í ferðaþjónustunni fyrirfinnast svartir sauðir rétt eins og í öðrum atvinnugrein- um. Í miklum vexti er það því miður stund- um svo að rekstrarað- ilar koma inn á mark- aðinn einvörðungu með skammtímaarðsemissjón- armið í huga og skeyta hvorki um skatta né skyldur, hvað þá fag- mennsku og gæði. Þetta er alger- lega óþolandi og skemmir fyrir miklum meirihluta fyrirtækja sem stunda sína atvinnustarfsemi af fagmennsku og heiðarleika. Þess vegna er óþolandi þegar umræðan hverfist nær öll um þessa einstöku aðila. Hvað með allt það stórkostlega uppbygging- arstarf sem hefur átt sér stað, hvernig menn hafa náð að þróa og þroska fyrirtæki sín í þessum mikla vexti, hvernig gæðavitund hefur aukist, þrautseigja og fag- mennska? Hvað með öll fyrirtækin sem hlúa að sínu starfsfólki með því að sinna mennta- og fræðslu- málum af alúð, leggja metnað í ör- yggis- og umhverfismál og hafa fagmennsku og gæði að leiðarljósi í öllum sínum aðgerðum? Fræðsla í stað forræðishyggju Mikil umræða hefur verið að undanförnu um öryggi ferða- manna og ekki að ósekju. Öryggis- mál eru hluti af hinum mikilvægu innviðamálum sem eru forgangs- mál innan Stjórnstöðvar ferða- mála. Þar er ein af grunn- forsendum að tryggja markvisst forvarnarstarf, m.a. með því að skilgreina hættur, setja reglur og öryggistakmarkanir ásamt því að stýra aðgengi ferðamanna á stöð- um þar sem ætla má að öryggi þeirra geti verið ógnað. Við getum þó ekki borið ábyrgð á fífldirfsku einstaka ferðamanna sem virða ekki boð og bönn. Orðsporið er okkar allra Að langmestu leyti hefur okkur tekist ótrúlega vel að byggja upp ferðaþjónustuna en samkvæmt nýjustu könnun Ferðamálastofu eru yfir 95% ferðamanna ánægð með Íslandsdvölina. Því skýtur það skökku við þegar hafðar eru í frammi alhæfingar um að atvinnu- greinin okkar sé öll „stórsýkt“, „fær að druslast áfram með skít- areddingum“ og að greinin sé meira og minna rekin með sjálf- boðaliðum eða námsmönnum svo dæmi séu tekin. Þá fallast manni hendur. Hvað gengur mönnum eiginlega til með slíku tali? Er leið gífuryrða og alhæfinga vænlegust til árangurs? Ég hef ekki trú á því. Ég vil meina að leið yfirveg- unar, samvinnu og trausts sé mun vænlegri til árangurs sé á annað borð raunverulegur og einlægur vilji til þess. Við þurfum öll að tileinka okkur ábyrga umræðu, hvort sem er í netheimum, í öðrum fjölmiðlum eða í fjölskylduboðunum. Við ber- um öll ábyrgð, ekki bara ferða- þjónustan, ekki bara stjórnvöld, ekki bara landeigendur eða sveit- arfélögin heldur líka við öll, íbúar þessa lands. Við eigum að sjálf- sögðu að vera gagnrýnin en við eigum að rýna til gagns en ekki til niðurrifs. Við þurfum að nálgast hlutina með jákvæðni, samstarfs- vilja og hvatningu að leiðarljósi – öðruvísi verður okkur ekki ágengt. Íslendingar hafa alla tíð verið góðir gestgjafar og við höfum gott orðspor. Á tímum samfélagsmiðla er orðið fljótt að berast og við skulum hafa það í huga að það berst líka hratt og vel út fyrir landsteinana. Við byggjum okkar atvinnugrein nefnilega ekki hvað síst upp á orðsporinu. Okkar góða og jákvæða orðspor hefur komið okkur langt. Það er undir okkur öllum komið að halda því þannig. Eftir Helgu Árnadóttur Helga Árnadóttir » Við horfum fram á margar og mikl- ar áskoranir. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Að njóta sannmælis –– Meira fyrir lesendur . PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA Fyrir kl. 16, mánudaginn 22. febrúar Morgunblaðið gefur út sérblað tileinkað Food and Fun matarhátíðinni föstudaginn 26. febrúar NÁNARI UPPLÝSINGAR Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is verður haldið í Reykjavík í 15 skipti dagana 2.- 6. mars

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.