Morgunblaðið - 20.02.2016, Side 41

Morgunblaðið - 20.02.2016, Side 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016 Palla að leggja grunninn að Glerverksmiðjunni Samverk. Einnig var Palla annt um sveitarfélagið og var hann fljót- lega á kafi í félagsmálum, m.a. var hann drifkraftur í knatt- spyrnudeild UMF. Heklu og kom hann sögu félagsins í mikla og merka bók. Palli reyndist starfsfólki Samverks vel og skipulagði hann margar ógleymanlegar starfsmannaferðir. Eftirminni- legastar eru ferðirnar til Par- ísar svo og hinar mörgu ferðir innanlands, svo sem ferðin norður í land þar sem gist var í Stórutjarnarskóla og keyrt um Norðurlandið. Þarna var Palli á heimaslóðum, kunni ógrynni af skemmtilegum sögum og vísum úr heimabyggð, snillingur í að krydda sögurnar aðeins, enda frásagnargáfa hans einstök. Palli lagði mikið upp úr því að fylgjast með því sem var að gerast í greininni erlendis og fórum við á allnokkrar glersýn- ingar m.a. í Þýskalandi. Frá þeim ferðum á ég góðar minn- ingar en ekki var hægt að hugsa sér betri ferðafélaga en Palla. Palli var sjálfmenntaður nátt- úrufræðingur. Hann kunni skil á allflestum fuglategundum og tók virkan þátt í árlegri fugla- talningu. Oft leitaði ég til hans með plöntur sem voru á lóðinni okk- ar, aldrei kom ég svo með sýn- ishorn að Palli þekkti ekki teg- undina. Elsku vinur og samstarfs- félagi til margra ára, fátækleg eru þau orð sem ég get komið frá mér, en allt hefur sín tak- mörk eins og þú sagðir svo oft. Varðan góða sem mun verða hlaðin með hækkandi sól, mun minna mig ætíð á þig. Ég kveð þig með kvæðinu „Glerbrot“ eftir Freystein Gunnarsson sem á svo vel við þar sem starfsævi þín var helguð gleri. Ég fann það um síðir, að gæfan er gler, svo grátlega brothætt hún reyndist mér, því æskan er léttstíg og leikur sér að ljómandi gullinu fríða. En glerið er brothætt, og grjótið er víða. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Ólafur Hróbjartsson. Komið er að kveðjustund, vinur minn til margra ára er fallinn frá. Kynni okkar Páls hófust í ferð til Majorka, fyrir hart nær 30 árum. Báðir stóðum við á tímamótum í lífi okkar. Með okkur tókust góð kynni, sem með árunum þróuðust í vináttu- bönd sem héldu alla tíð. Páll lærði trésmíði og starf- aði við þá iðn uns hann skipti um starf og flutti á Hellu og tók við framkvæmdastjórn gler- verksmiðjunnar Samverks. Þegar árin færðust yfir og starfsþrekið minnkaði fór hann að fást við rennismiði. Það eru margir fallegir hlutir sem liggja eftir hann. Þegar ég hugsa um Pál er mér efst í huga vinátta okkar, sem stóð í öll þessi ár í gegnum sorg og gleði. Saman söfnuðum við minningum á ferðum okkar til útlanda og á hans heimaslóð- ir. Minnisstæð er ferð á Flat- eyjardal, þar þekkti hann nöfn á öllum kennileitum, fjöllum og eyðibýlum. Hann var alinn upp og átti heima framan af ævi á Garði í Fnjóskadal. Einnig er minning um kvöld- stund á hóteli á Majorka, stjörnubjartur himinn, við sát- um á svölunum og horfðum upp í festinguna. Páll fræddi mig um stjörnur og stjörnumerki, þar urðu til nokkrar vísur, sem ég er því miður búinn að gleyma. Páll var mikill unnandi kveð- skapar og kunni ótal margar vísur. Það var ekki sjaldan að hann fór með vísur þegar við hittumst eða töluðum saman í síma. Á hálflendunni hófst þú ungur bú, varst heill í þinni gömlu barnatrú. Að góðum verkum gekkst þú jafnan einn með guði þínum, sæll og hjartahreinn. Þú lézt þér annt um litla sauðahjörð. Þú lagðir rækt við býli þitt og jörð og blessaðir sem barn þinn græna reit, þinn blómavöll, hvert strá, sem augað leit. Og þótt þú hvíldist sjálfur undir súð, var seint og snemma vel að öðrum hlúð, og aldrei skyggði ský né hríðarél á skyldur þínar, tryggð og bróðurþel. (Davíð Stefánsson) Fyrir nokkrum árum kynnt- ist Páll Þórnýju Þórarinsdóttur sem stóð að baki hans og studdi hann í hans erfiðu veikindum. Það var honum mikill styrkur. Við Inga sendum henni, Ragnari, Guðrúnu og barna- börnum Páls innilegar samúðar- kveðjur. Höskuldur Eyþór Höskuldsson. Kveðja frá Umf. Heklu Nú þegar Páll G. Björnsson er kvaddur hinstu kveðju lang- ar okkur í stjórn Umf. Heklu að þakka honum samfylgdina í gegnum árin. Páll hefur verið einn af okkar tryggustu og ötulustu félögum alla tíð, sem sést best á því að þegar við hófum að innheimta félagsgjöld hin síðari ár með kröfum í netbanka var ákveðið að sleppa elstu árgöngum fé- lagsmanna við innheimtuna, en okkar maður gekk eftir að sér væri sýndur sá sómi að fá að greiða sitt gjald að venju. Að sjálfsögðu var snarlega brugðist við hans ósk og aðferðinni breytt. Þetta sýnir hinn sanna ungmennafélagsanda sem í Páli bjó. Hann var formaður félagsins á árunum 1976-1978 og sýndi félaginu ávallt mikinn velvilja og lagði drjúga hönd á plóg við uppbyggingu og eflingu íþrótta- starfs og íþróttamannvirkja hér á Hellu til margra ára. Ungmennafélagið hefur ætíð getað reitt sig á styrki frá fyr- irtæki Páls og fjölskyldu, Gler- verksmiðjunni Samverk, fyrir það er þakkað af heilum hug. Stolt berum við merki fyrirtæk- isins á búningum félagsins. Að lokum er okkur bæði ljúft og skylt að minnast á og þakka fyrir bókarskrif Páls er hann tók að sér að rita sögu Umf. Heklu í tilefni aldarafmælis fé- lagsins árið 2008. Sonur hans, Ragnar, var þá formaður og fól Páli það umfangsmikla verkefni að lesa yfir fundargerðir 100 ára og ráðast í þessa söguritun í framhaldinu. Þetta verkefni tók Páll að sér og var vakinn og sofinn að vinna þetta mikla af- rek sem bókin er, prýdd ótal myndum og öllum helstu tölu- legu staðreyndum úr starfi fé- lagsins í hundrað ár. Bókin er jafnframt hin merk- asta heimild um mannlífið hér í sveit og sem fyrr segir prýdd fjölda mynda úr starfinu fyrr og síðar. Páll lagði sig mjög fram um að nafngreina fólk á gömlu myndunum sem bókina prýða og er þetta afar fróðleg heimild um lífshætti fólks í fyrndinni, jafnhliða sögu félagsins. Bókarskrifin, öflun auglýs- inga og sala bókarinnar lögðu grunn að drjúgum sjóði sem fé- lagið býr að enn í dag og ber að þakka fórnfúsu sjálfboðastarfi Páls og fjölskyldu á þessum tímamótum í sögu félagsins. Blessuð sé minning Páls G. Björnssonar. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar allrar. Fyrir hönd stjórnar Umf. Heklu, Erna Sigurðardóttir. Öfundsverðir eru þeir menn sem geta sagt við lok ævistarfs: Verk mitt var harla gott. Þessi orð hefði Páll G. Björnsson get- að sagt hverjum sem var án þess að nokkur sem til hans þekkti hefði efast um sannleiks- gildi þeirra. Hitt veit ég, að aldrei hefði hann látið þau sér um munn fara, eða hugsað í þá veru. Menn eru skyldugir að ljúka sínu verkefni sem best þeir geta. Það voru hans orð. Skyldan kallaði nokkru eftir stofnun Glerverksmiðjunnar Samverks á Hellu fyrir margt löngu. Að taka við rekstri verk- smiðjunnar á þeim tíma var ekki eftirsóknarvert. En það lýsir hug Páls að hann var óhræddur við að taka að sér það erfiða verkefni. Og hverjir voru svo sem erf- iðleikarnir? Jú, húsnæði vant- aði, lánsfé var illfáanlegt og þeir sem vildu leggja málinu lið í formi hlutafjár voru ekki allt of fjáðir þó að vilji væri fyrir hendi. Þegar taldir eru upp erfið- leikar við stofnun og rekstur fyrirtækisins má ekki gleyma því sem jákvætt var: Framlag starfsfólksins til kaupa á hluta- bréfum var greitt með vinnu- framlagi, og ekki var síður skylt að skila góðu dagsverki og ekki alltaf að tilgreina hverja unna vinnustund. Ótrúleg og vond var tregða enskra seljenda til að selja blýl- ista fyrir tvöfalt gler. Það var engu líkara en þeir vildu ekki, einhverra hluta vegna, selja þá til Samverks. Ekki var þó á dagskrá að gefast upp. Leitað var til norsks fyrirtækis. Þar fengust állistar sem enn eru notaðir með góðum árangri. Einhverju sinni þegar Páll leitaði til mín eftir aðstoð varð mér að orði: „Að þú skulir vera að standa í þessu vonlausa verkefni.“ Ekki minnist ég þess að hann hafi svarað þessu einu orði. Hann sagði líka fátt þegar ég, einhverjum árum síðar, sagði honum að fyrirtækið hefði skilað ágóða síðasta ár, en sjálf- sagt hefur hann hugsað til fyrri orða minna og eflaust brosað að hvoru tveggja. En það er langt síðan ég vissi að hans lífssýn var: Aldrei að gefast upp. Mig grunaði ekki, þegar ég viðhafði fyrrgreind orð, að í dag væri Samverk orðið öflugt og gott fyrirtæki með fjölþætta starfsemi. En hvað er svo sem fyrirtæki annað en fólkið sem þar vinnur? Ég þakka Páli fyrir góða við- kynningu og það sem hann kenndi mér. Filippus Björgvinsson. Það var vorið 1963 að Páll bankaði upp á hjá mér með ný- prentað sveinsbréf í húsasmíði í höndunum og bað um vinnu. Hann var ráðinn á staðnum, enda bauð maðurinn af sér góð- an þokka og var hinn stæðileg- asti. Við rákum þá tveir félagar fyrirtækið Hreinn og Kristinn sf. sem síðar varð Markholt ehf. Páll reyndist okkur traustur starfsmaður í rúm 6 ár og á þeim árum var stofnað til órofa vináttu sem aldrei varð brestur á. Árið 1969 var leitað til Páls um endurreisn á illa rekinni glerverksmiðju á Hellu sem heimamönnum þótti blettur á flekklausu samfélagi. Hann tók að sér verkið og gerðist Hellubúi til lífstíðar. Nýtt fyrirtæki fékk nafnið Samverk og með ótrúlegum dugnaði og útsjónarsemi tókst honum að byggja upp fyrirtæki sem í dag er eitt af leiðandi fyr- irtækjum í greininni og jafn- framt máttarstólpi í atvinnulífi sveitarfélagsins. Á þeim árum sem Páll vann með okkur voru gjarnan langir vinnudagar og sumarfrí nærri óþekkt. En við höfðum þá venju að fara á hverju sumri í þriggja daga jeppaferð með starfsmenn og maka og var þá farið vítt um land og inn til heiða og tjaldað við falleg veiðivötn. Þetta urðu mörgum eftir- minnilegar gleðistundir og oft- ast sungið fram í morgunsárið. Páll naut sín vel í þessum ferð- um enda mikið náttúrubarn, söngvinn og kunni alla texta. Hann nefndi það oft hversu bjart var yfir þessum stundum í minningunni. Páll var ættaður frá Garði í Fnjóskadal, þeirri fögru sveit, og þar sló hjarta hans alla tíð. En í lok sjötta áratugarins ákváðu þau mæðginin að bregða búi og fluttu suður. Afi Páls og nafni, Páll G. Jónsson, hafði keypt jörðina nálægt fyrri aldamótum og bjó þar, þar til hann lést árið 1948 þegar Páll var 12 ára. Milli þeirra frænda var gróin vinátta og virðing enda líkir að eðli og gerð. Páll afi var mikill félagsmálamaður og meðfram búskap sinnti hann ýmsum samfélagsmálum, m.a. barna- fræðslu. Landpóstur var hann í áratugi norður Flateyjardals- heiði að Brettingsstöðum, meira en 30 km leið. Á gamalsaldri færði hann í letur minningar sínar um heið- ina, heiðarbýlin og mannlífið þar á fyrrihluta síðustu aldar. Og hann heldur til haga örnefn- um á svæðinu sem enginn þekkti betur en hann. Páll yngri erfði ást afa síns á heiðinni og honum til heiðurs gaf hann út á eigin kostnað árið 2000 bókina „Flateyjardals- heiði“, byggða á handriti afans og myndskreytt af Páli og fleir- um. Falleg og læsileg bók. Það er mér verðmæt minning þegar Páll bauð okkur hjónum norður á æskuslóðir sínar. M.a. var farið í hásumarsblíðu yfir heiðina og norður á Flateyj- ardal. Páll var eins og alfræði- orðabók, þekkti landið og ör- nefni eins og lófana á sér og hafði á hraðbergi sögur af mannlífi og atburðum, allt frá Finnboga ramma til dagsins í dag. Páll á Hellu var einkar heiðarlegur og heilsteyptur maður með ríka réttlætiskennd þar sem enginn afsláttur var gefin. Það var því mannbætandi að eiga hann að vini og samferða- manni og ég mun sakna símtala og samvista við hann og ótal gleðistunda. Ættingjum og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Kristinn Kristinsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG ÓSKARSDÓTTIR, Gullsmára 9, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Fossvog fimmtudaginn 11. febrúar. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 26. febrúar klukkan 14. . Hreinn Sveinsson, Svanhildur Sigurjónsd., Bylgja Björk Guðmundsdóttir, Bragi Ingvason, Óskar Karl Guðmundsson, Helga Guðný Jónsdóttir, Vilhelm Guðmundsson, Gunnbjörn Guðmundsson, Kristjana Möller, Sigurbjörn L. Guðmundsson, Halldóra S. Sigurþórsd., barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLÍNA ÁGÚSTSDÓTTIR, Espigerði 4, lést 12. febrúar á kvennadeild Landspítalans. Útförin verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju þann 22. febrúar klukkan 13. Sérstakir þakkir til Elísabetar Örnu Helgadóttur læknis og starfsfólks á kvennadeild Landspítalans, Heimahlynningar og Heimahjúkrunar fyrir frábæra umönnun. . Gunnar H. Stefánsson, Þóra Jenný Gunnarsdóttir, Stefán Sveinn Gunnarsson, Íris Arnbjörnsdóttir, Hekla Ólína Stefánsdóttir, Katla Margrét Stefánsdóttir. Davíð útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur útfararstjóri Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA ÞORVARÐARDÓTTIR, lést laugardaginn 13. febrúar á dvalar- heimilinu Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 25. febrúar klukkan 13. . Guðrún Linda Þorvaldsdóttir, Valgerður Þorvaldsdóttir, Ola K Naa, Jóhanna Erla Þorvaldsdóttir, Hannes Þorvaldsson, Anna Magdalena Sívertsen, Björk Þorvaldsdóttir, Hjalti Erdmann Sveinsson, Guðrún Ragnarsdótti,r barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, PÁLÍNA ERNA ÓLAFSDÓTTIR, lést í faðmi fjölskyldu sinnar á hjúkrunar- heimilinu Grund, laugardaginn 13. febrúar. Útför mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á FAAS, Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga. . Halla Dröfn Þorsteinsdóttir, Sigurjón Þ. Guðmundsson, Ásta I. Þorsteinsdóttir, Róbert G. Grímsson, Sigurður Ó. Þorsteinsson, Monika Radowska, Erna, Grímur, Grettir, Ísak, Nína, Hilmir, Huginn og systkini hinnar látnu. Elskuleg móðir mín, RANNVEIG PÁLSDÓTTIR (Nanný), lést á líknardeild Landspítalans 11. febrúar. Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 23. febrúar klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, . Páll Andrés. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.