Morgunblaðið - 20.02.2016, Page 42

Morgunblaðið - 20.02.2016, Page 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016 ✝ Jón HalldórGuðmundsson fæddist á Húsavík 1. september 1958. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu að Ærlæk í Öxarfirði 8. febr- úar 2016. Foreldrar hans voru Guðmundur Sigurjón Jónsson, f. 8. júní 1927 á Ærlæk, d. 18. okt. 2011, bóndi á Ærlæk, og eiginkona hans, Guðný Jóna Tryggvadóttir, f. 3. okt. 1927 í Garði á Húsavík. Systkini Jóns Halldórs: a) Guðrún Guðmundsdóttir, f. 7. maí 1951, á Húsavík, móðir hennar er Valgerður Jóns- dóttir, f. 1. nóv. 1928, eig- inmaður Gísli Halldórsson f. Foreldrar hennar: Sigurður Ingimundarson, bóndi og odd- viti á Snartarstöðum, f. 10. maí 1913, d. 25. feb. 2008, og k.h. Sigríður Guðný Kristjáns- dóttir, f. 12. des. 1934. Börn Jóns Halldórs og Guð- nýjar Maríu: 1) Sigurður Ægir, f. 18. sept. 1984, doktor í eðl- isfræði, sambýliskona Líney Halla Kristinsdóttir, f. 24. apríl 1984, doktor í eðlisfræði. Son- ur þeirra er Jón Sölvi, f. 31. júlí 2012. Þau eru búsett í Reykjavík. 2) Sigríður Harpa, f. 9. sept. 1988, B.Sc. í um- hverfisskipulagi, sambýlis- maður Magnús Gunnlaugsson, f. 26. ágúst 1987, mat- reiðslumaður. Þau eru búsett í Reykjavík. 3) Sylvía Dröfn, f. 4. ágúst 1994, á Ærlæk. Jón Halldór var búfræðingur frá Bændaskólanum á Hólum og bóndi á Ærlæk í Öxarfirði frá 1978. Útför Jóns Halldórs fer fram frá Skinnastað í dag, 20. febr- úar 2016, klukkan 14. 23. ágúst 1950. Börn þeirra eru þrjú og barnabörn sex, b) Soffía Guð- rún Guðmunds- dóttir, f. 3. júní 1961, d. 1. júlí 2003, á Húsavík, eiginmaður Krist- ján Þráinsson, f. 9. desember 1956. Börn þeirra eru tvö og barnabörn þrjú, c) Tryggvi Arnsteinn Guð- mundsson, f. 28. jan. 1964, bif- vélavirki og verkstjóri á Ak- ureyri. Eiginkona hans er Guðrún Torfadóttir, f. 3. maí 1965. Börn þeirra eru fjögur. Hinn 1. september 1998 kvæntist Jón Halldór Guðnýju Maríu Sigurðardóttur, f. 21. apríl 1961. Elsku Jóndór! Það eru rétt rúm 9 ár frá því ég kom fyrst á Ærlæk og komst að því að ég hefði dottið í tengdafor- eldralukkupottinn. Og að Sigurð- ur laug engu um að þótt mér þættu hans fingur glettilega breiðir þá væru þínir enn breiðari. Traustar, sterkar og hlýjar hendur, alveg eins og þú. Ég sá fljótt að þú kynnir vel að segja frá, gjarna með glettni í augunum. Svo vel, að það skipti engu þótt saga væri sögð í annað eða þriðja sinn, hún varð bara skemmtilegri. Ég man sérstak- lega eftir hvað það ískraði í þér af hlátri við að segja söguna af litla Sigurði Ægi, tautandi: „Valle’a valle’a valle’a!“ við sjálfan sig, gangandi yfir forboðinn planka í fjárhúsunum fyrir um 25 árum. Þér þótti heldur ekkert leiðinlegt að heyra að Jón Sölvi léti heldur ekki segja sér hvað mætti ekki, ef honum sýndist svo. Eða hvers kyns aðrar sögur af litla afa- stráknum með véladelluna. Það eru svo einungis um þrjár vikur síðan snáðinn setti sig í sögu- mannsstellingarnar og endur- sagði söguna af Gullbrá og björn- unum þremur með slíkum tilþrifum að ömmu hans hér fyrir sunnan fannst þú vera kominn í eldhúsið til sín. Ég sjálf er með heldur slakt atburðaminni og þar með lítill sögumaður. Hins vegar sitja til- finningar ágætlega í kollinum á mér, og það segir sitt að allar mínar minningar um þig eru góð- ar og litaðar gleði. Meira að segja þessi skipti sem þú hankaðir okk- ur glópana á einhverju glappa- skoti varðandi bílinn, þá gastu vandað um fyrir okkur í róleg- heitum og gert góðlátlegt grín að öllu saman eftir á. Það var alltaf svo gott að komast til ykkar í sveitina í frí og sömuleiðis ljúft að fá ykkur í heimsókn til okkar til Lundar eða á Kambsveginn. Það var helst nú í sumar, haust og vetur, sérstaklega um jólin, sem áhyggjur læddust að í bland við gleðina, þar sem heilsan var greinilega eitthvað farin að bila. En engan grunaði að staðan væri svo slæm sem raunin var, ekki einu sinni læknana. Elsku Jóndór, þú varst besti tengdapabbi sem hægt er að hugsa sér. Þú fórst alltof, alltof fljótt, en ég er svo ósköp þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Að hafa fengið að njóta hlýj- unnar, stuðningsins og glettninn- ar. Að Sölvi hafi fengið að eiga afa í sveitinni, þó ekki væri í nema 3 og hálft ár, sem átti dýr- indis dráttarvélar og fjórhjól, hlaupakött og trissu, sláttuvél og rúlluvél og plöstunarvél. Dásam- legan afa sem var svo líkur hon- um pabba hans að hann munaði aldrei um að skríða beint í fangið á þér þótt aðskilnaðurinn væri oft ógnarlangur á mælikvarða lítilla stubba. Hvíl í friði og takk fyrir allt. Líney Halla. Með sorg og söknuð í hjarta fylgjum við þér síðasta spölinn elsku Jón Dór. Minning um góðan bróður, mág og frænda lifir um ókomin ár. Hafðu þökk fyrir allt. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann alls- herjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Tryggvi, Guðrún, Daníel, Torfi Þór, Thelma Rut og Guðný Vala. Maður verður svo hissa þegar maður á besta aldri er kallaður í sína hinstu för, af hverju lá svona mikið á? Eru einhverjir hinumeg- in sem þarfnast hans meira en við hérna? Ég var 6 ára þegar Guðný systir mín kynntist Jóndóri og fannst mér hann strax algjört yndi. Hann kom vel fyrir og við yngri systir mín sóttum mikið í hans nærveru. Og einhvern tím- ann hafði ég á orði við mömmu mína að ég ætlaði sko að ná mér í mann eins og hann því hann gæti allt, og þá meina ég allt, það var ekkert sem hann ekki reyndi að bjarga sér með. Engin uppgjöf og ávallt tilbúinn að aðstoða alls staðar sem til þurfti. Þegar ég skrifa þessi orð sit ég einmitt við skrifborð sem hann smíðaði og gaf mér í fermingargjöf. Ég er afskaplega þakklát fyrir allar þær stundir sem ég og fjöl- skylda mín áttum með Jóndóri, mér fannst hann hafa mjög þægi- lega nærveru og oft var ég búin að koma í sauðburðinn hjá þeim hjónum, jafnvel með dætur mínar mjög litlar, held þær hafi verið 3 og 5 ára þegar ég fékk fyrst að koma með þær. Alltaf var okkur vel tekið og fannst mjög gaman. Hvernig hann var nákvæmur í allri skráningu á lambfénu og burðinum var gaman að fylgjast með. Þó stundum hafi fokið í hann þegar eitthvað gekk ekki eins og hann óskaði eftir þá var það mjög fljótt að rjúka úr hon- um. Hann reykti besta hangikjöt og sperðla sem ég hef smakkað. Nokkrum sinnum var farið í Haf- ursstaði og reynt að veiða silung í vatninu og tókst það misvel, en skemmtilegast fannst mér að fara þangað um páska fyrir nokkrum árum í fallegu veðri, þá var vatnið ísilagt, boruð voru göt gegnum ísinn og dorgað. Þó- nokkra fiska höfðum við upp úr krafsinu. Takk fyrir sauðburðardvalir, takk fyrir ferðir í Hafursstaði, takk fyrir útilegur, takk fyrir allt kjöt á síðustu árum, takk fyrir að- stoðina við mömmu og takk fyrir að fá að kynnast þér. Guð veri með þér á nýjum stað. Inga Friðný Sigurðardóttir frá Snartarstöðum. Það er með sárum trega og söknuði sem við kveðjum einstak- an frænda og vin, Jón Halldór Guðmundsson. Óvenjulega stórt skarð hefur verið hoggið í fjöl- skylduna okkar. Svo óvænt. Svo ótímabært. Svo sárt. Fyrir alla sem urðu þeirrar gæfu aðnjót- andi að þekkja og fá að njóta nærveru Jón Dórs, því hann var einstakur. Hlýja hans og húmor áttu sér engan líka. Það var gæfa okkar að fá að verja tíma með honum. Sumar og vetur. Við höf- um nýtt öll tækifæri sem gáfust en við hefðum kosið að þau yrðu svo miklu, miklu fleiri. Stundirn- ar í eldhúsinu á Ærlæk þar sem Jón Dór sagði sögur og það var hlegið. Stundirnar á rjúpnaveið- um þar sem Jón Dór veiddi ávallt meira en aðrir og laumaði svo nokkrum aukarjúpum í pokann hjá okkur þegar lítið bar á. Þann- ig litum við betur út þegar við kæmum suður, sagði hann og brosti. Dætur okkar minnast þess þegar hann gekk með þeim um jörðina og á sinn ljúfa hátt út- skýrði fyrir borgarbörnunum hvernig búskapurinn virkaði. Það var sama um hvað var spurt, Jón Dór var með svör við öllu. Við hin eldri dáumst að fyrirmyndar- búinu sem Jón Dór og Guðný byggðu. Bú sem byggt hefur ver- ið upp með því að beita gagn- reyndum aðferðum og hugviti en ekki síður með þrotlausri vinnu og þolinmæði. Mikið ótrúlega munum við sakna hans. Inga Dóra og Símon, Jón (Nonni) og Unnur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem) Engan grunaði að kallið væri komið til Jóns Halldórs bónda á Ærlæk í Öxarfirði, en hann lést á heimili sínu 8. febrúar síðastlið- inn. Eiginkona Jóns er Guðný María Sigurðardóttir. Ég kynntist þessum heiðurs- hjónum 1997 en það haust byrjaði ég að keyra sláturfé í sláturhúsið á Kópaskeri. Það mynduðust strax góð kynni við þessi góðu hjón og þróuðust svo í góðan vin- skap. Jón var einstaklega greið- vikinn og hjálpsamur maður. Ef bilaði bíll hjá mér var hann óðara boðinn og búinn að hjálpa með sinn góða og gamla fjárflutninga- bíl sem hann notaði mest við sinn eigin búrekstur. Það er myndar- legt og stórt bú á Ærlæk og hafa þau hjónin unnið samhent að þessum búrekstri, fallegt fé og greinilega má sjá góða fjárrækt á Ærlæk. Ég hætti þessum akstri árið 2003 og á þessum sjö árum átti ég margar og góðar stundir með bændum í Öxarfirði. Ærlæk- ur hefur allt frá árinu 1997 verið viðkomustaður minn á ferðum mínum þegar ég fer um Öxar- fjörð. Það var alltaf tími hjá þeim hjónum til að taka á móti vinum sínum. Stundum var maður á austurleið og náði kvöldmat á Ærlæk og stoppið náði svo fram- undir miðnætti. Ég var einnig velkominn þótt ég væri með far- þega, öllum var boðið í kaffi. Það verður öðruvísi að stoppa á Ær- læk hér eftir, ekki það að Guðný María er mikil indælis- og skemmtileg kona og jafngóður vinur og Jón, það er bara svo mikið sem við höfum misst. Þetta glæsilega bændasam- félag við Öxarfjörð hefur nú misst traustan og góðan mann sem var trúr og tryggur sinni sveit, vann að félagsmálum sem og öðru sem samfélagið þurfti á að halda. Jón var góður bóndi og góður fjárræktandi, og alltaf var hann að gera betur og betur, ár frá ári. Hann var mjög metnaðar- gjarn í sínu starfi og í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Eitt langar mig að nefna og um leið þakka Jóni vini mínum fyrir alla þá umhyggju sem hann sýndi mér vegna veikinda minna allt seinasta ár. Hann hringdi oft til þess að vita hvernig ég hefði það og hann spurði líka stundum hvort hann gæti gert eitthvað fyrir mig. Hann var sannur vinur – vinur sem aldrei brást. Hann skilur eftir sig orðstír sem deyr aldrei, einnig skilur hann eftir sig minningar sem lengi verður hald- ið á lofti, af vinum hans og sam- ferðafólki. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Elsku Guðný María og ykkar fjölskylda, Tryggvi og fjölskylda, Guðný Jóna og allt venslafólk Jóns Halldórs, innilegar samúð- arkveðjur, elskulega fólk. Ég kveð þennan kæra og um- hyggjusama vin með seinasta versinu úr ljóðinu Laugamaður kvaddur eftir Þorbjörn Kristins- son: Minning um löngu liðna daga lifir í huga mér. þótt heimurinn væri helmingi stærri skyldi hugur minn fylgja þér. Ég finn þegar okkar fundum lýkur verða fátækleg orðin mín. Fólgin í nokkrum fallandi tárum verður fegursta kveðjan til þín. Jóhann Ólafur Lárusson. Þegar ég frétti að Jón Halldór á Ærlæk væri fallinn frá langt um aldur fram, þá var ýmislegt sem fór í gegn um huga minn. Ég tel að Jón Halldór hafi verið einn mesti búhöldur sem ég hef þekkt. Það var eins og allt yrði að gulli í höndum hans og öll viðskipti við hann voru þannig að allir græddu. Fyrstu alvöru kynni mín af Jóni Halldóri á Ærlæk voru þannig að það hafði nýlega verið kynningarfundur á sæðishrútum og okkur bændum ráðlagt að sæða tæplega helminginn af án- um og halda hinum undir lamb- hrúta og annað hvort gelda þá fyrir vorið eða setja þá á og geyma þá þar til reynsla væri komin á hvernig þeir reyndust sem lamba- og ærfeður. Á næsta bændafundi gaf Jón Halldór sig á tal við mig eftir að ég hafði lýst áhuga á að fá til geymslu þá hrúta sem væru af- gangs. Og á næstu árum áttum við viðskipti með ýmsa hluti sem aðrir telja rusl. Þegar hann kom í ruslahauginn hjá mér sá ég hvað hann var geysilega hygginn, þá sá hann rör sem mér höfðu áskotnast og áttaði sig strax á að þau hentuðu vel í ristarhlið. Í eitt skiptið sem ég kom til hans lá leiðin í malargryfju vest- ur af bænum. Þar blasti við mikill varahlutalager sem lítið bar á frá veginum. Þegar ég var að dást að þessari staðsetningu sagði Jón Halldór mér að Vegagerðin hefði borgað sér fyrir mölina en eig- inlega hefði hann átt að borga vegagerðinni fyrir að gera þessa gryfju fyrir sig. Þegar ég átti 70 ára afmæli kom Jón Halldór og rétti mér eggjabakka og sagði um leið að þetta væru andaregg frá Guð- nýju konu sinni. Hann hafði tekið saman við þá miklu búkonu á unga aldri og kunni að meta hana. Ég votta eiginkonu og að- standendum þeirra innilega sam- úð mína. Eiríkur Kristjánsson. Lífsklukka Jóns Halldórs eða Jóndórs, eins og hann var oftast kallaður, hefur stöðvast svo snöggt og snemma. Í hugann koma minningar. Kotroskinn strákur, þremur árum eldri en ég, kemur með pabba sínum í klippingu í Leifsstaði. Við leikum okkur saman úti um stund. För- um síðan inn í eldhús og fáum heimagerðan ís og ískex. Hann réttir hlut minn í skólanum eftir ófarir mínar við eldri og sterkari krakka. Á táningsárum fer Jón- dór allra sinna ferða á Rígunni, skellinöðru frá austantjaldsríki, sem þurfti mikið og stöðugt við- hald sem hann sinnti að mestu leyti sjálfur. Hann eignaðist snemma bíl, Datsun, sem hafði vetursetu í vélageymslunni heima á meðan eigandinn fór burtu til náms. Man þegar hann sótti bílinn um vorið. Skransaði í fyrstu beygju og tók hann svo til kostanna líkt og knapi sem legg- ur hest sinn á skeið. Þegar ryk- mökkurinn á þjóðveginum var óvenju langur og mikill á þessum tíma, gætu Jóndór og Datsuninn í einhverjum tilfellum hafa verið þar á ferð. Jóndór fann sinn lífs- förunaut snemma, Guðnýju Mar- íu, duglega stúlku úr næstu sveit. Með þeim var einstakur hjóna- svipur. Með dugnaði og fyrir- hyggju byrjuðu þau fljótt að búa í haginn fyrir framtíðina. Við Jón- dór unnum saman veturinn 1979- 1980 í rækjunni á Kópaskeri. Það var skemmtilegur tími. Unnið á tvöföldum vöktum auk löndunar. Fengum góð laun. Efast ekki um að hans laun fóru öll í íbúðarhúsið sem verið var að byggja á Ær- læk. Jóndór sinnti ýmsum fé- lagsstörfum af mikilli samvisku- semi; var forðagæslumaður, fjallskilastjóri, sveitastjórnar- maður, svo fátt eitt sé nefnt. Ekki var hann skaplaus maður en fór vel með það. Og þrátt fyrir að við Jóndór hefðum mjög ólíkar skoð- anir á ýmsum málum man ég ekki til þess að okkur hafi orðið sund- urorða. Frekar gert grín hvor að öðrum og glott út í annað yfir vit- leysunni í hinum. Í mínum huga voru orð hans og loforð meira virði en undirskrifaðir samningar eða þinglýstir pappírar. Við Jón- dór vorum nágrannar alla tíð. Hann bjó vestan við Brunnána en ég austan við og höfum við átt ýmiskonar samstarf og samvinnu í gegnum árin. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt vináttu hans alla tíð. Aðstandendum votta ég sam- úð mína. Stefán Leifur Rögnvaldsson. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Mig langar í nokkrum orðum að minnast Jóns Halldórs Guð- mundssonar eða Jóndórs eins og hann allajafnan var kallaður. Kynni okkar hófust er ég fór að venja komur mínar á æskuslóðir konu minnar í Öxarfirðinum. Með okkur tókust góð kynni og styrktust enn frekar er við fjöl- skyldan fluttum í Öxarfjörðinn haustið 2000. Jóndór og fjöl- skylda hans tóku afar vel á móti okkur og ófá voru handtökin sem Jóndór veitti okkur við ýmis störf og leik. Ég var þeirrar gæfu að- njótandi að geta talið mig vera vin Jóndórs og átti með honum margar ánægjulegar stundir er tengdust m.a. smala- og veiði- mennsku. Jóndór var óspar á að veita hjálparhönd og alltaf boðinn og búinn til þess að aðstoða við öll viðvik. Jóndór var hnellinn á velli og kallaði ekki allt ömmu sína. Minnistætt er okkur félögunum er við komum í brunafrosti heim að vélaskemmu að afloknum veiðidegi að koma að Jóndór við vinnu fyrir utan skemmuna. Ber- hentur og húfulaus í járnavinnu. Jóndór var mikill ræktunar- maður og hafði mikla ánægju af því að tala um búskapinn. Ófáar ferðirnar fór ég með honum suð- ur í framheiðar að haustinu til smalamennsku. Af þeim hafði ég afskaplega gaman þó svo að Jón- dór hafi stundum haft á orði að hann skildi nú ekki þessa ánægju en gott væri að mér þætti svo. Jóndórs er og verður saknað og illskiljanlegt að hann skuli vera horfinn yfir móðuna miklu. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt en takast verður á við hlutina með æðruleysi og minnast allra þeirra góðu stunda er Jóndór var viðloð- andi. Far vel, góði félagi, þín verður minnst um ókomna tíð. Elsku Guðný og fjölskylda, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðju. Jóhann Rúnar Pálsson og fjölskylda. Haustið 1975 þegar ég hóf nám í Bændaskólanum á Hólum kynntist ég fljótlega bóndasyni norðan úr Öxarfirði sem bauð af sér einstaklega góðan þokka. Hann var alltaf hress og kátur, tilbúinn að taka þátt í öllu sem var að gerast í skólanum og þar að auki góður námsmaður. Þarna var kominn traustur og góður vinur í Jóndóri. Þó við hefðum ekki stöðugt samband næstu árin slitnaði aldrei þráðurinn, við Jón Halldór Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.